Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19, FEBRÚAR 1988 . 11 Upphaflegt val verktaka óeðlilegt - segir Gunnar Birgisson for- maður Verktaka- sambandsins 1 LOKUÐU útboði að 2. verk- áfanga við byggingu ráðhúss- ins við Tjörnina, leituðu borg- aryfirvöld til þriggja fyrir- tækja, Hagvirkis hf., ístaks hf. og Ellerts Skúlasonar sem bauð í verkið ásamt Krafttaki og Ármannsfelli hf. Þegar siðara tilboðið var lagt fram með breyttum forsendum var leitað tíl tveggja fyrirtækja, ístaks hf. og Ármannsfells hf./Ellerts Skúlasonar. m . ------------ Ráðhúsið við Tjörnina: Sparnaði náð með þekk- ingu verktaka og reynslu - segir Páll Sigurjónsson framkvæmdastj óri fstaks hf. TELBOÐ ístaks hf. i 2. verk- þátt ráðhússins við Tjömina er tíl athugunar fcjá borgar- yfirvöldum en fyrirtækið er eitt þriggja sem upphaflega tóku þátt í lokuðu tilboði um þennan verkþátt. TUboðin voru öU verulega hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir og ákvað verkefnisstjóm ráðhúsbyggingarinnar að óska eftir tílboðum í verulega breytt verk frá tveimur fyrir- tækjanna, ístaki hf. og Ár- mannsfelli/EUert Skúlassyni. „Þetta eru óvenjulegar að- stæður þama við Tjömina og ekki óeðlilegt að borgaryfírvöld ieitist við að fá fram nýjar hug- myndir um hvemig best sé að leysa verkið á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt,“ sagði Páll Siguijónsson framkvæmdastjóri ístaks hf. „Við þessar aðstæður er vilji til að ná fram sem bestri lausn og sýnist mér að borgar- yfírvöldum hafí tekist vel að ná fram spamaði með því að not- færa sér þekkingu verktakanna og reynslu." Boðið var út á grundvelli for- hönnunar og var bjóðendum heimilt að koma með fráviksboð, sem gátu byggst á eigin hug- myndum um aðferðir. „Fyrirtæk- ið byggði síðasta tilboð sitt á vinnuaðferðum sem allar líkur benda til að verði auðveldastar," sagði Páll. Vissar breytingar em þó hugsanlegar og sú stærst að reka þurfí þil niður á fast en um það atriði yrði að semja og kæmi þá $ hlut verkkaupa að greiða beinan aukakostnað, allt að 3,9 milljónum. Hinsvegar gæti svo farið að minnka mætti þilrekstur frá því sem tilboðið gerir ráð fyrir og draga um leið úr kostn- aði. „Við lögðum mikla vinnu í að leita eftir leiðum til að spara og ÁRMANNSFELL hf. átti lægsta tilboð í 2. verkáfanga ráðhússins við Tjörnina og tók ásamt ístak hf., þátt i síðara útboði eftir að fyrri forsend- um hafði verið breytt. Ár- mannsfell hf. bauð þá um 217 milljónir króna í verkið en ís- tak hf. bauð 118 miiyónir króna og að auki rúmlega 218 mi4jóna króna í frávikstílboði sem borgaryfirvöld eru nú að kanna. „Við emm svolítið hissa á þessu þar sem við teljum að við höfum alltaf átt lægsta tilboð lögðum fram margar hugmyndir og frávik, sem borgaryfírvöld hafa síðan metið," sagði Páll. „Ég býst við, að við val verktaka hafí borgarverkfræðingur litið til þeirra fyrirtækja sem hafa reynslu af svipuðum verkefnum við virkjanir svo sem vatnsvamir og dælingar. Af þeim sökum er þetta mjög áhugavert verkfræði- legt verkefni." þegar boðið var í sambærilega hluti," sagðiÁrmann Armanns- son framkvæmdástjóri Ár- mannsfells hf. „Hins vegar skortir okkur sennilega hug- myndaflug á við ístak, á að koma með breytingar á ráðhúsinu. Við höfum það þó til afsökunar að við héldum að megin forsendur verðlaunatillögunnar skyldu haldnar. Nú, við teljum að við höfum tæknilega kunnáttu til að framkvæma þetta verk á við hvem sem er og áttum reyndar von á því, að við okkur yrði sam- ið um verkið, með þeim breyting- um sem borgin vill á því gera. „Að mínu mati var upphaflegt val þeirra verktaka, sem fengu að taka þátt í þessu lokaða útboði óeðlilegt og ekki samkvæmt venju- legum forvalsreglum," sagði Gunnar Birgisson formaður Verk- takasambandsins. „Venjulega set- ur verkkaupinn þær reglur en þær em nokkuð staðlaðar. í forvali leggja fyrirtækin fram gögn um fjárhag og tækjabúnað sem ræður úrslitum um hveijir fá að bjóða í verkið. í þessu tilviki em þijú fyr- irtæki valin og öðmm ekki gefínn kostur á áð leggja fram sín gögn. Hvemig síðan er staðið að vali verktaka til verksins er heldur ekki samkvæmt eðlilegum leik- reglum. Verktakasambandið hefur alla tíð barist fyrir að verk séu boðin út en það verður að fara eftir ákveðnum reglum." Stjóm Verktakasambandsins kemur saman í næstu viku og átti Gunnar von á að málið yrði tekið fyrir þar. Hins vegar er ákvönðunin í hönd- um þeirra og þeirra vilji virðist vera að semja við ístak og var reyndar búið að tilkynna okkur það. Þess vegna er rétt að þeir svari fyrir sínar ákvarðanir. En ég ítreka að við emm svolítið hissa á málsmeðferðinni en mað- ur er svo sem alltaf að læra eitt- hvað nýtt.“ Jóhann Bergþórsson fram- kvæmdastóri Hagvirkis hf., vildi ekki tjá sig um niðurstöðu verk- efnisstjómar, en fyrirtækið átti hæsta tilboð í fyrra útboði. Hissa á málsmeðferðinni - áttum von á að fá sanmingiim - segir Ármaim Ármannsson framkvæmdastóri Ármaiinsfells Morgunblaðið/Níela Hermannsson Safnið sem hýsir Norrænu list- sýninguna í New York. Norrænni sýn- ingu vel tekið New York. Frá Níels Hermannssym fréttaritara Morgunblaðsins. NORRÆNU listsýningunni, sem nú stendur yfir i The American Craft Museum í New York, hefur verið nyög vel tekið. Fjölmiðlar fóru lofsamlegum orðum um sýn- inguna og strax á fjórða degi höfðu um það bU 1.500 manns skoðað hana. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, opnaði. sýninguna og er það við hæfí þvi að hlutur íslenskra listamanna er bæði stór og ánægju- legur. Guðný Magnúsdóttir sýnir steinverk, Ingiríður Óðinsdóttir og Margrét B. Magnúsdóttir textílverk, Jens Guðjónsson verk úr silfri, Jónína Guðnadóttir steinverk, Leifur Breið- flörð sýnir steint gler, Ragna Ró- bertsdóttir verk úr manila-reipi, hör og flögubergi og Steinunn Þórarins- dóttir verk úr gleri. Á neðstu hæð sýningarsalarins hanga uppi þjóðfánar Norðurlanda ásamt ljósmyndum og skyggnusýn- ing er látlaust á skjá. Einnig er dreift föndurefíii fyrir böm með upp- lýsingum og úrlausnarefnum varð- andi Norðurlöndin. Sýningin er skipulögð af Norður- landaráði og Seibu-listasafninu í Tókýó, Japan. Þar hóf hún göngu sína en New York er fyrsti sýningar- staður af þremur hér vestan Atlant- sála. í fréttatilkynningu safnins segir að Bandaríkjamönnum hafí ekki gef- ist kostur á að virða fyrir sér jafn viðamikla sýningu norrænnar gæða- listar siðan hin rómaða Scandinavian Modem var haldin 1982. Sýningin er sögð vera einstakt tækifæri til að virða fyrir sér hvemig áhrif hinnar þekktu norrænu arfleifðar í nytjalist og hönnun birtast í vinnustofíiverk- um listamanna nútímans. Hin enska yfirskrift sýningarinnar er Scandinavian Craft Today. Sýn- ingarsalurinn er við númer flörutíu við fimmtugasta og þriðja stræti, milli fímmtu og sjöttu traðar. Sýn- ingunni í New York lýkur þann tut- tugasta og flórða apríl nk. Gallerí Svart á hvítu: Sýning Ólafs Lárassonar Ólafur Lárusson við eitt verka sinna. Morgunbiaðið/BAR ÓLAFUR Lárusson opnar sýningu á verkum sinum í nýjum sal í Galleri Svart á hvítu & Laufásvegi 17 föstudaginn 19. febrúar kl. 20. Á sýningunni verða teikningar og grafíkverk unnin sl. tvö ár. Ólafur stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1971—74 og Atelier 63 í Hollandi 1974—76. Hann var stundakennari við MHÍ 1976—80. Hann var einn af stofnendum Nýlistasafnsins og sat í stjóm þess til 1981, formaður safns- ins 1984—85 og var ritrai í stjóm Myndhöggvarafélags Reykjavíkur 1982-84. Fyrstu einkasýningu sína hélt Ól- afur 1974 í Gallerí SUM í Reykjavík. Síðan hefur hann haldið fjölda einka- sýninga, m.a. í Norræna húsinu 1977, á Kjarvalsstöðum 1979, Gall- ery Akumalatory 2 í Póllandi 1980, í Nýlistasafninu 1981, Kanal 2 í Kaupmannahöfn 1982, í Listasafni ASl 1983, á Kjarvalsstöðum. 1985 og í Norræna húsinu 1987. Af helstu samsýningum má nefna Hunda Parísarbíennalinn 1977, „Fire unge fra Norden" I Sonja Heine-Onstad safninu í Osló 1978, Scandinavia Today 1982—83 og „Streif" — Norræn skúlptúr í Kunst- hailen Brandts Klædefabrid i'Dan- mörku 1987. Sýning Ólafs Lámssonar í Gallerí Svart á hvítu stendur til sunnudags- ins 6. mars. Gallerí Svart á hvítu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. (Fréttatílkynmxisr) SIMAR 21150-21370 Ein af þeim bestu á markaðnum í dag: í 2ja hæða blokk SOL'JSTJ IARUS Þ VALDIMftRS L0GM J0H ÞUR0AHS0N HDl við Engihjalla i Kópavogi, 3ja herb. íb., 79,1 fm nettó á efrí hœð. Eld- húsinnr. sérsmfðuð. Mikið útsýni. Rúmg. föndur- og geymsluherb. í kj. Ágæt sameign. Ákv. sala. Verð aðeins kr. 4,1 millj. Ennfremur ágæt íbúð 3ja herb. við Jörfabakka. Laus i mai nk. Verð aðeins kr. 3,8 millj. Fjársterkur kaupandi óskar eftir góðu skrífsthúsn. í borginni. Má þarfnast standsetningar. AIMENNA fasuignasaTah LAU2AVEGM8SÍMAR2115^1370 OíTIROn AFGREIÐSLUKASSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.