Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 23 Greinargerð Jafnréttisráðs um ráðningu þjóðgarðsvarðar: Lagaákvæði brotin Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Jafnréttisráði: Með bréfí, dags. 19. október 1987, fór Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, þess á leit við Jafnrétt- isráð að ráðið kannaði hvort gengið hefði verið fram hjá henni vegna kynferðis við ráðningu í stöðu þjóð- garðsvarðar í þjóðgarðinum SkaJta- felli, sbr. 7. gr. laga nr. 65 / 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Umsækjendur um stöðuna voru sjö, einn dró umsókn sína til baka. og einn óskaði nafnleyndar. Hinir fímm voru: Finnur Torfi Hjörleifs- son, lögfræðingur, Haraldur Ant- onsson, búfræðingur, Jón Hjartar- son, skólastjóri, Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, Stefán Benediktsson, arkitekt. í stöðuna var ráðinn Stefán Benediktsson, arkitekt. Málavextir Staða sú sem hér um ræðir var auglýst laus til umsóknar í ágúst 1987 og veitt frá og með 1. janúar 1988. Fyrir Jafnréttisráði liggja upplýs- ingar um menntun og starfsreynslu Sigrúnar Helgadóttur. Sigrún lauk almennu kennaraprófí frá Kennara- skóla íslands vorið 1971 og árið 1982 lauk hún viðbótamámskeiðum í uppeldis- og kennslufræðum og öðlaðist þar með réttindi til kennslu í framhaldsskólum. Sigrún lauk BS-gráðu í líffræði frá Háskóla íslands haustið 1985 með jarðfræði og landafræði sem aukagreinar. Haustið 1981 lauk hún mastergráðu, MSc. frá Edin- borgarháskóla í auðlindanýtingu. Lokaritgerð hennar frá Edinborgar- háskóla flallar um skipulag ogjiýt- ingu tiltekinna þjóðgarða í þremur löndum, Bretlandi, Bandaríkjunum og á íslandi. Tímabilið 1973-1975 starfaði Sigrún sem kennari í grunnskóla, þar af tvö ár sem skólastjóri. Hún var landvörður í Jökulsárgljúfrum fímm sumur samfleytt, frá vori 1974. Hún vann á skrifstofu Nátt- úruvemdarráðs frá 1983—1985. Þar sá hún m.a. um að skipuleggja námskeið fyrir landverði, ýmiskon- ar fræðslu og útgáfu upplýs- ingabæklinga. Sigrún hefur haldið margskonar fyrirlestra um náttúm- vemd og umhverfísfræðslu og skrif- að fræðilegar greinar um það efni. Sigrún kennir nú vist- og umhverf- isfræði við Kennaraháskóla íslands. Með bréfí dags. 30. október 1987. óskaði Jafnréttisráð eftir upplýsingum frá Náttúruvemdar- ráði um menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika þess sem ráðinn var til starfans, sbr. 7. gr. 1. 65/1985. í svarbréfí Náttúr- vemdarráðs dags. 20. nóvember 1987 segir orðrétt: „Stefán Bene- diktsson stundaði nám í arkitektúr, eða húsagerðarlist, í Aachen í Vest- ur-Þýskalandi árin 1962—1971 og lauk þaðan dipl.ing. arc.-prófi 1971. Frá því ári hefur hann starfað við arkitektastörf hér á landi, lengst af á eigin vegum. Jafnframt því kenndi hann listasögu sem stunda- kennari við Menntaskólann í Reykjavík árin 1972—1984. Hann var alþingismaður árin 1983—1987. Síðan sl. vor hefur hann starfað sem sérfræðingur við menntamálaráðu- neytið. Stefán hefur dvalið langdvölum í Skaftafelli og þekkir því staðinn og héraðið vel, bæði náttúm þess og sögu. Eitt verka Stefáns er skól- inn og félagsheimiiið á Hofí í Öræf- um, sem hann teiknaði og skipu- lagði frá gmnni og hafði síðan umsjón með byggingu hússins, og hefur hlotið mikið lof heimamanna fyrir." Með bréfum dags. 6. janúar 1988 og 20. janúar 1988 óskaði Jafnrétt- isráð eftir að fá upplýsingar um hvaða sjónarmið hafi ráðið vali Náttúmvemdarráðs á umsækjend- um, þ.e. hvaða mat hefði verið lagt til gmndvallar. í svarbréfum Nátt- úmvemdarráðs, dags. 14. janúar og 28. janúar 1988 koma, að mati Jafnréttisráðs, ekki fram fullnægj- andi skýringar á því hvers vegna gengið var framhjá umsækjanda með sérstaka menntun í þjóðgarðs- vörslu og starfsreynslu á þessu sviði. Samkvæmt fyrirliggjandi minnis- blaði Náttúmvemdarráðs em helstu starfsþættir þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli: 1. Rekstur: Hafa umsjón með rekstri þjóðgarðsins. 2. Framkvæmdir: Hafa umsjón með öllum framkvæmdum í þjóðgarðinum, gera tillögur um forgangsröðun og taka þátt í gerð framkvæmdaáætlana. Sem dæmi um fyrirliggjandi verkefni má nefna: a) Uppbygging á tjaldsvæði, b) * lagning og viðhald göngustíga, c) endurbætur og viðhald á mann- virkjum, d) merkingar almennt, e) endurbygging Morsárbrúar. 3. Starfsmannahald — verkstjóm: a) Landvarsla. Umsjón með land- vörslu, skipulagi hennar og verk- stjóm. Þátttaka í ákveðnum þáttum landvörslu, s.s. fræðslu. b) Verkstjóm annars starfsfólks þjóðgarðsins. 4. Fræðsla: Umsjón með fræðslu fyrir þjóðgarðsgesti, s.s. útgáfu upplýsingabæklinga, gönguferð- um þjóðgarðsgesta með land- vörðum, gerð upplýsingaskilta o.fl. 5. Skipulag: Þátttaka í innra skipu- lagi þjóðgarðsins í samvinnu við Skaftafellsnefnd. Sem dæmi um fyrirliggjandi verkefni má nefna: a) Skipulag tjaldsvæðis — upp- bygging, b) endurskoðun göngustígakerfis, c) vemdun þjóðminja, kortlagning og skráning. 6. Eignavarsla: Umsjón og eftirlit með öllum eignum Náttúm- vemdarráðs í þjóðgarðinum. 7. Tengsl við SA-land. Þjóðgarðs- vörður verði e.k. umboðsmaður eða erindreki Náttúrvemdarráðs í Skaftafellssýslum báðum og eru helstu þættir þessir: a) Eftirlitsmaður Náttúmvemd- arráðs með mannvirkjagerð í Skaftafellssýslum báðum, b) tengsl við heimafólk á friðlýst- um svæðum og svæðum á nátt- úmminjaskrá og e.t.v. umsjón, c) undirbúningur að friðlýsingu svæða í landshlutanum, d) tengsl við náttúrvemdamefndir og — samtök, e) tengsl við ferðamálafélög — og -samtök, f) Yfirlit yfir náttúmfræðirann- sóknir í héraðinu og jafnframt ástundun eigin rannsókna í þjóð- garðinum eða nágrenni hans. Niðurstaða Jafnréttisráð er sammála um eft- irfarandi niðurstöðu: Jafnréttisráð vekur athygli á þeirri skyldu atvinnurekenda að taka sérstakt tillit til ákvæða laga nr. 65 / 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Skylda þessi birtist m.a. í 1. gr. laganna, en þar segir: „Tilgangur laga þessara er að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum." Þá segir í 5. gr. laganna að at- vinnurekendum sé óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði og gildir það m.a. um ráðningu, setn- ingu eða skipun í starf. Að lokum segir í 1. mgr. 6. gr. að starf sem laust er, skuli standa opið jafnt konum sem körlum. Með bréfum Jafnréttisráðs dags. 30. október 1987, 6. janúar og 20. janúar 1988 var Náttúmvemdar- ráði gefinn kostur á að gera grein fyrir, hvað ráðið hafi valið á um-‘ sækjendum um stöðu þjóðgarðs- varðar í Skaftafelli. Það er mat Jafnréttisráðs að af hálfu Náttúra- vemdarráðs hafi ekki komið fram fullnægjandi skýringar. Jafnréttis- ráð telur að Sigrún Helgadóttir hafi augljóslega menntun og starfs- reynslu sem betur samsvara starf- slýsingu Náttúmvemdarráðs fyrir umrætt starf. Þegar gögn málsins em virt, verður að telja að með ráðningu Stefáns Benediktssonar, arkitekts, í stöðu þjóðgarðsvarðar í Skafta- felli hafi verið brotið ákvæði 2. tl. 5. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 'c?0 >> L/%> .WvVvSS .. \\\ \ 'nSSx' vY^ SJ' >X\V fer aldrei mala h\ Þegar þú sækir um Gullreikning hjá Búnadarbankanum áftu kost á því að fá af þér á tékkaeyðublöðin. Kosturinn er augljós. Öryggið í tékkaviðskiptum margfa Þú þarft aðeins að skila inn nýrri passamynd af þér þegar þú sækir um Gúllreiknint tækifærið til þess að fræðast um alla hina kosti reikningsins. Fáðu þér Gullreiknint á rnilli mála hver þú j*rt. _ iipii n'iiw)>8MÍÍÉBi'Wii~nirnin1,,,ig BÍNAÐARBANKl ISLANDS Frumkvæði - Traust ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.