Morgunblaðið - 11.03.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.03.1988, Qupperneq 38
* 38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Magnea Davíðsdóttir. Fegurðardrottning Suðurnesja 1988: Átta stúlkur keppa um titilinn Kcflavík. Fegurðardrottning Suður- nesja 1988 verður valin úr hópi átta stúlkna á laugardaginn og fer keppnin fram í Glaumbergi að þessu sinni. Stúlkurnar voru valdar eftir ábendingum i janúar og hefur undirbúningur fyrir keppnina hjá þeim staðið linnulít- ið síðan. Stúlkumar sem keppa um titilinn eru Rakel Haraldsdóttir 18 ára verslunarstúlka úr Keflavík, Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir 19 ára skrifstofustúlka úr Keflavík, Oddný Nanna Stefánsdóttir 18 ára nemi í Fjölbrautaskóla Suðumesja, hún er úr Keflavík, Margrét Örlygsdóttir 22 ára Njarðvíkingur sem stundar nám í framreiðslu, Magnea Davíðs- dóttir 21 árs Keflvíkingur, Magnea hefur nýlokið námi frá Fjöibrauta- skóla Suðumesja á uppeldisbraut og starfar nú við leikskóla, Guð- björg Fríða Guðmundsdóttir 19 ára nemi í Keflavík sem stundar nám á tölvu- og viðskiptabraut í Fjöl- brautaskóla Suðumesja, Lilja Guð- rún Kjartansdóttir 19 ára úr Keflavík, hún er nemi í hárgreiðslu, og Ingibjörg Sigríður Armanns- dóttir 18 ára Sandgerðingur sem einnig er nemi í hárgreiðslu. Mikill áhugi er á keppninni og hafa allir aðgöngumiðar selst upp. Dómnefndina skipa Ólafur Laufdal veitingamaður, Friðþjófur Helgason ljósmyndari, Sigtryggur Sigtryggs- son fréttastjóri, Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir fegurðardrottning Suðumesja 1986 og Anna Margrét Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi í Keflavík. Kristín Jóna Hilmarsdótt- ir sem hlaut titilinn fegurðardrottn- ing Suðurnesja 1987 mun krýna þá stúlku sem verður hlutskörpust. Einnig verður besta ljósmyndafyrir- sætan valin og stúlkurnar munu svo sjálfar velja vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi. Umboðsmenn keppninnar á Suð- umesjum eru þær Ágústa Jóns- dóttir og Bima Magnúsdóttir og hafa þær jafnframt séð um allan undirbúning. Ágústa sagði í sam- tali við Morgunblaðið að undirbún- ingur hefði gengið vel og það hefði EINAR Garibaldi Eiríksson opnar málverkasýningu í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b í Reykjavik kl. 9 föstudagskvöldið 11. mars. Einar fæddist árið 1964 og stund- aði nám við Myndlista- og handí- ðaskóla Islands árin 1980—85 þaðan sem hann útskrifaðist úr málaradeild vorið '84 en þessa stundina er hann við framhaldsnám í Ríkisfagurlista- skóla Mílanóborgar á Italíu. verið ákaflega gaman að vinna með stúlkunum. Meðal skemmtikrafta sem koma fram á laugardaginn verða söngvaramir góðkunnu þau Anna Vilhjálms og Einar Júlíusson. - BB Þetta er fyrsta einkasýning Einars en áður hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum, s.s. ungir myndlistarmenn, Reykjavík í mynd- list og Sjálfsmyndir. Á sýningunni eru rúmlega tuttugu málverk og annað eins af teikningum og er hún opin frá kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgar en henni lýkur sunnudaginn 27. mars. (Fréttatilkynning) Nýlistasafnið: Einar Garibaldi sýnir TISKA OG HONNUN 1. tbl. 1988 nr. 22 Nýtt.glæsilegt og efnismikið blað í verslunum um allt land VOR OG SUMAR FRÁ FRAh S DALIUR HUÐIN OG UMHIR HENNAR FRÍÐA O* fO & N ■ 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.