Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 13 Margét Einarsdóttir, formaður framkvæmdaráðs Félags vinstri manna: „Það kom í ljós að stefna félaganna var sú sama og fólk fór því að hugsa hvort það væri ekki betra að stofna eitt félag saman. Markmið okkar voru þau sömu, við þurfum öflugt stúdentaráð sem hefur samskipti út í þjóðfélagið. Við viljum vera með í þjóðmálaumræðunni." ágreiningurinn hefði verið fyrir 3-4 árum en þá hefðu umbar talið vinstri menn koma með of mikla pólitík inn í samstarfið. „Eftir að það hafði sýnt sig í samstarfinu í vetur að vinstri menn gerðu það ekki lengur þá var þetta ákveðið. Það verður svo að sjá hvemig þetta á eftir að ganga fyrir sig. Ef þetta verður fíaskó mælir ekkert á móti því að félögin bjóði fram sitt í hvoru lagi næst.“ Ágúst Ómar sagði Félag umbóta- sinna hafa verið orðið frekar lítið og meiri vilji innan þess að bjóða fram svona heldur en í nafni FUS. Umbótasinnar hefðu verið í oddaað- stöðu undanfarin ár og hefði honum fundist það vera frekar leiðinleg staða, „erfið og ósanngjöm". Eftir síðustu kosningar hefðu þeir reynt að koma á fót n.k. „þjóðstjóm" inn- an stúdentaráðs til þess að vinna að hagsmunamálum stúdenta. Einn kosturinn við þessa sameiningu væri að nú þyrftu menn ekki lengur að vera hræddir við að kjósa umbana vegna hræðslu um að þeir myndu hlaupa annað hvort til Vöku eða þá vinstri manna eftir kosningar. Stefna félaganna var sú sama Margrét Einarsdóttir, formaður framkvæmdaráðs Félags vinstri manna, er sammála þvi að meiri- hlutasamstarfið hafi verið aðdrag- andinn að því að Röskva var stofn- uð. „Það kom í ljós að stefna félag- anna var sú sama og fólk fór því að hugsa hvort það væri ekki betra Ájgúst Ómar Agústsson, formaður Félags umbótasiimaðra stúdenta: „Það verður svo að sjá hvemig þetta á eftir að ganga fyrir sig. Ef þetta verður fíaskó mælir ekkert á móti þvi að félögin bjóði fram sitt í hvoru lagi næst.“ að stofna eitt félag saman. Markmið okkar voru þau sömu, við þurfum öflugt stúdentaráð sem hefur sam- skipti út í þjóðfélagið. Við viljum vera með í þjóðmálaumræðunni." Þegar hún var spurð um hvort þama væru að myndast skarpari línur í stúdentapólitíkinni sagði Margrét að svo væri. „Það má líta svo á að við séum til vinstri og við skipum okkur í flokk með félags- hyggjuöflunum. Við viljum að Lána- sjóðurinn verði félagslegur sjóður sem styrkir námsmenn út frá félags- legri aðstöðu og að Félagsstofnun stúdenta verði rekin á félagslegum grunni. En hvað telur hún að skilji Vöku og Röskvu að í stúdentapólitíkinni. „Markmið Vöku hljóma oft ágætlega á pappímum en ég held að það sé meira leiðimar sem skilji hreyfing- amar að.“ Margrét sagði að kosið yrði um öfluga hagsmunabaráttu stúdenta en það væri það sem Röskva stæði fyrir. „Ég tel að Vaka sé ekki málsvari þess. En það má segja að það eigi við um þá sem þeir em að reyna að bendla okkur við, nefnilega að vera handbendi ákveðinna pólitískra afla í samfélag- inu. Blekkjandi auglýsingamennska „Vaka hefur sýnt það þau ár sem félagið hefur haldið um stjómar- taumana, að stefna þess er meira en orðin tóm. Starfið hefur skilað árangri," sagði Sveinn Andri Sveins- Benedikt Bogason, formaður Vöku: „Þeir stofnuðu einfaldlega nýtt félag og reyna að láta líta svo út að þar sé nýtt afl á ferðinni og ræða siðan um það sem þetta nýja afl ætlar að gera i stað þess að skýra frá því hvað hafi verið gert.“ son, oddviti stúdentaráðsliða Vöku, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á stofnun Röskvu. „Þegar Stígandi og Vaka störfuðu saman varð ávöxturinn sá m.a. að koma tókst í veg fyrir að ríkisstjómin setti skerðingarlög á LÍN, stuðlað var að öflugu félagslífi í skólanum með ríflegum fjárframlögum til deildarfé- laga og miklu fé v^ar veitt í Bygging- arsjóð stúdenta. Auk þess vissu flestir stúdentar af því sem þá var að gerast í stúdentaráði. Ef við ber- um þetta saman við starf vinstri meirihlutans í vetur er samanburður- inn alls staðar mjög óhagstæður. Ég treysti því að. stúdentar sem upplýst fólk átti sig á þessu en láti ekki auglýsingamennskuna blekkja sig,“ sagði Sveinn Andri. Hvert fer fylgi umbótasinna? Það sem mun valda úrslitum í Stúdentaráðskosningunum er hvem- ig fylgi Félags umbótasinna á eftir að skiptast niður á fylkingamar tvær. Éf miðað er við fylgi fylking- anna frá þvi í fyrra, þá er 20% fylgi umbótasinna núna til ráðstöfunar fyrir Röskvu og Vöku. Héldi Vaka svipuðu fylgi og í fyrra, en bætti auk þess við sig 7 af 20% fylgi umbótasinna, fá þeir 8 af þeim 15 ráðsliðum sem kosið er um. Gengi það eftir væri Vaka komin með 15 ráðsliða af 30 og ekki væri unnt að mynda meirihluta án félagsins. „Ég held að FUS hafi náð til manna sem Röskva á ekki eftir að Sveinn Andri Sveinsson, oddviti stúdentaráðsliða Vöku:„ Vaka hefur sýnt það þau ár sem félagið hefur haldið um stjórnartaumana, að stefna þess er meira en orðin tóm...Ef við berum þetta saman við starf vinstri meirihlutans í vetur er samanburðurinn alls staðar mjög óhagstæður. “ ná til,“ sagði Ari Edwald, sem sat í stúdentaráði fyrir umbótasinna 1985-86. „Það hefur alltaf verið mín hugmynd að Stúdentaráð eigi að geta starfað sem eins konar stéttar- félag. Það er staðreynd að Vaka hefur breytt um steftiu og jafnvel tekið upp á sín arma þessa umba- hugsjón. Ég held líka að þessari skoðun hafi almennt vaxið fylgi und- anfarið og eftir situr tiltölulega vinstrisinnað fólk. Það sem hefur gerst núna er að vinstri menn hafa sameinast í einu félagi. Það hefur þó þann kost að það er auðveldara fyrir hinn almenna stúdent að vara sig á þeþn.“ Hefði viljað sterkt miðjuafl áfram „Mér líst ekki á þetta framboð og hefði helst kosið að áfram yrði til staðar sterkt miðjuafl í háskóla- pólitíkinni," sagði Ama Guðmunds- dóttir, ein þeirra umbótasinna sem stofnuðu- Stúdentafélagið Stígandi á sínum tíma. „Ég get ekki kosið Röskvu þar sem ég tel þetta vera framboð vinstriaflanna. Við sem stofiiuðum Stíganda vorum ekki í neinum skilningi að ganga í Vöku og það kom mér á óvart að umbóta- sinnar skyldu nú taka þátt í því að stofna nýtt félag.“ Miðjuöfl rugla myndinni »Ég er heldur ánægður með þetta,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- Arna Guðmundsdóttir, ein þeirra umbótasinna sem tóku þátt í stofnun Stúdentafélagsins Stíganda: „Mér líst ekki á þetta framboð og hefði helst kosið að áfram yrði til staðar sterkt _ miðjuafl í háskólapólitikinni. Ég get ekki kosið Röskvu þar sem ég tel þetta vera framboð vinstriaflanna. “ son, þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins og gamall refur úr stúdentapólitíkinni. „Þegar ég var þama á sínum tíma var bara eitt félag félagshyggjumanna og ég held að það sé fyrir bestu að þeir standi saman í réttindamálunum. Það þarf öfluga málsvara í t.d. húsnæðis- og lánamálum sem eru og verða í brennidepli." Steingrimur J. sagði að með þessu fengjust líka hreinni línur í stúdenta- pólitíkinni. Miðjuöfl rugluðu á vissan hátt myndinni og gætu jafnvel stuðl- að að því að framboð sem ynni sigur í kosningum lenti í minnihluta. Hann sagðist vona að þetta yrði til þess að efla félagshyggjuöflin í hags- munabaráttunni. En hvað segir Finnur Ingólfsson, sem eins og áður sagði var einn af aðalmönnunum á bak við stofnun FUS, um þetta mál? „Mér skilst að í sjálfu sér sé ekki verið að leggja niður þessi tvö félög heldur bjóði þau bara fram sameiginlega. Mér þætti það hins vegar mjög miður ef FUS legðist af. Þegar ég var í Háskólanum á sínum tíma fannst mér sem við ætt- um litla samleið með últrakommum í Félagi vinstri manna. Það getur þó verið að það hafí breyst. Ef þetta eru bara félagshyggjuöflin í Háskó- lanum sem eru að sameinast þá er ég ánægður en þá hlýtur líka að hafa orðið mikil breyting á FVM síðan ég var þama fyrst svo jarð- bundið félag sem FUS ákveður að bjóða fram í þeirra nafni.“ NY ÚTGÁFA BANKABRÉFA, 9,75% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGINGU Bankabréf Landsbankans fást nú mcð 7 misinunandi gjalddögum; frá eins árs bréfum til fimm ára bréfa. Arsávöxtun 9,75% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging Landsbankans tryggir að hægt er að innleysa bréfin með skömmum fyrirvara. Bréfin eru í 50.000,-, 100.000,-og500.000,- kr. einingum. Skuldabréf Lýsingar hf. Bréfin eru til 3ja ára og eru í 100.000,- kr. einingum. Ársávöxtun umfram verðtryggingu er 10,8%. Eldri spariskírteini ríkissjóðs kaupum við og seljum í gegnum Verðbréfaþing íslands. Ársávöxtun er nú um 8,7%. Kaup- og söluþóknun, aðeins 0,75%. Skuldabréfin fást í verðbréfadeild Aðalbanka og í útibúum bankans úm land allt. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veita Verðbréfaviðskipti, Fj ármálasviði, Laugavegi 7, símar 27722 (innanhússsími 388/391/392). Landsbanki íslands Banki allra landsmanna *■)■ . L Landsbaiikinn býður örugg skuldabréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.