Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988
27
Starfsmanni Fríðargæslustofnunar SÞ rænt í Líbanon:
Reagan beitir sér fyr-
ir lausn gíslamálsins
Washington og Beirút, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti sagði í gær að leitað yrði
allra leiða til að fá William Higg-
ins ofursta f Bandaríkjaher og
starfsmann Friðargæslustofnun-
ar SÞ lausan. Higgins var rænt
í nágrenni bæjarins Tyre í Suð-
ur-Líbanon á miðvikudag.
Að sögn Abdels Majids Salahs
háttsetts embættismanns hjá Amal,
samtökum shfta sem ráða f suður-
hluta Líbanons, var Higgins rænt
af sama hópnum og þeim sem hald-
ið hefur öðrum vestrænum mönnum
í gíslingu í Líbanon. Higgins sem
er 43 ára gamall ofursti og yfirmað-
ur Líbanonsdeildar Friðargæslu-
stofnunar SÞ var rænt af þremur
skeggjuðum mönnum sem veifuðu
byssum til að fá hann út úr bifreið
sinni. Higgins er einn 17 banda-
rískra starfsmanna Friðargæslu-
stofnunarinnar f Suður-Líbanon.
Stofnunin var sett á laggimar árið
Eervptaland:
Sonur Nassers sak-
aður um hryðjuverk
Kairó, Reuter.
Rikissaksóknarí í Egyptalandi
hefur krafist dauðadóms yfir
syni Gamals Abdels Nassers heit-
ins, forseta landsins. Sonur Nass-
ers er ásamt öðrum sakaður um
að hafa myrt tvo israelska emb-
ættismenn og sært tvo banda-
ríska stjómarerindreka f skotár-
ásum f Kairó.
Khaled Abdel Nasser sem er 38
ára gamall verkfræðingur og býr í
sjálfskipaðri útlegð í Júgóslavíu er
ásamt 19 öðrum Egyptum sakaður
um að hafa stofnað samtökin
„Egypska byltingin" sem bera
ábyrgð á þremur skotárásum und-
anfarin þijú ár. í ágúst 1985 og
mars 1986 féllu ísraelskir embætt-
ismenn í Kairó í skotárásum og
tveir bandarfskir sendiráðsstarfs-
menn særðust í árás í maí síðast-
liðnum.
Rfkissaksóknari í Egyptalandi
sagði á fréttamannafundi að réttað
yrði í máli Nassers að honum fjar-
stöddum. Hann sagði ennfremur að
Reuter
Khaled Abdel Nasser.
alþjóðalögreglan Interpol hefði ver-
ið beðin um að handtaka Nasser.
Á meðal annarra sem sakaðir eru
um hryðjuverkin er frændi Nassers,
Gamal Shawki Abdel Nasser og
ýmsir háttsettir menn í opinberri
þjónustu.
Næsti forstjórí WHO:
Heilu kynþættirnir í
hættu vegna alnæmis
TaItva DAirfnr
Tokyo. Reuter.
ALNÆMI stefnir óðfluga að því
að verða ógnun við tilveru heilu
kynþáttanna, segir Hiroshi
Nakajima, sem nýlega var til-
nefndur til að taka við af núver-
andi framkvæmdastjóra Alþjóða
heilbrisrðismálastofnunarinnar,
WHO.
Nakajima, sem tekur við starfinu
hjá WHO í júlímánuði næstkom-
andi, sagði í viðtali við Reuters-
fréttastofuna fyrr í þessari viku,
að baráttan gegn alnæmi yrði eitt
af forgangsverkefnum stoftiunar-
innar undir sinni stjóm. Hann lagði
áherslu á, að sjúkdómurinn væri á
mjög mismunandi alvarlegu stigi
eftir heimshlutum.
í sumum löndum ógnar sjúk-
dómurinn heilu kynþáttunum, en
annars staðar er hann einkum
bundinn við ákveðna áhættuhópa,"
sagði hann. „Og því verður að grípa
til viðeigandi ráðstafana á hveijum
stað.“
„í sumum Afríkulöndum hefur
sjúkdómurinn búið um sig meðal
almennings og veiran finnst hjá
tfunda hveiju bami við fæðingu,"
bætti hann við.
Nakajima, sem er 59 ára að
aldri, verður fyrstur Japana til að
gegna framkvæmdastjórastarfi hjá
stofnun á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, þegar hann tekur við af Hol-
lendingnum Halfdan Mahler.
Nakajima hefur unnið hjá Al-
þjóða heilbrigðismálastofnuninni f
15 ár og verið svæðisstjóri við vest-
anvert Kyrrahaf með aðsetur f
Manila á Filippseyjum. Búist er við,
að tilnefning hans f embætti fram-
kvæmdastjóra WHO verði endan-
lega samþykkt á þingi stofnunar-
innar f mafmánuði.
Massachusetts:
Kosið um hvort
Jane Fonda fái
að fara inn fyr-
ir bæjarmörkin
Chicopee i Hanachiuetts, Reuter.
BEIÐNI bandarísku leikkon-
unnar Jane Fonda um að fá
að taka kvikmynd f smábæn-
um Chicopee f Massachusetts
verður borin undir atkvæði,
eftir að öldungaráði bæjarins
(bæjarstjóm) bárust mótmæli
frá samtökum fyrrveraandi
Vfetnam-hermanna þar f bæ.
ósk Fonda um að fá að taka
upp kvikmynd f bænum hefur
valdið nokkrum úlfaþyt í
Chicopee, þar sem menn minn-
ast hennar aðallega sem róttækl-
ings, sem barðist gegn stefnu
Bandarfkjanna f Suðaustur-Asfu
á síðasta áratug.
Sérstaklega er fyrrverandi
Víetnam-hermönnum uppsigað
við leikkonuna fyrir að hafa far-
ið f mjög auglýsta heimsókn til
Hanoi, sem þá var höfuðborg
Norður-Vfetnams, einmitt þegar
Vfetnamstríðið stóð sem hæst.
Hafa þeir megna fyrirlitningu á
Fonda og vilja hvorki heyra hana
né sjá f heimabæ sfnum.
1948 til að standa vörð um friðar-
samninga varðandi landamæri ísra-
els. Að sögn var gerð tilraun til að
ræna Higgins fyrir 10 dögum en
þá mistókst hún.
Hringt var í fréttastofu í Líbanon
í gær og sagt að samtökin
„íslömsku byltingarsveitimar"
bæru ábyrgð á mannráninu. Þau
samtök hafa ekki komið fyrr við
sögu. Sá sem hringdi sagði ekki til
nafns en endurtók í sífellu að Higg-
ins hefði verið fluttur frá Tyre til
Beirút og þaðan á ótilgreindan stað.
„Higgins er nú meðal hinna
gfslanna og verður ekki látinn laus
fyrr en hann hefur komið fyrir dóm
sakaður um að vera einn af yfir-
mönnum CLA (bandarísku leyni-
þjónustunnar)," sagði sá sem
hringdi.
Daoud Daoud, starfsmaður Amal
í Tyre, segir að Higgins hafi verið
rænt vegna þess að hann sé banda-
rískur, til að ógna Friðargæslu-
stofnuninni og Friðargæslusveit SÞ
í Líbanon. Einnig gæti verið að
William R. Higgins ofursti, starfsmaður Friðargæslustofnunar Sam-
einuðu þjóðanna.
mannræningjamir vildu fá lausnar-
gjald fyrir Higgins. „Rannsókn
málsins er komin vel á veg . . .
Við höfum lýsingu á mannræningj-
unum og nokkrir grunsamlegir
menn hafa verið teknir höndum,"
sagði Daoud. „Ég held að ekki hafi
verið farið með Higgins til Beirút
því öllum leiðum milli Tyre og Beir-
út var samstundis lokað," bætti
hann við.
Abdel Salah vildi ekki nafngreina
samtökin sem rænt hefðu Higgins
en gaf í skyn að þar væri á ferð-
inni Flokkur Guðs (Hizbollah) sem
studdur er af írönum. Hann sagðist
hafa miklar áhyggjur af því ef sam-
tökin væm í vaxandi mæli að
hreiðra um sig f suðurhluta landsins
þar sem Amal hefur ráðið ríkjum.
IAýjar frábœrar
vorvörur frá
LE (ÍAIIAGE
j&krrtmaker
' PAniS
Laugavegi 45 - Sími 11388