Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 33 f - Morgunblaðið/Sverrir Halldór Sigurðsson útskurðarmaður frá Miðhúsum við Egilsstaði og Sigurdur Blöndal skóræktar- sljóri, virða fyrir sér hljófæri úr tré, þar á meðal langspil sem Halldór smíðaði í tilefni sýningarinnar. Norræna húsið: Fyrirlestur um skógminjasafn Farandsýningin „Hið græna gull Norðurlanda", var opnuð í Norræna húsinu á laugardag og er ísland síðasti viðkomu- staður hennar. í kvöld heldur Vibeke Koch frá Skógminja- safninu í Hörsholm í Dan- mörku, fyrirlestur í Norræna húsinu, sem hún nefnir „Hvers vegna eiga íslendingar að koma sér upp skógminjasafni.1* Skógminjasöfnin í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi standa að sýningunni ásamt Skógrækt ríkisins og Skógrækt- arfélagi íslands. Á sýningunni eru sýndir munir unnir úr tré að fomu og nýju. Þar er einnig að finna upplýsingar um nytjar, sem menn hafa og hafa haft af skógi. Skógminjasöfn á Norðurlönd- um eru öflugar stofhanir, þar sem auk sýninga er unnið að rann- sóknum á sviði skógræktar. Þar er einnig haldið uppi fræðslu og menningarstarfi sem tengist skógrækt. Ráðherra staðfesti deiliskipulag miðbæjarins: Kynning á ráðhús- reit ekki lögformleg - seg-ir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra staðfesti í gær deiliskipulag af miðbæ Reykja- vikur en beinir því jafnframt til Davíðs Oddssonar borgarstjóra, að skipulag ráðhússreitsins fái kynningu á sérstakri sýningu. Almenningi verði þannig gefið tækifæri til að koma athugasemd- um á framfæri áður en borgar- stjórn tekur endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins. „Þama var ekki staðið lögform- lega að ákveðnum þáttum er varðar kynningu á ráðhússreitnum og ljóst að úr því þurfti að bæta,“ sagði Jóhanna. „Réttur fólks hafði ekki verið. virtur og ekki að öllu leyti far- ið að lögum og reglum. Það vantaði ýmsar grundvallarupplýsingar, sem eiga að iiggja fyrir þegar kynning fer fram. Vona ég að úr því verði bætt, þar sem borgarstjóri hefur fallist á að beita sér fyrir kynningu á reitnum þar sem þessar upplýsing- ar liggi fyrir. Almenningur fær þá tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri, sem síðan verða lagðar fyrir borgarstjórn til endan- legrar ákvörðunar." Jóhanna sagði þetta vera flókið mál, sem langan tíma hafi tekið að kanna. Kæran, sem ráðherra barst frá einum aðila í skipulagsstjóm, var í ellefu liðum og snerti bæði form og efnisatriði málsins. Þurfti að leita umsagna ýmissa aðila og sagði hún að umfjöllun ráðuneytisins hefði tek- ið skemmstan tíma. „Ríkislögmaður er einn lögfræð- inganna, sem leitað var til, en ég hef einnig ráðfært mig við aðra lög- fræðinga bæði innan ráðuneytis og utan og byggi ég mína niðurstöðu á þeim viðræðum," sagði Jóhanna. „Mitt verkefni var fyrst og fremst að athuga hvort lögum og reglum hefði verið fylgt. Eg get ekki séð að það sama gildi um alþingisreit, sem nokkuð hefur verið í umræð- unni, þó svo að borgarstjóm og skipulagsnefnd hafi séð ástæðu til Ánægður með þessi málalok - segir Davíð Oddsson borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson, borgarsfjóri, hefur ákveðið að verða við þeim tilmælum Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, að kynna með sérstakri sýningu, skipulag ráðhússreits á horni Tjamargötu og Vonarstrætis. „Ég er ánægður með að þessum þætti málsins er lokið. Nú hefur skipulag miðbæjarins með ráð- húsinu fengið lögformlega stað- festingu," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Eg er afar sáttur við að hluti af lausn málsins sé enn frekari kynning. Borgin hefur allt- af verið opin fyrir kynningum og reyndar staðið að þeim í ríkum mæli. Hefur ekkert mál fengið jafn mikla umfjöllun og bygging ráð- húss. Allar athugasemdir em þeg- ar komnar fram þannig að í raun er verið að uppfylla formsatriði. Við eigum ekki von á neinum þeim umsögnum, sem ekki hafa komið fram áður. Ég muu horfa á þær og setja síðan í skjalasafnið en borgarstjóm stendur við fyrri ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherra gerir sér grein fyrir að kynning hefur þegar átt sér stað.“ Davíð sagði að undirbúningi yrði haldið áfram og að aldrei hefði staðið til að stöðva áframhaldandi framkvæmdir. Frekari kynning hefðj ekki áhrif á þær.' „Ég veit með vissu að ríkislög- maður komst að þeirri niðurstöðu að staðfesta bæri skipulagið," sagði Davíð. „Nú er þetta komið úr höndum ráðuneytisins til borg- aryfirvalda." Sérstökkynn- ing á ráðhúsreit þess í sir.ni umfjöllun, að áskilja sér rétt borgaryfirvalda til að fjalla sérs- taklega um þann reit á ný og þá hugsanlega að kynna hann. Þar lágu þó fyrir þær upplýsingar þegar skipulagið var kynnt, sem ekki lágu fyrir um ráðhúsreit.“ Jóhanna sagði að ekki hafi verið rætt um það sérstaklega að fram- kvæmdir við ráðhúsbygginguna yrðu stöðvaðar þar til kynning hefur farið fram. Henni þætti þó eðlilegt að fólk fengi að tjá sig um málið áður en lengra væri haldið og koma skoð- unum sínum á framfæri. í ljósi þeirra tæki borgarstjórn síðan sína ákvörð- JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra gaf út eftir- farandi fréttatilkynningu, þeg- ar hún hafðir staðfest deili- skipulag að miðbæ Reykjavíkur í gær: „Ráðherra hefur í dag staðfest þann deiliskipulagsuppdrátt af miðbæ Reykjavíkur (Kvosinni) sem samþykktur var af borgarstjóm Reykjavíkur 1. október 1987 og afgreiddur í skipulagsstjóm ríkis- ins 11. nóvember 1987 til stað- festingar ráðherra. Staðfestingin er gerð með eftir- farandi athugasemdum: Ráðherra telur að í ljós hafi komið að ekki hafí verið nægilega vel staðið að kynningu á deiliskipulaginu, sbr. 2. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 svo og fylgigögnum með skipulagsuppdrætti þar að lútandi, hvað varðar hluta þess, þ.e. reit á homi Vonarstrætis og Tjanargötu, þar sem áformað er að reisa sáð- hús borgarinnar. Þessi ágalli þykir þó eigi þess efnis að synja beri staðfestingu á deiliskipulaginu. Ráðherra hefur hins vegar á fundi sínum með borgarstjóra i dag beint því til hans að skipulag ráð- hússreitsins fái viðbótarkynningu með sérstakri sýningu á því, jafn- framt því sem almenningi verði gefinn kostur á að bera fram at- hugasemdir við skipulagið. Að því loknu verði skipulag ráðhússreits- ins ásamt athugasemdum og um- sögn skipulagsnefndar um þær lagt fyrir borgarstjóm til endan- legrar ákvörðunar. Borgarstjóri hefur fallist á að beita sér fyrir þessari meðferð málsins, sem lokið verði fyrir miðj- an apríl n.k.“ Tekið undir þau sjónar- mið sem ég setti fram - segir Guðrún Jónsdóttir í Skipulagsstjórn ríkisins © INNLENT „ÞESSI niðurstaða ráðherrans er í fullu samræmi við þær at- hugasemdir sem ég setti fram og því má líta á þetta em per- sónulegan sigur fyrir mig,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, full- trúi félagsmálaráðherra í Skipulagsstjórn ríkisins, en hún gerði á sinum tíma athugasemd varðandi meðferð skipulagstil- lögu Kvosarinnar, sem hún taldi ekki í samræmi við skipulags- lög. Guðrún sagði að sú athuga- semd hefði lotið að þvi að sú skipulagstillaga sem kynnt var og augýst hefði ekki verið með ráðhúsinu teiknuðu inn á, en hin, sem Skipulagsstjórn var ætlað að skrifa upp á, hefði hins vegar verið með ráðhúsinu. Guðrún kvaðst á sínum tíma hafa óskað eftir frestun á af- greiðslu málsins í Skipulagsstjórn en ekki fengið og því hefði ekki verið um annað að ræða en að vísa málinu til félagsmálaráðherra. „Það var augljóslega ekki í sam- ræmi við skipulagslög að sýna og kynna skipulag án ráðhúss en ætla svo að fá uppáskrift á skipulag með ráðhúsi og við þetta gerði ég athugasemd, sem ráðherra hefur nú tekið undir“ sagði Guðrún. Guðrún kvaðst vera ósátt með að hafa orðið að sitja undir ávirð- ingum um annarleg sjónarmið í þessu máli, fyrir það eitt að gera skyldu sína sem fulltrúi í Skipu- lagsstjórn með því að krefjast þess, að farið yrði að lögum við meðferð málsins. 34. helgarskákmótið: Jón L. Ama- son sigraði á Selfossi Scif08si JÓN L. ÁRNASON sigraði á lielgarskákmótinu sem haldið var á Selfossi um helgina. Jón hlaut 6>/2 vinning af sjö mögu- legum. Alls tóku 76 keppendur þátt í mótinu sem var það 34. í röðinni. Gunnar Gunnarsson og Guð- mundur Gíslason urðu í öðru til þriðja sæti með 6 vinninga. I fimm næstu sætum urðu Þröst- ur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson Elvar Guðmundsson, Jón Garðar, Viðarsson, Ásgeir Þór Ámason og Guðmundur Halldórsson allir með 5V2 vinn- ing. Hlutskarpastir heimamanna urðu Þröstur Ámason einn aðal- skipuleggjandi mótsins og Ingi- mundur Sigurmundsson með 4V2 vinning. Bestur öldunga var Óli Valdimarsson með 5 vinn- inga. Af unglingum yngri en 20 ára voru bestir Sveinn Olafsson, Baldur Pálsson og Þorsteinn G. Þorsteinsson með 4 vinninga. Sturla B. Johnsen sigraði í flokki yngri en 16 ára með 4V2 vinn- ing. Hjalti Glúmsson varð hlut- skarpastur í flokki unglinga yngri en 14 ára með 4 vinninga og Sigfinnur Bjarkason f flokki yngri en 12 ára með 2 vinninga. Það bar öllum saman um að mótið hefði verið hið skemmti- legasta og sýndi þátttakan það greinilega að áhugi fyrir skák er mikill og gott lag til að fylgja slíku eftir eins og margir heima manna höfðu orð á og fögnuðu framtakinu. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.