Morgunblaðið - 11.03.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 11.03.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 5Sr Þessir hringdu . . Gangandi veg’farendur eru hornrekur Vegfarandi hringdi: „Ódýrasti ferðamátinn er að fara leiðar sinnar á tveimur jafn- fljótum eða með öðrum orðum gangandi. Það er einnig talinn heilsusamlegt að ganga. Eflaust eru göngumenn einnig þjóðhags- lega hagkvæmari en t.d. ökumenn og skyldi maður því ætla að þeir væru í miklu uppáhaldi hjá ríki og bæ. En það er nú ekki. Þegar snjóar er keppst við að ryðja snjónum upp á gangstéttir svo þær verða torfarnar mjög og hreinlega hættulegar gömlu fólki. Þannig eru gangandi vegfarendur hornrekur sem ávalt mæta af- gangi. Algengt er að bílum sé lagt upp á gangstéttir og virðist lítið gert í því að sekta ökumenn fyrir slíkt.“ Ráðhúsið Karl Jakobsson hringdi: „Þar sem borgaryfirvöldum virðist ekki koma annar staður í hug fyrir ráðhúsið en í og við Tjörnina og bæta þannig enn við umferðaröngþveitið í Miðbænum vil ég koma með tillögu sem ég hef ekki heyrt neinn minnast á. Það er að byggja ráðhús ofaná hitaveitugeymana í Öskjuhlíð. Það hefur verið talað um að byggja þar hótell en Hitaveitan hefur nóg að gera annað og virðist hótelrými vera nóg fyrir og í byggingu. Borgarstjórn myndi þá komast upp úr kvosinni og fengi þá ólíkt meira útsýni. Talað hefur verið um að láta umrætt hótel snúast til hægri. Væri ekki hægt að kom- ið til móts við þá sem teljast til vinstri og láta það snúast einnig í þá átta.“ Páfagaukur Blár páfagaukur kom fljúgandi inn um glugga í Selásnum fyrir skömmu. Eigandi hans er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 74780. Skólataska Ljósdrapplituð skólataska með axlaról var tekin í Undirheimum í Fjölbrautarskóla Breiðholts fyrir nokkru. Þeir sem orðið hafa varir við hana eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 73469. Veski Kvenveski tapaðist við Pylsu- vagninn í Lækjargötu um miðjan febrúar. I veskinu var m.a. rautt seðlaveski. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 99-2432. Trúlofunar hr ingur Trúlofunarhringur fannst við Hjálpræðishershúsið fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 41929. Hagsmunum sparifjár eigenda tef lt í tvísýnu mmMsmsr Eykur ójöfnuð oghólfun á fjátmagnsmarkaði _ seeir Gunnar Helgi Hálfdánarson og deilir hart á ýmsar hugmyndir (væntanlegri löggjöf um flármagnsmarkaðmn .... ... ■JiV ■■ ~ ««-*■■*. i Til Velvakanda. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, vinnur nú að undirbúningi lög- gjafar um starfsemi á íslenskum fjár- magnsmarkaði. Hann kynnti frum- varpið fyrir nokkru og fellur það í misgóðan jarðveg. Svo virðist sem verðbréfasjóðum og innlánsstofnun- um sé gert mishátt undir höfði þrátt fyrir að viðskiptaráðherra hafí lýst yfír vilja sínum um jöfnuð á fjár- magnsmarkaði. Gunnar Helgi Hálfdánarson fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags ís- lands segir í ágætu viðtali við við- skiptablað Morgunblaðsins, 18. fe- brúar 1988, að fullkomlega eðlilegt sé að setja einhveija rammalöggjöf um starfsemina til þess að tryggja áframhaldandi framfarir á fjár- magnsmarkaði, en að nauðsynlega heildaryfirsýn vanti í frumvarp ráð- herra. Þeim aðilum sem mótað hafa og starfa á þessum nýja markaði sé haldið markvisst utan við undirbún- ing lagasetningarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um þátttöku. Ef þetta er rétt er það mjög ámælisvert. Gunnar Helgi gagnrýnir einnig hugmyndir ráðherra um eiginfjár- hlutfall verðbréfasjóða. Hann telur það eðlilega kröfu hvað varðar verð- bréfamiðlara, en framíög sjóðfélaga í verðbréfasjóði séu í reynd þeirra eigið fé og því er eiginfjárhlutfall sjóðanna 100%. Einungis sé greiddur arður eða vextir í samræmi við af- komu sjóðanna. Gunnar Helgi segir að hér sé jafnvel um markvissa niður- rifsstarfsemi að ræða. Mismunun verðbréfasjóðanna felist einnig í því að innlánsstofnanir megi annast samskonar rekstur og verðbréfasjóð- imir, en þær hafí hins vegar einka- rétt á því að taka við innlánum. Með tilkomu löggjafar viðskipta- ráðherra myndu bankabréf njóta betri samkeppnisaðstöðu og þar með er verið að skapa ójöfnuð gagnvart þeim bréfum sem verðbréfasjóðirnir gefa út og selja. Með þessari mis- munun er verið að tefla hagsmunum þúsunda sparifjáreigenda í landinu í tvísýnu. Ráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann vildi jafna aðstöðuna á fjármagnsmarkaðnum, en hann er í reynd að auka ójöfnuð með tillögum sínum. Hann gæti hæglega stuðlað að afturför á þróun markaðarins þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um hið gagn- stæða. Ég er ein þeirra sem hafa valið verðbréf fjárfestingarfélaganna sem arðvænlega leið til ávöxtunar á spa- Velvakandi. Ég undirritaður var sá þeim klaufi að glata staf mínum, sem er svartur með silfurhandfangi og merktur Sigríði Jónsdóttur, á þann veg að hengja hann á hurðarhún á bíl er stóð fyrir utan dyr áfengisút- sölunnar við Laugarásveg þann 7. mars sl. meðan ég náði mér í far- miða í strætisvagn. Í því kom vagn- rifé mínu. Mér fínnst að vonum, að núverandi fjármálaráðherra og við- skiptaráðherra séu að gera mér og mínum líkum erfíðara um vik en öðrum. Þessi löggjöf verður væntan- lega til þess að sparifé mitt getur ekki talist eins öruggt þar sem það er í dag og ef það væri á lægri vöxt- um í einhveijum ríkisbankanum. George Orwell skrifaði á sínum tíma heila bók um „dýr jafnaðarmenns- kunnar“ þar sem öll dýr voru jöfn, nema sum sem voru jafnari en önn- ur. Ef til vill ætti hin nýja fjármála- stefna Alþýðuflokksins að gera þessi orð Orwells að sínum. inn og ég rauk af stað og gleymdi stafnum. Því vona ég að eigandi bílsins hafi orðið stafsins var og tekið hann til umhirðu. Vil ég því biðja hann eða aðra þá, sem kunna að hafa stafinn milli handa, vinsam- legast að láta mig vita hið allra fyrsta í síma 32450; Kristjón Ólafsson, Dalbraut 27. Hafdís Göngustafur tapaðist verðlags í marz, því allar vörur eru reiknaðar á sama gengi og í febrúar ífyrra - 1/2 1987 REYKJAVlK UÓ^ND^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.