Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 19 Hverju reiddust goðin? Nokkur orð um Smárahvamm eftir Hermann Sveinbjömsson Sú ákvörðun Kópavogskaupstað- ar að nýta forkaupsrétt sinn á Smárahvammslandinu, sniðganga samvinnuhreyfinguna alfarið og selja landið í hendur nokkurra helstu samkeppnisaðila hennar í verslunarrekstri á höfuðborgar- svæðinu, var eins og blaut tuska framan í allt félagslega þenkjandi fólk. Þessi ákvörðun bæjarstjómar Kópavogs ber ekki vott um þá víðsýni sem ætlast verður til að lýðraeðislega kjömir fulltrúar eins stærsta bæjarfélags landsins hafi til að bera. Félagshyggjufólk, hvar í fiokki sem það er, tapaði í barátt- unni við einkaframtakið. Undarleg- ast er að það skuli hafa gerst í hin- um félagslega sinnaða bæ, Kópa- vogi. Afleiðing þessa er ófyrirsjáanleg, en það er ljóst að þetta styrkir ekki félagslegan atvinnurekstur á höfuð- borgarsvæðinu, heldur hleður undir einkareksturinn. Það er auk heldur vandséð, að þetta þjóni hagsmunum Kópavogsbúa. Lögð hefur verið áhersla á að laða atvinnufyrirtæki í bæinn og auka þar með tekjur bæjarfélagsins og velferð íbúanna. Eitt af þeim fyrirtækjum sem Kópa- vogskaupstaður skákaði inn í Smárahvammslandið var þegar með atvinnurekstur í Kópavogi og annað var búið að fá lóð annars staðar í bænum. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni hvemig að þessari úthlutun var staðið. Um leið og samvinnuhreyf- ingin sýndi áhuga á Smára- hvammslandi og hafði í raun keypt það, vaknaði einkaframtakið til lífsins. Fjöldi aðila setti sig í sam- band við bæjarstjóm Kópavogs, hvatti til þess að forkaupsrétturinn yrði nyttur og yfírboð hófust. Þegar bæjarstjóm var ljós þessi áhugi á landinu hefði verið eðlilegast, úr því að samvinnuhreyfingin var henni ekki þóknanleg sem þegn í bæjarfélaginu, að lóðimar væru auglýstar. Öðmm fyrirtækjum var ekki gefinn möguleiki á þessum eftirsóttu lóðum, heldur var unnið bak við tjöldin. Kópavogsbær hefði getað aug- lýst lóðimar, eftir að ákveðið hafði verið að Ieysa landið til bæjarins, og hagnast verulega á endursölu þess. Fróðlegt er að bera aðferðir bæjarstjómar Kópavogs saman við kaup og sölu Reykjavíkurborgar á Völundarlóðinni við Skúlagötu. Borgin keypti dýrt, en seldi ennþá dýrar. Kópavogsbær kaus að láta einkaframtakinu eftir að úthluta lóðum í Smárahvammslandi, sem græðir væntanlega vel á því. Bæjarfulltrúar í Kópavogi hafa kvartað sáran yfir því að Samband- ið hafi ekki getað sýnt skipulags- uppdrátt af Smárahvammslandi nægilega fljótt. Það nægði hins vegar fyrirtækjunum, sem bærinn eftirlét landið, að koma með munn- legar yfírlýsingar um að þau hygð- ust reisa byggingavömverslun, vömskemmu og skrifstofuhús og síðan kæmu fleiri aðilar inn í mynd- ina. í þessu sambandi mætti varpa fram þeirri spumingu, hvað Kópa- vogsbær þarf langan tíma til að skipuleggja svæði sem hann á sjálf- ur. Tökum Fífuhvammslandið sem dæmi, en bærinn mun hafa keypt það fyrir 3—4 ámm. Hvað hefur „Þessi ákvörðun bæjar- sljórnar Kópavogs ber ekki vott um þá víðsýni sem ætlast verður til að lýðræðislega kjörnir fulltrúar eins stærsta bæjarfélag's landsins hafi til að bera.“ tekið langan tíma að skipuleggja það? Eftir því sem best er vitað er það ennþá óskipulagt. Svo geta sömu aðilar ætlast til þess af Sam- bandinu að það skipuleggi Smára- hvammslandið á örfáum vikum eða mánuðum. Þetta em fráleitar kröf- ur í bæ sem mun vera þekktur fyrir- það, hversu langan tíma tekur þar að úthluta lóðum. T.d. munu sam- tök aldraðra f bænum hafa beðið mánuðum saman eftir einfaldri lóð- aúthlutun. Árið 1986 var gerður samningur milli þáverandi eigenda Smára- hvammslands og Kópavogskaup- staðar um áformaðan byggingar- hraða á landinu. Gert var ráð fyrir að uppbyggingu yrði lokið fyrir árs- lok 1995. Þegar Sambandið keypti Smárahvammslandið yfírtók það þennan samning og gekkst undir ákvæði hans um uppbyggingar- hraða, í samræmi við óskir bæjarins frá 1986. í þessum samningi var einnig ákvæði um hugsanlega end- urskoðun ef aðstæður breyttust. Hugsanlegar breytingar á bygging- arhraða voru ræddar af hálfu Sam- bandsins við bæjaryfirvöld í Kópa- vogi, sem þau gátu ekki fallist á. Af þeim sökum giltu ákvæði samn- ingsins frá 1986 óbreytt, um að uppbyggingu skyldi lokið fyrir árs- lok 1995. En til þess að reyna að koma til móts við óskir bæjarins bauðst Sambandið til að byggja upp landið fyrir árslok 1993 í samstarfi við verktakafyrirtækið Hagvirki — eða að kaupstaðurinn samnýtti landið með Sambandinu, fengi t.d. helm- ing eða allt að tveimur þriðju hlut- Kristilegl stúdenta- • • mót í Olveri ÁRLEGT vetrarmót Kristilegs stúdentafélags var haldið i Ol- veri undir Hafnarfjalli helgina 12.—14. febrúar. Aðalræðumað- ur mótsins var norskur guðs- maður, Roar Halldórsson, sem er framkvæmdastjóri „Operati- on Mobilisation“. O.M. er alþjóðleg kristileg hreyfing, sem þjálfar endurfætt fólk til að boða trú á Jesú Krist. Var Roar með fjóra Biblíulestra út frá efnunum „Drottinn kallar, sendir, talar og leiðir“. Að loknum þessum lestrum var gjaman skipt upp í hópa þar sem fólk ræddi viðfang lestranna, tjáði niðurstöð- ur í máli og myndum eða með leik- rænni tjáningu. Um 40 manns sóttu mótið. -pþ um á móti helmingi eða einum þriðja hluta sem Sambandið annað- ist uppbyggingu á, ef það mætti verða til að flýta fyrir uppbyggingu svæðisins. En allt kom fyrir ekki. Bæjarfull- trúamir voru ákveðnir í að taka landið af samvinnuhreyfingunni og afhenda einkaframtakinu, m.a. til að braska með. Hverju reiddust goðin? Það er í raun ekki hægt að fínna neina rökrétta skýringu á viðbrögð- um bæjarstjómar Kópavogs. Hún hafnar atvinnuuppbyggingu á veg- um stærsta fyrirtækis landsins, en semur í þess stað við fyrirtæki sem vora fyrir í bænum eða þegar ákveðin í að flytjast þangað, burt- séð frá Smárahvammslandinu. Bæj- arstjómin afsalar sér úthlutunar- Hermann Sveinbjömsson möguleikum á Smárahvamms- landinu í samvinnu við Sambandið, en lætur þá í hendur einkafyrir- tæki. Eina skýringin á viðbrögðum bæjarfulltrúanna er sú að þeir hafi móðgast eða reiðst yfir því að Sam- bandið hyggst hafa aðalskrifstofur sínar á Kirkjusandi. Þó er -engan veginn sjálfgefið að þær verði þar um alla framtíð og Sambandið og samstarfsfyrirtæki þess era sem betur fer meira en höfuðstöðvar. Það er ekki vænleg leið til stjóm- unar bæjarfélags að láta tilfinn- ingahita og geðhrif ráða gerðum. Geðþóttaákvarðanir eigá ekki við þegar um framtíð heils bæjarfélags er að ræða, þá þarf yfírsýn. Fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæð- isins getur þetta þýtt minni sam- keppni í verslun, en heilbrigð sam- keppni samvinnuverslunar og einkaverslunar leiðir gjaman til lægra vöraverðs, neytendum til hagsbóta. Höfundur er kynningarstjóri Sam■ bandsins. 222222222 22222222222 222 - | 222 22 2 I— 1 2 22 AFMÆUSTILBOÐ 2 FJÖRIR STERKIR OG ENDINGAGÚÐIR SNOWCAP ÍSSKÁPAR A FRÁBÆRU VERÐI ★★★★ 120FM 120 lítra frystiskápur meS tjðrum skúffum Hægri eða vinstri opnunarmbguleikar. Plast- húfluð spönarplata ofan á skápnum. Verð kr. 20.425.“ Tilboösverö kr. 17.900.-,9r ★★★/★★ 180/80DL ★★★/★★ 280M 280 lítra frysti og kæliskápur meO sér 80 litra frystihólfi að neflan. Hægri/vinstri opnunar- möguleikar. Affrystir sig sjálfur. Verö kr. 27.990.- Tilboösverö kr. 23.900.- ,ar 280 litra tviskiptur kæliskápur meO 45 litra frystihólfi. Hægri eða vinstri opnunarmögu- leikar Sjálfvirk affrysting Verö kr. 23.465.- Tilboösverö kr. 19.900.- sigr. TILBOÐIÐ STENDURTIL 1. MARS ’88 ★★ 150DL 150 lítra kæliskápur meflfrystihólfi. vinstii opnunarmóguleikum Plasthúðuð spónarplata ofan á skápnum. Verö kr. 17.670.- Tilboösverö kr. 14.900.- ,8r riL KL. 16.00 GÆÐI Á GÓÐU VERÐI LURP 20 ÁRA ÖRUGG ÞJÓNUSTA SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800 •i*'x \ AUK/SlA Fryst J ora grænmeti FERSKT OG LJÚFFENGT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.