Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
ferðamálum
Fúskí
eftirFriðrik
Haraldsson
Þorri rekstrar- og þjónustuaðila
í ferðaþjónustu hefur um nokkra
hríð beðið óþreyjufullur eftir opin-
berum yfírlýsingum framkvæmda-
valdsins og þeirra, sem kosið hafa
.að fótum troða landslög í tengslum
við atvinnuréttindi útlendinga og
ákvæði um rekstur erlendra fyrir-
tækja í ferðaþjónustu. Nú er þeirri
bið lokið eins og sjá má á síðum
DV hinn 15/2 sl.
Styr hefur m.a. staðið um túlkun
laga nr. 26/82 um atvinnuréttindi
útlendinga á íslandi og framkvæmd
reglugerðar nr. 175/1983 um eftir-
lit með skipulögðum hópferðum
útlendinga í atvinnuskyni.
Opinber hvatning
til lögbrota?
Af orðum ráðuneytisstjóra sam-
gönguráðuneytisins, Ólafs Steinars
Valdimarssonar, í DV má ráða, að
endanleg niðurstaða sé fengin og
framvegis geti allir dregið andann
léttar, eftirleiðis verði lög og reglur
FUNDUR verður haldinn í ís-
lenska málfræðifélaginu, i dag,
þriðjudaginn 23. febrúar i stofu
423 í Ámagarði og hefst hann
kl. 17.15. Fyrirlesari verður Lars
Brink, prófessor í dönsku við
Háskóla íslands.
Fyrirlesturinn nefnist: Rétt mál
og verður hann fluttur á dönsku.
í hávegum hafðar. Vel er, ef svo
verður, en bjöminn er ekki unninn
enn þá. Það á eftir að koma í ljós,
hvort sá, sem annast á framkvæmd
lykilatriða í máli þessu, Ferðamála-
ráð íslands, sér nú ríkari ástæðu
en áður til að feta lögboðna stigu
sína. Satt að segja ríkir ékki ýkja
mikil bjartsýni um slík kraftaverk
samtímis þvi, .að Ferðamálaráð
verður að fá að fara á klósettið í
næsta húsi vegna stórrýrðra lög-
boðinna fjárveitinga og misskipt-
ingar takmarkaðs §ár til örfárra
þeirra verkefna, sem löggjafínn
ætlar því að annast.
Oft er málum svo háttað, að tvö
eða fleiri ráðuneyti þurfa að púslast
saman til að lög, sem hveiju um
sig er falið að framkvæma, nái fram
að ganga. Þá eigum við það undir
hæfni, vilja oggetu embættismanna
hvemig til tekst.
Slíkt samspil þurfti og þarf til
við framkvæmd framangreindra
laga. Samgönguráðuneytið ræður
lögum um ferðamál, félagsmála-
ráðuneyti lógum um atvinnuréttindi
útlendinga og dómsmálaráðuneyti
lögum um eftirlit með útlendingum.
Hvað, sem hefur valdið sambands-
Lars Brink hefur fengist við þetta
viðfangsefni í mörg ár og hefúr
nýlega lokið námskeiði við dönsku-
deildina sem fjallaði um „rétt mál“.
í fyrirlestrinum mun hann einnig
koma inn á hreintungustefnu ís-
lendinga og Færeyinga. Fyrirlestur-
inn er öllum opinn.
(Fréttatilkynning)
leysi á milli þessara aðila hingað
til, er ekki alveg ljóst, en það hefur
ruglað menn svo í ríminu, að Út-
lendingaeftirlitið hefur ekki treyst
sér til að framfylgja lögum um eftir-
lit með útlendingum hvað snertir
fólk í skipulögðum hópferðum í at-
vinnuskyni.
Keðjan í þessu samspili er ekki
sterkari en veikasti hlekkurinn.
Hann gæti verið að fínna innan
dyra hvers þessara ráðuneyta sem
er eða jafnvel í þeim öllum. Hér
kemur áþreifanlega í ljós, hve alvar-
legar afleiðingar aðgerðarleysi op-
inberra aðila getur haft fyrir heila
mikilvæga atvinnugrein. E.t.v. hafa
einhveijir viðkomandi ráðherra og
embættismanna gert sér grein fyrir
því, — e.t.v. ekki.
Áhrifin á óvitana
Um árabil hefur erlendum fyrir-
tækjum í ferðaþjónustu tekist að
skjóta æ dýpri og fastari rótum í
íslensku atvinnulífí utan við lög og
rétt og því miður með dyggilegri
aðstoð fárra íslenzkra fyrirtælqa,
sem sjá ekki skóginn fyrir tijám.
Þar höggva þeir, sem hlífa skyldu
og vit þyrfti að hafa fyrir. Réttast
væri að draga þá til ábyrgðar að
lögum fyrir beinan og óbeinan þátt
í þessum alvarlegu lögbrotum.
Eitt þessara fyrirtækja skýrir
mál sitt í framangreindri frétt í DV
og kemur þar glöggt fram, að mál-
svari þess ráfar um í villu og svíma
í eigin draumaheimi, alls óskyldum
þeim, sem við hin lifum í. Það er
ekki nóg með segja að stefnan sé
röng og sigla síðan þvert á eða
beint á móti löglegum siglingarregl-
um. Sé fólk ekki ánægt með gild-
andi leikreglur, á það að beijast
fyrir breytingum án lögbrota til að
leggja áherzlu á mál sitt. Sem bet-
ur fer eru fáir á þessu fleyi, sem
þræðir einmana stigu og enginn,
Friðrik Haraldsson
„Um árabil hefur er-
lendum fyrirtækjum í
ferðaþjónustu tekist að
skjóta æ dýpri og
fastari rótum í íslensku
atvinnulíf i utan við lög-
og rétt og því miður
með dyggilegri aðstoð
fárra íslenzkra fyrir-
tækja.“
sem leggur áhöfninni lið gegn lög-
um og reglum, sem ætlað er að
vemda stöðugt mikilvægari at-
vinnugrein — ferðaþjónustuna.
Fái svona fólk að ráða ferðinni,
líður ekki á löngu áður en við verð-
um aðeins áhorfendur að leik, sem
við eigum að leika aðalhlutverkið í
sjálf. Hvað sagði maðurinn með
íslenska málfræðifélagið:
Fundur í Amagarði
_________________________ 43
rauðu rósina?: „ísland fyrir íslend-
inga.“
Ein þeirra rökleysa, sem málpíp-
an tók sér í munn í DV, var sú,
að okkur íslendingum líðist að leiða
íslenska hópa undir íslenskri farar-
stjóm erlendis óátalið. Því verði
einnig svo að vera hérlendis gagn-
vart útlendingum, sem sækja okkur
heim.
Víst er það rétt, en ekki án þess
að viðkomandi starfsfólki íslenzku
ferðaskrifstofanna erlendis sé aflað
tilskilinna leyfa, hvort sem þau
varða dvöl og/eða atvinnuleyfí.
Þetta vita allir, sem að ferðamálum
starfa og þar að auki býsna margir
farþegar íslenzku ferðaskrifstof-
anna erlendis.
Rökleysu- og niðurrifsöflin hafa
slegið málsvara hins óhefta „frelsis"
í ferðamálum slíkri blindu, að ill-
kleift er að snúa þeim frá villu síns
vegar og sýna þeim fram á afleið-
ingar gerða sinna. Þeir átta sig
engan véginn á þeirri einföldu
reglu, sem við hin sættum okkur
glöð við: „að frelsi einstaklingsins
nær aðeins að girðingu nágrann-
ans.“
Það er efni í heila grein í viðbót,
að tíunda mikilvægi þess, að við
höldum þessum málum tryggilega
í höndum okkar hvað náttúm lands-
ins snertir. E.t.v. taka einhveijir,
sem betra vit hafa á þeim málum
en undirritaður, sér penna í hönd
og lýsa áliti sínu.
Ljóst er, að þeir, sem hyggjast
byggja afkomu sína á ferðamálum
í nútíð og framtíð, munu ekki sætta
sig við annað en að leikreglum sé
framfylgt og fylgt svo sem auðið
er. Vígvellimir verða nógu margir
samt.
Nú bíðum við spennt eftir við-
brögðum Ferðamálaráðs við síðustu
fyrirmælum samgönguráðuneytis-
ins og bréfí frá Félagi leiðsögu-
manna. Framhald málsins ræðst af
þeim.
ílöfundur er formaður Félags .
leiðsöfrumanna.
Það fer a
Þegar þú sækir um Gullreikning
a f þér á tékkaeyðublödin. Kosturinn
Þú þarft adeins að skila inn nýrri pass
tækifærrð til þess að fræðast um
á milli mála hver þú ert.
BIJNAÐJVRBANKI ISLANDS
Frumkvædi - Traust