Morgunblaðið - 11.03.1988, Side 56

Morgunblaðið - 11.03.1988, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 ^6 John Charles ENGLAND John Charles . leysturúr úrfangelsi John Charles, fyrrum landsliðs- maður Wales í knattspymu, var í gær leystur út úr fangelsi í Huddersfíeld. Charles, sem hefur verið í ýmsu braski að undanfömu, gat ekki borgað 943 sterlingspunda sekt. Aðdáendur hans borguðu sektina til að fá hann lausan úr fangelsinu, sem hann var búinn sitja inni í þrjá daga. Charles, sem lék 38 landsleiki fyrir Wales og skoraði 15 mörk í þeim, á enn markametið hjá Leeds - 42 mörk á keppnistímabilinu 1953-54. Hann var fýrsti Bretinn til að fara til Ítalíu. Juventus keypti hann frá Leeds á 65 þús. pund 1957, sem var þá metupphæð fyrir knatt- spymumann. A Ítalíu gekk hann undir nafninu „II Buon Gigante", eða Stóri heiðursmaður- inn, vegna þess hvað hann var prúður á leikvelli - þoldi ekki grófa knatt- oþymu. Charles hjálpaði Juventus til að vinna ftalíumeistaratitilinn þrisvar sinnum- 1958,1960 og 1961, ogbikar- meistaratitilinn tvisvar, 1959 og 1960. Hann skoraði mikið af mörkum með skalla. Leið hans lá afturtil Leeds 1962, en fljótlega keypti Roma hann á 65 þús. pund. Þar sem of miklar kröfur voru gerðar til hans hjá Roma, náði hann aldrei að festa rætur hjá félaginu. Hann fór þá heim, gerðist leikmaður með Cardiff og síðan leikmaður og framkvæmdastjóri með utandeildarlið- inu Hereford 1970. Nú er þessi gamli kappi í fjárhagserfið- leikum. Leeds hefur ákveðið að efna til ágóðaleik fyrir hann 12. apríl á Elland Road, í leik gegn Everton. Charles á að fá 10 þús. pund í sinn vasa eftir leikinn. FRÆÐSLUMÁL / NOREGUR „Verðum að markaðs- setja íþróttir" -segirStefán Konráðsson sem stundar nám í íþróttastjórnunarfræði í Noregi ÞRÁTT fyrir aö þátttaka al- mennings í íþróttum hafi auk- ist verulega á síðustu árum, hefur starf sérsambandanna og íþrottafélaganna ekki breyst í samrœmi við það. Nú eru hinsvegar tveir íslend- ingar sem stunda nám í Nor- egi sem er sérstaklega hugs- að fyrir þá sem stjórna iþróttafelögum og sérsam- böndum. Það eru þeir Stefán Konráðsson og Gústaf Björnsson og munu þeir út- skrifast í vor. Stefán dvaldi hér á landi í nokkar vikur í verklegum hluta námsins, en þá vann hann störf á vegum ÍSÍ. Hann er nú farinn aftur til Noregs þar sem hann iýkur prófumT vor. Hvað er íþróttastjórnunar- fræði? -Það er í raun hin hliðin á íþrótt- um. Sú hlið sem snýr meira að íþróttafélögum og sérsambönd- um, ekki keppni, heldur hvernig halda megi öllu kerfinu gangandi og í raun reka íþróttafélög og sérsambönd eins og um fyrirtæki væri að ræða. Þetta nám var sett á vegna pressu frá íþróttayfirvöldum og þetta er einmitt það sem íþróttir þurfa. Við lærum til dæmis bókfærslu, markaðsfræði, starfsmannahald, almannatengsl og ýmislegt er varðar rekstur íþróttafélaga sem fyrirtækja. Hvað finnst þér _ um rekstur íþróttasambands íslands? -Ég hef verið hér í þrjár vikur og það er hluti af starfsþjálfun minni i skólanum og ég get ekki sagt annað en að ÍSÍ hafí komið mér ánægjulega á óvart, einkum hvað varðar skipulagningu. ÍSÍ er alls ekki á eftir nágrannalönd- um sínum og þetta er lifandi hreyfíng. Það sem þó vekur furðu mína er hve lítið ríkið styrkir iþróttahreyf- inguna. Það er blátt áfram til skammar. Hér á íslandi borgaði ríkið 3.5% af rekstrarfé ÍSÍ 1987 og á þessum ijárlögum er styrkur ríkisins í íþróttamála aðeins sem svarar 2.1% af rekstarkostnaði. Á meðan leggja Svíar fram 90-95% af heildarkostnaði sænska íþrótta- sambandsins og aðrar Norður- landaþjóðir borga svipað. Það er því útaf fyrir sig undarlegt að hægt skuii að reka ÍSÍ jafn vel og er gert. Hvað bíður þín eftir skóiann? -Það er ekki gott að segja en ég vona að ég geti starfað við eitt- hvað sem gengist náminu. Til dæmis að vinna hjá íþróttafélagi, sérsambandi eða bæjarfélagi. Þetta nám er að mörgu leyti hugs- að fyrir íþróttafulltrúa bæjarfé- laga og í bekknum sem ég var í voru 25 Norðmenn sem allir voru búnir að ráða sig hjá bæjarfélagi áður en þeir luku námi. Þannig að ég held að ég þurfí að minnsta kosti ekki að kvfða atvinnuleysi. Stafén Konréðsson hefur verið landsins, en hann stundar nú nám í Hvernig fer kennslan í skólan- um fram? -Þeta er eins og í Háskólanum fyrirlestarar og svo próf í lok annar. Svo kemur starfsþjálfun sem eru þrjár vikur fyrir jól og þijár vikur eftir jól. Fj'rri hlutan var ég í Noregi, en síðari hlutan vann ég hjá ISI og það hefur verið skemmtilegur tími. Hvað varðar kennsluna þá er hún mjög skemmtileg og kennaramir góðir. Þeir koma beint úr atvinn- ulífínu og því verður kennslan lif- andi. • Hvað með fjármögnun íþrótta? -Það er alveg á hreinu að það verður að markaðssetja fþróttim- ar og gera atvinnurekendur ljóst að þetta er ekki ölmusa heldur góður auglýsingamarkaður. Hjá einn af sterkustu borðtennisspilurum íþróttastjómunarfræði f Noregi. Norðmönnum er það til dæmis þannig að þar starfa þijú stór hlutafélög innan íþróttasam- bandsins. Eitt sér um auglýs- ingar, annað um markaðsmál og það þriðja um fjölmiðlamál. Hjá •þeim eru fþróttir stórt fyrirtæki og rekið sem slíkt. Hvernig heldur að gangi að markaðsseija íþróttimar á ís- iandi? -Ég held að það komi til með að ganga vel, en stjómvöld þurfa að breyta viðhorfum sinum. Ein- hverra hiuta vegna hefur aldrei verið litið á íþróttimar sem hluta af menningu íslendinga og þær hafa ailtaf liðið fyrir það. En ég hef ekki trú á öðm en að stjórrivöld vakni og geri sér grein fyrir miklvægi íþrótta, enda kom- inn tími til. KÖRFUKNATLEIKUR / 1. DEILD KARLA Þijú lið berjast um sæti í úrvalsdeildinni ÞAÐ eru þrjú lið í 1. deild karla sem berjast um sæti í úrvalsdeildini í körfu- k'nattleik næsta vetur. Tindastóll, UÍA og ÍS eru í þremur efstu sætunum, en nú eru aðeins tvær umferðir eftir af keppni M.deild karla. Efsta liðið fer beint upp í úrvalsdeildina, en liðið sem hafnar í 2. sæti leikur til úrslita við liðið sem hafnar í næst neðsta sæti úrvals- deildarinnar. Þessi lið sem em í þremur efstu sætunum eiga aðeins þijá leiki eftir. Tindastóll mætir Reyni í kvöld og með sigri í þeim leik hefur liðið svo gott sem tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni. Lið- ið á þó eftir að leika gegn UÍA á heimavelli, en má tapa þeim leik með töluverðum mun. ÍS á eftir að leika gegn ÍA á heimavelli og UMFS á útivelli. UÍA á hinsvegar eftir að leika gegn Tindastól á útivelli og HSK á heimavelli. ÞRIGGJA STIGA SKOR ðijólfur Sverrisson Félag Körfur Leikir Meðal- tal UMFT 36 12 2,9 Auðunn Elísson ÍS 24 11 2,1 Elvar S. Þórólfsson fA 18 11 1,6 Gísli Gíslason ÍA 16 8 2,0 VíðirJónsson Reynir 16 9 1,7 Gunnar Jónsson UMFS 14 10 1,4 Sverrir Sverrisson UMFT 14 12 1,1 Einvarður Jóhannsson HSK 12 8 1,5 Hannibal Guðmundsson UÍA 12 12 1,0 Þorkell Ingi Þorkelsson HSK 10 10 1,0 Kári Marísson UMFT 10 11 0,9 Þröstur Gunnarsson Léttir 10 12 0,8 VITAHITTNI Gunnar Jónsson Félag Skot/stig UMFS 30/23 Nýting 76,67% Eyjólfur Sverrisson UMFT 71/54 76,06% Stefán Friðleifsson UÍA 53/38 71,70% Eyjólfur Þórðarson Léttir 32/22 , 68,75% Sveinn Gíslason Reynir 52/35 67,31% Sverrir Sverrisson UMFT 41/27 65,85% Helgi Sigurgeirsson Léttir 33/20 60,61 Kári Marísson UMFT 30/17 56,67% Einvarður Jóhannsson HSK 30/17 56,67% Unnar Vilhjálmsson UÍA 79/42 53,16% STIGASKOR Félag stigr Leikir Meðal- tal Eyjólfur Svemsson UMFT 377 12 31,4 Sverrir Sverrisson UMFT 195 12 16,2 Bjöm Sigtryggsson UMFT 193 12 16,0 Stefán Friðleifsson UÍA 184 10 18,4 Unnar VilhjáJmsson UÍA 179 12 14,9 Valdimar Guðlaugsson fs 186 12 14,6 Gunnar Jónsson UMFS 171 10 17,1 Elvar S. Þórólfsson ÍA 171 10 17,1 Helgi Gústafsson ÍS 170 12 14,1 VILLUR Meðal Félaj? Villur Leikir tal Unnar Vilhjálmsson UÍA 48 12 3,5 Sverrir Sverrisson UMFT 42 12 3,5 Eyjólfur Sverrisson UMFT 40 12 3,5 Valdimar Guðlaugsson ÍS 40 12 3,3 Helgi Gústafsson ÍS 40 12 3,3 Þröstur Gunnarsson Léttir 40 12 3,2 Bjöm Sigtryggsson UMFT 39 12 3,2 Elvar S. Þórólfsson ÍA 37 11 3,3 Jón Guðbrandsson Reynir 36 10 3,6 Auðunn Elísson ÍS 36 11 3,2 Ágúst Kárason UMET 36 12 3,0 STAÐAN L U T Stigaskor Stig UMFT 12 11 1 1085:817 22 Is 12 10 2 882:686 20 UÍA 12 10 2 823:709 20 Léttir 12 5 7 752:832 10 ÍA 11 4 7 696:786 8 HSK 11 4 7 692:759 8 Reynir 11 2 9 616:746 4 UMFS 11 0 11 712:924 0 OL-LEIKAR Vill ekki gera breyt- ingar Juan Antonio Samaraneh, for- seti alþjóða ólympíunefndar- innar, er alfarið á móti því að handknattleikur og körfuknatt- leikur verði leikinn á vetrar- ólympíuleikum. Tillögur hafa oft komið fram þess efnis að knattleikir eins og t.d. handknattleikur og körfu- knattleikur, sem væm vetrar- íþróttagreinar, ættu að vera með á vetrar-ólympíuleikum, en ekki sumarleikunum. Með því yrði meiri fjölbreytni á vetrarleikun- um og um leið losnaði um álag á sumarleikunum. Samaranch sagði að aðeins þær íþróttagreinar sem fari fram í snjó og á ís, eiga heima á vetrar- leikunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.