Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 9 E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SlMI 651000. ERT ÞU KONA? Viltu: Fræðast um sérstöðu kvenna við stjórnunarstörf? Kynnast eigin stjórnunarmáta? Bæta samstarfshæfni þína? Viltu: Auka sjálfsöryggi þitt? Styrkja sjálfsímynd þína? Bæta tímastjórnun þína? Ef svo er, þá er þetta námskeið fyrir þig. Leiðbeinandi: Steinunn H. Lárusdóttir, M Ed í stjórnun. Námskeiðið verður haldið helgina 27.-28. febrúar. Upplýsingar og innritun í síma 11293 kl. 18.00-23.00. ________________FRAMÞRÓUN s/f.___________________________ Námskeið og ráðgjöf á sviði stjórnunar, samskipta og fjölmiðlunar, Espigeröi 12,108 Reykjavík. Anna G. Magnúsdóttir, Einar I. Magnússon, Sigþór Magnússon og Steinunn H. Lárusdóttir. Steinunn Ný Ijósmyndastofa VANDAÐAR PASSAMYNDIR 15% kynningarafsláttur til 15. mars. BARNAMYN DATÖKUR FERMIN G ARMYN DATÖKUR TÖKUM EFTIR GÖMLUM MYNDUM ÖLL ALMENN LJÓSMYNDUN Viðhorf grunn- skólakennara Athyglisvert er að sjá það í könnun, sem Þórólfur Þórlindsson, prófessor, hefur unnið fyrir menntamálaráðuneytið, að meirihluti grunnskólakennara telur grunnskólalögin hafa reynst frekar illa (44,66%) eða mjög illa (8,79%), það hafa sem sé 53,45% kennara þessa neikvæðu afstöðu til laganna. Ætti þessi niðurstaða að verða yfirvöldum hvatn- ing til að vinna skipulega að breytingum á lögunum. í könnuninni kemur fram, að kenn- arar vilja í ýmsu tilliti hverfa til starfshátta, sem settu svip sinn á skólastarf fyrir setningu grunnskólalaganna. Þannig telja 62,9% kenn- arar að afburðanemendum sé haldið niðri í grunnskólunum. af þessu tagi eiga ekki upp á pallborðið. Islensku- kennslan Fyrir skömmu til- kynntí Birgir fsL Gunn- arsson, menntamálaráð- herra, að hann hefði í hyggju að auka hlut móð- urmálskennslunnar i skólakerfinu. í könnun Þórólfs Þórlindssonar, sem gerð er að frum- kvœði menntamálaráðu- neytísins og má rekja til þess tíma, þegar Ragn- hildur Helgadóttír var menntamálaráðherra, kemur fram að meiri- hlutí grunnskólakennara er þeirrar skoðunar, að gnmnskólamir eigi að leggja megináherslu á að kenna grundvallargrein- arnar lestur, skrift og reikning. Eru 67,1% kennara þessarar skoð- unar. Sú gagnrýni hefur verið höfð uppi af mörg- um, að áherslan á kennslu þessara greina hafi verið að dvina auk þess sem teknir hafi ver- ið upp starfshættir við kennslu og námsgagna- gerð, sem gangi á svig við þær aðferðir, er gefi nemendum best tækifæri tíl að tíleinka sér stað- reyndir og almennan fróðleik um land og þjóð. íslenskukennsla er ekki aðeins fólgin i þvi að kenna móðurmálið heldur einnig að rækta með sjálfum okkur þau sérkenni, sem gera okk- ur að sjálfstæðri þjóð. í þvi efni er ekki einungis nauðsynlegt að lfta aldir aftur í Hmann heldur þarf að bijóta meginat- burði seinni tima sögu tíl mergjar svo að unnt sé að skilja þá i stærra sam- hengi. Það er tíl dæmis forvitnilegt rannsókna- efni að leita skýringa á þeirri áráttu að gera þá, sem stóðu að mótun og framkvæmd utanríkis- stefnunnar á fyrstu árum lýðveldisins, tortryggi- lega. Þessi iðja verður þeim mun sérkennilegri sem það sannast betur, að stefnan sem þá var mótuð með þátttöku Is- lendinga hefur reynst vel og skapað frið í okkar heimshluta auk þess sem hún hefur stuðlað að þeirri þróun í alþjóðavið- skiptum, sem hefur leitt tíl meiri hagsældar á Is- landi en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Nýlega máttí lesa eft- irfarandi klausu í Þjóð- vijjanum eftir Arna Bergmann ritstjóra: „Sá sem þetta skrifar er nógu gamall tíl þess að muna það, að á fyrstu árunum eftír strið var það furðu algengt viðhorf hjá ungu fólki í nýstofnuðu íslensku lýðveldi að troða ensku inn í sht daglega málfar og láta í leiðinni upp þau viðhorf að íslenska væri heldur ómerkilegur pappir í heimsbóldnni. — Um leið og þeir eldri vældu um það hvenær sem efna- hagsörðugleikar létu á sér kræla að best og þægilegast væri vist að segja sig tíl sveitar þjá Engilsöxum.“ Á þeim rúmlega fjörutíu árum, sem liðin eru frá því að Ámi Bergmann kynntist þvi sem þama er lýst, hefur sjálfstæði þjóðar- innar og farsæld i sam- sldptum við önnur ríki leitt til þess að viðhorf Pólitísk óskhyggja I f ramhaldi af þessum orðum segir Ámi Berg- mann i Þjóðvifjagrein- inni:. „Þessar áráttur vom ekkd lengi í fram- sókn, sem betur fór. Þær hörfuðu af ýmsum ástæðum. Ein var sú að íslenskt samfélag efldi með sér sjálfstraust, okk- ur tókst skár en mörgum öðrum smáþjóðum að ná tökum á verkefnum samHmnns, tæknilegum og öðrum, og leysa þau á eigin forsendum. Og það var barist af dijúgu kappi fyrir íslenskri menningu og þá gegn engilsaxneskum áhrif- um. Það væri fals að segja að sá slagur hefði ekki komið pólitík neitt við. Hann var að nyög verulegu leytí í höndum andstæðinga NATO- aðildar og hersetu, vinst- rimanna ýmiskonar, sem höfðu hátt um sina „hræðslu" við kanaút- varp og kanasjónvarp og fleira. Meðan þær raddir voru einatt mest áber- andi í hægrimálgögnum, að þetta tal væri eins og hver önnur móðnrsýki. íslensk menning, sögðu þær, er sterk og hraust og stenst allt. Við megum ekki einangra okkur. Og þar fram eftír götunum." ístuttu máli er hér um mikla einföldun að ræða hjá Áma Bergmann og vægið sem hann gefur vinstrisinnum og and- stöðu þeirra við höfuð- þættí utanrfldsstefnunn- ar þegar hann ræðir varðveislu íslenskrar menningar er byggt á pólitískri óskhyggju. Sagan hefur sýnt, að samstarfið við vestrænar þjóðir er ástæðan fyrir hinu, að okkur hefur tek- ist á eigin forsendum að leysa þannig úr flóknum viðfangsefnum samtím- ans i samfélagi þjóðanna, að undirstöðuraar undir sjálfstæðinu, menningar- legu og efnahagslegu, eru öruggar. Það hefur aldrei talist vera stuðn- ingur við framgang heilladijúgrar stefnu að vera á mótí henni. Það sýnir best, hve gjörsigr- aðir vinstrisinnar eru i þessu máli, þegar rit- stjóri Þjóðviljans vill láta eins og menningarieg viðhorf hafi verið helsta ástæðan fyrir andstöðu þeirra við aðild Islands að NATO og varaar- samninginn við Banda- rfldn. Að sjálfsögðu hef- ur alitaf verið samstaða um það, hvaða skoðanir sem menn hafa á þessum málnrn, að standa vörð nm islenska menningu, sögu og tungu. Hitt er rétt þjá Áraa Bergmann i þessari sömu grein, að síðustu misseri hefur „hræðslan“ við enskuna orðið æ meira sameiningartákn fyrir alla þá sem áhyggjur hafa af islenskri tungu i bráð og lengd. Ástæðan fyrir þessu er einföld, vinstrisinnar hafa látíð af fírrum sínum vegna NATO og varnarliðsins í umræðum um menning- armál. Nú er rætt um leiðir tíl að veija tunguna { hinu alþjóðlega fjöl- miðlaflóði. SKAMMTÍMABRÉF IÐNAÐARBANKANS Örugg ávöxtun án langs binditíma. □ Skammtímabréf Iðnaðarbankans bera 9,8% ávöxtun yfir verðbólgu. Þau greiðast upp með einni greiðslu á gjalddaga. □ Velja má um gjalddaga frá 1. júní nk. og síðan á tveggja mánaða fresti til 1. febrúar 1990. □ Skammtímabréf Iðnaðarbankans eru fyrir þá sem vilja njóta öruggrar ávöxtunar en vilja ekki binda fé sitt lengi. □ VIB sér um sölu á skammtímabréfum Iðnaðarbankans. Komið við að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30 og fáið nánari upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármula 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.