Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 BRÚÐARBRENN- UR ÁINDLANDI Hefðbundið indverskt brúðkaup. eftirKaranSawhny . Á liðnu bausti bárust þær fréttir frá Indlandi að þar ríkti töluverð spenna vegna þess að ung ekkja hefði verið brennd á bálkesti með Uki eiginmanns síns. í grein þeirrí sem hér birtist og er eftir aðstoðarrítstjóra blaðs- ins Statesman á Indlandi, er því lýst hvernig brúðarbrennan breyttist í múgæsingu og trúar- hita, sem yfirvöld hafa reynt að hafa hemil á. Snemma morguns hinn fjórða september 1987 bárust þær fréttir til þorpsins Deoraia, að 24 ára gam- all maður, Maal Singh að nafni, kandidat í vísindum, hefði látist í sjúkrahúsi. Hann þjáðist af gama- bólgu og hafði aðeins dvalist á spítala í tvo daga þegar hann lést. Um klukkan 10 f.h. var lík hans flutt til þorpsins, sem er um 60 km norður af Jaipur (höfuðborg Raj- asthan-fylkis). Klukkutíma síðar fór líkfylgd til líkbrennslusvæðis þorps- ins. Meðal syrgjenda var Roop Kun- war, ekkja Maal Singh, 18 ára göm- ul aðlaðandi stúlka, en henni var síðan fylgt að bálkestinum af nokkrum mönnum sem voru vopn- aðir sverðum. Samkvæmt ákæru- skjöhun sem héraðsdómari hefur undir höndum, var Roop Kunwar látin setjast á bálköstinn og lík eig- inmannsins síðan lagt í lq'öltu henn- ar. Þá var eldiviði staflað upp að henni svo hún gat ekki risið á fæt- ur. Þegar hún reyndi að segja eitt- hvað hóf fjölskylda eiginmanns hennar að söngla „Jai Jai“ (Heill sé þér). Aðrir, sem safnast höfðu saman til að fylgjast með bálför- inni, tóku þátt í söngnum. Örfáum mínútum seinna var eldur borinn að bálkestinum, en það gerði 15 ára gamall mágur stúlkunnar, Þushpender Singh. Hún reyndi nú aftur að standa upp til að tala, en við það skekktist bálkösturinn og eldurinn slokknaði. Þá söfnuðu við- staddir saman þurrkuðum þymi- runnum sem bætt var á köstinn. Síðan var aftur kveikt í honum. Eldurinn logaði frá klukkan 11.30 f.h. til 1 eftir hádegi en þá var líkami Roop Kunwar brunninn til ösku ásamt Ifki eiginmanns hennar. í fyrstu skýrslum um málið var talið að um það bil 500 af íbúum þorpsins hefðu fylgst með þessum atburði. í guða tölu Roop Kunwar hafði verið gift Maal Sing í 8 mánuði þegar hann lést, en samkvæmt siðvenjum raj- put-stéttarinnar höfðu þau aðeins eytt litlum hluta þess tíma saman þar sem þetta var fyrsta ár þeirra í hjónabandi. Faðir brúðarinnar, Mr. Bal Singh Rathore, rekur flutn- ingaskrifstofu í Jaipur, og faðir Maal Singh, Mr. Sumer Singh Shekhawat, er magister og kennari í hindí við menntaskóla þorpsins. Báðar fjölskyldumar vom „rajput", eða af riddarastétt. Fjölskylda Roop Kunwar miklum mun ríkari. Heim- anmundurinn var 250 grömm í gulli, sjónvarpstæki, útvarp, nokkr- ar loftkælingarviftur, ísskápur og 30.000 rúpíur á bankareikningi. Foreldrum Roop Kunwar var ekki skýrt frá bálförinni fyrr en daginn eftir að hún fór fram. Þau og fjórir bræður hennar hröðuðu sér til Deorala. Þau gmnaði að ekki væri allt með felldu, en komu of seint. Þeim var sagt að dóttir þeirra hefði fómað sér sjálfviljug og væri nú komin í guða tölu. Fólk var þegar farið að flykkjast til Deor- ala í stómm hópum. Ungir menn með bmgðin sverð stóðu vörð um leifar bálkastarins og enn mátti sjá ijúka úr glæðunum. Byrjað var að safna fjárframlögum til byggingar hofs til heiðurs hinu nýja „mahas- ati“ (Hin mikla brennifóm), sem hafði fært báðum fjölskyldunum mikinn heiður. Fjölskylda Roop Kunwar sætti sig við þessa skýringu á dauða hennar. Þegar faðir hennar var, nokkmm dögum seinna, spurður hvemig honutn liði eftir atburðinn, sagðist hann vera bæði glaður og hryggur. Hann sagði það hug- hreystingu, að dóttir hans væri nú píslarvottur samkvæmt fomri trú hindúa, og Devi (gyðja), ákölluð af þúsundum fólks. Hann bætti því við að atburðurinn hefði aukið virðingu hans innan þjóðfélagsins og fjöl- skylda hans væri nu fræg. Brennan væri sögulegur viðburður. (Síðar tilkynnti hann um 100.000 rúpía framlag til að byggja hof í minn- ingu dóttur sinnar.) Nokkrir öld- ungar þorpsins vom fljótlega fengn- ir til að hafa umsjón með fjárfram- lögum, sem bárust í stríðum straumum. Móðir Roop Kunwar hóf nú að predika fyrir fólki, en hvert hennar orð var nú ginnheilagt og margir töldu dóttur hennar tala í gegnum hana. Straumur pílagríma Fimm dögum eftir „hina glæsi- legu fóm Roop Kunwar," fóm með- limir í nokkmm kvenréttindasam- tökum til skrifstofu Mr. Harideo Joshi, ríkisstjóra í Rajasthan, og kröfðust þess að hann gerði ráðstaf- anir til að stöðva helgihaldið sem nú var í fullum gangi á fómarstaðn- um. Hvem dag streymdu meira en 10.000 pílagrímar til þessa 10.000 manna þorps. Nokkrir komu jafnvel alla leið frá Kalkútta og var síðan ekið í loftkældum glæsivögunum frá flugvellinum í Jaipur. Svo gengu þeir berfættir frá næsta bæ, hina 4 kílómetra til Deorala, þar sem þeir lögðu fram fé, báðust fyrir á fómarstaðnum og tóku við blessun hinnar nýju Sati Mata (fómarmóð- ur), Roop Kunwar. Héraðsblöðin birtu æsifregnir um atburðinn og flennistórar ljósmynd- ir frá giftingu hinna óhamingju- sömu hjóna prýddu forsíður þeirra. Nokkur þessara blaða lýstu stuðn- ingi við brúðarbrennuna. Á meðan var hért á undirbúningi fyrir 13. dags helgiathöfn sem kall- ast „chunri mahotsav", en þar var búist við að um 100.000 trúaðir yrðu viðstaddir. Hinn 16. september komu foreldrar Roop Kunwar með gullsaumaðan dúk sem kallast „chunri" og bræður hennar fjórir báru síðan í skrúðgöngu þangað sem brennan hafði farið fram, en þar var dúkurinn færður sem fóm. Þessi athöfn, sem markaði lok hins hefðbundna sorgartímabils, var haldin tveim tímum áður en áætlað hafði verið til að forðast afskipti lögreglunnar. Hæstiréttur Rajasth- an-fylkis hafði, daginn áður, bann- að allar almennar samkomur við fómarstaðinn. Lögreglan taldi sig ekki hafa bolmagn til að koma í veg fyrir áðumefnda athöfn, né að handtaka þá sem grunaðir vom um að hafa hvatt til brúðarbrennunnar. Rúm- lega 250.000 manns höfðu nú safn- ast saman og löggæsla var nánast ógerleg. Móðursjúkar konur fleygðu sér flötum á fómarstaðnum meðan brennan var lofsungin hástöfum. fjárframlög mku upp í meira en 500.000 rúpíur. Að minnsta kosti ijórir þingmenn á löggjafarþingi Rajasthan, þar á meðal alþekktur stjómarandstöðuleiðtogi, tóku þátt í útförinni. Myndir af Roop Kunwar vom seldar í tugþúsunda tali og tengda- faðir hennar veitti pílagrímum blessun sína. Bæklingar, þar sem brúðarbrennur vom dásamaðar, vom gefnir út og þeim dreift og í nær mánuð fór trúarofstæki um þorpið líkt og eldur í sinu. Þeir sem komið höfðu til að biðjast fyrir vildu enga gagnrýni heyra. Þeir sögðu brúðarbrennur hluta af glæsilegri hefð rajput-stéttarinnar. Mótmæli magnast Hinn 18. september handtók Iög- reglan Sumer Singh Shekhawat, tengdaföður Roop Kunwar, ásamt Ijórum öðmm, og kærði fyrir morð og hvatningu til sjálfsmorðs. Fljótlega fór Chidambaram, ráð- herra í ríkisstjóm Rajivs Gandhis, til Deorala til að sjá hlutina með eigin augum, en þá höfðu mótmæli gegn því að fóma ekkjunni á báli færst mjög í aukana um allt Ind- land. Heimsókn ráðherrans hleypti af stað öldu mótmæla meðal raj- puta í sikka-hémðunum, en hand- tökur höfðu haldið áfram í Deorala og vom nú 52 menn þaðan í varð- haldi. Þegar ráðherrann hitti fulltrúa rajputa, afhentu þeir honum grein- argerð þar sem þeir mótmæltu af- skiptum stjómvalda af trúarbrögð- um í samfélagi þeirra. Á hinn bóg- inn unnu kvenréttindasamtök að Uxar gegna miklu hlutverkl á Indlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.