Morgunblaðið - 11.03.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 11.03.1988, Síða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 59. tbl. 76. árg. FOSTUDAGUR 11. MAJRZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrír farast í flugslysi íDetroit Reuter Tvíhreyfla flugvél brotlenti í gærmorgun i út- I hreyfill vélarinnar skömmu eftir flugtak. Vélin jaðri Detroit í Bandarikjunum. Flugmaðurinn I lenti á bUskúr við húsið með þeim afleiðingum fórst og tveir menn sem bjuggu í húsinu sem I að kviknaði í bensíngeymi bíls sem stóð í tröð- sést á myndinni. Að sögn lögreglu bilaði annar | inni fyrir framan skúrinn. Snjóflóð í Sviss: Karl Bretaprins slapp naumlega Vinur Karls beið bana í flóðinu London, Reuter. KARL Bretaprins slapp naum- lega þegar snjóflóð féll í skíða- brekkunum við bæinn Klosters í norðausturhluta Sviss i gær. Vin- ur hans varð fyrir flóðinu og beið bana. Atvikið átti sér stað uppúr há- degi í gær í hlíðum fjallsins Gotschnagrat, skammt frá Klosters. Prinsinn var þar á skíðum ásamt fylgdarmönnum. Hann kom til Klosters á þriðjudag ásamt konu sinni, Díönu prinsessu, og mágkonu sinni, hertogaynjunni af York, í stutt skíðafrí. Þær voru ekki í hópn- um, sem lagði á Gotschnagrat. Að sögn talsmanns brezku hirð- arinnar áttu skíðamennimir fótum sínum fjör að launa og slapp prins- inn naumlega. Flóðið hreif hins vegar vin hans, Hugh Lindsay maj- ór, fyrrum yfírmann hesthúsa Elísa- betar drottningar, með sér og fórst Persaflóastríðið: Báðír aðiljar segjast vilja hætta eldflaugaárásum Bagdad, Nikósíu, Reuter. ÍRAKAR sögðu i gær að þeir væru reiðubúnir að hætta eldflaugaár- ásum á íranskar borgir innan sólarhrings hætti íranir sinum árásum á íraskar borgir. írakar segjast þó ætla að gera síðustu árásina. íranir tilkynntu einnig i gær að þeir ætluðu að hætta árásum sínum. Fyrr um daginn höfðu Irakar haldið áfram eldflaugaárásum á ir- anskar borgir. íranir skutu tíu eldflaugum á herstöð Iraka i Umm Qasr og gerðu loftárás á hafnarhorg i suðurhluta íran. Þótt írakar séu tilbúnir að hætta eldflaugaárásum á íranskar borgir segjast þeir þó ætla að gera síðastu árásina, þar sem þeir kenna Irönum Bandaríkin: Kemp hætt- ur o g Hart á leiðinni Washington, Reuter. HINN ihaldssami þingmaður Repúblikanaflokksins, Jack Kemp, tilkynnti i gær, að hann hefði ákveðið að draga sig i hlé í sókn sinni eftir útnefningu repú- blikana til forsetaframboðs. Jack Kemp svaraði ekki spuming- um um hvort hann hygðist styðja einhvem þeirra þriggja repúblikana sem enn eru eftir, en það eru þeir George Bush, Robert Dole og Pat Robertson. Talið er víst að Gary Hart muni leggja upp laupana í dag, en hann hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis. Hart hefur gengið herfilega í forkosningunum til þessa og eftir útreið þá sem hann hlaut síðastliðinn þriðjudag hefur hann neitað að ræða við aðra en fjölskyldu og nánustu samstarfsmenn. um að hafa hafíð árásimar með því að skjóta tveim eldflaugum á Bagdad fyrir tólf dögum. íranir segja hins vegar að þær árásir hafi verið gerðar til að hefna loftárása sem írakar gerðu á borgina Saqqez dagana áður. Utvarpsstöð í Teheran hafði eftir forsætisráðherra írans, Mir-Hoss- ein Mousavi, að íranir ætli að hætta árásum sínum á íraskar borgir. Mousavi sagði að þetta væri svar írana við beiðni Turguts Ozals, for- sætisráðherra Tyrklands, um að endir yrði bundinn á árásimar. Ozal sagði á blaðamannafundi í gær að Tyrkir hefðu rejmt að koma á sáttum. Bæði íranir og írakar halda góðu sambandi við Tyrkland vegna viðskiptahagsmuna. Útvarpið í Teheran skýrði frá því í gær að í það minnsta 31 maður hefði fallið í eldflaugaárásum íraka á Teheran og loftárásum á sjö borg- ir í gærmorgun. Meðal þeirra sem féllu hefðu verið böm í tveimur skólum í Shahr Kord og sjúklingar í sjúkrahúsi í borginni Shushtar. írakar sögðust hafa skotið þremur eldflaugum á Teheran í gær og einni á hina helgu borg Qom, sem er skammt frá höfuðborginni. íranir sögðust hafa skotið tíu eldflaugum á herstöð íraka í Umm Quasr við landamæri Kuwaits og gert árás á_ hafnarborgina Basra í suðurhluta íraks. írakar greindu frá því að nokkrir hefðu fallið í árás- inni á Basra, þar á meðal böm og konur. Síðasta árás írana á Bagdad, sem fréttir hafa borist af, var gerð á miðvikudagsmorgun. írakar hafa skýrt frá næstum 60 eldflaugaárásum á Teheran og fleiri borgir í íran, og íranir segjast hafa skotið 29 flaugum, flestum á Bagdad. Hundruð óbreyttra borg- ara hafa fallið eða særst í árásun- \ hann. Öðrum manni, sem flóðið hreif einnig með sér, var bjargað og mun hann hafa fótbrotnað. Evrópuþing- ið fordæmir Israelsher Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins. Evrópuþingið í Strassborg for- dæmdi í gær „pyntingar, tilvilj- anakenndar handtökur, kúganir og ofbeldisverk ísraelska hersins" á hemumdu svæðunum. Daginn áður felldu þingmenn á Evrópuþinginu samninga sem fram- kvæmdastjóm og ríkisstjómir Evr- ópubandalagsins höfðu gert við ísra- elsku stjómina. í máli þingmanna kom fram að andstaða þeirra beind- ist fyrst og fremst gegn framferði ísraela gagnvart Palestínumönnum á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu. Settar hafa verið fram hug- myndir um að beita ísrael viðskipta- þvingunum. Atkvæðagreiðslur af þessu tagi fara fram samkvæmt ákvæðum Rómarsáttmálans, sem tóku gildi 1. júlí á síðasta ári, en þá voru völd þingsins í Strassborg aukin að nokkru leyti. Samningamir, sem felldir vom, flölluðu m.a. um toll- frjálsan innflutning frá ísrael á ávaxtasafa og afskomum blómum, hagstæð lán til ísraela og breytingar á viðskiptasamningi ísraels við EB. Ljóst er að stjómmálalegar afleið- ingar þessa atburðar em mun alvar- legri en efnahagslegar afleiðingar hans, þó rétt sé að gera ekki lítið úr þeim. 50 ár liðin frá sameiningu Þýskalands og Austurríkis: Waldheim biðst afsökunar á stríðsglæpum landa sinna Vínarborg, Reuter. KURT Waldheim, forseti Aust- urríkis, baðst í gær afsökunar á stríðsglæpum þeirra Aust- urríkismanna sem gengu Hitler á hönd í seinni heimsstyrjöld- inni. í sjónvarpsræðu í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 50 ár síðan Hitler samein- aði Austurríki Þýskalandi hét Waldheim að stuðia að betra siðgæði almennings í Aust- urriki. Hann sagði að eldri kyn- slóðin yrði að segja sannleikann um hvað gerðist til að koma í veg fyrir trúnaðarbrest meðal þjóðarinnar. Waldheim hélt sjónvarpsræðu í gær eftir að hafa hætt við að halda ávarp við minningarathöfn, sem haldin var fyrir utan ráðhúsið í Vínarborg, vegna hálfrar aldar af- Reuter Kurt Waldheim býr sig undir að halda sjónvarpsávarp í gær. mælis innlimunarinnar. Háttsettir stjómmálamenn höfðu hótað að mæta ekki ef forsetinn héldi þar ræðu, en hann hefur verið sakaður um að vera viðriðinn stríðsglæpi nasista á Balkanskaga. í ræðunni, sem þótti óvenju per- sónuleg, minntist Waldheim þess er móðir hans bugaðist af harmi er fréttin um innlimun Austurríkis barst. Hann sagði að hundruð þús- unda Austurríkismanna hefðu fagnað innlimuninni og bundið falskar vonir við hana. „En að sjálf- sögðu er ekki til neitt sem heitir sekt heillar þjóðar en engu að síður vil ég sem þjóðhöfðingi... biðjast afsökunar á stríðsglæpum Aust- urríkismanna." Paul Grosz, forsvarsmaður gyð- inga í Austurríki, hélt ræðu við minningarathöfnina í gær og sagði meðal annars: „í dag minnumst við ekki einungis þess að Austurríki glataði sjálfstæði sínu heldur einn- ig þess að heil siðmenning hrundi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.