Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 54

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Umsögn Áfengisvarna- ráðs um bjórfrumvarp Hér fer á eftir umsögn Áfengis- vamaráðs um bjórfrumvarpið, sem send var allsheijarnefnd neðri deildar Alþingis: { apríl 1984 sendi Afengisvamaráð allsherjamefnd sameinaðs þings ýt- arlega umsögn um tillögu til þings- ályktunar um almenna atkvæða- greiðslu um áfengt öl en nefndin var þá að fjalla um hana. Leyfum við okkur að senda hana aftur þar eð allt sem þar er sagt er enn í fullu gildi. Auk þess sem þar er að vikið bend- um við á eftirtalin atriði: 1. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefur beint til aðildarþjóðanna að minnka áfengisneyslu um fjórð- ung til aldamóta. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að því hvaða ráð eru líklegust til að stuðla að því að slíkt takist. Þar þarf að mörgu að hyggja og vafasamt að taka út úr einn þátt áfengismála eins og gert er í frumvarpinu og það því fremur að líklegt er „að til þess geti komið að heildaráfengisneysla á hvem íbúa aukist eitthvað með til- komu áfengis öls“ eins og svo hóg- værlega er komist að orði í greinar- gerð með því. Tæpast er við hæfi að stuðla að aukinni neyslu meðan nágrannaþjóðir vorar beijast við að draga úr henni. -2. Hinn 7. maí 1981 samþykkti Alþingi samhljóða þingsáluktun um mörkun opinberrar stefnu í áfengis- málum. Fyrsti flutningsmaður var Ámi Gunnarsson. Ríkisstjómin sam- þykkti síðan 30. desember 1982 að skipuð yrði nefnd á hennar vegum og skyldi hún vinna að undirbúningi tillagna í samræmi við þingsályktun- ina. Með bréfi 19. maí 1983 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra nefndina. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri var formaður hennar en auk hans áttu 16 menn sæti í henni, m.a. fulltrúar allra þingflokka. Nefndin vann mjög gott starf. Hún skipti sér í þijá starfshópa. Þeir könnuðu ýtarlega og samviskusam- lega mismunandi þætti áfengismála og skilaði nefndin samhljóða áliti til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 6. janúar 1987. Þessar tillögur um áfengismála- stefnu, sem unnið var að samkvæmt þingsályktun Alþingis, hafa enn ekki verið ræddar þar. Hins vegar er í þessu frumvarpi einn þáttur áfengis- mála slitinn úr samhengi við aðrar aðgerðir og látið svo heita í greinar- gerð að það sé gert til „að samræma áfengislöggjöfina“. — Þessi vinnu- brögð eru í meira lagi vafasöm, svo að vægilega sé til orða tekið, og það því fremur sem í frumvarpinu er stefnt í þveröfuga átt við tillögur áfengismálanefndar en þar segir um áfengt öl: „Áfengismálanefnd ríkis- stjómarinnar er falið að gera tillögur í samræmi við markaða stefnu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er m.a. að minnka áfengisneyslu um fjórðung. Kemur því ekki til greina að bæta nýjum gerðum af áfengi við þær sem fyrir eru.“ 3. í vor lagði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fram á Al- þingi skýrslu sem nefnist íslensk heilbrigðisáætlun. Var hún samin eftir að ríkisstjómin hafði á fundi 20. mars 1986 samþykkt að tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að slík áætlun skyldi gerð „með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar sem nefnd er „Heilbrigði allra árið 2000“. í þessari áætlun er talað um að „gera 1 ■ 'íí wmt&t: ■ :f< ■ «iá8ÉÍÍk markvissa áætlun um samdrátt í notkun áfengis". í frumvarpi því sem hér er um ritað er gert ráð fyrir hinu gagnstæða. — Þá segir í íslenskri heilbrigðisáætlun: „Ríkið hætti að vera háð tekjum af áfengissölu og meiri hagnaður af áfengissölu renni til áfengisvama." í greinargerð með fmmvarpinu segir að tilgangurinn með að heimila bruggun og sölu áfengs öls sé m.a. „að afla ríkissjóði tekna". Að vfsu rekur eitt sig á ann- ars hom í greinargerðinni en ljóst er þó að hún er öll leikin á öðram nótum en þeim sem slegnar era í íslenskri heilbrigðisáætlun. Með til- liti til „samræmis" og þess að leitast við að grafast fyrir um samhengi hlutanna væri eðlilegt að fjalla ýtar- lega um heilbrigðisáætlunina áður en stórfelld skemmdarverk yrðu unn- in á þeim vettvangi sem hún beinist að. 4. Jakob Söderman landshöfðingi í Nýlandsléni í Finnlandi — en þar er m.a. höfuðborgin Helsinki — legg- ur nú til að farið verði að dæmi Svía og milliöl bannað. Orsakir þess að hann leggur slíkt til er síaukin áfeng- isneysla (1986 var hún 8,6 lítrar af Kvennaathvarfið: Gjöf frá sænskum konum BARNAHÓPI Samtaka um kvennaathvarf hefur nýlega bor- ist að gjöf frá alþjóðlegum kvennasamtökum í Svíþjóð (The Intemational Women’s Club) kr. 66.203. Er sú upphæð ágóði af happdrætti sem félagarnir höfðu á árlegum jólafagnaði sínum. í ár var Sigrúnu Jónsdóttur lista- konu, sem er félagi í samtökunum, falið að sjá um þessa jólahátíð (jull- unch) með íslenskum brag. Auk þess að sjá um mat, skemmtan, útvega happdrættisvinninga o.fl. var Sigrúnu Jónsdóttur falið að ráðstafa ágóða af happdrættinu, en honum er alltaf varið til góðgerðar- starfsemi. Á því Sigrún allan heið- urinn af þessari gjöf, sem að ósk hennar mun verða ráðstafað í þágu barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi og eða kynferðlslegri áreitni. Hér með vill Bamahópur Sam- taka um kvennaathvarf færa Sig- rúnu Jónsdóttur, hinum Alþjóðlegu kvennasamtökum (Intemational Women’s Club) og öllum þeim aðil- um er lögðu fram gjafir í happ- drættið, sérstakar þakkir fyrir gott framlag. (Fréttatilkynning') ROTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Allar RING bílaperur bera merkið (D sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. <5)0^ \J' iT PIONEER HUÓMTÆKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.