Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Biblíulestrarvaka guðfræðinema í til- efni Rússlandsfarar HÓPUR guðfræðinema við Háskóla íslands hélt biblíulestrarvöku í Dómkirkjunni síðasta sunnudag. Hún var haldin í tilefni Rússlands- farar hluta guðfræðinema á vori komanda og var áheitum safnað, að sögn Kristins Sigurþórssonar guðfræðinema. Hófst vakan á mið- nætti aðfararnótt sunnudags og lauk sólarhring síðar. Dagskráin hófst á lestri úr sögu og stöðu rússnesku kirkjunnar Davíðssálmum og var lesið fram auk þess sem tengsl hennar við að morguntíðum klukkan 8. Að þeim loknum hófst undirbúningur messu og var messað kl. 11 og 14. Séra Hjalti Guðmundsson og séra Þórir Stephensen messuðu. Þá tók við lestur úr Lúkasarguðspjalli. Á milli lestra kynntu guðfræðinemar íslensku kirkjuna voru rakin. Saga armensku kirkjunnar var kynnt sérstaklega. Kl. 21 var kompletor- ium og dagskránni lauk síðan með gregorskri messu, séra Heimir Steinsson messaði. Morgunblaðið/BAR Frá vöku guðfræðinema i Dómkirkjunni. Við orgelið situr Jón Stefánsson og fremst til hægri sést í séra Heimi Steinsson. Þrjú þúsund gestir heim- sóttu Lands- spítalann „Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum,“ sagði Ingólfur Þóris- son framkvæmdastjóri tækni- sviðs Landsspítalans í samtali við Morgunblaðið um aðsókn að opnu húsi Landsspítalans sl. sunnudag. „Við áttum von á um 1500 gestum en þegar dagurinn var á enda höfðu 3000 manns komið hingað og kynnt sér húsakynni og starfsemi Lands- spítalans. Þrátt fyrir þennan ' mikla mannfjölda tókst þetta i alla staði mjög vel og við erum mjög ánægð með þessar góðu undirtektir almennings,“ sagði Ingólfur Þórisson. Myndin er af Kleppe í ræðustól í Atthagasal Hótel Sögu í gær. Framkvæmda- stjóri EFTA í heimsókn Norðmaðurinn Per Kleppe, framkvæmdastjóri Fríverzlun- arsamtaka Evrópu (EFTA), er nú staddur hér á landi. í gær flutti hann erindi um þróunina í átt til samruna Evrópu (European Integration Proc- ess). Erindi þetta flutti Kleppe á há- degisverðarfundi, sem Utflutn- ingsráð íslands boðaði til ásamt aðilum að ráðgjafanefnd EFTA, það er Alþýðusambandi íslands, Félagi islenzkra iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Sambandi ísl. samvinnufélaga, Verzlunarráði íslands og Vinnu- veitendasambandi íslands. \feistu? Lactacyd léttsápan styiisir vamir húðarinnar gcgn sýklum og sveppum! Lactacyd léttsápan hefur þann einstaka eiginleika að efla náttúrulegar varnir húðarinnar. Daglega eyðum við þessum vörnum með „venjulegum sápuþvotti“. Súr vörn Sýklar og sveppir þrífast síður í súru umhverfi. Súrir eigin- leikar húðarinnar eru náttúruleg vörn hennar gegn þessum vágestum. „Venjulegar sápur“ eru lútarkenndar (basískar) og lúturinn eyðir sýru húðarinnar. Jafnframt verða lútarleifar til þess að valda kláða á viðkvæmum stöðum s.s. við kynfæri og endaþarm. Þannig getur „venjulegur sápuþvottur“ orðið til óþæginda og brotið þessar náttúrulegu varnir okkar niður. Efnasamsetning í Lactacyd léttsápunni er Lactoserum, mjólkursýra og fosfór- sýra sem gerir lágt þH-gildi sápunnar og viðheldur eðlilegu sýrustigi húðarinnar. Laurylsúlföt sem gera Lactacyd að virkri sápu og jarðhnetuolía sem kemur í vegfyrir húðþurrk. Þessi samsetning og hið lága pH-gildi gera samanburð á „venjulegum sápum“ og Lactacyd hreinlega óþarfan. Notkun Það er engin tilviljun að margir læknar mæla með Lactacyd: til daglegrar umhirðu húðar, hárþvotta, þvotta á kynfærum, fyrir þurrar og sprungnar vinnuhendur, óhreina húð (bólur og húðormar), viðkvæma húð (í nára eða öðrum húðfellingum) svo og fyrir ungbörn (erting á bleiusvæði) enda er Lactacyd léttsápan ofnæmisprófuð. pH-gildið Sýrustig húðarinnar er mælt og gefið upp í pH-einingum. „Venjulegar sápur“ hafa hátt pH-gildi, hærra en 7 (u.þ.b. 10—11) og eru því lútarkenndar. Lactacyd léttsápan hefur hins vegar lágt pH-gildi eða 3,5 sem þýðir að hún er súr. Lágt pH gildi Sýrueiginleikar ----7------- Hlutlaust ---------------14 Hátt pH gildi Lútareiginleikar Lactacyd er fljótandi sápa með eða án ilmefna í 350 ml plast- flöskum með spraututappa. Allar upplýsingar á íslensku. MUNDU! Húðin heldur uþpi sínum eigin vörm gegn sýklum og svepþum. Ef við notum ranga sá eyðum við þessum vórnum. Lactacyd léttsápan fæst í Fjarðarkaupum, Glæsibæ, Hag- kaupum og Miklagarði. Og að sjálfsögðu í næsta apóteki. ^jótandj sáp®„. Jft SSsajSí* "*•*«»* nhww*«"*‘ Hristtst H 3,J — -e wt«Y Mpa VWW Hristtöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.