Morgunblaðið - 23.02.1988, Qupperneq 23
23
Braut Hæstiréttur lög?
í 5. gr. laga um Hæstarétt segir
m.a.:
„Skyldir menn eða mægðir að
feðgatali eða niðja eða hjón, kjörfor-
eldri og kjörbam, fósturforeldri og
fósturbam eða skyldir að öðmm eða
mægðir að fyrsta eða öðmm til hlið-
ar mega ekki samtímis eiga dóm-
arasæti í Hæstarétti."
Nú er það alkunna að sá sem
stöðuna hlaut og eiginkona eins af
hæstaréttardómumnum em ná-
skyld. Þau em bæði af hinni frægu
Engeyjarætt og hefur ættarstolt og
samheldni verið meðal helstu eðal-
kosta þessa ágæta kyns.
Sú staðreynd gerir ásamt orða-
lagi 5. gr. laga um Hæstarétt óhjá-
kvæmilegt að spurt sé:
10. Em ákvæði 5. gr. ekki á þann
veg að skynsamlegra hefði ver-
ið að eiginmaður náfrænku
þessa umsækjanda viki sæti
þegar rétturinn mat umsækj-
endur? Samrýmist seta þessa
dómara og hins nýskipaða
dómara í réttinum ákvaeðum
laganna um Hæstarétt sem
banna of náin ættartengsl dóm-
aranna?
11. Getur einhver hinna sex um-
sækjenda sem ekki vom dæmd-
ir hæfir höfðað mál á gmnd-
velli þess að 5. gr. laganna um
Hæstarétt hafi hugsanlega ver-
ið brotin? Hvemig yrði farið
með slíkt mál þar eð það yrði
höfðað gegn réttinum í heild
eins og hann er nú skipaður?
Hver er réttur
umsækjenda?
Þegar fjallað er um hæfni um-
sækjenda á öðmm vettvangi er það
almenn regla að umsækjendur eigi
rétt á að sjá skrifleg rök dómnefnda
fyrir matinu. Gildir það bæði um
þá sem em dæmdir hæfir og hina
sem úrskurðaðir em óhæfir. Hæsti-
réttur virðist ekki telja sig bundinn
af þessum sjálfsagða rétti umsækj-
enda í lýðraeðislegu samfélagi. Þess
vegna er spurt:
12. Hvere vegna eiga umsækjend-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
ur um dómarastöður í Hæsta-
rétti ekki rétt á að fá skrifleg
rök fyrir matinu á þeim hveij-
um fyrir sig? Er Hæstiréttur
hafinn yfir almennar reglur um
lýðræðislegan rétt umsækj-
enda? Gat ráðherra krafist þess
að fá rökstuðning meirihluta
réttarins um sérhvem umsækj-
anda og ef svo er hví notaði
ráðherra ekki þann rétt?
Þessi spuming snertir séretak-
lega viðkvæman þátt í afstöðu sér-
hvere umsækjanda. Það er alvarleg-
ur dómur að vera úrekurðaður
óhæfur til að gegna stöðu sem sótt
er um með opinberum hætti, sér-
staklega þegar um er að ræða
æðstu stöður í réttarkerfi landsins.
Þess vegna er ekki óeðlilegt að
þeir sem dæmdir eru úr leik eigi
rétt á að fá ítarleg rök fyrir niður-
stöðunni. Hæstiréttur virðist hins
vegar ekki fylgja slíkum mannasið-
um.
Skýr svör — Nýjar aðferðir
Ef ekki ætti hér hlut að máli
æðsti dómstóll landsins væri ein-
boðið að flokka niðuretöður Hæsta-
réttar um hæfni hinna 9 umsækj-
enda sem „sleggjudóma". Því verð-
ur ekki trúað að vinnubrögð réttar-
ins séu á þann veg og þess vegna
tel ég óhjákvæmilegt að leita svara
við fyrrgreindum spumingum. Við
þeim verða að fást svör og það
skýr ef unnt á að vera að eyða
þeirri tortryggni sem meðferð máls-
ins vekur í hugum allra sem vilja
efla opið, heiðarlegt og lýðræðislegt
réttarkerfi í landinu.
A grundvelli þeirra svara þarf
svo að hefla umræðu um nýjar að-
ferðir við val á dómumm í Hæsta-
rétt. Þar koma til greina laga-
ákvæði um störf óháðra dómnefnda
sem væm skyldaðar til að birta
opinberlega niðuretöður sínar og
rökstuðning. Einnig er nauðsjmlegt
að ræða aðferðir til að draga úr
sjálfdæmi dómsmálaráðherra og
vakti ég í janúar athygli á ýmsum
leiðum sem koma til greina í því
sambandi.
Kjami málsins er sá að eigi að
ríkja samstaða og traust gagnvart
æðsta dómstól landsins þá verði að
taka upp nýja starfshætti og breyta
lögum um aðferðir við val á dómur-
um.
í Bandaríkjunum tekur það
marga mánuði að fjalla um hæfni
eins manns til að gegna embætti
hæstaréttardómara. Sú umræða er
algerlega fyrir opnum tjöldum og
eru lagðar fram ítarlegar álits-
gerðir sem allir geta kynnt sér.
Fjölmiðlar hafa á undanfömum
mánuðum flutt nákvæmar fréttir
af þeirri málsmeðferð.
A íslandi virðist hins vegar duga
einn fundur rúmum sólarhring eftir
að níu umsækjendur hafa sótt um
starfið til að komast að niðurstöðu
og rökstuðningurinn er bara fjórar
vélritaðar línur. Telja dómsmálaráð-
herra og dómarar í Hæstarétti að
slík vinnubrögð samrýmist þeim
kröfum sem gera ber í ríki sem í
alvöru verðskuldar að bera í senn
heiti lýðræðisríkis og réttarríkis?
Höfundur er formaður Alþýðu-
bandalagsins.
6bBYraNDSTÆW
FISKIBATAR
ÖRYGGI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
Viksund bátarnir eru afburða bátar hvað
snertir gæði, enda framleiddir undir ströngu
eftirliti Det Norske Veritas samkvæmt sam-
norrænum reglum.
bátarnireru samlokubátar, þ.e.
skrokkurinn er tvöfaldur með einangrun
milli byrða.
í boði er margvíslegur búnaður, t.d.
Viksund bátarnir hafa mikinn stöðugleika
vertið,
strax.
, ' s
- «...............................
fi
Peugeot405 var koslnn bíll ársins 1988 í Evrópu með mestu
yfirburðum sem þekkst hafa f sögunni.
Ástœðurnar eru frábœr hönnun, aksturseiginleikar,
þœgíndi, öryggi og síðast en ekki síst það, hversu mikið
fœst fyrir peningana. Að auki var Peugeot 405 kosinn bíll
ársins 1988 í Dannsörku og Noregi. Til þess að kóróna þetta
allt saman var Peugeot 405 sá bíll sem Þjóðverjum fannst
við haefi að sœma „Gullna stýrinu" árið 1988. Hœgt er að
spyrja: Getur einn bíll unnið mikið fieiri verðlaun?
Tölvutœknin var nýtt til hins ýtrasta við hönnun Peugeot 405
enda er það samdóma álit allra að þessi bíll sé á undan
sinni samtíð og að PEUGEOT/Pininfarina hafi tekist hönnunin
frábœrlega.
Komdu og reynsluaktu Peugeot 405 - Þetta er bíll fyrir þig.
Peugeof 405, verð frá 596.900,*«
Bílar til afgreíðslu sfrax.
92 tíl 160 ha. vélar
4 dyra, 5 gíra.
• Rúmgóður fjölskyldubíll
• Vönduð innrétting
• Spameytinn en kraft-
mikill og lípur í akstri
• 70 lítra eldsneytis-
geymir
• Lítil loftmótstaða (Cx
aðeins 0,29-0,31 eftfr
útfœrslum)
• Elektrónísk kveikja
• Framhjóladrif.
• Innbyggðar rúðu-
sprautur í þurrkum
• Rúmgóð 470 lítra
farangursgeymsla
• Fjarstýrðir móðufrfir
útispeglar.
• Hemlar með lœsivörn
(ABS)
• Bein innspýting (Fuel
injection)
• Rafmagnsupphalarar
fyrir rúður
• Allœsing (Central lock)
• Upphituð sœti
• „Low-profile“ dekk
• Álfelgur
• Veltistýri
• Litað gler
OPIÐ VIRKA DAGA
9-6,
LAUGARDAGA
1-5
JOFUR HF
Nýbýlayegi 2 Sími 42600