Morgunblaðið - 11.03.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988
43
Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
Hluti þátttakenda á héraðsþinginu en um 100 fulltrúar sátu það.
Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
Veittar voru viðurkenningar fyrir fþróttamenn ársins í hinum ýmsu greinum.
Fjölmennasta héraðsþing HSK
Gaulveijabæ.
Héraðssambandið Skarpheð-
inn hélt 66. héraðsþing sitt í
Félagslundi, Gaulverjabæ, fyrir
nokkru. Kringum 100 manns
sátu þingið, þingfulltrúar og
gestir ungmennafélaga úr Ár-
nes- cg Rangárvallasýslum.
Þingið var eitt hið Qölmennasta
sem haldið hefúr verið.
Mestar umræður urðu á þing-
inu umj skiptingu Lottófjár eins
og búist var við. Tekjur HSK af
Lottói námu á síðasta ári 3,6
milljónum. Fulltrúar umf. Selfoss
sem er lang ijölmennasta félagið
og með mjög víðtæka starfsemi,
vildu hærra hlutfall Lottótekna
beint til félaganna. Ekki hiutu til-
lögur Selfyssinga þess efnis
hljómgrunn hjá öðrum félögum.
Samþykkt var skipting fjárins,
þannig að 5% fara í sérstakan
afreksmannasjóð er stofnaður var
á síðasta ári. 30% til HSK og 65%
til félaganna. Einnig var ákveðið
að skipa nefnd er héldi fund í lok
apríl og mundi þá ákveða skipt-
inguna milli féiaganna. Aðal-
ágreiningurinn er um það atriði.
Þrátt fyrir misjafnar skoðanir
um þetta atriði ríkti annars sam-
hugur og samstaða á þinginu.
Sést höfðu í fjölmiðlum eftir
landsmót viðraðar þær hugmyndir
að ástæður sigurs á Landsmóti
væru stærð sambandsins. Þessu
vísaði Þórir Haraldsson og fleiri
þingfulltrúar á bug. Ástæður sig-
ursins væru einungis öflugt starf
sambandsins og félaganna. Engin
þingfulltrúa virtist ljá máis á
skipting milli sýslna.
I máii Guðmundar Kr. Jónsson-
ar formanns HSK kom fram að
stærsta verkefnið var þátttakan í
Landsmótinu á Húsavík. Sendir
voru 200 keppendur og vannst
þar stórsigur. Aðaltekjulind
Skarphéðins undanfarin ár, Gauk-
urinn í Þjórsárdal, brást. Tap af
þeirri samkomu nam rúmlega 1,6
milljónum króna. Sérstæðasta
samkomuhaldið var Kerhátíð. Gaf
sú snjalla hugmynd Áma Johnsen
frá síðasta héraðsþingi óvæntar
tekjur og bætti að stóram hluta
tapið af Gauknum. Auk þess sem
samkoman sjálf og aðstæður allar
líða gestum seint úr minni. HSK
á sem fyrr marga frábæra íþrótta-
menn og nú er útlit fyrir a.m.k.
4 keppendur á Ólympíuleikum.
Þingið sátu margir gestir. M.a.
var þingmönnum kjördæmisins
boðið og héldu Jón Helgason,
Eggert Haukdal og Unnur Stef-
ánsdóttir varaþingmaður stuttar
ræður. Einnig sóttu þingið forseti
ÍSÍ, formaðúr UMFÍ og margir
fleiri gestir sem ávörpuðu þingið.
Á laugardagskvöldið vora af-
hentar viðurkenningar fyrir
íþróttamann ársins í hinum ýmsu
greinum, alls þrettán talsins.
íþróttamaður ársins hjá HSK
var valinn Vésteinn Hafsteinsson
frjálsíþróttamaður. Tók móðir
hans, Hildur, við verðlaunagrip
fyrir hans hönd en Vésteinn dvel-
ur nú erlendis við æfingar.
Valdim. G.
Skarphéðinsþing:
Karlamir lágu flatir
SelfoMÍ.
KARLAR þeir sem þátt tóku i
árlegri sleifarkeppni Skarp-
héðins máttu lúta í lægra haldi
fyrir fyrstu konunni sem þátt
tekur í þessari sérstæðu
keppni. Þrátt fyrir að um
átakagreinar væri að ræða stóð
Unnur Stefánsdóttir, Jasonar-
sonar frá Vorsabæ, uppi sem
sigurvegari.
Síðasta greinin, armréttur, var
táknræn fyrir úrslitin. í lokin lágu
karlamir flatir, stundu og blésu
þungan á meðan Unnur tók 35.
og 36. armlyftuna. Aðrar greinar
sem keppt var í vora langstökk
án atrennu og hopp á öðram fæti.
Meginreglan við val keppenda er
að þeir séu eldri en 36 ára.
Sleifarhafi fyrra árs stýrir
ávallt þessari keppni á kvöldvöku
i tengslum við Skarphéðinsþing.
Nú var það Markús ívarsson bóndi
og hlauparí sem var keppnis-
stjóri. Sleifin sú arna sem keppt
er um fannst í húsarústum við
Kaldalón vestur við ísafjarðardjúp
á ferð stjórnarmanna HSK er
þeir fóra á íþróttaþing ÍSÍ haustið
1966. Þá var slegið upp fyrsta
sleifarmótinu og fyrsti sleifar-
hafinn var Hafsteinn Þorvaldsson
sem reyndar var einn þeirra sem
mátti gefa eftir karlaveldi sleifar-
hafa í keppninni 27. febrúar.
Sig. Jóns.
Morgunbladið/Sigurður Jónsson
Karlaveldi sleifarhafa hnekkt. Unnur með sleifina í hópi kepp-
enda.
Landbunaðarráðherra:
Fólk verður að skilja
hvað gróðurmoldin gefiir
Selfossi.
Landbúnðarráðherra hefúr beint
þvi til stofúana landbúnaðarins að
allri starfsemi sem tengist upp-
græðslu lands verði beint til Rang-
árvallasýslu. Þetta kom fram á
fúndi á Hvolsvelli um atvinnumál
sem Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra boðaði til. Á fúndinum
varaði hann alvarlega við óheftum
innflutningi á sumum landbúnað-
arvörum. Fundinn sóttu rúmlega
70 manns.
Á fundinum varaði Jón við því
hugarfari sem hann sagði rikjandi
.rneðal annars innan samstarfsflokka
sinna í ríkisstjórn, að leyfa ætti
óheftan innflutning á sumum land-
búnaðarafurðum svo sem frönskum
kartöflum og kjúklingum.
Varðandi nýlega regluglerð um
190$ jöfnunargjald á franskar kart-
öflur sagði Jón að með gjaldinu og
tolli færi innflutningsverð að meðal-
tali i 79,90 krón. Það væri þvl óút-
skýrt hvemig heildsöluverð gæti orð-
ið 120 - 180 krónur. Það væri greini-
legt að það væra aðrir aðilar en rík-
ið sem hækkuðu verðið.
Jón sagði sína sannfæringu
óbreytta að hann hefði gert rétt við
setningu reglugerðarinnar og and-
mælti þeirri skoðun sem Verslunar-
ráðið hefði látið í ljós að vandi kart-
öfluverksmiðjanna væfí ekki land-
búnaðarvandi heldur iðnaðarvandi.
Einn fdrmanna benti á að með sömu
rökum mætti benda á smjörið og
segja að hátt verð á því væri iðnaðar-
vandi og krefjast innflutnings. Þetta
álit Verslunarráðsins væri því mjög
hættulegt iandbúáðinum.
Á fundinum kom fram i máli mana
að mikill samdráttur i landbúnaði
hefur leitt til minni þjónustu við hann
sem kæmi mjög illa við þéttbýlisstaði
i Rangárvallasýslu og Vestur Skafta-
fellssýslu.
Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri
benti á að meira þyrfti til að bæta
ástandið en vaxtalækkun og minni
þenslu á höfuðborgarsvæðinu. Fram-
leiðsluiðnaður í sýslunni ætti i erfíð-
leikum og það væri ekki nema arð-
bærasti rekstur sem kæmist af. Eig-
ið fé fyrirtækja væri of litið og vext-
ir of háir. Það væri á heinu að fólk
legði ekki fé i fyrirtæki sem væru
rekin á núlli þegar bankar byðu upp
á góða ávön.
Hjörtur Hjartarson bóndi benti á
að það væri sanngjörn krafa að
Rangæingar fengju meiri hlutdeild i
Jón Helgason
mjólkurframleiðslunni. Hún væri nú
3$ minni en var áður. Eggert Ólafs-
son á Þovaldseyri benti á að Rsngár-
vallasýsla og Vestur Skaftafellssýsla
Fundurinn á Hvolsvelli var vel sóttur.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
hefðu ekki sjávarútveg að styðjast
við þvi kæmi samdráttur i land-
búnaði harðar niður þar. Hann sagði
enga þörf á þvi að ívilna Vestfirðing-
um i mjólkurframleiðslu þá vantaði
njjólk ssem hægt væri að flytja til
þeirra. Hann benti á að innleggsnúm-
erum í Mjólkurbúi Flóamanna hefði
fækkað um 30 sem væri það sama
og að einn hreppur færi i eyði.
Guðni Águstsson alþingismaður
saðgi að fólk i þorpunum fyndi að
tækifæri þess færu minnkandi. Hann
sagði þörf á að taka up héraðsvald
og færa verkefni heim í héraðin, frá
höfuðborginni. Hann benti á að
möguleikar i laxarækt með strönd-
inni væru miklir og vel þess virði að
gefa gaum.
Unnur Stefánsdóttir varaþing-
maður framsóknar sagði umrseðuna
of neikvæða um landsbyggðina þegar
erfiðleikar steðjuðu að og sagði þörf
á að Byggðastofnun væri meira
markandi um verkefni á landsbyggð-
inni. Hún benti á að nýta mætti bet-
ur möguleika hrossaræktar i sýsl-
unni.
Lokaorðin á fundinum átti Jón
Helgason og lagði áherslu á að frum-
kvæði til átaka þyrfti að koma heim-
anað og nýta þyrfti vilja og þekkingu'
fólksins. Hann sagði kaninuræktina
ásjálega eftir að vinnsla kaninufiðu
var byggð upp. Hann sagði að berj-
ast þyrfti gegn einstrengingslegum
fullyrðingum um að allt mætti sækja
yil útlanda. „Það þarf að koma fólki
I skilning um hvað við eigum í okkar
landi, hvað gróðurmoldin gefur okk-
ur,“ sagði Jón.
Sig. Jóns.