Morgunblaðið - 11.03.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.03.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 „Glasnost“-stefna G sjovs og Eystrasalt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Einræði og eitur- lyf í Panama Síðan 25. febrúar þegar Eric Arturo Delvalle, for- seti Panama, lýsti yfír því, að Manuel Antonio Noriega, yfírmaður herafla Panama, ætti að segja af sér opinberum embættum, hefur ríkt stjóm- leysi í landinu. Jafnframt er það nú á barmi hyldýpis í fjár- málum, eftir að Bandaríkja- menn hafa gripið til efna- hagsráðstafana til að styðja ákvörðun forsetans. Delvalle neyddist hins vegar til þess að fara í felur 26. febrúar eftir að þing Panama tók undir kröfu Noriega um að hann segði af sér. Sér ekki fyrir endann á þessum ófögn- uði. Hefur sá orðrómur kom- ist á kreik, að Bandaríkja- stjóm hyggist beita hervaldi gegn Noriega, en í Washing- ton segja ráðamenn afdrátt- arlaust, að ekkert slíkt sé í bígerð. Noriega nýtur stuðn- ings Kastrós á Kúbu og Ort- ega í Nicaragua. Ástæðan fyrir þessari upp- lausn í stjóm Panama er sú, að dómstóll í Flórída hefur ákært Noriega fyrir aðild að eiturlyfjasmygli. Telur banda- ríska lögreglan ekki vafa á því, að Noriega hafí átt aðild að smygli á eiturlyfjum til Bandaríkjanna og hann sé einn af höfuðpaurunum í glæpastarfsemi, sem teygir anga sína suður á bóginn til Kólombíu og einnig norður til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur Noriega stutt stjómvöld á Kúbu og í Nicaragua með ráðum og dáð, meðal annars útvegað stjóm sandinista vopn til að heija á kontra- skæruliðana, sem Bandarflg'a- stjóm styður. Stjómarfarið í Panama hefur ekki verið upp á marga físka, ef það er metið með mælistiku lýðræðissinna. Del- valle forseti, sem nú er í fel- um, komst til valda með til- styrk hersins árið 1985. Fjöldi Panama-búa hefur leitað hæl- is á Flórída undan harðstjóm Noriega. Gjaldmiðill Panama er bandaríski dollarinn og landið á veralega mikið undir náinni samvinnu við Banda- ríkin og efnahagsaðstoð það- an. Nú hefur verið skorið á þetta samstarf og skrúfað fyrir fjárstreymið frá Banda- ríkjunum. Standa stjómvöld í Panama nú frammi fyrir gífurlegum efnahagsvanda. Frásagnir af umsvifum eit- urlyfjasala í Suður- og Mið- Ameríku era í einu orði sagt ótrúlegar. Lýsingar á stjóm- arháttum í Panama sýna, að þar hafa glæpamenn náð und- irtökunum og stjóma í krafti hersins. Von er til þess að þama verði breyting til batn- aðar, úr því að marxistar hafa ekki náð völdum í Panama. Sagan sýnir, að þær þjóðir, sem einu sinni lenda undir einræði marxista eiga langt stríð og miklar hörmungar fyrir höndum í baráttunni fyr- ir að losna undan því, nægir þar aðeins að nefna helstu stuðningsríki Noriega, Kúbu og Nicaragua. Iforystugrein DV á mið- vikudaginn, þar sem fund- ið var að því, að Morgun- blaðið skyldi í forystugrein hafna þeim anga samanburð- arfræðanna, að leggja stjóm- arfar Kastrós á Kúbu og Davíðs Oddssonar í Reylgavík að jöfnu, segir DV meðal ann- ars: „Morgunblaðið fullyrðir að flestir þeir borgarbúar, sem á annað borð vilja reisa ráðhús, vilji hafa það í Tjöminni. Þessari fullyrðingu er vísað á bug. Þvert á móti hefur meiri- hluti aðspurðra aftur og aftur verið andvígur ráðhúsi á þess- um stað.“ Að því er Morgunblaðið best veit var síðast birt niður- staða í könnun um þetta mál á Stöð 2 í febrúar sl. Af þeim sem afstöðu tóku vora 68,5% með ráðhúsi en 31,5% á móti. Þeir sem vildu ráðhús vora síðan spurðir, hvort þeir vildu hafa það við Tjömina. Af þeim sem afstöðu tóku vildu 63,1% að það yrði við Tjömina en 36,9% vora á móti. eftir Einar Sanden í ágústbyrjun árið 1987 til kynntu andófsmenn í Tallinn, Riga og Vilnius að efnt yrði samtímis til mótmæla í þessum höfuðborgum Eystrasaltsríkj- anna þriggja til að heiðra minn- ingu hinna fjölmörgu fómar- lamba ógnarstjómar Jósefs Stalíns. Þá var þess ennfremur krafist að skýrt yrði nákvæmlega frá ákvæðum griðasáttmálans sem Sovétmenn og nasistar gerðu með sér árið 1939 og heimiluð yrði opinber umræða um innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin árið 1940. Efnt skyldi til fjöldafunda sunnudag- inn 23. ágúst en þá vom liðin 48 ár frá því að griðasáttmálinn, sem gengið hefur undir nafninu Molotov-Ribbentrop sáttmálinn, var undirritaður. Lettar áttu framkvæðið að fundahöldum þessum en þeir höfðu þá þegar efnt til mótmæla í Riga 14. júní en þann dag árið 1940 vom um 60.000 manns, aðallega konur, böra og gamalmenni, flutt frá Eystrasaltsríkjunum þremur i dauðabúðir í Síberiu. Vináttu- og griðasáttmáli Sovét- manna og nasista hafði í för með sér skiptingu Austur-Evrópu. Sam- kvæmt leynilegu ákvæði samnings- ins voru Eystrasaltsríkin talin til áhrifasvæðis Sovétmanna og gátu þeir því innlimað ríkin í krafti her- valds í júnímánuði árið 1940. Allt fram á þennan dag hafa Sovétmenn ekki minnst á þetta leynilega ákvæði samningsins, sem skipti sköpum fyrir íbúa Eistlands, Lett- lands og Litháen. Þann 15. ágúst 1987 stofnuðu sjö eistneskir andófsmenn samtök í anda „glasnost“-stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Samtök- in nefndu þeir MRP-AEG og var yfirlýstur tilgangur þeirra sá að stuðla að opinskárri umræðu um griðasáttmálann. Fimm þessara manna höfðu þá afplánað dóma vegna stjómmálaskoðana sinna en samtökin tókú að sér að skipu- leggja mótmælin í Tallinn. Andóf smönnum refsað Sunnudaginn 23. ágúst söfnuð- ust rúmlega 10.000 manns saman í höfuðborgum landanna þriggja. Um 7.000 manns komu saman á ráðhústorginu í Tallinn. Fólkið var þvingað til að flytja ræður sínar í garði einum þar skammt frá og er talið að um 2.000 til 3.000 manns hafi hlýtt á málflutning andófs- manna. Talið er að þetta séu fjöl- Svíarí eftir Ingemar Dörfer FYRIR skömmu hittust í Stokk- hólmi forystumenn þeirra sex ríkja, sem hafa beitt sér fyrir sérstöku friðarátaki og starfað með Þingmannasamtökum um alheimsátak, sem Ólafiir R. Grímsson veitir formennsku. Var grein þessi rituð í tilefhi af Stokkhólmsfundinum i Svenska Dagbladet. Margar og augljósar ástæður eru fyrir því hvers vegna samstarfs- hópur þjóðarleiðtoganna sex um friðarfrumkvæði er ekki tekinn al- varlega á Vesturlöndum og hvers vegna ráðamenn austantjalds líta mennustu mótmæli í Eystrasalts- ríkjunum frá því að Sovétmenn inn- limuðu þau árið 1940. Yfírvöld höfðu veitt samþykki sitt fyrir fundahöldunum í borgun- um þremur og ekki kom til teljandi átaka milli andófsmanna og lög- reglusveita. Hins vegar fylgdust óeinkennisklæddir öryggislögreglu- menn (KGB) grannt með og voru kvikmyndavélar óspart notaðar til að mynda þá sem þátt tóku í funda- höldunum. Þetta var vitaskuld nauðsynlegt til að unnt væri að bera kennsl á þá sem lýstu yfir stuðningi við málflutning andófs- manna með þessum hætti. Þeir, sem tekst að bera kennsl á, eru settir á svartan lista yfir þá sem taldir eru „pólitískt hættulegir“. Með því að gefa leyfi fyrir opinberum mótmæl- um gefst yfírvöldum því kjörið tæki- færi til að glöggva sig á því við hveija er að eiga. Strax og mótmælin voru afstaðin hófu sovéskir fjölmiðlar gríðarlega ófrægingarherferð gegn þeim sem skipulagt höfðu fundahöldin og yfírvöld létu þegar til skarar skríða. Þannig var 37 ára gamall Eistlend- ingur, Tiit Madisson að nafni, sem setið hafði í fangelsi vegna stjóm- málaskoðana sinna, neyddur til að flytjast úr landi. Hann býr nú í Svíþjóð og heldur þaðan áfram bar- áttu sinni fyrir frelsi og sjálfstæði Eistlendinga. Ógiiir Afganístans og Tsjernobyl Annar eistneskur andófsmaður, Heiki Ahonen, var kallaður til „end- urþjálfunar" á vegum hersins og gert að sinna björgunarstörfum eft- ir slysið í kjamorkuverinu í Tsjemo- byl. Þessu neitaði hann og á hann nú yfír höfði sér sjö ára fangelsis- dóm. Margir þeirra sem skyldaðir hafa verið til starfa á þessu svæði hafa veikst hastarlega og fjöldi hvítblæðistilfella fer sífellt vaxandi. Yfírvöld halda því vandlega leyndu hversu margir Eistlendingar starfa á hættusvæðinu í nágrenni Tsjemo- byl en þar sem þjóðin telur aðeins um milljón manna er ljóst að óvenju- margir Eistlendingar em við störf á þessum slóðum. Eini Eistlendingurinn, sem risið hefur til æðstu metorða innan Sov- éthersins, hét Roomet Kiudmaa, hershöfðingi og yfirmaður herafl- ans í Eistlandi. Síðla árs 1986 var hann handtekinn og gefíð að sök að hafa þegið mútur frá þeim sem kallaðir höfðu verið í herinn. Full- yrt var að hann hefði tekið 1.000 rúblur fyrir að kveða ekki út her- deild eina sem senda átti til Afgan- istan og honum var gefið að sök að hafa þegið „aðeins“ 500 rúblur fyrir að forða ungum mönnum frá ógnum Tsjemobyl. Refsilöggjöfín kveður á um að þeir sem gerast sekir um spillingu skuli gjalda fyrir það með lífí sínu og því var Kiudmaa hershöfðingi leiddur fyrir aftöku- sveit í byrjun síðasta árs. Ekki var skýrt opinberlega frá aftökunni. Hins vegar herma áreiðanlegar heimildir í Tallinn að hershöfðing- inn hafí verið tekinn af lífi fyrir að hafa forðað ungum Eistlendingum frá skyldustörfum í Afganistan og Tsjernobyl og að aldrei hafí verið borið upp á hann að hafa þegið mútur. Sagt er að Marko Tibar ir.n- anríkisráðherra hafi vitað um við- leitni hershöfðingjans til að þyrma ungum Eistlendingum og litið fram- hjá henni. Tibar er nú einnig horf- inn af sjónarsviðinu. Annar hátt- settur embættismaður, Endel Mill- er, næst æðsti yfírmaður KGB í Eistlandi, lést nýlega með dularfull- um hætti. Hann varð undir eldivið- arhlaða er hann var í leyfí í sumar- bústað sínum. Minnihlutahópur í eigin landi Þó svo að lausnarorðin „glasn- ost“ (opinská umræða) og „per- estroika" (umbætur) séu sífellt til umræðu í sovéskum fjölmiðlum er Frá mótmælunum I Tallinn 23. ág það óumdeilanleg staðreynd að lífskjör Sovétborgara fara sífellt versnandi og hefur reyndar verið svo um árabil. Almenningur þarf að standa í biðröðum klukkustund- um saman til að afla sér nauð- þurfta og oft gerist það að menn snúa heim tómhentir. Kjöt í háum Fríðarfrumkvæði sex þjóða: slæmnni félag nánast á hann sem dæmi um nyt- saraa hálfvita, svo notuð séu orð Leníns. „Segið okkur hvers þið kreQist," sagði Georgí Arbatov þeg- ar hann heimsótti sænska ráða- menn, sá sami og útskýrði í öðru samhengi í Washington að Svíar 3núu að gera ráð fyrir að kafbáta- ferðir stórveldanna væru ósköp eðli- legar. Það er óskiljanlegt að mínu mati hvemig óhlutdræg niðurstaða getur sprottið af viðræðum ráðamanna Ráðstjómarríkjanna við menn sem sí og æ og skipulega eru að gagn- lýna ríkisstjóm Reagans. Auðvitað vekur samsetning sam- starfshópsins strax efasemdir. Ind- veijar hækkuðu útgjöld sín til vam- armála um 50 prósent, úr 40 mill- jörðum í 60 milljarða sænskra króna (úr 240 milljörðum í 360 milljarða íslenskra króna) og þeir hyggjast koma sér upp flota kjarnorkuknú- inna kafbáta á næstunni. Indvetjar gegndu einnig stóru hlutverki í blóðugri íhlutun í málefni Sri Lanka, þar sem þúsundir manna féllu. Andreas Papandreou er vel þekktur, ef ekki illræmdur, innan NATO, en þrátt fyrir andbanda- rískar skoðanir sem fram koma í máli hans skirrist hann ekki við að þiggja árlega aðstoð sem nemur 3-4 milljörðum sænskra króna (18-24 milljörðum íslenskra) fyrir banda- rískar herstöðvar sem hann hafði lofað að loka áður en hann komst DV, skoð- anakannan- ir og ráð- húsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.