Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 13

Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 13 Silfurtúnglið skín á Akranesi Úr sýningu fjölbrautarskólanema á Akranesi á Silfurtúnglinu. Leiklist Hávar Sigurjónsson Listaklúbbur Fjölbrautaskóla Vesturlands sýnir: Siifurtúnglið Höfundur: Halldór Laxnes Leikstjóri: Stefán Sturla Sig- urjónsson Dtsetning Tónlistar: Hljóm- sveitin Mánaskin Leikmynd: Stefán Sturla Sig- urjónsson Listaklúbbur Fjölbrauta- skólans á Akranesi ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með uppfærslu á Silf- urtúngli Halldórs Laxnes. Til- efnið er 10 ára afmæli klúbbs- ins og ber sýningin þess merki að vera afmælissýning, því greinilega hefur verið lagt í mikinn kostnað og mikla vinnu. Þessi fyrirhöfn fékkst þó endurgoldin á frumsýningu sl. föstudagskvöld, þar sem viðtökur áhorfenda voru á eina lund. Þeir skemmtu sér ágætlega og kunnu vel að meta. Leikritið Silfurtúnglið flyt- ur sígilt efni; hvemig spillt og blinduð peningahyggjan eyði- leggur saklausa og einfalda landsbyggðarstúlku með loforð- um um gull og græna skóga ásamt frama í London, París og New York. Einhvem veginn hljómar þessi lýsing kunnuglega frá síðustu misserum, þó í eilítið öðru samhengi sé oftast nær. Silfurtúnglið á a.m.k. fullt erindi við unglinga og þá ekki sður aðra áhorfendur í dag. Stefán Sturla leikstjóri hefur unnið mikið starf með þessum hóp, það er greinilegt. Honum hefur tekist að skapa heilstæða sýningu, sem rennur liðlega áfram, ljós, hljóð og skiptingar ganga hratt og vel fyrir sig. Leik- mynd Stefáns er að flestu leyti vel hugsuð, þó mætti gera at- hugasemd við staðsetningu atrið- is í húsi Lóu og Ola. Þar er fjar- lægð við áhorfendur nær of mik- il til að hlýleiki þessa litla húss komist til skila. A hinn veginn má kannski lesa úr þessu tákn- ræna fjarlægð áhorfenda við þetta fábrotna' líf. Tæknilegar lausnir sýningarinnar hafa kannski tekið tíma Stefáns Sturlu um of, því framsögn flestra leik- enda er óþægilega ábótavant. Sumpart má það skrifast á fmm- sýningarskrekk, sumpart á leik- stjórann. Staðsetningar allar og hreyfingar leikenda eru ágætar og gaman að sjá stjóm Stefáns á þeim atriðum þar sem fleira en eitt er að gerast í einu. Ef undan er skilin framsögn leikenda, þá standa þeir sig með ágætum flestir hveijir. Hulda Gestsdóttir var góð Lóa og til- þrif hennar í lokaatriðinu sanrt- færandi.tÞá syngur Hulda ágæt- lega. Onnu Alexandersdóttur skorti nokkuð á til að koma heimskonunni ísu fyllilega til skila en útlit hennar var ágætt. Astæða er til að hrósa hópnum fyrir búningana, þeir eru ágætir og hjálpa við skilning á persónun- um. Arsæll Már Amarson var kraftmikill Feilan en framsögnin er hans Akkilesarhæll. Sama má segja um Þórodd Bjamason í hlutverki Mr. Peacocks. Báðir vom þeir skemmtilega ömggir í hreyfingum og hugmynd þeirra um persónumar virtist sterk. Gunnar Kristmannsson hafði réttan skilning á Óla. Mátulega „utanbæjarlegur" og „sveitó“. í lokaatriðinu snerti hann jafnvel streng í brjósti manns. Kristján Björn Þórðarson var bráð- skemmtilegur Róri, hann stal senunni í upphafsatriðinu og var nær sá eini sem hafði hnökra- lausa framsögn. Loks er ástæða til að nefna Emiliano Ramirez og Önnu Lám Steindal í hlutverk- um Samsons og Senukonu. Þau vom bæði bráðfyndin. Tónlist og dansar vom með miklum ágætum og greinilega þaulæfð, en það hvarflaði að manni að óneitanlega virtist það liggja betur fyrir leikendum að túlka peningahyggjuna og tryll- inginn í Silfurtúnglinu, en líf „lítilla hjóna í litlum bæ við lygn- an fjörð." Útkoman er þá kannski enn frekar þessi kraftmikla og fjöruga sýning - sem raun ber vitni. A Anna O. Björnsson ritstjóri Heilsu- verndar ANNA Ólafsdóttir Björnsson hefur verið ráðin ritstjóri tíma- ritsins Heilsuverndar, sem Nátt- úrulækningafélag íslands gefur út. Anna er 35 ára, sagnfræðingur að mennt, lauk BA-prófi frá Há- skóla íslands árið 1978 og cand. mag. prófi frá sama skóla árið 1985. Anna hefur fengist við blaða- mennsku og aðra fjölmiðlun síðast- liðin tíu ár. Hún hefur starfað sjálf- stætt undanfarin tvö og hálft ár og einkum tekið að sér umsjón ein- stakra blaða fyrir félagasamtök og fyrirtæki, auk greinaskrifa og vinnu viðútvarp. Á þessu ári verður útgáfa Heilsu- vemdar aukin, blaðið stækkað og fyrirhugað er að fjölga tölublöðum. Heilsuvemd er ætlað að verða leið- andi í umfjöllun um ýmsar leiðir til bættrar heilsu og betra lífs. Efni 'blaðsins verður hvaðeina er varðar holla lífshætti í anda nutímans, lif- andi blað fyrir lifandi fólk. Nýtt útlit blaðsins hannar Björgvin Ól- afsson. (Fréttatilkynning) Tónlistarskólinn í Reykjavík: Nemendatón- leikar á Kjar- valsstöðum HINIR árlegu nemendatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík verða á Kjarvalsstöðum í kvöld, þriðjudaginn 15. mars, kl. 21. Fjöldi nemenda kemur fram á tónleikunum og efnisskráin er fjöl- breytt að venju. Flutt verður Tríó í Es-dúr eftir Beethoven, Keisara- kvartettinn eftir Haydn, sönglög eftir Schubert og Strauss og ein- leiksverk fyrir píanó, flautu, fiðlu og lágfiðlu. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm léyfir og aðgangur er ókeypis. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Síðasta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 23. mars nk. Námskeiðið hentar öllum, sem vilja margfalda lestrarhraða sinn, hvort heldur er við lestur fagurbókmennta eða námsbóka. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091 (ath. nýtt símanúmer). Hraðlestrarskólinn. SKMTÖLVUR TILVALIN FERMINGARGJÖF! Skáktölvur í úrvali sem henta jafnt byrjendum sem stórmeisturum hvað styrkleika snertir. Ótal möguleikar — þroskandi og spennandi leikur. Kynnið ykkur úrvalið — takið áskoranda við ykkar hœfi. UTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND Hjá Magna, Laugavegi 15, Reykjavík, S. 23011 Penninn, Hallarmúla 2, Reykjavík, S. 38402 Penninn, Austurstræti, Reykjavík, S. 27211 Penninn, Kringlunni, Reykjavík, S. 689211 Bóka- og ritfangav. Veda, Hamraborg, Kópavogi, S. 40877 Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, S. 651630 Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Keflavík, S. 11102 Bókabúð Andrésar Níelssonar, Skólabraut 2, Akranesi, S. 11985 Kaupf. Borgfirðinga, Egilsgötu 11, Borgarnesi, S. 71200 Bókabúð Jónasar Tómassonar, Hafnarstræti 2, ísafirði, S. 3123 Verslun Sigurðar Pálmasonar, Höfðabraut 6, Hvammstanga, S. 1350 Bókabúð Brynjars, Skagfirðingabraut 9a, Sauðurkróki, S. 5950 Verslunin A.B.H., Aðalgötu 26, Siglufirði, S. 71301 Bókabúð Þórarins Stefánssonar, Garðarsbraut 9, Húsavík, S. 41234 Bókabúð Sigurbjörns Brynjólfssonar, Hlöðum, Egilsstöðum, S. 11299 Kaupfél. A-Skaftfellinga, Höfn i Hornafirði, S. 81200 Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum, S. 1434 Bókabúð Grindavikur, Grindavík, S. 68787_______________________ DAGVIST BARJVA. KLEPPSHOLT Laugaborg y/Leirulæk Staða forstöðumanns á dagheimilinu Lauga- borg.er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní n.k. BREIÐHOLT Ösp — Asparfelli Staða forstöðumanns á leiksk./dagheimilinu Ösp er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. apríl n.k. Jöklaborg Staða forstöðumanns á nýju dagvistarheimiii í Seljahverfi er hér með auglýst laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. apríl n.k. • Upplýsingar gefur framkvœmdastjóri á skrifstofu Dagvistar bama í síma 27277.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.