Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
títd
l »=»»=> r~^i >-cr (=i
£G El?
6JRRT'
SÝNN
ÞEIR ERU BUNIR R0 .
KRLLR HVER RNNRN FR-
VITR, '5E&JF) R9 FULLVRB-
IN&flR HVER RNNRR'd
SÉU RL&ERT PÍP, LÝSR
HVER ÖÐRUM 6EM HREINUM
oiKEMMDRRVÖR&UM
SflMKVÆMT LEIKREGL-
ONUM 6ETfl ÞÐR $EM>
SRGT NÓKJfl FRRIÐ RE) 1
SNÓfl SER R9 SUtiLFUM
SRMNINGUNUM
Þessir hringdu . .
Bannið tívolíbomurnar
Kona hringdi:
„Ég tel að banna eigi
tívolíbombur, ekki bara vegna
slysahættunar heldur einnig
vegna hins mikla hávaða sem þær
valda. Hávaðinn þegar þær
springa hlýtur geta valdið varan-
legum heymarskemmdum hjá
fólki. Gaman væri að vita hvort
hávaðinn frá þeim hefur verið
mældur af heilbrigðiseftirlitinu."
Miklar skuldir Sam-
bandsins við Landsban-
kann
Hólmfríður Jónsdóttir-
hringdi: „Það hefur ekki far-
ið framhjá neinum sem fylgst
hefur með fréttum undanfarið hve
erfið fjárhagsstaða Sambandsins
er. Það kemur þó á óvart að skuld-
ir þess við Landsbanka íslands
skuli vera hátt á annan miljarð
króna og mun SÍS þar með vera
langstærsti skuldari bankans. Það
vekur því furðu að talað er um
að stjórnarformaður þessa skuld-
uga fyrirtækis eigi að verða
bankastjóri í Landsbankanum.
Væri ekki eðlilegra að stjómar-
formaðurinn yrði bankastjóri í
sínum ' banka, Samvinnubankan-
um, sem rekinn er í harðri sam-
keppni við Landsbankann með
hvorki meira né minna en uppund-
ir 30 útibúum, sem samvinnu-
menn em óspart hvattir til að
geyma sparifé sitt í og beina
sínum viðskiptum til.“
Góður ljóðalestur
Eldri kona hringdi:
„Mig langar til að koma á fram-
færi þakklæti til Ríkissjónvarpsins
fyrir ljóðalesturinn undanfarin
sunnudagskvöld. Það var sérstak-
lega góður ljóðalestur þegar Jak-
ob þór Einarsson las Ferðalok
eftir Jónas Hallgrímsson. Upp-
lestur hans hreif mann alveg inn
að hjartarótum en allir upplesarar
hafa gert vel í þessum þáttum."
Óþarft húnadráp
Björk Guðjónsdótti hringdi:
„Þegar ég las um húnadrápið
fyrir norðan leiddist mér að vera
íslendingur. Hvers vegna var ekki
hægt að fanga húninn og flytja
hann aftur til heimkynna sinna í
Grænlandi?"
Gleraugu
Gleraugu með brúna umgerð í
svörtu hulstri töpuðust í Mið-
bænum fyrir skömmu. Finnandi
er vinsamlegst beðinn að hringja
í síma 42164 eftir kl. 17.
Silfurarmband
Silfurarmband með myndum á
tapaðist í Vesturbænum fyrir
skömmu. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 23791.
Frakki
Dökkblár kvenmannsfrakki
tapaðist í Lækjartungli laugar-
daginn 30. janúar. 1 vasa frakk-
ans var svart veski. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að skila
frakkanum í Lækjartungl eða
hringja í síma 44339. Fundarlaun.
Reiðhjól
Blátt og hvítt reiðhjól af teg-
undinni Starlord var tekið við
Hæðagarð sl. föstudag. Þeir sem
orðið hafa varir við hjólið vinsam-
legast hringi í síma 687113 eða
687805. Fundarlaun.
Eyrnalokkur
Eymalokkur, sem er hringur
úr ekta gulli, tapaðist á Hótel
Sögu sl. laugardagskvöld.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 71742. Fundar-
laun.
Þessi köttur tapaðist frá
Engjaseli 87 í Reykjavík þann 7.
febrúar síðastliðinn. Fullu nafni
heitir hann Kristófer en hlýðir nafn-
inu Krúsi. Hann er merktur og með
svarta hálsól. Auk þess er hann
eymamerktur með númerinu
R2064. Krúsi er svartur með hvíta
fætur, bringu og trýni. Ef einhver
hefur orðið hans var vinsamlegast
látið vita í síma 79217 eða hafið
samband við Kattavinafélagið.
Krúsi er týndur
Látum öllum
kisum líða vel
Kæri Velvakandi
Ég hef áhyggjur af heimilis-
köttum sem komast ekki inn til
sín vegna þess að ekki er hugs-
að um að hleypa þeim inn. Þeir
híma við dyr kaldir og svangir
og biðja um að fá að komast
inn. Þeir fara jafnvel inn í
ókunnugar íbúðir til að leita
matar og skjóls en eru ekki vel-
komnir hjá húsráðendum. Það
þarf að hugsa vel um heimilis-
ketti, ekki síst í þessum kulda
sem verið hefur, það er of seint
þegar þeir týnast eða hverfa.
Látum öllum kisum líða vel.
Blaðberí
Fjarstýrt 14" litsjón varp
DW451VR
Verð áður: 24.200,-
Verð nú 18.450,-stgr.
NU
ER TÆKIFÆRIÐ!
TILBOÐIÐ STENDUR TIL MÁNAÐAMÓTA
KAUPSTADUR
ímjódd ^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-68 1266
SINGER
SAMBA 7 saumavél
Verð áður: 18.915,-
Verð nú 14.310,- sigr.
S ZEROWATT
Þurrkari - 90 lítra Z551
Verð áður: 27.400,-
Verð nú 19.600,- stgr.
(Bauknecht
Kæliskápur -140 lítra
T 1504
Verð áður: 21.000,-
Verð nú 15.980,- stgr.
'T-
Bellboy sími, GD 878TH
Verð nú 2.480,- stgr.
Fjarstýrt myndbandstæki
DW50
Verð áður: 36.200,-
Verð nú 26.980,- stgr.
Frigor
Frystikista - 350 lítra B 380
Verð áður: 37.800,-
Verð nú 27. 900,- stgr.
sa IvLAFflLKI
Fjarstýrt 20" litsjónvarp
DW205OVR
Verð áður: 27.980,-
Verð nú 21.980,- stgr.
Sambyggt útvarps- og tvöfalt
kassettutæki K9620
Verðáður: 12.300,-
Verð nú 9.360,- stgr.