Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
37
• •
Snjó kyngir niður í Olpunum:
Vegir lokaðir í Austurríki,
flóðahætta í V-Þýskalandi
LECH
ÞÝSKALAND
Vínarborg g
AUSTURRÍKI
St. Anton
• Innsbruck
Stækkaö
svæöi
Þrír íslendingar tepptir í Lech
ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara
AUSTURRÍSKIR hermenn og
sjálfboðaliðar.voru kallaðir út í
gær til að aðstoða við snjómokst-
ur eftir gríðarlega snjókomu í
Ölpunum undanfarna daga.
Astandið var verst vestast í
Austurríki. Þar létu sjö manns
lífið í snjóflóði á sunnudags-
morgun og algjört umferða-
röngþveiti ríkti alla helgina.
Enn er ófært um tvo dali og
30.000 ferðamenn eru veður-
tepptir. Snjóskriður rufu sam-
göngur meðal annars við Lech
þar sem um 20 Isiendingar eru
í skíðafrii. Þrír þeirra ætluðu
heim á Iaugardag en komust
ekki vegna ófærðar. Hinir ætla
að dveljast í bænum fram að
næstu helgi.
Stefán Gunnarsson, flugmaður,
er tepptur í Lech ásamt eiginkonu
sinni og syni. „Við erum búin að
vera hér í hálfan mánjjð og það
hefur snjóað mest allan tímann,"
sagði hann. „Það hefur verið ófært
frá bænum síðan á fóstudagseftir-
miðdag." Snjóflóð sem féll á bíla-
stæði í bænum Stuben, sem er á
þjóðveginum frá Lech, lokar nú
leiðinni þaðan. „Skriðan er 300
metra breið og 17 metra djúp,“
sagði Stefán. „Um 30 metra svæði
var hreinsað í dag. En það varð
að hætta mokstri vegna frekari
snjóflóðahættu. Við vitum því ekki
hversu lengi við verðum lokuð hér
inni. Það er nokkuð hlýtt svo að
skíðafærið er ekki upp á sitt besta
en það fer vel um okkur á hótelinu
og hér í bænum er engin hætta á
snjóflóðum. Við vonumst þó til að
komast heim sem fyrst.“
Björgunarmenn að störfum í
St. Anton í Austurríki eftir að
snjóflóð féll þar snemma á
sunnudagsmorgun.
Morgunblaðsins.
Jóna E. Jónsdóttir, sem kennir
á skíði í Lech, sagði að allir karlar
sem kenna á skíði hefðu verið send-
ir í snjómokstur í Stuben í gær.
„Tré og bílar liggja þvers og kruss
í snjónum og starfíð gengur mjög
erfiðlega. 35 bílar hafa þegar fund-
ist og þeir eru gjörónýtir. Það er
mikil mildi að enginn skyldi slas-
ast í snjóflóðinu." Hún sagði að
um 3.000 ferðamenn v'æru tepptir
í Lech og sérkennilegt ástand ríkti
í bænum. „Það standa stórir hópar
fólks fyrir utan þá staði þar sem
einhverra frétta er að vænta og
bíða eftir að heyra hvort og þá
hvenær þeir komist héðan í burtu,"
sagði hún.
Sjö fórust
Þyrlur hafa ekki getað flogið
vegna veðurs í marga daga og
KRGN / MORGUNBLAÐIÐ / AM
■#*>> m*
■***%£*
Reuter
þess vegna hefur ekki verið hægt
að skjóta niður hættulegustu snjó-
hengjumar. Snjóflóðin sem kost-
uðu sjö manns lífið urðu í St. An-
ton eldsnemma á sunnudagsmorg-
un. St. Anton er ekki langt frá
Lech. Tvær skriður, sem voru sam-
tals 400 metra breiðar og 15 metra
djúpar, féllu niður í byggðan dal
og þó nokkrar skemmdir urðu á
húsum. Fimm Svíar og tvær konur
frá Tirol létust. Fjórum slösuðum
Svíum var bjargað úr gistihúsi sem
skemmdist illa. Tvær v-þýskar
konur og Svíi létust í snjóflóðum
í Tirol á laugardag og tveir Sviss-
lendingar fórust sama dag í snjó-
flóðum í ítölsku Ölpunum.
íslendingar sem héldu heimleiðis
úr skíðafríum annars staðar í Aust-
urríki á laugardag töfðust en kom-
ust þó leiðar sinnar, áð því best
er vitað. Ragna Gunnarsdóttir,
stöðvarstjóri Amarflugs í Zúrich,
sagðist ekki vita til þess að St.
Anton væri vinsæll skíðastaður
meðal Islendinga. „Hann vár þó
nokkuð sóttur fyrir nokkrum árum
en það hefur dregið úr því.“ Hún
sagði að farþegahópur frá Sölden
hefði tafist á laugardag og misst
af vélinniheim.„Þeir komust þó
allir leiðar sinnar að lokum og
geta verið fegnir að hafa komist
frá Austurríki," sagði hún.
Göng lokast
Jámbrautasamgöngur lögðust
niður vegna snjóflóða og snjóflóða-
hættu á laugardag. Arlberggöng-
in, sem tengja Vorarlberg og Tirol
og eiga að vera fær í hvaða veðri
sem er, lokuðust. Neyðarástandi
var lýst yfir þar sem snjórinn er
mestur og það stendur enn.
Ingunn Guðmundsdóttir, stöðv-
arstjóri Flugleiða í Salzburg, sagði
að flug hefði tafist á laugardag
af því að það þurfti að bíða eftir
farþegum sem vom að fara heim
frá Salzach-Hinterglemm. Snjóflóð
höfðu lokað leið sem þeir áttu að
fara og þess vegna þurfti að aka
mun lengri leið en venjulega er
farin. Hún sagðist nú vita af ís-
lendingum í Zell am See, Kitz-
búhel og Mayhofpen. „Það er ekki
talin vera snjóflóðahætta á þessum
skíðasvæðum," sagði hún.
Snjólagið veldur nú miklum erf-
iðleikum. Ámar fylla þegar bakka
sína og geta ekki tekið við öllum
þeim snjó sem mokstursmenn
þurfa að losna við. Hláka í V-
Þýskalandi hefur þegar valdið
nokkrum vandræðum og þar er
varað við vatnsflóðum næstu daga.
Gyðingar í Bandaríkjunum:
Meirihluti er and-
vígur aðgerðum
ísraelsmanna
The Daily Telegraph.
HEIMSÓKN Yitzhaks Shamirs,
forsætisráðherra Israels, til
Washington hófst í gær. AHar
aðstæður þessarar heimsóknar
eru ólíkar því sem áður hefur
verið þegar forsætisráðherra
ísraels hefur sótt Bandaríkin
heim. Þetta er í fyrsta sinn sem
meirihluti bandarískra gyðinga
er andvigur afstöðu ísraelsks leið-
toga í garð araba. Og það sem
meira er, þeir eru reiðubúnir að
láta skoðunanir sínar i ljós opin-
berlega.
Fjöldi gyðinga í Bandaríkjunum
er um fjórar milljónir, sem er innan
við tvö prósent þjóðarinnar. Auður
þeirra og völd em þó ekki í réttu
hlutfalli víð fæðina. Margir þeirra
hafa þótt harðlínumenn í afstöðu til
Palestínumanna en undanfarið hefur
afstaða þeirra breyst. Nú hallast
meirihluti bandarískra gyðinga, að
því að friðartillögur Georges Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sem fela í sér að herteknu svæðin
fái takmarkaða sjálfstjórn, sé eina
leiðin til að binda enda á deilurnar
um herteknu svæðin í ísrael. Sham-
ir og Likud-bandalagið þvertaka fyr-
ir að láta Vesturbakkann og Gaza-
svæðið af hendi á þeim forsendum
að öryggi ísraels stafi hætta af ef
það verði gert.
I nýlegri skoðanakönnun sem gerð
var í Bandaríkjunum kemur fram
að 51% bandarískra gyðinga telur
aðgerðir Israels-manna á herteknu-
svæðunum of harðneskjulegar. 36%
annarra Bandaríkjamanna eru á
sama máli, en það hlýtur að teljast
afar sérstakt.
Þijár ástæður eru taldar liggja
að baki andstöðu og ótta banda-
rískra gyðinga við framkomu ísra-
elsmanna í átökunum að undan-
förnu. í fyrsta lagi óttast þeir að
þetta skaði ímynd ísraels út á við,
í öðru lagi hafa þeir áhyggjur af að
þetta skaði málstað Zíonista í heim-
inum. Og þegar til lengri tíma er
litið óttast þeir að þetta verði til
þess að bandarískir gyðingar hætti
að taka afstöðu með hinu fjarlæga
ísraaels-ríki og fari að líta á sjálfa
sig sem Bandaríkjamenn sem hafi
hag Bandaríkjanna, sem veitir þeim
fæði, klæði og öryggi, að leiðarljósi
frekar en sameiginlegan hag allra
jfyðinga í heiminum.
I©?® VEL KÆDD- VERIÐ VEL KLÆDD
Nýjarlðunnarpeysurúr
ítölsku tískugarnijyrir
vorið ogsumarið.
Dömublússur og herra-
skyrturfrú OSCAR OF
SWEDEN.
\
Nýjar dömubuxur,
buxnapilsogpilsfrú -
GARDEURí
V-Þýskalandi.
VerzLunin eropin
daglega frá 9-6,
laugardagafrá 10-12
KrodHkortaþJónumta
PRJÓNASTOFAN
HF
SKERJABRAUT1 V/NESVEG, SEL TJARNARNES!