Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 íslensk leiguhross í Svíaríki Frá fréttaritara Morgunbladsins í Stokkhólmi, Pjetri Hafstein Lárussyni í Uppsölum, skammt norðan Stokkhólms, býr álitlegur hópur íslendinga. Flestir sitja þeir á skólabekk, sveittir yfir mér ókunnum fræðum. Einn er þó sá landi þar um slóðir sem að vísu situr líkt og hinir en í öðrum stell- ingum þó, nefnilega klofvega. Hann er hestamaður. Sigurður Þorsteinsson heitir maðurinn og dvelur um hríð í Uppsölum meðan kona hans stundar nám í lyfjafræði. Atvinnu sína hefur hann af því að þjálfa íslenska hesta undir óæðri endann á Svíum og svo vitanlega af því að aðlaga téða enda bökum íslenskra hrossa. Ferðast Sigurð- ur vítt um Svíaríki þessara er- inda, enda áhugi landsmanna á íslenskum hrossum, bæði mikill og vaxandi. Það gerir töltið og lundarfarið, segir Sigurður og bregður sér á bak glæstum fáki. Á meðan prílar fréttamaður Morgunblaðsins á bak sérstaklega völdum hesti. Hefur sá einkum sér það til ágæt- is að vera spakur. Sigurður Þorsteinsson hefur sem sagt boðið nokkrum löndum og raunar einnig Svíum í íslensk- an reiðtún austur við Eystrasalt. Hrossin fékk hann lánuð hjá sænskum hjónum sem undanfarin tvö ár hafa leigt út íslenska hesta. Britt og Bjöm Mattson heita þau. Þau búa á bæ þeim er Allerbáck heitir og er í Vendel. Su sveit er steinsnar norðan Uppsala. Raunar hefur Britt veg og vanda af hrossum meðan Bjöm bjástrar við krakkastóðið. Tíu hross og sex böm og telja þau hjónin verkunum jafn skipt. Væri ekki úr vegi fyrir jafnréttissinna að hafa þetta hugfast ef það skyldi detta í þá að leggjast í hestamennsku. Öll okkar hross bera íslensk nöfn, segir Britt stolt eftir að föru- menn hafa riðið í hlað að lokinni ferð sem ástæðula'ust er að lýsa hér. Skessa, Saga, Freyja, Katla, Hökull, Krapi, Glófaxi, Neisti, Vakur og Gautur. Og þá hefurðu það. Sigurður lætur þess getið að sú sé raunin með nær öll íslensk hross í Svíþjóð. Sama gildir um þau hestamannafélög sem sæn- skir eigendur íslenskar hesta hafa stofnað. T.d. heitir félag þeirra í Uppsölum NÁTTFARI. Þegar okkur bar að garði í Allerbáck sat álitlegur hópur fólks í skúr einum og dundaði sér við Sigurður Þorsteinsson milli þeirra hrossahjóna Britt og Björn Mattson. íslenskir hestar í Svíþjóð. gerð beisla. Þetta er fólk sem hefur keypt sér íslenska hesta eftir að hafa brugðið sér á bak hér í Vendel, útskýrir Britt. Hún hafði fengið söðlasmið til að halda námskeið í fræðunum. Þess má geta að nám- skeið eru Svíum jafn mikil ástríða og félög og klúbbar okkur íslend- ingum. Hver þjóð hefur sína „dellu" Þegar Britt er spurð nánar útí hestaleiguna segist hún leigja hestana út í þetta frá tveimur klukkustundum til tveggja daga. Gjaldið er tæpar sexhundruð krónur íslenskar fyrir tveggja tíma reiðtúr. Auk þess er hægt að fá afslátt eftir kúnstarinnar reglum. Á heimleiðinni yfirheyrði fréttamaður Sigurð og byijaði vit- anlega á að forvitnast um feril hans í hestamennsku. — Eg hef nú eiginlega alltaf verið á hestbaki, segir hann, og bætir því við líkt og til skýringar að hann sé Skagfirðingur að uppr- una. — Ég var með þeim fyrstu sem leigðu út hesta heima. Það var á árunum 1976 - 1978. Þá rak ég hestaleigu í Varmahlíð og fimm hross en þau gátu farið upp í fjörutíu. Á þessum árum fékk maður hestana bara lánaða hjá bændum. Þeir voru dauðfegnir að einhveijir skyldu fást til að hreyfa gangnahestana þeirra á sumrin. Nú er þetta breytt. Útreiðar eru orðnar það vinsælar heima að bændur geta leigt hestaleigunum hrossin. . Þegar ég rak hestaleiguna í Varmahlíð lánuðu ýmsir bændur mér hross, en einkum var Sveinn á Varmalæk mér hjálplegur. En segðu mér Sigurður, hvað er gangverðið á íslenskum hestum hér í Svíþjóð? Það er sama hvort hrossin eru keypt beint að heiman eða hér, verðið er u.þ.b. 200.000 (tvö- hundruðþúsund) íslenskar krónur. Þetta er nokkuð hátt verð en þá ber að geta þess að flutnings- kostnaður að heiman og gjöld til hins opinbera í báðum löndum er frá 60.000 til 90.000 ísl. krónur. Þó finnst mér skjóta skökku við að verð á þeim hrossum sem fædd eru hér í Svíþjóð skuli ekki vera eitthvað lægra. En þetta eru víst markaðslögmálin margrómuðu. Er mikið um að menn flytji út graðhesta heima? Já, því miður eru alltaf ein- hveijir nógu vitlausir til þess, svarar Sigurður og herðir nokkuð á orðum sínum. Hefur þú fulla atvinnu af því að fást við íslensk hross hér úti, spyr fréttamaður og fær hláturs- roku framan í sig. Já, og meira en það. Hér eru allir vitlausir í íslenska hesta. Og þegar menn hafa kynnst hestum að heiman þá fá þeim gjarnan íslandsdellu. Hún lýsir sér m.a. í íslenskum lopapeysum og þess eru meira að segja ófá dæmi að þetta fólk fari á íslenskunámskeið. Hestar eru besta landkynning okkar íslendinga, segir Sigurður að lokum. Það skyldi þó aldrei vera satt að við íslendingar séum þannig lyntir að vissara sé að kynna út- lendingum ferfætlinga okkar áður en við réttum þeim hendina? Biskupstungur: Nytjaskógrækt fyrir- hugnð á átta jörðum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Helgi Guðmundsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Gunnar Sverris- son. Með þeim á myndinni er dóttir Gunnars og Sigríðar. Selfossi. ÁBÚENDUR átta jarða í neðan- verðum Biskupstungum hafa kynnt Skógrækt ríkisins hug- myndir um nytjaskógrækt á jörð- unum. Skógræktin hefur tekið hugmyndunum vel og gert frumáætlun um 426 hektara skógræktarsvæði á jörðunum. Þær jarðir sem um ræðir eru Brautarhóll, Litla-Fljót, Vega- tunga, Torfastaðir, Hrosshagi, Spóastaðir, Skál og Laugarás. Ábú- endurnir hafa gert með sér sam- komulag um að halda skógræktar- svæðinu fjárlausu. Svæðið afmark- ast af Tungufljóti að sunnan og veginum í gegnum Laugarás og Biskupstungnabraut að vestan og norðan og nær nokkuð upp fyrir Reykholt. í frumáætlun Skógrækt- arinnar er gert ráð fyrir að skóg- ræktarsvæðin verði sem mest sam- felld og að þau séu í alfaraleið. Dæmi sýna að á svæðinu vex skóg- ur vel og þar má rækta margar tegundir tijáa. I samráði við Skógrækt ríkisins sóttu bændumir um framlag til þessa verkefnis á fjárveitinganefnd Alþingis en fengu ekki. Skógrækt ríkisins áætlar hins vegar fé til þess að koma verkefninu af stað. Nákvæmari áætlanir eru í mótun og eftir er að ganga frá formlegu samkomulagi við Skógrækt ríkisins. Ábúendur jarðanna leggja áherslu á að þessi fyrirhugaða skóg- rækt veiti þeim vinnu og tekjur. „Við getum auðvitað ekkert gert nema fjármagn komi til og vonum að þetta geti skilað einhveijum vinnulaunum," sagði Gunnar Sverr- isson bóndi í Hrosshaga, einn af forsvarsmönnum ábúendanna. Helgi Guðmundsson sem einnig býr í Hrosshaga tók undir orð Gunnars. Þeir sögðust telja að þetta fyrir- komulag á skógrækt, að bændur Á uppdrættinum sést að auðvelt er að loka svæðinu af og gera það fjárhelt. ynnu við skóginn og gættu hans, væri hagkvæmt fyrir Skógræktina. Einnig væru fyrir á jörðunum ýmis- konar tæki og verkkunnátta sem nýttist og með því að bændur ynnu verkið þá losnaði Skógræktin við yfírbyggingu sem fylgdi aukinni starfsemi en fengi aftur á móti aukið hlutverk varðandi ráðgjöf. Það væri þó Ijóst að ekki yrði farið út í stórfellda skógrækt nema til kæmi ijarmagn frá ríkinu. Þeir Gunnar og Helgi kváðu tvær spumingar snúa að stjórnvöldum í þessu efni. Önnur væri hvort klæða ætti landið og koma upp nytjaskógi og hin hvort það ætti að vera keppi- kefli hjá ríkinu að eiga bæði landið og skóginn sem þar væri ræktaður. Gunnar sagði að þessi leið sem þeir byðu upp á varðandi skógrækt væri sú eir.a sem nýtti ónotað land og vinnuafl í sveitum. Þetta yrði auðvitað að gera undir leiðsögn fagmanna. Hann sagði að þeir hefðu fundið skilning og áhuga hjá Skógræktinni og hjá ráðuneytis- mönnum og því væru menn vongóð- ir um framgang málsins. Sig. Jóns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.