Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 41 Bjöm Sveinbjömsson fyrir ári var honum ljóst að hún gat brugðist til beggja vona. Hinn 22. maí 1954 steig Bjöm mesta gæfuspor lífs síns er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Valgerði Rósu Loftsdóttur, útgerð- armanns Loftssonar og k.h., Ing- veldar Ólafsdóttur. Bjöm var ekki þannig skapi farinn að honum væri eiginlegt að gæta heilsu sinnar með því að fara varlega og eftir settum reglum. Það kom því í hlut Rósu að vera gæslumaður hans og vemd- ari að þessu leyti og hann fór að hennar ráðum. Ég er sannfærður um að sívökul umhyggja Rósu um heilsufar Bjöms hefir iengt líf hans um mörg ár. Þeim Bimi og Rósu varð ekki bama auðið en Bjöm eignaðist dótt- ur áður en hann giftist. Hún heitir Guðrún Stella og er gift í Banda- ríkjunum. Hálfsystir Bjöms og miklu yngri er Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, dóttir Þórdísar Gunnarsdóttur, seinni konu Sveinbjöms. Miklir kærleikar vom með þeim systkinum og Bjöm naut samvistanna við böm systur sinnar og bamaböm, enda mjög bamgóður. Eftir að Bjöm gerðist hæstarétt- ardómari vom samfundir ekki eins tíðir og áður en einu sinni á sumri hverju komum við saman ásamt góðum veiðifélögum til laxveiða í Borgarfirði. Þetta vom dýrlegar og ógleymanlegar stundir. Stórt skarð hefir nú verið höggvið á skömmum tíma í þennan hóp því að Bjöm er sá þriðji sem kveður. Með Bimi Sveinbjömssyni er genginn mikill mannkostamaður. Eftir lifir minningin um góðan dreng og vel af Guði gerðan í hug- um þeirra sem áttu þvf láni að fagna að þekkja hann og eiga að vini. Við sendum Rósu eiginkonu hans og Ragnheiði systur hans og öðmm ættingjum og vandamönnum ein- lægar samúðarkveðjur. Jón Finnsson Bjöm Sveinbjömsson fyrrverandi forseti hæstaréttar er látinn á sex- tugasta og níunda aldursári, útför hans fer fram í dag frá Hafnarijarð- arkirkju. Með honum er genginn einn af mætustu sonum þjóðar okk- ar. Á næstu vordögum er fjömtíu og eitt ár síðan kynni okkar hóf- ust, og oft lágu leiðir okkar saman í starfi. Vorið 1947 var ég ráðinn í lög- reglulið Keflavíkurflugvallar, þá tuttugu og eins árs að aldri, en Bjöm var þar lögreglustjóri í um- boði sýslumanns, ungur atgervis- maður. Ég var þama í tvö ár. Bjöm var mildur og umburðar- Iyndur yfirmaður, þó að ekki skorti hann festu ef á þurfti að halda. Allir undirmenn hans dáðu hann og virtu og það hygg ég að hafi haldist alla hans starfsævi, bæði á löngum embættisferli og þau ár sem hann rak lögfræðiskrifstofu, með þremur starfsbræðmm sínum. Bjöm var alltaf fremstur meðal jafningja,' hvar sem hann fór. Ég laðaðist fljótt að þessum hlýja og hógværa manni, sem vann störfin meðal manna sinna, tók þátt í kjör- um þeirra og veitti þeim af gnægt- arbmnni vitsmuna sinna og mennt- unar. Bjöm var Borgfirðingur að upp- mna, þar átti hann mikinn frænd- garð, sem hann fýlgdist með og rækti af stakri kostgæfni. Fljótlega tókst meo okkur kunningsskapur og seinna vinátta, sem staðið hefur síðan. Ég kynntist föður hans og stjúpmóður, en þau bjuggu í Þing- nesi í Bæjarsveit, ásamt dóttur sinni Ragnheiði, sem þá var á unglings- aldri, en syrgir nú einkabróður sinn. Þama var mér tekið sem einum af fjölskyldunni og þar dvaldi ég um lengri eða skemmri tíma á hveiju sumri í mörg ár, systkinin vom mér sem ég væri bróðir þeirra og faðir þeirra var mér sem ég væri sonur hans. Systkinin urðu mér svo kær, að þó að ár og áratugir hafi liðið, hefur sambandið við þau aldrei rofnað og þau ætíð sýnt mér um- hyggju og ræktarsemi. Það yrði mikil saga, sem fellur utan við ramma þessara minningar- orða, að telja upp allar þær-ferðir sem við Bjöm fórum upp í Borgar- flörð og suður aftur, eftir þeim akvegi sem þá lá fyrir Hvalfjörð, til að taka þátt í heyskap í nokkra daga, yfir helgi, eða til að létta af okkur amstri daganna t.d. yfir jóla- hátíðina. í starfí lágu leiðir' okkar aftur saman 1951 hér í Hafnarfirði þar sem hann var fulltrúi bæjarfógeta og fór með lögreglumál, en ég var þá í lögreglunni. Við héldum áfram Birting a fmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. að heimsækja æskustöðvar hans og Þinganesheimilið, okkur til hugar- hægðar, eða hann átti brýnt erindi við föður sinn. Seinna tóku ferðim- ar að verða stijálli, enda báðir bún- ir að festa ráð okkar og orðnir heim- ilisfeður. Síðasti samveruþáttur okkar við störf hófst snemma árs 1961 og stóð í fimm ár, eða þar til hann lét af embætti bæjarfógeta og sýslu- manns. Frá þessum árum er margs að minnast, en minnisstæðastar eru mér ferðir okkar um lögsagnarum- dæmið, en það féll í minn hlut að vera fylgdarmaður hans og skrá- setjari á manntalsþingum, við yfír- heyrslur og réttarhöld, sem og í öðrum embættisferðum um - hið víðfeðma umdæmi, sem þá náði suður á Reykjanes og upp í Hval- fjarðarbotn, að Reykjavíkurborg og Kópavogi einum undanskildum. Það var sama hvar Bjöm fór, alltaf þegar tóm gafst til var hann veitandinn, sem uppfræddi starfs- menn sína með einstökum frásagn- arhæfileikum, auk þess sem hann var hafsjór af fróðleik og þekkingu, langt umfram það sem skólaganga hans gaf tilefni til. Bjöm var vel lesinn í íslenskum bókmenntum og fagurfræði ekki síður en í lögfræði eða borgfírskum ættum, sem hann kunni góð skil á. Hann var félagslyndur og kunni vel að umgangast höfðingja í glaumi veislusala. Þó hygg ég að hann hafí kunnað best við sig í fámenni og þannig nutum við best vináttu hans og hvergi var hann glaðari og skemmtilegri en í góðra vina hópi. Það var eftirtektarvert hvað böm hændust að Bimi. Þegar við fyrstu kynni urðu þau frá sér numin í návist hans, enda var hann bam- góður svo af bar, systurböm hans og mörg önnur nutu þess að vera í návist hans og hann var óþreyt- andi að leika við þau, kenna þeim sögur og ævintýri, þulur og kvæði. Dóttir okkar hjónanna minnist þeirra stunda með gleði og söknuði sem hún átti með honum. Hann var mikill fjölskyldumaður og rækti skyldur sínar við fíölskyldu sína af stakri tryggð. Bjöm var svo fjölhæfur, að þó hann væri vel að sér í lögfræði og nyti virðingar meðal löglærðra, hefði hann allt eins getað verið bóndi á höfðingjasetri, byggingar- meistari eða skáld. Hin skáldlega und sem í honum bjó hefði ömgg- lega skilað honum langt og lengra en mörgum þeirra sem hærra láta, ef hann hefði alfarið gengið á vit skáldgyðjunnar. Þó að leiðir okkar skildu 1966 var samvemstundum okkar ekki lokið, ógleymanlegar em okkur hjónum samverustundimar með Rósu og Bimi (litla bústaðnum sem þau áttu niðri við Steklqarhamar. Um helgar og páska í Munaðamesi og á heimili þeirra á Erluhrauni. Þannig streyma minningamnar fram þegar litið er um öxl. Við vomm báðir í Frímúrarastúkunni Hamri í Hafnarfirði, en ásamt öðr- um hafði Bjöm frumkvæði að stofn- un stúkunnar og var þar í farar- broddi um árabil. í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar átt- um við samleið, en hann var einn af stofnendum klúbbsins og lét sér alla tíð mjög annt um vöxt hans og viðgang. Formaður hans var hann tvívegis. Með þessum orðum vil ég, að beiðni núverandi stjómenda Lions- klúbbs Hafnarfjarðar, flytja nú, þegar leiðir skilja, kveðju frá félög- unum öllum, nieð kærri þökk fyrir allt sem hann lagði af mörkum til eflingar klúbbsins á þijátíu og tveggja ára ferli hans. Þó Bjöms Sveinbjömssonar sé nú sárt saknað af Lionsfélögum, bræðmm, vinum, samstarfsmönn- um og frændfólki, er þó mestur harmur eiginkonu hans, Rósu Loftsdóttur, systur hans, Ragn- heiðar, manns hennar, bama og bamabama, ásamt aldraðri stjúp- móður, Þórdísi Gunnarsdóttur. Ég flyt þeim innilegustu samúðarkveðj- ur frá mér, konu minni og fjöl- skyldu og frá félögum hans í Lions- klúbbi Hafnarfíarðar. Bjöm var búinn að beijast hetju- legri baráttu við dauðann í meira en heilt ár, en varð að lokum að lúta í lægra haldi, eins og við verð- um öll að gera að lokum. Við þökkum honum samfylgdina og fyrir allt sem hann var okkur. Við biðjum hinn hæsta höfuðsmið að varðveita minningu hans og blessa vegferð hans á leiðum hans, handan við móðuna miklu. Jón Ólafur Bjamason í dag er til moldar borinn frá Hafnarfjarðarkirkju Bjöm Svein- bjömsson, fyrrverandi hæstaréttar- dómari. Hann andaðist í Landspítal- anum 10. þ.m. eftir þungbær veik- indi og sjúkrahúslegu um meira en eins árs skeið. Með honum er geng- inn einstakur drengskaparmáður, mikils metinn af öllum sem honum kynntust, og mest af þeim sem þekktu hann best. Bjöm var fæddur að Heggsstöð- um í Borgarfirði 1. september 1919, sonur Sveinbjöms Bjömssonar bónda þár og konu hans, Margrétar Hjálmsdóttur. Að loknu stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1939 settist hann í lagadeild Háskólans og lauk þaðan lögfræðiprófí með ágætum árangri vorið 1945. Síðar sama ár gerðist hann fúlltrúi sýslumannsins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæjar- fógetans í Hafnarfirði. Kom það í hans hlut þegar á næsta ári að tak- ast á hendur í umboði sýslumanns lögreglustjóm á Keflavíkurflugvelli og fara með hana um árabil. Er Guðmundur í. Guðmundsson bæjarfógeti tók sæti í ríkisstjóm árið 1956 var Bjöm settur til þess að gegna á eigin ábyrgð sýslu- manns- og bæjarfógetaembættinu. Stóð svo til ársins 1966, eða á tíunda ár, sem var óvenjulega lang- ur tími. Ér það mál þeirra sem til þekktu að embættisfærsla Bjöms hafi verið með ágætum og naut hann mikilla vinsælda í starfi sínu. Eftir að Guðmundi í. Guðmunds- syni hafði verið veitt lausn frá bæjarfógetaembættinu og annar maður skipaður í hans stað stofn- aði Bjöm lögmannsstofu í Reykjavík ásamt lögmönnunum Jóni Finnssyni, Skúla J. Pálmasyni og Sveini H. Valdimarssyni. Hafði hann þá hlotið réttindi til málflutn- ings fyrir Hæstarétti með undan- þágu frá þeirri prófraun, sem lög annars áskilja, enda var hæfni hans kunn af fyni störfum hans. Lög- mannsstofú þessa rak Bjöm ásamt félögum sínum uns hann var skip- aður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1973. Flutti hann á því tíma- bili ýmis veigamikil og vandasöm mál fyrir dómstólum. Get ég um það borið, að nokkru af eigin raun, hve vel hann vandaði þar til verka og hélt vel á máli umbjóðenda sinna. í dómarasæti í Hæstarétti sat Bjöm í rúm 12 ár, eða til ársloka 1985 er hann fékk lausn frá störf- um. Þau störf leysti hann af hendi með hinum mestu ágætum. Kom þar að góðu haldi sú fjölþætta starfsreynsla, sem hann hafði aflað sér, en eigi síður hin góða dóm- greind hans og réttsýni. Hann var laus við einstrengingshátt og ávallt reiðubúinn að íhuga vandlega við- horf annarra, án þess þó að hvika frá fyrri skoðun, ef hann taldi ekki standa til þess efni að gaumgæfi- lega athuguðu máli. Auk aðalstarfa sinna voru Bimi falin ýmis trúnaðarsuirf. Hann var meðal annars formaður nefndar sem hafði með höndum endurskoð- un löggjafar um réttarfarsmálefni. Hann vann og að undirbúningi laga- setningar á fleiri réttarsviðum. Um skeið var hann varaþingmaður Reykjaneskjördæmis og sat þá um tíma á Alþingi. Hann valdist og til stjómunarstarfa í ýmsum félögum, sem hann var í, þó, að það verði ekki talið upp hér. Árið 1954 kvæntist Bjöm eftirlif- andi eiginkonu sinni, Rósu Lofts- dóttur, mikilli ágætiskonu. Var það gæfuspor þeirra beggja. Hún lét sér ætíð einkar annt um velferð Bjöms, en best kom umhyggja hennar og styrkur þó í ljós í þungbærri sjúkra- hússlegu hans um meira en heils árs skeið er hún vitjaði hans og annaðist dag hvem uns líknin kom. í daglegri umgengni var Bjöm einstakt ljúfmenni. Honum fylgdi góður andi hvar sem hann fór. Hann var fróður um marga hluti, auk lögfræði, vel lesinn og ljóðelsk- ur. Ljóð og lausavísur hafði hann á hraðbergi. Sjálfur var hann ágæt- lega hagmæltur og brá þá fyrir sig, ef svo bar undir, að lífga upp á fábreytni hversdagsins með hnytt- inni vísu. Bimi Sveinbjömssyni kynntist ég fyrst í lagadeiid Háskólans. Mest og best kynni hafði ég þó af honum þann langa tíma sem vjð áttum samstarf í Hæstarétti. Þau kynni voru slík að ég mat hann æ meir því lengur sem ég þekkti hann. Við leiðarlok kveð ég þennan gamla starfsbróður minn með mikilli virð- ingu og þökk. Rósu og öðmm vandamönnum sendum við Sigríður innilegar kveðjur. Magnús Þ. Torfason Vertu heima um helgína Víðskiptapakkar Arnarflugs eru svo hagstœðir að nú er ekkert mál að skreppa í viðskiptaferðina í miðri viku. m í leiðinni verður þú félagi í Arnarflugsklúbbnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.