Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 19

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 19 Vatnsflutningnr. Allt vatn, sem notað er í Kongelai verður að flytja heim. Ljósmynd/Kjartan Jónsson Ragnar. „Mikill tími fer í að Þjálfa upp leiðtoga. Nú eru starfandi fimm prédikarar hjá okkur. Tveir söfnuð- ir hafa þegar verið formlega stofn- aðir, en búið er að starfa á þessu svæði í um 7 ár. Starf er auk þess rekið á 7 öðrum stöðum. Starfið hér var í upphafi rekið frá íslensku kristniboðsstöðinni í Chepareria, en vegna umfangs þess og mikillar fjarlægðar var það gert sjálfstætt." Hrönn sér um starf á meðal kvenna. „Markmið þessa starfs“, segir hún, „er að þjálfa upp leið- toga, sem geta kennt sínu fólki, enda ná innfæddir_ miklu betur til síns fólks en við. Ég safna saman efnilegum konum til vikulegra funda og kenni þeim lestur, skrift, heilsufræði, um hreinlæti og hollt mataræði auk Guðs orðs. Þegar er ein þeirra farin að geta unnið sjálf- stætt. Við vonum að þetta starf muni með tímanum minnka fáfræði og bæta lifnaðarhætti fólksins hér um slóðir. En þetta tekur sinn tíma. Fólk þarf að fá að átta sig á þessum nýjungum. Það þarf ekki endilega að setja í gang stór þróunarverk- efni til að bæta hag fólksins." Langt frá vinum og fjölskyldum „En hvemig er að búa svona afskekkt og langt frá hvítu fólki? Erað þið ekki að kasta burt bestu áram ævi ykkar?" Þau líta hvort á annað. Þessu er greinilega ekki auðsvarað. Ragn- ar svarar: „Þó að við eigum marga góða vini hér, eram við að mörgu leyti mjög ólík þeim. Bakgrannur okkar og menning er svo ólík. Þeir skilja okkur mjög takmarkað. Óneitanlega skiptast á skin og skúr- ir í tilveranni hér eins og annars staðar og stundum verðum við fyr- ir vonbrigðum. Oft söknúm við sam- félagsins við íjölskyldur og vini heima á íslandi. Bréf að heiman, og kveðjur í formi blaða og-tíma- rita era mjög mikils virði, að ekki sé talað um, þegar smágóðgæti er stungið með. Þá er hátíð! Fjölskyldulífið er með öðrum hætti en á íslandi. Hér er minna stress og vinnutíminn sveigjanlegri. Vinnustundimar era ekki færri, en mikið af starfinu fer fram í ná- grenni heimilisins. Hér er ekki eins margt, sem togast á um fjölskyld- una. Kristniboðinn verður alltaf að segja skilið við eitthvað. Hann get- ur ekki „notið“ alls, sem hann myndi njóta á íslandi vegna þess að hann býr að jafnaði afskekkt. Þetta er ekkert neikvætt fyrir okk- ur því að gæði kristniboðans verða ekki þau sömu og gæði efnishyggju- mannsins á íslandi. Við fáum að kynnast ýmsu og glíma við margt, sem er frábrugðið því, sem við eram alin upp við. Það er líka þroskandi og menntun á sinn hátt. Þá er ekki síst blessun fólgin í því að vera á þeim stað, sem Guð hefur kallað okkur til. Við njótum blessunar af fyrirbænum kristniboðsvina heima á íslandi. Það er því langt frá því að við séum að kasta burt bestu áram ævi okkar, heldur eram við þakklát fyrir að fá að nota þau í þessu starfi." Höfundur er kristniboði i Kenýu og hefur um lengri tíma sent Morgunblaðinu pistla um land og þjóð. Neide Molinari, sem sýnir verk sín í Gallerí List, Skipholti 50b. Neide sýnir í Gallerí List Brasilíska listakonan Neide Molinari opnaði sýningu á verk- um sínum í Gallerí List, Skip- holti 50b, laugardaginn 12. mars sl. Þar sýnir listakonan olíumál- verk sem hún hefur málað á síðustu árum. Neide Molinari fæddist í Rio de Janeiro og stundaði myndlistamám þar og í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið þrjár sýningar í Fortaleza í Brasilíu og tvær í New York, árin 1985 og 1987. Sýning Neide í Gallerí List verður opin virka daga frá kl. 10—18 og kl. 14—18 um helgar. Henni lýkur 20. mars. (Fréttatilkynning) HÉR ER LAUSNIN HP LaserJet II gengur nú beint við IBM 36/38 IBM 5219 prentara \ samhaefður Auðveldur í uppseti^ingu Fyrirferðarlítill / Henta fyrir Ritvang 36 Öll útprentun Smækku utskrift • ^ ******, SÍ5219 Margar I 36/38 Gott verð ★ Aukin afköst ★ Fleiri leturgerðir ★ Gengur jafnframt við PC tölvur ★ Lausnin sem IBM 36/38 notendur hafa beðið eftir Söluaðilar: GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. NYBYLAVEGI 16 • PO BOX 397 • 202 KOPAVOGUR • SIMl 641222 w Hverfisgötu 33, slmi: 62-37-37 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsslræti 4, simi: 26100 Okkar þekking í þína þágu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.