Morgunblaðið - 11.03.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988
Qraham Rlx og Kanny Sansom
sjást hér bregða á leik á æfíngu hjá
Arsenal. Rix hefur ekki komist í Ars-
enalliðið að undanfömu og allt bendir
til að Sansom sé á förum frá félaginu.
íH&mR
FOLK
■ KENNY Sansom er líklega á
leið frá Arsenal. Honum hefur ekki
samið vel við Georg Graham fram-
kvæmdastjóra liðsins og um síðustu
■■■■ helgi var Sansom
Frá sviptur fyrirliða-
BobHennessey stöðunni og Tony
' En9landi Adams gerður að
fyrirliða. Talið er að
Graham hafí þegar fundið nýjan
leikmann til að leika stöðu vinstri
bakvarðar. Það er Nigel Winter-
burn sem nú leikur hægra megin.
Svo mun Graham hafa í huga að
setja Lee Dixon, sem Arsenal
keypti frá Stoke fyrir skömmu, í
stöðu hægri bakvarðar. Þannig
væri Sansom óþarfur. Mörg félög
hafa lýst yfír áhuga á að kaupa
Sansom þ.á.m. Tottenham og
Manchester United. Alex Fergu-
son framkvæmdastjóri Manchest-
er United hefur lýst því yfir að
hann ætli að byggja upp nýtt lið á
næsta keppnistímabili og þá vilji
hann fá Sansom til að leika við
hlið félaga síns frá Higbury, Viv
Anderson. Þrátt fyrir öll þessi læti
hefur Bobby Robson enski lands-
liðsþjálfarinn sagt að Sansom haldi
stöðu sinni í enska landsliðinu.
■ BRIAN Stein ristarbrotnaði í
leik Luton gegn Portsmouth á
þriðjudaginn. Hann ætlar þó að
reyna að leika með Luton gegn
Portsmouth í bikarkeppninni um
helgina. Til þess að geta leikið verð-
ur hann á fá leyfí til að nota sér-
staka plasthlíf sem ver ristina fyrir
höggi.
■ OLEG Blokhin einn frægasti
knattspymumaður Sovétríkjanna
er nú orðinn þreyttur á að bíða eft-
ir að komast til austurríska félags-
ins Steyr Vorwaerts. Hann samdi
við Steyr að hann myndi koma og
leika með liðinu, eftir að hann hefði
lokið síðasta keppnistímabili með
Dynamo Kiév, en hann hefur þó
ekki fengið að fara. Opinbera
ástæðan fyrir því að Blokhin fær
ekki að fara er að hann gegnir
mikilvægri stöðu í hemum, en sann-
leikurinn mun vera sá að sovésk
knattspymuyfírvöld voru búin að
lofa ungverska liðinu Ujpest Dozsa
að fá Blokhin eftir að hann hætti
með Dynamo Kiev, án þess þó að
hafa samráð við Blokhin. Forráða-
menn Steyr segja að samningur
þeirra við Blokhin sé fullkomlega
löglegur og hafa ákveðið að kæra
málið til Alþjóðlega knattspymu-
sambandsins.
■ STOKE keypti í gær Gary
Hackett frá Aberdeen fyrir
110.000 pund. Hackett er því kom-
inn aftur til Englands eftir átta
mánaða dvöl f Skotlandi. Hann lék
með Shrewsbury áður en Aberde-
en keypti hann fyrir 75.000 pund.
IBK— KR
76 : 68
fþróttahúsið i Keflavík, úrvaisdeildin i
körfuknattleik, fimmtudaginn 10. mars
1988.
Gangur leiksins: 2:0, 11:11, 17:19,
25:21, 30:21, 34:27, 34:32, 41:3845:
40, 47:46, 57:52, 62:62, 65:66, 67:66,
67:68 76:68.
Stig IBK: Hreinn Þorkelsson 21, Jón
Kr. Gíslason 19, Magnús Guðfinnsson
11, Falur Harðarson 9, Sigurður Ingi-
mundarson 7, Guðjón Skúlason 5, Axel
Nikulásson 2, Brynjar Harðarson 2.
Stig KR: Guðni Guðnason 32, Birgir
Mikaelsson 12, Sfmon Ólafsson 9, Jón
Sigurðsson 4, Jóhannes Kristbjömsson
4, Ástþór Ingason 4, Matthias Einars-
son 3.
Áhorfendur: 180.
Dómarar: Jón Bender og Sigurður
Valur Halldórsson.
KORFUBOLTI / 1. DEILD KONUR
ÍR fagnaði sigriv en
síðan blasti tap við
að leiðinlega atvik átti sér
stað f Grindavík í gærkvöldi,
að mistök áttu sér stað S skrift á
leikskýslu í leik UMFG og ÍR.
Þegar flautað var
til leiksloka mátti
sjá á ljóstatöflunni
að IR-stúkumar
höfðu farið með
sigur af hólmi, 38:39.
Þegar dómarar leiksins fóm yfir
leikskýsluna kom í ljós að tvær
Frá
Kristni
Benediktssyni
í Grindevik
körfur Grindavíkurliðsins höfðu
verið ritaðar sem ein. Leiknum
lauk því með sigri UMFG, 40:39.
ÍR-stúlkumar vom að vonum sár-
ar yfír þessum mistökum, en
sættu sig við tapið, sem getur
haft mikla þýðingu fyrir þær f
meistarabaráttunni. Leikurinn var
mjög jafn allan tímann. Marta
Guðmundsdóttir skoraði 15 stig
fyrir UMFG, en Sóley Oddsdóttir
níu stig fyrir ÍR.
KNATTSPYRNA / SPANN
Fyrsti sigurinn í
Madrid í 33 ár
Real Sociedad sigraði Atletico
Madrid í gær, 2:0, og komst
þar með f annað sæti 1. deildarinn-
ar á Spáni á eftir Real Madrid.
Þetta var fyrsti sigur Real Sociedad
yfír Atletico Madrid á útivelli í 33
ár eða síðan 1955.
Markakóngur Spánveija, Jose
Bakero, náði forystunni fyrir
Sociedad á 59. mínútu er hann
nýtti sér misskilning f vöm Atletico.
Aitor Beguirristain bætti svo öðm
marki við skömmu fyrir leikslok er
hann lyfti boltanum snyrtilega yfír
Resino, markvörð Atletico.
Real Madrid er enn f efsta sæti
með 44 stig. Real Sociedad er í 2.
sæti með 37 stig, Atletico Madrid
er með 36 stig og Athletic Bilbao
er í 4. sæti með 35 stig. Þessi lið
hafa öll lokið 27 leikjum nema
Sociedad sem á einn leik til góða.
FRJALSAR
Innanhússmót í
öldungaflokki
Innanhússmót FRÍ í öldunga-
flokki ftjálsra íþrótta verður
haldið um helgina í Baldurshaga.
Mótið hefst kl. 13.30 bæði laugar-
dag og sunnudag er stendur til kl.
15.30 báða dagana.
Keppnigreinar fyrri daginn eru 50 m
hlaup, 50 m grindahlaup, langstökk,
hástökk án atrennu og þrístökk með
atrennu, og seinni daginn verður keppt
i langstökki og þrístökki án atrennu,
kúluvarpi og hástökki með atrennu.
Konur verða að hafa náð þrítugsaldri
til að öðlast þátttökurétt á mótinu og
karlar þijátíu og fimm ára markinu.
Msm
FOLK
■ KURT Lindner var í gær ráð-
inn þjálfari Ajax í stað Johan Cru-
yff sem hætti fyrir rúmum tveimur
mánuðum. Lindner er v-þýskur en
hefur m.a. þjálfað unglingalandslið
Sviss. Ajax á góða möguleika á
að komast áfram í Evrópukeppni
bikarhafa, en liðið sigraði sviss-
neska liðið Young Boys í fyrri leik
liðanna á útivelli 0:1.
■ OLDHAM keypti í gær mark-
vörðinn Andy Rhodes frá Don-
caster fyrir 65.000 pund. Rhodes
lék áður með Bamsley.
■ DEAN Horrix leikmaður Re-
ading skrifaði í gær undir samning
við Millwall. Þar með missti hann
af ferð til Wembley en Reading
er komið í úrslit Simod bikarkeppn-
innar gegn Luton. Það er þó frekar
kaldhæðnislegt að Horrix skoraði
sigurmörk Reading bæði í 8-liða
úrslitum og undanúrslitum.
■ JOHN Bume einn lykilmanna
Q.P.R. er líklega á leiðinni til Sund-
erland fyrir 150.0000 pund. Sund-
erland er nú í 3. deild, en á góða
möguleika á að komast upp í 2.
deild. Ástæðan fyrir sölu Burne er
sú að Jim Smith, framkvæmda-
stjóri Q.P.R vill fá pening svo hann
geti keypt Trevor Francic frá
Rangers, en þeir voru báðir hjjgr'
Birmingham fyrir nokkrum árum.
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
Keflvíkingar voru
sterkari á lokasprettinum
Skoruðu 9 síðustu stigin og sigruðu vesturbæjarlið KR
Keflvíkingar léku betur á
síðustu mínútunum á meðan
hvorki gekk né rak hjá KR-ingum
og tókst að tryggja sér sigur með
■■l^^^gg þvf að skora 9
Bjöm síðustu stigin í
Blöndal leiknum. Útlitið var
skrifarfrá fremur dökkt hjá
heimamonnum fynr
þennan leik, því þrír leikmenn voru
meiddir, Gylfí Þorkelssspn, Ólafur
Gottskálksson og Matti Ó. Stefáns-
son. Ekki batnaði útlitið þegar
Axel Nikulásson meiddist í upphafi
leiksins og varð að fara af leikvelli,
en Keflavíkurliðið gáfst ekki upp
og tókst að tryggja sér tvö dýrmæt
stig gegn KR-ingum, sem eru að
ná upp ágætu liði.
Leikurinn fór vel af stað, bæði liðin
léku hraðan og skemmtilegan
körfuknattleik. En síðan fór að
færast meiri harka í leik líðanna
og fyrir bragðið varð leikurinn ekki
sú skemmtun sem hann bauð í upp-
hafí ef frá eru taldar síðusru mín.
Keflvíkingar höfðu oftast undirtök-
in, en munurinn varð aldrei mikill
og undir lokin höfðu KR-ingar for-
ystuna 68:67, en þá fór allt í ba-
klás hjá þeim og heimamenn
tryggðu sér sigurinn með því að
skora 9 stig gegn engu stigi vestur-
bæjarliðsins. Þá höfðu þrír KR-
ingar orðið að yfírgefa völlinn með
5 villur.
lagnú
r IBl
fur ÍBK f leiknum, sterkur undir
körfunni og nær mörgum fráköst-
um. Hreinn Þorkelsson og Jón Kr.
Gíslason voru einnig ágætir og
skoruðu mikilvæg stig.
Guðni Guðnason var bestur í KR-
liðinu að þessu sinni ásamt þeim
Símoni Ólafssyni og Birgi Mikaels-
syni.
Morgunblaðið/Einar Falur
QuAnl QuAnason átti mjög góðan leik með KR og
skoraði 32 stig gegn Keflavík.
Magnús QuAflnnsson lék
sem lagði KR-liðið að velli.
Morgunblaðið/Einar Falur
vel með Keflavíkurliðinu,