Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 23 Greinargerð Jafnréttisráðs um ráðningu þjóðgarðsvarðar: Lagaákvæði brotin Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Jafnréttisráði: Með bréfí, dags. 19. október 1987, fór Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, þess á leit við Jafnrétt- isráð að ráðið kannaði hvort gengið hefði verið fram hjá henni vegna kynferðis við ráðningu í stöðu þjóð- garðsvarðar í þjóðgarðinum SkaJta- felli, sbr. 7. gr. laga nr. 65 / 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Umsækjendur um stöðuna voru sjö, einn dró umsókn sína til baka. og einn óskaði nafnleyndar. Hinir fímm voru: Finnur Torfi Hjörleifs- son, lögfræðingur, Haraldur Ant- onsson, búfræðingur, Jón Hjartar- son, skólastjóri, Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, Stefán Benediktsson, arkitekt. í stöðuna var ráðinn Stefán Benediktsson, arkitekt. Málavextir Staða sú sem hér um ræðir var auglýst laus til umsóknar í ágúst 1987 og veitt frá og með 1. janúar 1988. Fyrir Jafnréttisráði liggja upplýs- ingar um menntun og starfsreynslu Sigrúnar Helgadóttur. Sigrún lauk almennu kennaraprófí frá Kennara- skóla íslands vorið 1971 og árið 1982 lauk hún viðbótamámskeiðum í uppeldis- og kennslufræðum og öðlaðist þar með réttindi til kennslu í framhaldsskólum. Sigrún lauk BS-gráðu í líffræði frá Háskóla íslands haustið 1985 með jarðfræði og landafræði sem aukagreinar. Haustið 1981 lauk hún mastergráðu, MSc. frá Edin- borgarháskóla í auðlindanýtingu. Lokaritgerð hennar frá Edinborgar- háskóla flallar um skipulag ogjiýt- ingu tiltekinna þjóðgarða í þremur löndum, Bretlandi, Bandaríkjunum og á íslandi. Tímabilið 1973-1975 starfaði Sigrún sem kennari í grunnskóla, þar af tvö ár sem skólastjóri. Hún var landvörður í Jökulsárgljúfrum fímm sumur samfleytt, frá vori 1974. Hún vann á skrifstofu Nátt- úruvemdarráðs frá 1983—1985. Þar sá hún m.a. um að skipuleggja námskeið fyrir landverði, ýmiskon- ar fræðslu og útgáfu upplýs- ingabæklinga. Sigrún hefur haldið margskonar fyrirlestra um náttúm- vemd og umhverfísfræðslu og skrif- að fræðilegar greinar um það efni. Sigrún kennir nú vist- og umhverf- isfræði við Kennaraháskóla íslands. Með bréfí dags. 30. október 1987. óskaði Jafnréttisráð eftir upplýsingum frá Náttúruvemdar- ráði um menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika þess sem ráðinn var til starfans, sbr. 7. gr. 1. 65/1985. í svarbréfí Náttúr- vemdarráðs dags. 20. nóvember 1987 segir orðrétt: „Stefán Bene- diktsson stundaði nám í arkitektúr, eða húsagerðarlist, í Aachen í Vest- ur-Þýskalandi árin 1962—1971 og lauk þaðan dipl.ing. arc.-prófi 1971. Frá því ári hefur hann starfað við arkitektastörf hér á landi, lengst af á eigin vegum. Jafnframt því kenndi hann listasögu sem stunda- kennari við Menntaskólann í Reykjavík árin 1972—1984. Hann var alþingismaður árin 1983—1987. Síðan sl. vor hefur hann starfað sem sérfræðingur við menntamálaráðu- neytið. Stefán hefur dvalið langdvölum í Skaftafelli og þekkir því staðinn og héraðið vel, bæði náttúm þess og sögu. Eitt verka Stefáns er skól- inn og félagsheimiiið á Hofí í Öræf- um, sem hann teiknaði og skipu- lagði frá gmnni og hafði síðan umsjón með byggingu hússins, og hefur hlotið mikið lof heimamanna fyrir." Með bréfum dags. 6. janúar 1988 og 20. janúar 1988 óskaði Jafnrétt- isráð eftir að fá upplýsingar um hvaða sjónarmið hafi ráðið vali Náttúmvemdarráðs á umsækjend- um, þ.e. hvaða mat hefði verið lagt til gmndvallar. í svarbréfum Nátt- úmvemdarráðs, dags. 14. janúar og 28. janúar 1988 koma, að mati Jafnréttisráðs, ekki fram fullnægj- andi skýringar á því hvers vegna gengið var framhjá umsækjanda með sérstaka menntun í þjóðgarðs- vörslu og starfsreynslu á þessu sviði. Samkvæmt fyrirliggjandi minnis- blaði Náttúmvemdarráðs em helstu starfsþættir þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli: 1. Rekstur: Hafa umsjón með rekstri þjóðgarðsins. 2. Framkvæmdir: Hafa umsjón með öllum framkvæmdum í þjóðgarðinum, gera tillögur um forgangsröðun og taka þátt í gerð framkvæmdaáætlana. Sem dæmi um fyrirliggjandi verkefni má nefna: a) Uppbygging á tjaldsvæði, b) * lagning og viðhald göngustíga, c) endurbætur og viðhald á mann- virkjum, d) merkingar almennt, e) endurbygging Morsárbrúar. 3. Starfsmannahald — verkstjóm: a) Landvarsla. Umsjón með land- vörslu, skipulagi hennar og verk- stjóm. Þátttaka í ákveðnum þáttum landvörslu, s.s. fræðslu. b) Verkstjóm annars starfsfólks þjóðgarðsins. 4. Fræðsla: Umsjón með fræðslu fyrir þjóðgarðsgesti, s.s. útgáfu upplýsingabæklinga, gönguferð- um þjóðgarðsgesta með land- vörðum, gerð upplýsingaskilta o.fl. 5. Skipulag: Þátttaka í innra skipu- lagi þjóðgarðsins í samvinnu við Skaftafellsnefnd. Sem dæmi um fyrirliggjandi verkefni má nefna: a) Skipulag tjaldsvæðis — upp- bygging, b) endurskoðun göngustígakerfis, c) vemdun þjóðminja, kortlagning og skráning. 6. Eignavarsla: Umsjón og eftirlit með öllum eignum Náttúm- vemdarráðs í þjóðgarðinum. 7. Tengsl við SA-land. Þjóðgarðs- vörður verði e.k. umboðsmaður eða erindreki Náttúrvemdarráðs í Skaftafellssýslum báðum og eru helstu þættir þessir: a) Eftirlitsmaður Náttúmvemd- arráðs með mannvirkjagerð í Skaftafellssýslum báðum, b) tengsl við heimafólk á friðlýst- um svæðum og svæðum á nátt- úmminjaskrá og e.t.v. umsjón, c) undirbúningur að friðlýsingu svæða í landshlutanum, d) tengsl við náttúrvemdamefndir og — samtök, e) tengsl við ferðamálafélög — og -samtök, f) Yfirlit yfir náttúmfræðirann- sóknir í héraðinu og jafnframt ástundun eigin rannsókna í þjóð- garðinum eða nágrenni hans. Niðurstaða Jafnréttisráð er sammála um eft- irfarandi niðurstöðu: Jafnréttisráð vekur athygli á þeirri skyldu atvinnurekenda að taka sérstakt tillit til ákvæða laga nr. 65 / 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Skylda þessi birtist m.a. í 1. gr. laganna, en þar segir: „Tilgangur laga þessara er að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum." Þá segir í 5. gr. laganna að at- vinnurekendum sé óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði og gildir það m.a. um ráðningu, setn- ingu eða skipun í starf. Að lokum segir í 1. mgr. 6. gr. að starf sem laust er, skuli standa opið jafnt konum sem körlum. Með bréfum Jafnréttisráðs dags. 30. október 1987, 6. janúar og 20. janúar 1988 var Náttúmvemdar- ráði gefinn kostur á að gera grein fyrir, hvað ráðið hafi valið á um-‘ sækjendum um stöðu þjóðgarðs- varðar í Skaftafelli. Það er mat Jafnréttisráðs að af hálfu Náttúra- vemdarráðs hafi ekki komið fram fullnægjandi skýringar. Jafnréttis- ráð telur að Sigrún Helgadóttir hafi augljóslega menntun og starfs- reynslu sem betur samsvara starf- slýsingu Náttúmvemdarráðs fyrir umrætt starf. Þegar gögn málsins em virt, verður að telja að með ráðningu Stefáns Benediktssonar, arkitekts, í stöðu þjóðgarðsvarðar í Skafta- felli hafi verið brotið ákvæði 2. tl. 5. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 'c?0 >> L/%> .WvVvSS .. \\\ \ 'nSSx' vY^ SJ' >X\V fer aldrei mala h\ Þegar þú sækir um Gullreikning hjá Búnadarbankanum áftu kost á því að fá af þér á tékkaeyðublöðin. Kosturinn er augljós. Öryggið í tékkaviðskiptum margfa Þú þarft aðeins að skila inn nýrri passamynd af þér þegar þú sækir um Gúllreiknint tækifærið til þess að fræðast um alla hina kosti reikningsins. Fáðu þér Gullreiknint á rnilli mála hver þú j*rt. _ iipii n'iiw)>8MÍÍÉBi'Wii~nirnin1,,,ig BÍNAÐARBANKl ISLANDS Frumkvæði - Traust ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.