Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 15 GRAFALVARLEG FERÐ UM TÍMANN - í GAMNI Leikfélag Kópavogs frumsýndi í Félagsheimili Kópavogs: Svört sólskin eftir Jón Hjartar- son. Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikmynd: Gylfi Gíslason. Búningar: Helga Harðardóttir og Katrín Anna Lund. Ljósameistarar: Lárus Björnsson og Egill Arnason. Leikstjóri: Ragnheiður Tryggva- dóttir. Leikfélag Kópavogs getur nú fagnað merkum áfanga, félagsheim- ilið er nú að mestu fullbúið og sýning- in á Svörtum sólskinum væntanlega vígslusýning. Þar er vandað vel í áhorfendasal, sviðið rúmgott að sjá og vonandi er aðbúnaður leikara baksviðs jafnágætur. Á laugardags- kvötdið ríkti hin mesta eftirvænting enda stóð þá fyrir dyrum fyrsta sýn- ingin þama í háa herrans tíð, eftir að leikfélagið hefur verið á hrak- hólum ellegar leitað í Hjáleiguna. Jón Hjartarson mun hafa samið Svört sólskin sérstaklega fyrir leik- félagið og það var fært upp í fyrsta sinni á norrænni leiklistarhátíð áhugaleikfélaga vorið 1986. Síðan hefur Jón Hjartarson greinilega gert mjög miklar breytingar á verkinu, aðallega virtist það vera á fyrri hlut- anum. Elskendumir Ólafur og Helga eru komin á sviðið, þau langar til að gera eitthvað magnað og skemmti- legt og sýningarstjórinn birtist og leiðir þau í allan sannleika um hvaða möguleika þau geti haft. Þau geta farið aftur í tímann og skoðað sög- una, Ólafur gæti fengið að verða riddari ef hann kærir sig um, nú eða skæruliði. Eða afbrotamaður á tímum móðuharðindanna. Þau gera tilraunir með þetta allt saman og í samræmi við það birtast fimm völvur snarlega, blæjuskrýddar furðuverur og útskýra fyrir Ólafí og Sigríði hvemig að skuli staðið. Olafur er þátttakandi í ævintýrinu — ef þetta er ævintýri og ekki bláköld alvara. Helga aftur á móti er höfð í hlut- verki þess sem fylgist með og þó að hún fari að taka þátt í völvudansin- um, verður hlutlaus afstaða hennar til þess, að það er ekki á hreinu hvað er hér á ferðinni. Er þetta sem sagt grín, ferð um tímann eða hvað? Það Ólafur „riddari“ og Helga. Fjalar Sigurðarson og Jóhanna Páls- dóttir í hlutverkum sfntun. fannst mér eins og höfundur hefði ekki alveg á hreinu. í seinni hlutanum erum við komin inn í framtíðina og Ólafúr er á Stofn- uninni, þar sem allt er dauðhreinsað og hryllilegt, þar er skipulagður tíminn út í æsar. Tími til að „gleðj- ast“, tími til að borða, sem felst í því að sjúga vel hollustuvökva upp úr pappafemu . . . og svo fram- vegis. Ólafi lízt ekki meira en svo á blikuna, kannski er hann kominn of langt inn í þennan furðuheim, að hann losnar ekki. Bætir ekki úr skák, þegar gamla frúin birtist. Hún hefur verið þaraa æði lengi, en gengur ekki sem bezt að aðlaga sig og með- al annars hefur hún ekki losnað al- veg við tilfinningar og ástríður. Það er alveg grafalvarlegt mál. Skynja má, að höfundur hefur til- finningu fyrir sviði og alls konar uppákomum, sem gæða verkið lífi. ÁJcveðin spaugsemi í hugmyndum skilar sér betur í þessari gerð leikrits- ins. Vegna þess tvískinnungs sem áður er minnzt á og höfundur hefur ekki á hreinu, hvers konar verk hann er að skrifa, er óhjákvæmilegt að áhorfandi sé líka í vafa. Svo fremi verkið veki nægan áhuga. Fjalar Sigurðsson fer með hlutverk Ólafs og stendur sig nokkuð vel, því að hlutverkið er á mörkum þess að vera ævintýri, grilla, alvara. Sé höf- undi ekki alveg ljóst hver Ólafur er, má varla ætla að Fjalari sé það. Jó- hanna_ Pálsdóttir er Helga, fylgdar- mær Óiafs, og leikur af fullmiklum tilþrífum, þar sem það á ekki við og öfugt. Þetta verður þó að skrifast hjá leikstjóra. Baldur Hólmgeirsson er sýningarstjórinn, sem er kannski kostuleg fígúra, kannski draugur. Kannski er hann sýningarstjóri. Leikstjóri hefði mátt sinna framsögn hans betur. Völvumar sveifluðu sér af fimi og staðsetningar eru yfirleitt í góðu lagi. Sólrún Yngvadóttir var frúin og þarf lítið að hafa fyrir til að vekja kátínu. Leikmyndin sýnist mér vera notuð óbreytt eða svo til og Gylfi Gíslason hefur unnið hugnanlegasta verk. Ljósum er vel beitt. Leikstjóra og aðstandendum var vel fagnað og bæjarstjómin líklega öll mætt á svæðinu, sem var við hæfi, og færði formanni Leikfélags Kópavogs blóm í lokin. samdi þátturinn, sá hægi, er að hluta til „ekta“ Mozart, en allt verk- ið þykir samt vera of sundurlaust að slíkt geti verið unnið af Mozart. Það er hins vegar að Mozart getur þess í bréfi til föður síns, frá 5. apríl árið 1778, að hann ætli sér að búa til samleiks-sinfóníu, er þar segin „Ég ætla að semja sinfonia concertante fyrir flautu, Welding; obo, Ramm; hom, Punto; og fag- ott, Ritter". Ekki em til aðrar heim- ildir fyrir þessu verki, hvorkí er varðar flutning eða handrit. Það handrit sem fannst seint á 19. öld, er, ef það er þá eftir Mozart, umrit- un fyrir óbó og klarinett og líklega þá affært með ýmsum hætti, því í raun er fráleitt að segja þetta vera sinfónískt verk. Hvað sem þessu líður var flutn- ingur einleikaranna mjög góður, en spennulaus, sem trúlega er viðhorf stjómandans til Mozarts. Það brá hins vegar til hins betra í síðustu verkum tónleikanna enda var stjómandinn þar auðheyrilega vel heima. Árið 1907 hafði Kodaly dval- ið nokkra mánuði í París og kom heim til Ungveijalands með það nýjasta eftir Debussy og sýndi vini sínum Bartók. Ásamt því að stúd- era Reger hafði Debussy mikil áhrif á Bartók, svo sem vel má heyra á ýmsum fallegum blæbrigðum í Tveimur Myndum op. 10, er Bartók samdi árið 1910. Síðasta verkið, Dansar frá Gal- anta eftir Kodaly, var hressilega flutt og eins og fyrr segir var auð- heyrt að stjómadinn var þama öll- um hnútum kunnugur. KLARINETT- OG PÍANÓLEIKUR Tónlist Jón Ásgeirsson Píanóleikarinn Alain Raes og klarinettuleikarinn Claude Faucomprez léku saman í Norræna húsinu sl. laugardag og fluttu tón- verk eftir Burgmúller, Weber, Deb- ussy, Niels Gade og Poulenc. Raes og Faucomprez eru feikna góðir tónlistarmenn og flutningur þeirra allur mjög góður en samt bestur í Rapsódíunni eftir Debussy og Són- ötu eftir Poulenc. Fyrsta verkið, Duo, op. 15, er eftir Norbert Burgmúller, er dó aðeins 26 ára, 1836. Schuman reit í eftirmælum um þennan snilling að síðan Schubert dó fyrir aldur fram, hafi ekkert jafn sorglegt skeð og dauði Burgmúllers. Eftir hann liggja margvíslegar tónsmíðar, sem, þrátt fyrir ýmsa galla, eru ótvírætt vitni um mikla hæfileika og kunn- áttu, enda átti hann að baki nám hjá Spohhr og Hauptmánn, auk þess að læra hjá föður sínum, sem var mikilhæfur tónlistarmaður. Grand Duo eftir Weber er uppá- hald allra klarinettuleikara og var það leikið af Raes og Faucomprez með ógnarlegum hraða og helst til of miklum fyrirgangi. Eftir hlé var svo fantasía eftir N.W. Gade, sem var samstarfsmað- ur Mendelssohns og einn fárra nor- rænna tónlistarmanna er náði heimsfrægð, bæði sem tónskáld og þó sérstaklega sem hljómsveitar- stjóri. Fantasían er ekta rómantískt verk, ekki stórbrotið í gerð en það var nýnæmi í að heyra þetta verk, svo og Dúóinn eftir Burgmúller. Trúiega hafa þessi verk ekki verið leikin hér á landi, eftir því sem undirritaður telur sig muna. Alain Raes og Claude Faucompez eru feikna góðir tónlistarmenn og leggja áherslu á skarpar andstæður f styrk og blæ, en ýkja þó stundum um of, þannig að athygli áheyrenda beinist að leiktækni þeirra fremur en tónlistinni, sérstaklega hjá píanóleik^ranum, sem á stundum „stal senunni". REIKNIVÉLAR telefaxtæki ÖRBYLGiUOFNAR geislaspilarar UÓSRITUNARVELAR MYNDBANDSTÆKI búðarkassar Glæsileg karlmannaföt dökkröndótt o.fl. litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. . Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxurkr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,-og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- A ndrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. FEBRUAR-TILBOÐ 'vv HITACHIHLJÓMTÆKJASETT með geislaspilara ogfjarstýringu „ meiriháttar “ KRINGLUNNI ’MT &£ RÖNNING heimilistæki JI-SIMI (91)685868 Aðeins 8 cm. hæð gerir þær að fyrirferðarminnstu viftum á markaðnum. Fást í fimm litum og með 3ja ára ábyrgö, blástur út eöa í gegnum kolsíu. Tilboðsverð 7.914 — mmj^^mmmÆJÆmm^^^mj^ím XL LÆKJARGATA 22. HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 * STAÐGREIÐSLUVERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.