Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 19. FEBRÚAR 1988
25
Fríðrik Sophusson.
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir.
anna og kaupmáttur heildarkaups,
en ekki kaupmáttur taxtakaups. I
kjölfarið hefði komið launaskriðið
og í sumum atvinnugreinum væri
um að ræða verulegar yfirborganir
eða allt að því tvöfalt taxtakaup.
Konur hefðu farið mjög halloka
í þessu launaskriði, sem og ýmsar
atvinnugreinar á landsbyggðinni,
eins og til dæmis fískvinnslan. A
Iandsbyggðinni væri greitt sam-
kvæmt töxtunum, en á höfuðborg-
arsvæðinu tíðkuðust yfirborganir.
Afleiðingamar væru að fólk
streymdi til höfuðborgarsvæðisins
og vinnuaflsskortur hefði gert vart
við sig í fiskvinnslu. Því hefði þurft
að vinna fisk í ódýrari pakkningar,
sem leiddi af sér verri afkomu og
taprekstur. Sfðastliðið sumar hefði
þurft að byija vinnu klukkan sex á
morgnana á Austfjörðum til þess
að hafa undan við að vinna aflann.
í samningunum í desember hefði
verið rejmt að taka yfirborganir inn
í taxta, en það hefði ekki tekist og
launaskriðið haldið áfram. Fisk-
vinnslufólk hefði farið illa út úr
þessum samningum, þar sem hluti
bónuss var fluttur yfir á tímakaup-
ið og starfsaldurshækkanir af-
numdar.
Stella sagði að þrátt fyrir aukna
atvinnuþátttöku kvenna á undan-
fömum ámm, hefði aukin menntun
þeirra og vinnuframlag ekki skilað
þeim launajafnrétti, frekar hefði
dregið sundur með kynjunum í
launaskriði undangenginna ára og
launamunur kjmjanna virtist
minnstur meðal ófaglærðra.
„Launamunur í þessu landi er orð-
inn alltof mikill, milli stétta, milli
kjmja og milli landshluta. Mikilvægt
er að rétta þetta af. Það er erfitt
að hafa það sífellt á tilfinningunni
að vera annars eða þriðja flokks
borgari í landinu. Fáir útvaldir fá
nú stærri skerf af þjóðarkökunni
en þeir eiga að mínu mati. Það er
brýn nauðsjm að rétta hag grunnat-
vinnuveganna og gera þeim kleift
að greiða mannsæmandi laun.
Verkafólk og landsmenn eru orðnir
langþrejdtir á yfírvinnuþrældómi
og lágum launum. Konur eru orðn-
ar langeygar eftir jafnréttinu. Við
væntum úrbóta," sagði Stella.
Ásmundur Stefánsson.
Stella Steinþórsdóttir.
Bónuskerfið sálarsvipa
Grétar Pétursson, verkamaður
frá Þorlákshöfn, sagði launamis-
réttið vera mikið og það væri til
skammar. Hann væri í rauninni
ekkert hrifínn af að fá bólgið um-
slag, það sem skipti máli væri að
geta lifað á þeim launum sem hann
fengi og framfleytt flölskyldu.
Hann ræki ekki minni til þess frá
því hann stofnaði heimili fyrir tæp-
um 30 árum að hans laun hefðu
dugað til framfærslu og hann
minntist þess ekki að hægt hefði
verið að ná fram mannsæmandi
kaupi f gegnum kjarasamninga.
Grétar ræddi nokkuð um bónus-
inn, sem hann sagði vera sálar-
svipu, sem sig minnti að atvinnu-
rekendur hefðu flutt inn frá Noregi
á sama tíma og þarlendir þingmenn
töluðu um að leggja hann niður
vegna ýmissa atvinnusjúkdóma sem
hann hefði í för með sér. Það væri
framfaraskref að hann hefði verið
lagður niður í samningunum á Vest-
§örðum.
Grétar gerði húsnæðislöggjöfina
að umtalsefni og þá staðreynd að
fólk hefði ekki verið talið lánshæft
vegna þess að það væri ekki talið
hafa tekjur til þess að standa undir
vöxtum og afborgunum af lánun-
um. Þetta sýndi launamisréttið í
hnotskum og það væri ekki annað
en rétt að kaupið jrrði hækkað sem
þessum mismun næmi, svo fólk
gæti tekið þessi lán. Af þvf væri
hins vegar vafasamur ávinningur
ef hæstu lán hækkuðu um 700
þúsund krónur á ári með vöxtum
og verðbótum. Vextir væm hér allt-
of háir og það hlyti að koma niður
á fólki og á atvinnuvegunum.
Að lokum sagði Grétar að gildis-
mat vinnu væri einkennilegt hér á
landi. Fiskveiðar og vinnsla skapaði
80% af gjaldeyristekjunum og þó
væri fólk þar á lægstu töxtunum.
Sér fyndist að fólk sem jmni í fiski
ætti að hafa hæsta kaupið og aðrir
hefðu kaup í samræmi við það sem
eftir væri. Hann sagði að búið væri
að veita heimild til verkfallsboðunar
í verkalýðsfélaginu í Þorlákshöfn.
Við það tækifæri hefði hann óskað
eftir, að ef farið jrrði í verkfall,
yrði það gert myndarlega, þannig
að kauphækkanimar yrðu ekki
komnar út í verðlagið áður en búið
væri að aflýsa verkfallinu.
Ófreskjan heitir
lánskjaravísitala
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir,
ljósmóðir á Selfossi, vitnaði í upp-
hafi máls sfns til máltækisins að
hver sé sinnar gæfu smiður. Hún
spurði sfðan hver væri sú gæfa að
þurfa í sífellu að beijast við marg-
höfða þurs til þess að fá sanngjöm
laun fyrir vinnu sína. Fyrri hálfleik
væri nú lokið í vísitölu- og skatta-
leik ríkisstjómarinnar, fyrri hálfleik
segði hún vegna þess að ef leiknum
væri lokið væri illa komið fyrir
fólki. Hún hefði verið mjög bjartsýn
á að þessar aðgerðir skiiuðu sér í
bættum kjörum, en hún hefði ekki
ennþá orðið vör við annað en að
8kattamir væm hærri en áður og
öll nauðsynjavara dýrari. Eini mun-
urinn væri sá að maður vissi það
nú um hver mánaðamót ef maður
hefði þénað of mikið.
Hún sagðist ekki geta talist með
lægstlaunuðu stéttum landsins, en
það væri langt í frá að kvennastétt-
ir á sjúkrahúsunum væm hátt laun-
aðar. Þó launin væm jrfír lágmarks-
launum mætti ekki glejrma því að
vinnuskylda á sjúkrahúsum væri
allt önnur en annarra launþega í
landinu og hefði í för með sér skert
fjölskyldu- og félagslíf. Sér væri
hulin ráðgáta hvemig hægt væri
að ætlast til þess að nokkur maður
lifði af lágmarkslaunum, rúmum
29 þúsundum, þegar húsaleigan ein
gæti verið um 20 þúsund krónur á
mánuði og þaðan af hærri. Ótrúleg-
ast væri þó að til væri fólk sem
hefði tíföld og jafnvel tuttuguföld
lágmarkslaun. Það fólk þyrfti ekki
að hafa áhyggjur af húsnæðinu sem
það byggi í.
Ólafía sagði að á Selfossi væm
allir til þess að gera jafnir, þ.e.a.s.
flestir jafn lágir, og hún hefði oft
velt því fyrir sér hvað allir gætu
haft það gott, ef kökunni væri bara
rétt skipt. Hún hefði lfka oft velt
því fyrir sér hvað yrði um ágóðann
af framleiðslunni, hvort einhvers
staðar sé stór ófreskja sem glejrpi
ómælt fjármagn. „Nýlega rann upp
fyrir mér ljós. Ofreskjan er rækilega
merkt lánskjaravísitala stómm stöf-
um.“ Hún sagðist hafa tekið lífeyr-
issjóðslán að upphæð 87 þúsund
krónur árið 1981 til þess að eign-
ast þak yfir höfuðið. í dag stæði
lánið í 488 þúsund krónum, þó hún
borgaði á hveiju ári tugi þúsunda
á afborganir. Hún teldi ekki eftir
sér að borga það sem hún tæki að
láni, en öðm máli gegndi um að
skuldimar hækkuðu alltaf hlutfalls-
lega meira en launin.
Suðurlandskjördæmi mesta
lág’launasvæðið
Þórir Kjartansson, framkvæmda-
syóri í Vík í Mýrdal, sagði að Suður-
landskjördæmi væri sennilega
mesta láglaunasvæði landsins, jafn-
vel þótt Vestmannaeyjar væm
teknar með. Hann sagðist álfta
mikið launamisrétti á íslandi og það
sem verra væri, það færi vaxandi
frekar en hitt. Aðalorsökin væri
erfið staða framleiðslugreinanna,
þar sem væm lægstu launin og
minna svigrúm en oft áður vegna
hárra vaxta og fastgengisstefnunn-
ar. Skýringin væri einföld á þvf af
hveiju lægstu launin væm í fram-
leiðslugreinunum. Neytandinn vildi
kaupa ódýmstu vömna og í harðri
samkeppni bitnaði það á kaupi
fólksins, sem væri einn stærsti út-
gjaldaliður fyrirtækjanna. Aðrir út-
gjaldaliðir væm einnig stórir, svo
sem vextir, orka og óréttlátir veltu-
skattar. Stjómmálamenn gætu haft
áhrif á þessa þætti og aðgerðir
þeirra ættu ef til vill eftir að lfta
dagsins ljós, en sér hefði oft fund-
ist farið með iðnaðinn eins og úti-
gangshross.
Þá tók Þórir nokkur dæmi af
launamun. Sagði hann raunhæft
að tala um 55-60 þúsund króna
lágmarkslaun á mánuði, en iðnfyrir-
tæki gætu almennt ekki borgað þau
laun við núverandi aðstæður.
Byggja þyrfti upp fleiri verðmæta-
skapandi atvinnugreinar og leggja
ekki niður þær sem fyrir væm.
Engar lausnir nefndar
Að loknum framsöguræðum vom
leyfðar fyrirspumir úr sal. Fyrstur
reið á vaðið Steini Þorvaldsson
formaður Verslunarmannafélags
Ámessýslu og spurði Guðmund J.
Guðmundson í tilefni af þvf að rætt
hefur verið um að færa til frídaga
hvort sumardagurinn fyrsti og upp-
stigningardagur væm ekki lög-
boðnir.
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði dagana ekki lögboðna heldur
væm þeir samningsbundnir. Hann
sagði að hjá flestum þjóðum væm
þetta vinnudagar og þegar unnið
hefði verið á þessum dögum hér-
lendis hefðu aldrei verið gerðar at-
hugasemdir við það.
Hansína Stefánsdóttir spurði
Þorstein Pálsson forsætisráðherra
hvort innheimta söluskatts yrði skil-
virkari með breytingum á sölu-
skattslögum, hvort nótulaus við-
skipti hyrfu og hvort ekki væri
bara um hreina hækkun á skatt-
heimtu að ræða.
Þorsteinn sagði að fækkun und-
anþága ætti að leiða til skilvirkari
innheimtu. Hinar víðtæku kerfis-
breytingar sem gerðar vom um
áramót ættu að auka tekjur ríkis-
sjóðs en um leið væm þær þáttur
í almennri stefnumörkun að ein-
falda uppbyggingu tekjuöflunar-
kerfisins. Hann sagði að farið hefði
verið eftir tillögum skattsvika-
nefhdar sem benti á aukna skil-
virkni með einföldun laganna
Brejrtingin f heild sinni skilaði meira
fé í rfkissjóð.
Siguijón Bjamason, Eyrarbakka,
benti á að þegar þensla jrrði í þjóð-
félaginu þá versnaði staða fisk-
vinnslunnar. Hann spurði forsætis-
ráðherra hvort ekki væri hægt að
taka fjármagn frá verslunar- og
braskarastéttum, eins og hann
komst að orði, og skila fiskvinnsl-
unni í stað þess að fella gengið.
Forsætisráðherra sagði að taka
þyrfti á vanda fískvinnslunnar og
vinna hana út úr þeirri erfiðleika-
stöðu sem hún væri í. Það væri
skilyrði í því efni fyrir fiskvinnsluna
og aðrar framleiðslugreinar S
landinu að verðbólgan næðist niður.
Miða þyrfti sameiginiega að þessu
marki.
Jón Guðbrandsson dýralæknir á
Selfossi sagði framsögumenn ekki
hafa nefnt neina lausn á launamis-
réttinu. Hann spurði Þorstein Páls-
son hvort viðhorfíð til Kvennalist-
ans væri annað núna en við stjóm-
armjmdunarviðræðumar. Tilefni
spumingarinnar sagði hann það að
Þorsteinn tók undir orð Aðalheiðar
Bjamfreðsdóttur. Hann spurði enn-
fremur hvort ekki þyrfti að lækka
þá hæstu ef hækka ætti þá lægstu
og kvaðst vilja fá að heyra lausnir
á vandanum. Þá varpaði hann því
fram hvort mikið væri um að for-
ystumenn verkalýðshrejrfíngarinn-
ar þjrrðu ekki að segja sannleikann
um kröfugerðarhópa. „Já, alltof
mikið," svaraði Guðmundur J. Guð-
mundsson að bragði.
Þorsteinn Pálsson sagði að við-
horf hans til lögbindingar launa
hefði ekki breyst. Hann kvaðst hafa
tekið undir það að aðilar vinnu-
markaðarins gætu ekki leyst allan
vanda. Margs konar tilraunir hefðu
verið gerðar f kjarasamningum til
að hækka þá lægst launuðu sem
borið hefði misjafnan árangur.
Stjómvöld gætu náð árangri með
aðgerðum og samvinnu svo sem
með hækkun ýmissa bóta.
Sæmundur Runólfsson, Vfk í
Mýrdal, benti á að launamisrétti
væri mikið á milli landshluta. Hann
varpaði fram spumingu til allra við-
staddra til umhugsunar hvort ekki
gæti verið skjmsamlegt að eyða
^ármunum til að hvetja fólk til að
kaupa íslenskt og hvort slík flár-
festing skilaði sér ekki vel sfðar f
aukinni framleiðslu innanlands.
Búnaðar-
þingsettá
mánudag
71. Búnaðarþing verður sett
mánudaginn 22. febrúar næst-
komandi í Hótel Sögu og mun
það starfa um tæplega tveggja
vikna skeið. Hefst þingið klukk-
an 10 árdegis.
Búnaðarþing sitja 25 fulltrúar,
sem kosnir em af hálfu búnaðar-
sambandanna fimmtán. Búnaðar-
þing 1987 afgreiddi 50 mál, en
þingið fer með æðsta vald í málefn-
um Búnaðarfélags íslands.
Formaður Búnaðarfélags íslands
er Hjörtur E. Þórarinsson, Tjöm f
Svarfaðardal, en auk hans sitja f
stjóm Magnús Sigurðsson, Gils-
bakka í Borgarfirði og Steinþór
Gestsson, Hæli í Gnúpveijahreppi.
Ágæt veiði
á loðnu-
miðunum
ÁGÆTIS veiði er nú á loðnumið-
unum og skipin eru að fá góð
köst. Á miðvikudag tílkynntu 25
skip um afla, samtaals 17.565 tonn
og sfðdegis á fimmtudag voru 9
skip búin að tilkynna 9.530 tonna
afla.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getíð, tilkynntu eftirtalin um afla á
þriðjudag, en samtals varð aflinn þá
10.970 tonn: Hákon ÞH 700 í
Krossanes, ísleifur VE 730 til Vest-
mannaeyja, Bjami Ólafsson AK
1.100 og Sjárvarborg GK 750 til
Seyðisfjarðar og Þórður Jónasson
EiA 700 í Krossanes.
Á miðvikudag tilkjmntu eftirtalin
skip um afla samtals 17.656 tonn:
Gígja VE 730, Hrafn GK 650 og
Þórshamar GK 600 til Þórshafnar,
Vfkurberg GK 560 til Vopnafjarðar,
Guðmundur ólafur ÓF 580, Bergur
VE 515, Sighvatur Bjamason VE
630, Gullberg VE 620, Sigurður RE
1.400 og Huginn VE 250 til Vest-
mannaeyja, Guðrún Þorkelsdóttir SU
710 og Eskfirðingur SU 620 til Eski-
flarðar, Erling KE 600, Harpa RE
630, Hilmir II SU 580 og Höfrungur
AK 920 til Raufarhafnar, Súlan EA
780 í Krossanes, Beitir NK 1.250 til
Neskaupstaðar, Helga H RE 530 og
Húnaröst ÁR 580 til Homafjarðar,
Guðmundur VE 900 til Reyðarflarð-
ar, Grindvfkingur GK 950 til Fær-
eyja, Svanur RE 710 og Dagfári ÞH
520 til Seyðisfíarðar og Om KE
750, löndunarstaður óákveðinn.
Síðdegis á fimmtudag höfðu eftir-
talin skip tilkynnt um aflæ Galti ÞH
550 til HomaQarðar, Pétur Jónsson
RE 1.050, Eldborg HF 1.450 og
Rauðsey AK 500, löndunarstaður
óákveðinn, Börkur NK 1.150 til Nor-
egs, Víkingur AK 1.100 til Akra-
ness, Kap n VE 650 til Vestmanna-
eyja, Gfsli Ámi RE 630 til Færeyja,
Júpíter RE 1.350 til Reykjavíkur og
Jón Kjartansson SU 1.100 til Eski-
fíarðar.
Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Aldan:
Yfirlýsing
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi erindi frá
Skipsljóra- og stýrimannafélag-
inu Öldunni.
„Vegna fréttar í flölmiðli yðar 5.
janúar sfðastliðinn um fiskveiði-
stefnuna, þar sem nafn félagsins
var „sett“ undir, vill stjóm Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins Öld-
unnar taka skýrt fram, að þessi
frétt er ekki frá stjóm eða skrif-
stofu félagsins komin, þannig að
hún er Skipstjóra og stýrimannafé-
laginu Öldunni alls óviðkomandi.“