Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Miðbæjarsamtökin gamli miðbærinn: Ungt sklðafólk í BláfjðUum. Morgunblaðið/Bjami * m Ragnar Guðmundur Jónasson, MyUu- bakkaskóla, & fullri ferð i sviginu. Kötturinn sleginn úr tunn- unni á skíðamóti í Bláfjöllum Öskudagsmót í svigi 4.-9. bekkjar grunuskólanna á Bláfjalla- svæðinu var haldið á vegum BláfjaUanefndar og íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur á öskudag. Um 300 keppendur tóku þátt f mótinu og sá SkíðadeUd Armanns um framkvæmdina. í lok mótsins var kötturinn sleginn úr tunnunni á skiðum en það mun ekki hafa verið gert áður. Keppt var í 4 flokkum; 4.-6. bekk og 7.-9. bekk drengja og stúlkna. í 4.-6. bekk drengja varð Runólfur Geir Benediktsson, Öld- uselsskóla, í fyrsta sæti á tíman- um 1.16,14 mfn., f 2. sæti varð Kjartan Þór Þorbjömsson, Árbæj- arskóla, 1.16,85 mfn. og f 3. sæti varð Unnar Sigurðsson, Holta- skóla á 1.18,84 mín. í 4.-6. bekk stúlkna varð Rakel Steinþórsdóttir, Holtaskóla í 1. sæti á 1.24,81 mín., ísold Ugga- dóttir, Melaskóla, f 2. sæti á 1.32,16 mín. og Sólveig Erlends- dóttir, Ölduselsskóla, í 3. sæti á 1.34,40 mín. í 7.-9. bekk pilta varð Vilberg Sverrisson, Gagnfræðaskóla Mos- fellsbæjar, í 1. sæti á 1.07,07 mín., Gísli Reynissson, Öldusels- skóla, í 2. sæti á 1.09,01 og Bene- dikt Sverrisson, Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar, í 3. sæti á 1.11,10 mín. í keppni stúlkna í 7.-9. bekk varð Heiða Knútsdóttir, Gagn- fræðaskóla Mosfellsbæjar í fyrsta sæti á 1.10,10 mín., Gunnlaug Gissurardóttir, Ölduselsskóla, í 2. sæti á 1.16,33 mín. og Auður Hansen, Digranesskóla, í 3. sæti á 1.17,02 mfn. Þá voru veittir farandbikarar til skólanna og hlaut Öldusels- skóli bikarinn f flokki drengja f Jóhann Otto Wathne, Æfinga- deUd KHÍ. 4.-6. bekk en Melaskóli í flokki stúlkna í sama aldursflokki. Gagnfræðaskóli Mosfellsbæjar hlaut báða bikarana í flokkum pilta og stúlkna í 7.-9. bekk. Fimm íslenskar mynd- listarkonur sýna í Osló Dr. Sigrún Stefánsdóttir Undirbýr fræðslu- sjónvarp DR. SIGRÚN Stefánsdóttir fjöl- miðlafræðingur hefur verið ráð- in framkvæmdastjóri Fjar- kennslunefndar menntamála- ráðuneytisins frá og með fyrsta febrúar 1988. Starf hennar felst í þvf að ýta úr vör fjarkennslu, fræðslusjónvarpi og að efla nýt- ingu fjölmiðla tU skipulegrar kennslu svo og tU almennings- fræðslu. Sigrún mun starfa sam- hliða á vegum Rfkisútvarpsins og Háskóla Islands að þessu upp- byggingarstarfi. Vonir standa til að tilraunasendingar í fræðslu- sjónvarpi hefjist á þessu vori. Dr. Sigrún Stefánsdóttir hefur áður starfað á fréttastofu Sjón- varps. Doktorsverkefni hennar við Háskólann í Minnesota í Banda- ríkjunum ijallaði um skólasjónvarp í Danmörku og Kentucky í Banda- rflgunum. Aðsetur Qarkennslunefndar er í húsnæði Sjónvarps á Laugavegi 176, Reykjavík. FIMM myndlistarkonur verða með samsýningu f Olsó í tengslum við samnorrænt kvennaþing sem þar verður haldin f sumar. Fjöldi íslenskra kvenna mun vera með dagskrá í Oslo en Guðrún Ágústs- dóttir f undirbúningsnefnd ráð- stefnunnar bjóst við að um 3-400 fslenskar konur muni sæbja þing- ið. Rúmlega 200 hafa nú þegar skráð þáttöku sína. Sýning íslensku myndlistakvenn- anna Kristínar Jónsdóttur, textfl- hönnuðar, Guðrúnar Krisljánsdóttur, listmálara, Hanslnu Jensdóttur, myndhöggvara, Bryndísar Jónsdótt- ur, leirlistakonu og Ingunnar Eydal, grafíklistakonu, verður hluti Qölda listrænna uppákoma um gervalla Oslóborg. Auk sýningar mjmdlista- kvennanna má nefna tónleika Guð- rúnar Sigríðar Friðgeirsdóttur, óp>erusöngkonu, flutt verða verk eftir tónskáldin Mist Þorkelsdóttur, Ka- rólínu Þorkelsdóttur og Jórunni Við- ar og leiksýningar. Einnig verða stjómmálaflokkar, friðarhreyfingar, kvenréttindasamtök, verkalýðshreyf- ingin með dagskrá svo eitthvað sé nefnt. Þingið verður haldin á háskóla- svæðinu í Blindem 30. júlí til 7. ágúst og er á vegum Norðurlandaráðs í samvinnu við Ráðherranefnd Norð- urlanda. Að sögn Guðrúnar Ágústs- dóttur verður þingiö með svipuðu 8niði og hliðarráðstefnur kvenna- þinga í Nairobi, Kaupmannahöfn og Mexico. Norðurlandaráð fól kvenna- hreyfingum á Norðurlöndum fram- kvæmdina en í samnorrænni undir- búningsnefnd sitja fyrir íslands hönd Amdls Steinþórsdóttir frá Kvenrétt- indafélagi íslands og Guðrún Ágústs- dóttir, fulltrúi framkvæmdanefndar um launamál kvenna. Þær sitja einn- ig f íslenskri framkvæmdanefhd auk Elsu Þorkelsdóttur, framkvæmda- stjóra Jafnréttisráðs, Jónína Margrét Guðnadóttur, frá Kvenréttindafélagi íslands og Ingibjörg Magnúsdóttir frá Kvenfélagasambandi Islands. Guðrún sagði um 100 hundrað konur virkar 1 undirbúningi þingsins hér en aðalmarkmiðið væri að konur hittust og fyndu til samkenndar. í Osló munu umræður ráðast af því hvað þátttakendumir hafi fram að færa. „Við viljum að „venjulegar“ konur sæki ráðstefnuna, konur sem ekki hafa áður tekið þátt í kvenna- hreyfingum. Flugleiðir veita afslátt á fargjöldum og mörgum konum bjóðast styrkir sem sveitarfélögin og almennur ferðasjóður munu veita. Fjárskortur ætti þvi ekki að hindra neina konu S að sækja ráðstefnuna,*4 sagði Guðrún. Mótmæla hækkun stöðumæla- gjalda STJÓRN Miðbæjarsanitakanna gamli miðbærinn, hefur sam- þykkt mótmæli gegn hækkun bifreiðastæða- og stöðumæla- gjalda. Ætlar hún að fara fram á það við borgaryfirvöld að gjaldtakan verði endurskoðuð. Að sögn Guðlaugs Bergmann formanns samtakanna, telur stjórnin að með hækknninni sé verið að mismuna verslunar- hverfum. Engir stöðumælar séu til dæmis f Múlahverfi, Skeif- unni eða Kringlunni. Rétt er að taka fram að ekki þarf að greiða í stöðumæla á laugardög- um þegar um 85% verslana í miðbænum eru opnar. „Við mótmælum einnig nýju reglunum um stöðumælasektir og hvemig á að framfylgja þeim,“ sagði Guðlaugur. „Samkvæmt þeim er hætta á að málið verði sent í sakadóm og tekið löghald í bifreiðinni en það teljum við mjög harkalega aðgerð. Við bendum einnig á að í miðbænum hafi aðil- ar verið að greiða í bifreiðastæða- sjóð í tæplega 30 ár eða í hvert sinn, sem nýtt hús er byggt og einnig þegar eldra húsnæði er breytt og það stækkað. Allir reyna jú að nýta sinn byggingareit en bifreiðastæðagjöld miðast við stærð hússins og er þá greitt í sjóðinn, í stað þess að gera ráð fyrir stæði. Þetta er orðin há fjárhæð í gegnum árin, sem við höfum ekki séð neitt af nema þá bifreiðastæð- ið við Faxaskála. Það stæði átti að vera gjaldfrítt að mestu leyti fyrir vinnandi fólk, sem þarf að leggja bifreiðum lengi. Sú ráðstöf- un hefði um leið fjölgað lausum stæðum fyrir viðskipatvini en á þetta stæði var strax sett gjald- skylda sem nú hefur verið hækk- uð. Við viljum benda á að við eig- um rétt á þessu svæði fyrir mjög mörg bifreiðastæði þar sem við höfum verið að greiða fyrir þau í gegn um árin.“ Póstþjónusta lands- höfðingjatímans PÓSTÞJÓNUSTA landshöfðingjatimans 1872—1904 nefnist sýning sem nú er haldin i Póst- og simamiqjasafninu í Hafnarfirði. Lands- höfðingjar voru Hilmar Finsen, Bergur Thorberg og Magnús Steph- ensen. A sama tímabili voru póstmeistarar þeir Ole Finsen og Sigurð- ur Briem. Bréfasafn póstmeistaranna er mikið að vöxtum og í því er marg- víslegur fróðleikur um samskipti þeirra við yfirmenn og undirmenn. Þá er töluvert um bréf vegna frímerkjaskipta við önnur lönd og margar bænaskrár um breytingar á póstferðum. Sem dæmi um bréfakost sýning- arinnar má nefna bréf frá Einari Benediktssyni skáldi þar sem hann óskar eftir því við póststjómina að hún sjái um dreifingu á blaði hans, Dagskrá, sem átti að koma út „hvem virkan dag“ frá 1. júlí 1897. Þetta fyrsta dagblað á íslandi varð ekki langlíft. Á sýningunni er líka fyrsta vél- ritað bréfið sem barst póstmeist- ara, kom 1893 frá Denver 1 Col- orado. Fyreta innlenda vélritaða bréfið baret aftur á móti póstmeist- ara 1897. Sendandi þess var Páll Einareson, þá bréfhirðir og sýslu- maður á Patreksfirði, en síðar fyreti borgarstjóri Reykjavíkur og hæstaréttardómari. Eitt bréfanna er með ósk frá Japönum um frímerkjaskipti og er það frá 1878. í bréfi frá 22. nóvember 1898 er Elísabet Jónsdóttir, ekkjufrú í Bæ í Króksfirði, skipuð til þess að vera „ póstafgreiðslukona". Er hún fyreta kona sem skipuð var til starfa í póstþjónustunni, en áður hafði kona verið ráðin til bréfhirð- ingaretarfa. Fleiri forvitnileg bréf em á sýn- ingunni og hafa þau 1 senn gildi fyrir póstsögu og landssögu. Mörg þessara bréfa em listavel skrifuð og stafagerð skrautleg. Frímerki em einnig á sýning- unni, m.a. nokkur sýnishom aura- frímerkja 1876—1901. Þau komu 1 stað 8kildingafrímerkja. Margt safngripa er að finna í Póst- og símaminjasafninu. Meðal nýrra muna er VF-viðtæki sem smíðað var og endurbætt af Ríkarði Sumarliðasyni á verkstæði Lands- símans og var f varðskipinu Ægi. Tæki þetta kom eftirminnilega við Póst- og símaminjasafnið í Ilafnarfirði. sögu björgunar áhafnar Geysis af Vatnajökli 1951, en í því heyrðist fyreta neyðarkallið. Póst- og símaminjasafnið sem nýlega átti eins áre afmæli er við Austurgötu 11 1 Haftiarfirði. Það er opið sunnudaga og þriðjudaga kl. 15—18. Aðgangur er ókeypis. í stjóm Póst- og símaminja- safnsins em Þorgeir K. Þorgeirsson framkvæmdastjóri, formaður, og auk hans Bragi Kristjánsson fram- kvæmdastjóri og Kristján Helgason umdæmisstjóri. Saftivörður er Magnús Eyjólfsson. (^^^^lkynniny.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.