Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 35

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 35 Reuter Norskur herforingi (t.v) ræðir við Viktor Kolegov, einn fjögurra Sovétmanna sem fylgdnst með heræfingum Atlantshafsbandalagsins i Norður-Noregi. Heræfingar NATO í Norður-Noregi: Sovétmenn fylgjast með 1 fyrsta skipti Osló, Reuter. Lík TRA-ma.nna.iina. flutt heim til Iiiands St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Lík liðsmanna írska lýðveldishersins flutt frá Gíbraltar. Reuter FJÓRIR höfuðsmenn úr sovéska hemum hafa undanfarna tvo daga fylgst með heræfingum Atl- antshafsbandalagsins í Norður- Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem fulltrúar Rauða hersins fylgj- ast með heræfingum bandalags- ins á norðurslóðum í samræmi við samþykktir Stokkhólmsráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE, CSCE). 14.000 menn taka þátt í æfingun- um að þessu sinni sem nefnast „Arrowhead Express". Áætlað er að æfingarnar standi yfir í einn mánuð. Á föstudag barst yfirvöldum í Nor- egi beiðni Sovétmanna um að fá að fylgjast með æfingunum í samræmi við samþykktir Stokkhólmsráðstefn- unnar sem kveða á um að veita beri heimildir til slíks berist bón þar að lútandi með 36 klukkustunda fyrir- vara. Þetta er í fyrsta skipti sem ríki Varsjárbandalagsins fara fram á að fá að fylgjast með æfingum í Norður-Noregi. Æfingarnar miða að því að kanna hæfni og viðbúnað hersveita NATO við erfíðar aðstæð- ur að vetrarlagi og er gert ráð fyrir því við æfingamar að Sovétmenn hefji árás á láði, legi og í lofti frá víghreiðrinu á Kola-skaga. Sovétmennirnir komu til Tromsö frá Leningrad á sunnudagsmorgun og áttu þeir fyrst fund með embætt- ismönnum Atlantshafsbandalagsins. Síðan héldu þeir í flugferð yfir æf- ingasvæðið og voru fimm embættis- menn NATO í för með þeim. „Við erum hingað komnir til að fylgjast með því að æfingarnar fari fram í samræmi við þær upplýsingar sem við fengum,“ sagði Valerí Jermít- lítsev, höfuðsmaður, sem fer fyrir hópnum. Bætti hann við að hann væri sérlega áhugasamur um hvern- ig flugvélum væri beitt við æfingarn- ar auk þess sem honum léki forvitni á að vita hvaða hlutverk banda- rískum herskipum væri ætlað. Talsmaður NATO í Norður-Nor- egi sagði á fundi með fréttamönnum að Sovétmennirnir réðu því sjálfir hvar þeir vildu fylgjast með æfing- unum og mættu þeir ræða við her- mennina að vild. I máli hans kom einnig fram að Sovétmönnunum er heimilt að taka ljósmyndir þó ekki af hemaðarmannvirkjum eða tækja- búnaði, sem skilgreindur er sem leynilegur. Leyfi Sovétmannanna fjögurra til að fylgjast með æfingunum rennur út skömmu fyrir hádegi í dag, þriðju- dag. Mikilvægasti liður æfinganna fór fram um helgina er liðsveitir NATO, í hlutverki sovéskra her- svéita, hófu sókn til vesturs. Ónefnd- ir embættismenn Atlantshafsbanda- lagsins sögðu að eftirlit sem þetta gæti tæpast talist mikilvægt i hern- aðarlegum skilningi. Hins vegar ERLENT væri það þýðingarmikið í pólitísku tilliti og til þess fallið að auka traust milli austurs og vesturs. LÍK IRA-hryðjuverkamannanna þriggja, sem skotnir voru á Gibraltar fyrir rúmri viku, komu til Dyflinnar í gær. Þeir verða jarðaðir á miðvikudag. Innan IRA fer fram leit að njósurum lögreglunnar. Sinn Fein, stjómmálaarmur IRA, leigði flugvél til 'að flytja líkin til Írlands. IRA hefur lýst yfir, að fé- lagamir þrír verði kvaddir að her- mannasið, en lögreglan á Norður- írlandi hefur tilkynnt, að allt verði gert til að koma í veg fyrir það, enda er það ólöglegt. í breskum blöðum um síðastliðna helgi kom í ljós, að aðgerð SAS, sérsveita breska hersins, var skipu- lögð með löngum fyrirvara. Örygg- ismálanefnd ríkisstjórnarinnar sam- þykkti, að SAS-sveitir yrðu sendar til Gíbraltar, en það þýðir, að Marg- aret Thatcher forsætisráðherra hef- ur gert það. Það samþykki var veitt í síðasta mánuði. Vitað var frá því í nóvember á síðasta ári, að hryðju- verkamenn IRA vom að undirbúa hryðjuverk á Gíbraltar. Fyígst hafði verið með ferðum þeirra til og frá Spáni, og ljóst var, að þeir beindu athygli sinni að aðalstrætinu á Gíbraltar. Hvaðan upplýsingarnar um þessa aðgerð komu, er ekki ljóst. Ymist er sagt, að komið hafi í ljós við skoðun á pósti til hryðjuverka- manna á Norður-írlandi, að eitt- hvað var í undirbúningi á Costa del Sol; að spænska lögreglan hafi komist á snoðir um ferðir hryðju- verkamannanna; eða að njósnari í röðum IRA hafi greint lögreglunni á Norður-írlandi frá þessum fyrir- ætlunum. Áfall fyrir lýðveldis- herinn Lát þessara þriggja félaga í IRA er enn eitt áfallið fyrir lýðveldis- herinn, sem hefur misst 20 menn á síðustu 18 mánuðum. Það er mik- ið, þegar talið er, að í mesta lagi séu 50 virkir félagar í samtökunum. Ymislegt bendir til, að IRA sé í verulegum örðugleikum. Tveir þriðju hlutar af þeim sprengjum, sem félagar í írska lýðveldishemum hafa komið fyrir á síðastliðnu ári, hafa ekki sprungið, vegna þess að lögreglan hefur komið í veg fyrir það eða sprengjumar hafa bilað. IRA hefur tekið af lífi fjölda- marga félaga á síðustu tveimur árum í þeirri trú, að þeir væm njósnarar lögreglunnar. En samtök- unum hefur ekki tekist að koma í veg fyrir, að lögreglunni bærist veður af fyrirætlunum þeirra. Full- trúar IRA telja, að slíkar upplýsing- ar hafi legið að baki aðgerðum ör- yggissveitanna á Gíbraltar. Þessar aðgerðir hafa valdið deil- um meðal stjómmálamanna í Bret- landi. 60 þingmenn Verkamanna- flokksins hafa skrifað undir yfirlýs- ingu um, að þær væm hryðjuverk ríkisins. David Owen hefur krafist þess, að rannsókn fari fram á að- gerðunum, því að sérsveitirnar verði að hlíta lögum. Stjómin hefur vísað allri þessari gagnrýni á bug og sagt, að sérsveitamennimir hafi talið sprengju vera í bílnum, sem hryðju- verkamennirnir skildu eftir, og fjöldi manna væri í lífshættu, ef hryðjuverkamennimir gæfust ekki upp við fyrstu viðvömn. Það gerðu þeir ekki, og því vom þeir skotnir. Kaupstefnan í Leipzig: Reynt að koma boðum tíl Johann- esar Rau Leipzig, Reuter. HÓPUR Austur-Þjóðverja freistaði þess á sunnudag að koma skilaboðum til Johannes- ar Rau, eins af leiðtogum sósíal- demókrata í Vestur-Þýskalandi. Rau var viðstaddur opnun ár- legrar kaupstefnu í Leipzig í Austur-Þýskalandi en þar hitt- ast jafnan kaupsýslumenn og stjórnmálamenn úr austri og vestri. Eftir fund Johannesar Rau og Erichs Honeckers flokksleiðtoga í Austur-Þýskalandi reyndu um það bil 80 Austur-Þjóðveijar að ná tali af Rau og afhenda honum skrifleg skilaboð. Ekki er vitað hvers efnis þau vom en öryggis- verðir héldu mönnunum í skefjum. Vestrænir blaðamenn segja að þeir hafi séð einn mann hand- tekinn. David Mellor, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands, hvatti aust- ur-þýsk yfirvöld í gær ,til að leyfa sjö austur-þýskum borgurum að flytja úr landi til Bretlands. Mellor sem staddur er í Leipzig í tilefni kaupstefnunnar sagði við frétta- menn að fjórir mannanna væru giftir Bretum og þrír hefðu þegar fengið innflytjendaleyfi í Bret- landi. WRST MCMCANrazA INMOSCOW Flatbökur íMoskvu Reuter Þessi pítsuframleiðandi hyggst nú verða fyrstur manna til að selja Moskvubúum bandarískar flatbökur. Hann heitir Louis Pian- cone og veitir fyrirtækinu Roma Foods International forstöðu. I bakgrunni er vagninn hans Piancones en í honum er fullbúið eldhús til flatbökuframleiðslu. Búist er við að fyrstu bandarísku pítsurnar verði seldar í Moskvu í lok mánaðarins. Iran: Leynileg kjamorkuáætl- un sljórnar Khomeinis ÍRANIR stefna að því að hefja rekstur plútoníumverksmiðju sem Iranskeisari lét reisa síðasta árið sem hann var við völd. Sérfræðingarnir sem hönnuðu verksmiðjuna, þar sem endurvinnsla á plútoníum átti að fara fram, flúðu land er öfga- fullir múhameðstrúarmenn náðu völdum ííran. Fylgismenn Khomeinis erkiklerks hafa reynt að fá þá aftur til starfa og telja margir að íranir stefni að því að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. íranir hafa lagt áherslu á að vetja verksmiðjuna, sem er í Am- irabad skammt frá Teheran, fyrir loft- og flugskeytaárásum íraka. íranskeisari lét reisa verksmiðjuna en hann neitaði því ævinlega að Iranir hygðust nýta kjarnorku í hernaðarlegum tilgangi. Hins veg- ar segir í bandarískum leyniskýrsl- um að stjórn keisarans hafi hrund- ið af stað áætlun um smíði kjarn- orkuvopna. Hún rann út í sandinn er öfgafullir múslimir steyptu stjórn keisarans og sérfræðingar þeir sem starfað höfðu við verk- smiðjuna flúðu land. Að sögn vestrænu sérfræðing- anna sem reistu verksmiðjuria kom aldrei til þess að geislavirk efni væru meðhöndluð í henni. Hins vegar fóru þar fram tilraunir til að athuga hvort hugsanlegt væri að efni gætu hugsanlega sloppið út í andrúmsloftið yrði slík vinnsla hafin. Samið við Arg-entínu Þrátt fyrir að sérfræðingarnir hafi ekki reynst tilleiðanlegir til að snúa aftur til írans hefur stjórn Khomeinis mótað áætlun um nýt- ingu kjarnorku. Komið hefur verið upp rannsóknarstöð í Esfahan, þriðju stærstu borg írans, og gerð hafa verið drög að samkomulagi við Argentínumenn um smíði tveggja kjamakljúfa í Bushehr við Persaflóa. Þrotlausar árásir íraka á Bushehr þykja sýna að Saddam Hussein, forseti íraks, hafi vem- legar áhyggjur af þessum áform- um fjandmanna sinna. íranir hafa sagt að árásir á tilraunastöðina geti haft „svipaðar afleiðingar og slysið í kjarnorkuverinu í Cherno- byl“. Eftir að múhameðstrúarmenn komust til valda í íran lýstu þeir yfir því að ekki væri stefnt að nýtingu kjamorku til orkufram- leiðslu í íran. Þetta breyttist hins vegar er Persaflóastríðið skall á árið 1980 og Khomeini og fylgis- mönnum hans varð ljóst að írakar höfðu þegar stigið markviss skref í þessa átt. íranir buðu þá til ráð- stefnu þar sem ræddar skyldu leið- ir til að nýta kjarnorku í friðsam- legum tilgangi. Hins vegar fullyrð- ir Feridun Fesharaki, fyrmm ráð- gjafi Iranskeisara, að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið sá að kanna mpguleikana á því að hefja rannsóknir í því skyni að smíða kjamorkuvopn. Segir Fesharaki einn aðstoðarmanna Khomeinis hafa sagt við sig: „Það er skylda okkar að smíða [kjarnorku] sprengjuna. Menning okkar er í hættu og við verðum að gera það,“ Heimild: Observer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.