Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 49
MORGIJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 49 ORG I GEÐI Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „Nuts“. Sýnd í Bíóborginni. Bandarísk. Leikstjóri: Martin Ritt. Handrit: Tom Topor, Darryl Ponicsan og Aivin Sargent. Framleiðandi: Barbra Streisand. Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowiak. Tónlist: Barbra Streisand. Helstu hlutverk: Bar- bra Streisand, Richard Dreyfuss, Karl Malden, Maureen Stapleton og Eli Wallach. Ups ... er þetta virkilega Barbra Streisand sem lætur svona? Hvar lærði hún að segja öll þessi hræði- lega klámfengu orð. Hustler er eins og ferðabæklingur í samanburði. Streisand hefur löngum verið annað orð yfir sætleika og sakleysi og þess vegna á það eftir að koma einhverjum aðdáandanum á óvart að sjá og aðallega heyra í henni í myndinni „Nuts“, sem sýnd er í Ómerkileg klisja Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Án dóms og laga („Outlaw Force“). Sýnd í Stjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri: David Heavener. Aðalhlutverk: Frank Stallone. Það er seigt í þessum ómerkilegu hefndarmyndum sem riðu hvað flestar um héruð fyrir meira en tíu árum og virðast aldrei ætla að deyja út. Án dóms og laga, sem sýnd er í Stjömubíói, er ein af þeim og gæti vel hafa verið gerð um miðjan síðasta áratug. Það er ekki eitt at- riði í henni sem maður hefur ekki séð áður. Það er raunar ekki eitt atriði í henni sem er þess virði að sjá. Hetjan er snyrtilega þriggjadaga- skeggjaður nútímakúreki sem var í Víetnam eins og allar hinar B- stjömumar, en hann eltir uppi skríkjandi pönklýð sem svívirti og myrti konuna hans og rændu barni. Leikstjórnin er gamaldags, óvönduð í meira lagi, algerlega hugmyndasnauð og hvergi fyrirf- innst nein spenna. Ræflarnir í bóf- aklíkunni geta aldrei drepið hetjuna vegna þess að þeir eru svo kurteis- ir að bíða alltaf með að skjóta þar til hetjan getur skotið þá. Hetjuna leikur Frank Stallone á fullkomlega svip- og persónulausan hátt og er einhvemveginn svo linur og dáðlaus að hann gæti ekki einu sinni borið út Alþýðublaðið rétt. Allt yfirbragð myndarinnar minnir á gatslitið, ófmmlegt, leiðin- legt og myglað hefndarmyndaæði sjöunda áratugsins, sem Dauðaósk- in með Bronson kveikti líf með. Án dóms og laga sýnir hve lengi lifir í gömlum glæðum ómerkilegrar klisju. Hún er í flokki mynda sem fyrir löngu hefði átt að taka af lífi án dóms og laga. Bíóborginni. Það er ímyndarbijótur af fyrstu gráðu. Af útliti Streisand og orðbragði í myndinni að dæma þráir hún heit- ast að traðka á fallegri ímynd sinni í Hollywood. Og henni tekst það — upp að ákveðnu marki — í hlut- verki konu sem flestir em fullvissir um að eigi best heima á geðsjúkra- húsi og flest sem hún segir hittir undir beltisstað. Hún er óhemju sóðaleg í kjaftinum, mddaleg og klámfengin dmsla og hóra. ímyndin sem Streisand hefur haft hin síðustu ár liggur einhver- staðar á milli rómantísks söngdú- etts með Gibbagibb og sönglandi, hjartahreinu gyðingastelpunnar í karlrembuheimi gyðinga í „Yentl“. Þeir sem em að leita að þeirri Streisand, þessari með fallegu rödd- ina og ljúfu augun ættu að taka stóran sveig framhjá Bíóborginni, þar sem„Nuts“ er sýnd. Þéir sem vilja kynnast þessari nýju, dmslu- legu og klámfengnu Streisand ættu hins vegar að drífa sig á „Nuts“. Myndin er réttarhaldsdrama um það hvort Streisand, sem í hlutverki gleðikonunnar hefur verið kærð fyrir morð á einum viðskiptavini sínum, teljist sakhæf eða hvort hún eigi heima á geðsjúkrahúsi. Hún er dýr mella, ekki þessi sem hangir á horninu á 8. götu með nálina laf- andi úr handleggnum, heldur þessi sem fær 500 dollara fyrir greiðann. En af hvetju er hún mella? Svarið er kannski að fínna í fortíðinni og það er lögfræðingsins að komast að því. Það má ekki segja of mikið en óhætt er að taka undir með Streisand: Lífið er viðurstyggð. Konan, sem Streisand leikur með miklum og líflegum hamagangi og innlifun, treystir engum. Hún er sannfærð um að allir í kringum hana ætli að senda hana á geð- veikrahæli — og það er rétt hjá henni; foreldramir, geðlæknirinn, Úr myndinni „Nuts“, sem sýnd er í Bíóborginni. lögfræðingurinn, allir telja best að hún sé talin geðsjúk. Best fyrir þau og best fyrir hana. Það er einfald- asta leiðin og skýrir mjög andfé- lagslega hegðun hennar. Hún berst hatrömm á móti þótt við ofurefli sé að etja en hefur sterka tilhneig- ingu til að skemma fyrir sér. Hún opinberar sína andfélagslegu fram- komu m.a. með því að kýla lögfræð- inginn sinn í gólfið og glennir í sundur lappimar fyrir framan nýja lögfræðinginn sinn, sem Richard Dreyfuss leikur, með hendurnar lengst af grafnar oní buxnavösun- um. „Nuts“ er sannarlega um margt athyglisverð mynd. Textinn er magnaður og það er auðvelt að sjá hvers vegna Streisand í leit að ein- hverju til að gefa gomlu ímyndinni langt nef, hefur valið hann fyrir stökkbretti inní kvikmyndirnar á eftir hinni hugprúðu „Yentl“. Gallinn er sá að Streisand þekkir þrátt fyrir allt sín takmörk. I lokin verður það myndinni til hnjóðs. Það má vera að hún vaði uppi með sóða- kjaft en hún lítur alltaf fallega út. Og í lokin klappa allir öllum á bak- ið og Streisand verður aftur eins og hún hafi aldrei gert neitt ljótt. Hárið liðast í mjúkri golunni og það er kominn tími fyrir annað lag. Þannig er Streisand-aðferðin. En það var gaman á meðan gamanið entist. „Nuts“ er ein af fjölmörgum myndum seinni ára, sem gerð er eftir þekktu leikriti. Textinn ræður alfarið ferðinni og frammistaða leikaranna (leikarahópurinn er séf-' lega lokkandi), en leikstjórinn Mart- in Ritt („Murphy’s Romance"), sem er sérfræðingur í hversdagslegum lýsingum á hinu „venjulega" fólki, tekst ágætlega upp í því að „opna“ stykkið. Það er ekki laust við að Robert Altman, sem sérhæft hefur sig í að festa leikrit á kvikmynd, komi upp í hugann þegar Ritt skipt- ir áreynslulaust og af hugkvæmni um tíma og stað í „Nuts“. Það eru nokkur atriði tekin utan réttarsalar- ins þar sem megnið af myndinni fer fram og hér er flest í þungum, dökkubrúnum litum. Aðrir úrvalsleikarar sem fram koma í myndinni eru Karl Malden, sem leikur föðurinn, Maureen Stap- leton, sem leikur móðurina og Eli Wallach, sem leikur geðlækninn. Þau öll, ásamt með Richard Dreyf- uss, standa sig frábærlega. Það má vera að Streisand hagi sér illa í „Nuts“ en hún passar að þegar þið stigið útúr bíóinu verður allt fallið í ljúfa löð aftur. Helsti gallinn við myndina er sá að.Streis- and hefur eftir allt lítið breyst. Ferskar dögum saman -enda í loftskiptum umbúöum. Mjólkursamsalan Fjórhjóladrifinn Fer inn á lang flest heimili landsins! Nissan Sunny 4WD er rétti bíllinn við allar að- stæður án þess að nokkru séfórnað í þcégindum eða sparneytni. • 5 dyra. • 5 gíra beinskipting meö fjórhjóladrifs- hnappi. • Aflstýri. • 3ja ára ábyrgö. • Greiðslukjör við allra hæfi. — 25% útb. eftirstöðvar á 2 1/2 ári. Verð frá kr. 626 þús. Sýningarsalunnn, Rauðagerði Slmi: 91 -3 35 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.