Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 47 EsterK. Sæmunds- dóttir - Minning Sigríði, bömum hennar og tengda- bömum, svo og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hólmgeirs Ámasonar. Gísli Jónatansson „Nú til hvíldar halla ég mér, höfgi á augu síga fer, alskyggn Drottinn, augu þín yfir vaki hvílu mín. Enn í dag ég of margt vann, er þig, Guð minn, styggja kann. Herrans Jesú blessað blóð bæti, hvað ég yfirtróð. Ég nú fel í umsjón þér alla hjartakæra mér, gjörvallt fólk um gjörvöll lönd geymi trútt þín föðurhönd." (Hensel - Sb. 1886 - Stgr. Thorst.) Kallið kom óvænt í þetta skiptið, án þess að nokkum mann gmnaði hvað í vændum var þegar hann Geiri afí fór að morgni 10. febrúar sl., á venjulegum miðvikudegi upp á sjúkrahús í skoðun. Amma Sigga bjóst við honum aftur fyrir hádegi og var farin að hugsa fyrir hádegis- matnum eins og venjulega. Hann kom ekki aftur. Skoðunin gekk vel. Afi fékk að hvíla sig „um stund" áður en hann yrði sóttur aftur. Þessi litla stundarhvíld varð öllu lengri. Elskulegur afi okkar verður til moldar borinn á morgun, laugardag- inn 20. febrúar, frá Húsavíkurkirkju. Hann er farinn á vit þriggja bama sinna, Jóhönnu sem lést árið 1960, Ævars sem lést árið 1967 og Bjargar sem lést árið 1984. Alls varð þeim afa og ömmu sjö bama auðið. Eftirlif- andi em Ingvar, Guðmundur og Elsa, sem búa á Húsavík ásamt fjölskyldum sínum, og Ása, búsett á Vopnafirði með sinni fjölskyldu. Afi hefði orðið 78 ára þann 27. mars nk. hefði hann lifað. Hólmgeir Ámason fæddist árið 1910 á Knarar- eyri á Flateyjardal. Hann ólst upp í stómm systkinahópi. Alls urðu systk- inrn sextán, en flórtán komust til fullorðinsára. Eins og gefur að skilja á afskekktum stað, þurfti fjölskyldan mikið á sig að leggja til að hafa í sig og á. Þurftu því bömin ung að byija að vinna hvað þau máttu, bæði til sjós og lands. Amma, Sigríður Sigurbjömsdóttir frá Vargsnesi, sem er ysti bærinn í Köldukinn, réð sig sem ráðskona til afa árið 1934. Þannig kjmntust þau og giftu sig sumarið eftir, eða 2. júní 1935. Ungu hjónin fluttu að Látmm í Eyjafirði 13. maí 1936 þar sem þau bjuggu í sambýli við Axel Jóhannes- son og Sigurbjörgu Steingrímsdóttur konu hans. Árið 1938 fluttu þau til Flateyjar á Skjálfanda og reistu þar eigið hús árið eftir sem þau nefndu Gmnd. Aðaltekjur sínar hafði hann af sjó- sókn á eigin bátum auk þess sem þau hjónin stunduðu landbúnað eingöngu til heimilisnota. Þannig var reyndar um alla búendur í eynni í þá daga. Samfleytt áttu þau heima í Flatey til ársins 1961 er þau fluttu til Húsavík- ur og keyptu húsnæði á Laugar- brekku 20, þar sem afi átti heima til hinstu stundar. Eyjan heillaði afa og ömmu alla tíð og svo fór að þau vom viðloðandi eyna meira og minna vor og sumur til ársins 1967. Á vorin stunduðu menn gjaman grásleppuveiði úr eynni enda stutt á miðin. Nú hin síðari ár hafa þau notið þess að heimsækja eyna á sumardögum í fylgd ættingja og vina. Þau gátu ekki hugsað sér að sjá Gmnd grotna niður og gáfu því bömum sínum húsið með því skil- yrði að því yrði haldið við. Mikil vinna tók við, en ég held að fullyrða megi að engin eftirsjá sé í öllum þeim vinnustundum, sem í verkið fóm þvílík paradfs og ró sem eyjan hefur upp á að bjóða. Fljótlega eftir að afi flutti í land, hóf hann störf hjá útgerðarfélaginu Vísi hf. og var viðloðandi fyrirtækið eins og kraftar leyðfu allt til dauða- dags. Afi hefur ávallt fylgst náið með velferð afkomenda sinna. Við höfum alltaf getað bankað upp á hjá ömmu og afa og notið einstakrar gestrisni og hjálpsemi þeirra á hvaða tímum sem er. Alltaf hafa þau verið boðin og búin að rétta hjálparhönd þar sem þess var þörf. Sérstök vinátta og kærleikur myndaðist á milli afa og Ingvars Þórs, eins af- langafabömum hans, og hafa þeir átt margar gleði- stundimar saman. Eflaust tekur það fjögurra ára bamið langan tíma að skilja að afi komi ekki aftur. Elsku afa okkar kveðjum við með þessum fátæklegu línum um leið og við viljum biðja góðan Guð að varð- veita hann. Jóhanna Ingvarsdóttir og Ingvar Þór Kale. Fædd 3. febrúar 1926 Dáin 12. febrúar 1988 Föstudaginn 12. febrúar lést í Landspítalanum amma okkar, Ester Kristjana Sæmundsdóttir, eftir skammvinn en erfið veikindi. Bar- átta hennar var erfíð en alltaf gerði hún lítið úr veikindum sínum og bar sig vel þegar við heimsóttum hana. Alltaf lét hún lífsgleðina sitja í fyrirúmi og ávallt var gaman að koma í heimsókn og þiggja kökur og ekta súkkulaði með ijóma. Þeg- ar okkur bar að garði í Ásgarðinn eða í seinni tíð á Ásbrautina var okkur alltaf vel tekið og áttum við þar margar góðar stundir. Síðastliðið haust lést afi okkar, Þórður Steindórsson, einnig í Landspítalanum, en þau höfðu verið gift í hartnær 40 ár. Þetta var henni mikið áfall en hún bar sig mjög vel þrátt fyrir það að á þeim tfma var hún orðin alvarlega veik. Ekki datt okkur þá í hug að þau myndu hitt- ast aftur svo fljótt sem raun varð á. Víst er að á slíkri sorgarstundu sem nú er söknuðurinn mikill en vafalaust eru fagnaðarfundir hjá þeim ömmu og afa. Bömum hennar og ættingjum vottum við samúð okkar og þökkum henni allt að sem hún hefur gefið okkur frá því að við fyrst munum eftir. Gísli PáU, Þórður Björn, Halldór Gunnar. Guðmundur Jónas- son íÁsi - Minning Fæddur 3. júnf 1905 Dáinn 7. febrúar 1988 Hálf öld er liðin, reyndar fimm ár í viðbót, frá því ég fyrst kynntist Guðmundi Jónassyni sem síðar var kenndur við Ás í Vatnsdal. Það var á útmánuðum vetrar að hann kom að Hvammi og dvaldist þar i viku hjá þeim hjónum Steingrími Ingvars- syni og konu hans, Theodóru Hallgr- ímsdóttur, uppeldissystur Guðmund- ar. Þeir vom alla tfð miklir vinir, Steingrímur og Guðmundur, og oft heyrði ég Guðmund minnast þess hversu Steingrimur væri mikill af- bragðsmaður. Þama var ég heimilis- fastur þegar Guðmund bar að garði. Það verður að segjast eins og er að strax við fyrstu sýn lfkaði mér vel við manninn. Vinátta og trygglyndi myndaðist þama sem stóð alla tfð. Hann varð sfðar aufúsugestur okkar hjóna hvenær sem hann kom á heim- ili okkar. Vegna tveggja ára dvalar í þessum norðlenska fallega dal á árunum milli 1930—1940 kynntist ég Vatnsdælingum nokkuð vel og alla tfð síðan höfðar þessi dalur og fólkið sem hann byggir þó nokkuð til mín, prýðis menn upp til hópa og nokkrir afbragðs menn og þar f er Guðmundur hvað bestur. Guðmundur var af fátækum for- eldrum kominn, sem ekki var óal- gengt á fyreta tug þessarar aldar og vegna þess var hann látinn f fóstur að Hvammi f Vatnsdal. Þar byijaði hans fyreta heppni, því hjá Hallgrfmi og Sigurlaugu fékk hann gott upp- eldi á stórbúi sem mikið var umleikis og í góðum efnum. Ég vissi að Guð- mundur dáði fóstra sinn alla tfð og ekki sfst fyrir að þar lærði hann að nokkru á hvem veg átti að fara að í peningamálum, gæta fengins fjár og ávaxta það. Hallgrfmur i Hvammi var á undan sinni samtfð f peninga- málum, hann stofnaði sinn eigin banka, lánaði út peninga til bænda, bæði í Vatnsdal og lengra frá. Auðvit- að varð hann að taka vexti svo útlán- in gætu þrifist, en vel kom sér fyrir bændur sem voru að byija búskap eða vantaði peninga í stuttan tíma. Þama kynntist Guðmundur nýrri hlið á búskapnum og með góðum árangri mun þessi hjálparbúgrein hafa sýnt Guðmundi hvemig með peninga ætti að fara og hvereu mikið atriði var að afla þeirra. Fjármálavit Hallgríms virðist hafa fest rætur hjá fóstureyni hans og svo vel að honum virðist aldr- ei hafa verið flárvant, þó efa ég ekki að þar hafi Ifka komið til meðfætt vit Guðmundar. Guðmundur var til höfðingja bor- inn enda dugði honum ekki minna en þijú höfuðból um ævina. Hann fluttist komungur að Hvammi á fomt höfuðból og fyrrum sýslumannssetur, stór og góð jörð sem hefur verið tvíbýli á, allt frá því Hallgrímur hætti búskap. Þegar Guðmundur fór sjálfur að búa, þá lausamaður, einhleypur, byijar hann sinn búskap á höfuð- bólinu Komsá. Þar var líka gamalt sýslumannssetur og líka sat þar al- þingismaður í eina tíð. Þá bjuggu þeir menn einir á jörðinni en í tíð Guðmundar vom að mig minnir þrír bændur á Komsá. í Hvammi og sfðar á Komsá leggur Guðmundur drög að sínum framtfðarbúskap. Svo er það um 1940 að Guðmundur kaupir Ás af Guðmundi Ólafssyni alþingis- manni sem þar hafði búið í rúm fjör- utíu ár. Hafi Ás í Vatnsdal ekki ver- ið höfuðból í tíð Guðmundar Ólafsson- ar, ja, þá varð hann það undir hand- leiðslu Guðmundar Jónassonar sem rak þar stórbúskap alla tfð og byggði stórt og vandað íbúðarhús auk allra útihúsa og þarf ekki að lýsa því fyrir þeim sem um Vatnsdal hafa farið, þar er allt til fyrirmyndar hvert sem litið er og óvíða á landinu hygg ég vera stærra eða meira bú en var í tíð Guðmundar nema um félagsbú sé að ræða. Svo ég hafi orð Ágústs á Hofi um „höldana", þá er ekki vafi að Guðmundur í Ási var mesti búhöld- ur í Vatnsdal á sinni tfð. Þegar biður sýslusómi þá var að sjálfsögðu leitað til Guðmundar í Ási. Héraðshælið á Blönduósi var byggt á árunum 1954—1956. Þar átti Guð- mundur þátt í og var hann alveg óþijótandi við að safna fé til fram- kvæmda. Hann gekk þar fram af sínum alkunna dugnaði við söfnun f sýslunni og einnig utan hennar meðal burt fluttra Húnvetninga og varð vel ágengt. Nú eru þeir þrír burt fluttir sem mest og best börðust fyrir því að Héraðshælið væri reist. Páll V.G. Kolka, Guðbrandur ísberg og Guð- mundur í Ási, en tveir af þeim nutu þar hvfldar seinustu æviárin, þeir ís- berg og Guðmundur. Guðmundur var góður fulltrúi sinnar sveitar og sýslu hvar á mannþingum sem hann kom. Hann var sannur Húnvetningur og sem slíkur vann hann sýslu sinni vel og var traustur málsvari að öllu því sem betur mátti fara. Sjálfsagt tfunda það einhveijir aðrir en einu vil ég hér við bæta. Það var ekki óeðlilegt með slfkan framámann að bent væri á hann sém væntanlegt þingmannsefni og var það í eina tfð gert og fór fram val milli tveggja valinkunnra manna. Annar gerði f því að sækjast eftir fylgi en Guðmundur hafðist ekkert að, í því lá gæfumunurinn. Ekki er það óhugsandi að Guðmundur hafi viljandi látið þetta fram hjá sér fara. Ég get mér þess til að þingseta hafi ekki freistað hans, hafí ekki átt við þennan dugnaðar- og ákafamann. Hann sat reyndar á Alþingi einhvem tíma sem varamaður svo hann vissi á hvem hátt málin þróuðust þar en það er annað að vera sem varamaður stuttan tíma en aðalmaður, efa ég að honum hafi fallið það. Þrátt fyrir mikil umsvif og tfmaleysi við stórbú- skap fylgdÍBt Guðmundur vel með þjóðmálum og lét þar ekkert fram hjá sér fara. Öllu, sem horfði til heilla landi og þjóð, var hann óskipt- ur með. En svo komu upp mál bæði á þingum og í flokknum sem honum lfkaði ekki við. Jafnvel hjá hans eigin flokki, skynjaði hann oft að betur hefði mátt fara hefði annar háttur á verið. Það hefur vafalaust haft áhrif á Guðmund að foreldrar hans höfðu úr litlu að spila, það var fátækt f landi og mörg heimili bjargarlftil. Guðmundi lágu alltaf vel orð til þess fólks sem minnimáttar var vegna fátæktar og margt hefði hann viljað hafa öðruvísi til hjálpar ef hann hefði mátt ráða. Ég minnist þess, ef efna- lftUl maður réðst f að reisa bú, kaupa jörð og bústofn að ekkert gladdi Guðmund meira en ef þessum sama manni famaðist vel. Margra stunda sakna ég þar sem við ræddum um eitt og annað f okkar þjóðfélagi. Stundum var það fræðsla frá hans hendi af fundum sem hann var á varðandi bændastéttina og ævinlega lagði hann aðaláhersluna á þau málefni sem vörðuðu hinn vinn- andi mann og að hann ætti að fá sfn laun uppborin. Það fer ekkert á milli mála að skoðanir okkar Guðmundar fóru í öllum meginatriðum saman, þá við ræddum þjóðmál vftt og breitt. Það var eitt sinn heima hjá mér að þar kom niður tali okkar Guðmundar að hann segir mér að nú væru nokkrar jarðir í Vatnsdal komnar eða að fara í eyði og var honum það ekki sáre- aukalaust. Sfðan þessi orð voru sögð hefur bæst við þá tölu eyðijarða í dalnum. Ég held að gott hafi verið að Guðmundur vissi ekki í hvaða þrengingar landbúnaðurinn er kom- inn. Það hefði ekki verið að skapi hans á hvem hátt þau mál hafa þró- ast. Ég held að Guðmundur f Ási hefði aldrei sætt sig við að einhveijir menn suður í Reykjavík segðu honum fyrir verkum hvemig hann ætti að búa. Fýrir hálfri öld var rifist um hvert jarðnæði sem losnaði í Vatns- dal en nú vill enginn kaupa. Höldam- ir f Vatnsdal sem Ágúst talar um og ég þekkti á fjórða áratugnum em nú allir fluttir til feðra sinna. Sfðastur af þeim er bændahöfðinginn Guð- mundur í Ási sem við kveðjum með trega og þökk í Undirfellskirkju í dag. Ég votta Sigurlaugu eiginkonu Guðmundar, bömum, tengdasyni og bamabömum innilega samúð. Sigurgeir Magnússon Guðmundur Jónasson frá Ási í Vatnsdal, sem lést þann 6. febrúar sl., tæplega áttatíu og þriggja ára gamall, verður í dag til moldar borinn frá Uridirfellskirkju. Guðmundi man ég fyret eftir á heimili afa míns og ömmu, þar sem hann gisti oft, á þeim ámm, þegar hann kom til Reykjavíkur. Guðmund- ur hafði stundað nám f Bændaskólan- um á Hólum, þegar afi minn og nafni var skólastjóri þar og náinn vinátta hélst með þeim upp frá því. Ekki man ég hvort ég spurði hann sjálfur eða hvort amma mín gerði það, en okkur talaðist svo til að ég fengi að koma í sveit til Guðmundar í Ási. Ég kem fyret í Ás í júnfmán- uði árið 1950 þá sjö ára gamall. Vistin hjá þeim Guðmundi og Sig- urlaugu konu hans, sem í daglegu tali er kölluð Silla, var svo góð, að ég kom þangað til sumardvalar næstu átta árin í röð. Mörg em þau orðin bömin og ungl- ingarair sem dvalið hafa í Ási sumar- langt og ég get fullyrt að öll höfðum við gott af þeirri dvöl og hugsum til baka með hlýjum huga og þakklæti til þeirra hjónanna Guðmundar og Sillu. Fyretu árin held ég að við höf- um nú ekki gert mikið gagn, en það lærðist með ámnum og með auknum þroska fómm við að taka þátt f dag- legum störfum, enda nóg að gera á stóm búi. Guðmundur var afar duglegur og kappsamur til allra verka og vænti þess sama af öðmm. Hann sýndi okkur hvemig gera ætti hlutina og valdi okkur störf við hæfi. Auðvitað vom sum störfin skemmtilegri en önnur og ekki alltaf jafn auðvelt fyr- ir hann að skipta þeim á milli okkar. En þegar ég lít til baka er ég undr- andi yfir hvereu vel honum tókst að fá fram starfsgleði og ánægju með þau störf sem hann fól okkur. Fyrir kom að Guðmundi þætti við ekki standa nógu vel að verki og gat þá orðið svolítið óþolinmóður. Þá var gott að eiga Sillu að, til þess að ræða við og í millitíðinni hafði Guðmundur g leymt atvikinu. Hann var mjög góður við okkur krakkana og ölium þótti okkur vænt um Guðmund, og bámm við mikla virðingu fyrir hon- um. Seinna varð ég var við að hann reyndist mörgum öðmm vel og ég varð var við að margir leituðu til hans basði sveitungar hans og aðrir. Eftirminnilegustu og um Ieið skemmtilegustu stundimar sem ég átti með Guðmundi, vom þegar við fómm ríðandi f smalamennsku, eða til að vitja silungsneta upp á heiði. Þá lék Guðmundur á alsoddi og sagði mér frá því sem fyrir augu bar, lands- lagi, náttúmnni, ömefnum og sögum sem tengdust þeim. Ennfremur sagði hann mér frá uppvaxtarárum sínum sem vom mér framandi. Líklega hef- ur bemska hans verið svipuð og hjá öðmm, á þeim tfma, sem álfka var statt fyrir, Guðmundur ólst upp hjá fósturforeldmm í Hvammi og lærði snemma að vinna fyrir sér. Hann var kominn á þrítugsaldur er hann hafði greitt fyrir sig, að hon- um fannst og eignast nægilegt fé til þess að komast f Bændaskólann á Hólum. Til þess að drýgja fjárráð sín þar, vann hann með náminu, sá um matarinnkaup og fleira fyrir nemend- ur. Guðmundur var þá þegar orðinn útsjónareamur og áræðinn. Tæplega fertugur, kaupir Guðmundur jörðina Ás í Vatnsdal, sem hann gerði að einni bestu jörðinni f héraðinu. Þar bjó hann svo ásamt konu sinni Sillu og bömum, þeim Eggert og Ingunni. Á heimilinu vom auk þeirra, þegar ég kom þangað fyrst, margt um manninn, m.a. Lauga systir Guð- mundar og Jón gamli, svo einhver séu nefnd. Eggert fór snemma til náms í Verelunarekóla íslands og sneri sér að bókhalds- og endurekoðunaretörf- um, en Ingunn tók við búinu ásamt manni sfnum Jóni Bjamasyni, þegar Guðmundur og Silla bregða búi fyrir um áratug sfðan. Ég vil með þessum fátæklegu orðum minnast Guðmund- ar, sem var mér svo mikils virði og um leið senda Sillu og Eggert, Ingu og Jóni og bömum þeirra mfnar inni- legustu samúðarkveðjur. P&ll Zóphóniasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.