Morgunblaðið - 23.02.1988, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
Versnandi lieilsa
GLEYMDU EKKI
AÐ PANTA MATINN FVRIR
FERMINGARVEISLUNA TÍMANLEGA
FERMINGARBORÐIÐ:
(Kalt borð með hefðbundnum veisluréttum)
Roast Beef
Grillaðir kjúklingar
Reykt grísalæri
Graflax með ristuðu brauði
Sveitapaté með salati eða
Stroganoff pottréttur
Grænmeti og kartöflur
Sérlagaðar sósur:
Heit sveppasósa, remúlaðisósa,
sinnepssósa.
Pá má ekki gleyma hinu afar vinsæla
smáréttaborði MATBORÐSINS,
sem margir kjósa frekar en snittur og brauð.
Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst.
Matreiðslumeistarar okkar leggja metnað
sinn í að veita þér sem besta þjónustu.
Pöntunarsími: 672770
GÖGNIN ÚR GÖMLU
PC GANGA Á MILLI
-IBM PS/2
með íhugnnar-
tækni Maharishi?
eftírJóhann
Guðmundsson
í Morgunblaðinu 20. janúar sl.
er gfrein eftir Ara Halldórsson
„Bætt heilsa með íhugunartækni
Maharishi". í greininni segir
m.a.: „Ljóst er þó að til þess að
auðvelda ráðamönnum allt frum-
kvæði þarf að koma af stað
víðtækri kynningu og umræðu
um tæknina meðal heiibrigðis-
stétta og almennings."
Til þess að auðvelda ráðamönn-
um að gera upp hug sinn til inn-
hverfrar íhugunar þá er mitt tillegg
til umræðunnar tilvísun til greinar
í amerísku tímariti „Sceptical In-
quirer" (Efagjam spyrjandi) sem
gefíð er út af nefnd til vísindalegr-
ar könnunar á fullyrðíngum um
yfirskilvitlega reynslu. Fer greinin
hér á eftin
Vandi innhverfrar íhugnn-
ar og Maharishi-
háskólans magnast
Síðan í nóvember 1986 hefur
hreyfmgin Innhverf íhugun (IÍ) og
Alþjóðaháskóli Maharishi (AHM) í
Fairfield í Iowa-fylki í Bandaríkjun-
um orðið að sæta mörgum óþægi-
legum uppljóstmnum og áföllum.
Vandi þeirra hófst þegar Frank
Santiago rannsóknarblaðamaður
við Des Moines Register sendi frá
sér röð kynningargreina um síðustu
atburði á AHM.
Robert Kropinski og fimm aðrir
fyrrverandi nemendur AHM voru
sagðir hafa stefnt AHM og Fram-
kvæmdaráði Innhverfrar íhugunar
fyrir svik. Þeir sögðu að þeim hefði
verið heitið betri heilsu, að hafa
betur í samkeppni í viðskiptum og
hæfíleikum til að takast á loft.
Kropinski segir að þvert á móti
hafi Innhverf íhugun skert verulega
getu hans til að lifa eðlilegu lífí.
Þessi vandkvæði kunna að vara við
ævina á enda og stjómendur AHM
vissu um hugsanlegar hættur þessu
samfara en skelitu skollaeymm við
þeim.
Lögsóknin hefur verið öðmm
hvöt til að koma fram í dagsljósið
og ræða um reynslu sína af AHM.
Þeir greindu frá undarlegri hegðun
sinni á eftir íhugun; andrúmsloftið
þar væri eins og hjá trúarreglu; þar
væri beitt hópíhugun til að bægja
á brott hvirfílbyljum.
Það kom fram að AHM hefði
leitað fast eftir framlögum úr sjóð-
um fyikisstjóma og alríkisstjómar.
Eftir að hafa hlotið opinbera viður-
kenningu hefur AHM komist efst á
blað þeirra einkaskóla í Iowa-fylki
sem hlotið hafa opinbera styrki.
AHM hefur aðeins 400 til 700 nem-
endur (enginn veit með vissu hve
marga) en hefur samt hlotið meiri
styrki en Drake-háskólinn þótt þar
séu a.m.k. átta sinnum fleiri nem-
endur en í AHM.
Mitt í öllu þessu tók fylkissak-
sóknarinn til rannsóknar mál Eds
Beckleys, „mannsins sem gerst
hafði milljónamæringur," en af öll-
um frægðarsögunum sem gengu
af AHM höfðu stjómendur skólans
haft mest yndi af að segja söguna
um velgengni hans. Sérstaka at-
hygli vöktu áætlanir Beckleys um
að hljóta skjótfenginn gróða: „Kerfí
krítarkorta-milla" og „Námsstefna
um fasteignaviðskipti án afborg-
ana“. Til að komast hjá frekari
málssókn af hálfu fylkissaksóknara
féllst Beckley á að endurgreiða við-
skiptavinum sínum 2,4 milljónir
dala (86,4 milljónir kr.). Fyrirtæki
Beckleys, sem verið hafði einn
stærsti vinnuveitandi í Fairfield
með um 560 starfsmenn, hefur orð-
ið að draga svo saman seglin að
þar starfa nú færri en 30 manns.
Beckley hefur nú verið tekið til
gjaldþrotaskipta.
Um miðjan janúar 1987 vom
Kropinski dæmdir 138.000 dalir
(kr. 4.968.000) í bætur eftir máls-
sókn hans gegn AHM. Þegar kunn-
gerðar vom niðurstöður réttarhald-
anna kom fyrir almenningssjónir
margt í starfsemi hreyfíngarinnar
Innhverf íhugun. Kropinski hafði
lýst því yfír að IÍ hafði valdið hon-
um „höfuðverk, kvíða, ofbeldis-
hneigð, ofskynjunum, fáti, minnis-
leysi, öskurköstum, óskýrri sjón,
ofsóknarkennd og einfaralöngun".
Kropinski hafði einnig dregið í efa
fullyrðingar AHM um að hægt
væri „að fljúga" meðan á íhugun
stæði. A eftir komu mál fímm ann-
arra stefnenda.
Seint í janúar varð AHM aftur
bitbein manna, þegar annar kvið-
dómur veitti öðmm nemanda AHM,
Jeffey Knox, 105.000 dali í bætur
þegar hann sótti mál gegn skólan-
um fyrir samningsbrot og rógburð.
Knox hélt því fram að fyrirtækið
Prime Energy, Inc. (Fmmorka)
hefði sagt sér upp án ástæðu, vegna
þess að hann hefði hætt við íhugun-
araðferð Maharíshi, og tekið upp
aðferð annars hindúakennara,
Prakashnan Saraswati, keppinaut-
ar hans. Kviðdómurinn var á sama
máli og Knox og bauð verkstjóra
hans, Roger D. Beaton, sem sagður
var vera starfsmaður hreyfíngar-
innar Innhverf íhugun, að greiða
Knox í bætur samtals 105.000 dali
(kr. 3.780.000).
Þar með er vandi AHM sennilega
ekki á enda. Hver unnin málssókn
gegn AHM eða hliðargreinum hans
verður öðmm óánægðum fylgjend-
um hreyfíngarinnar hvöt til að
koma fram. í náinni framtíð em
allar líkur á að komi upp fjöldi at-
vika, sem verða óþægileg hinum
svífandi hindúakennara og þeim
fylgjendum hans sem enn em hon-
um trúir en fljúga þó nokkm neðar
en hann.
Vinningstölurnar 20. febrúar 1988.
Heildarvinningsupphæð: 5.058.032,-
1. vinningur var kr. 2.536.428,- og skiptist hann á milli 3ia
vinningshafa, kr. 845.476,- á mann.
2. vinningur var kr. 758.500,- og skiptist hann á milli 250
vinmngshafa, kr. 3.034,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.763.104,- og skiptist á milli 7.871 vinn-
ingshafa, sem fá 224 krónur hver.
' V'-f ,
Upplýsinga-
simi:
685 111.
WMó/