Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
Timman í sérflokki
Skák
Bragi Kristjánsson
Stórmótinu í Linares á Spáni lauk
á mánudagskvöld með yfirburða-
sigri hollenska stórmeistarans, Jans
Timmans. Hollendingurinn hlaut 8
*/2 vinning í ellefu skákum, og var
einum og hálfum vinningi fyrir ofan
næsta keppanda. Timman tók af-
gerandi forystu í byijun mótsins,
og hafði 7 vinninga eftir 8 um-
ferðir. Arangur Timmans undan-
fama mánuði hefur verið sérstak-
lega glæsilegur. Hann vann eitt
sterkasta skákmót síðasta árs í Til-
burg í Hollandi síðasta haust, í des-
ember burstaði hann Ljubojevic í
einvígi, í janúar vann hann Salov í
áskorendaeinvígi í St. John í
Kanada og nú er hann í sérflokki
í geysisterku móti í Linares. Tim-
man hefur með árangri sínum náð
2700 skákstigum, en svo hátt hafa
aðeins þrír skákmenn náð til þessa,
þeir Fischer, Karpov og Kasparov.
Timman er því kominn í góðan fé-
lagsskap. I öðru sæti varð sovéski
stórmeistarinn Alexander
Beljavskíj með 7 vinninga, og þriðja
var landi hans Arthur Jusupov, með
6>/2 yinning.
Jóhann Hjartarson olli vonbrigð-
um á þessu móti. Hann sýndi aldrei
sínar bestu hliðar og endaði í 10.
sæti með 4 vinninga. Líklega hefur
einvígið við Kortsnoj enn setið í
Jóhanni og hann í raun verið að
tefla sig frá því. Jóhann þarf ekki
að örvænta, þó svona hafi tekist til
í þetta skipti. Hann kemur tvíefldur
til leiks að nýju, þegar hann hefur
jafnað sig á átökum undanfarinna
mánaða.
Spánverjinn Miguel Illescas,
nældi sér í stórmeistaratitil á mót-
inu, heimamönnum til óblandinnar
ánægju. Hann fékk 5V2 vinning,
sem er frábær árangur á svo sterku
móti.
~ Við skulum nú líta á þijár skák-
ir frá Linares. Fyrst sjáum við Jó-
hann vinna öruggan sigur á heims-
meistara kvenna, þá kemur léttur
sigur Illescas á enska stórmeistar-
anum Murrey Chandler, og loks
athyglisverð skák Chandlers við
júgóslavneska stórmeistarann, Pre-
drag Nikolié.
5. umferð:
Hvítt: Maja Tsíburdanidze (Sov-
étríkjunum).
Svart: Jóhann Hjartarson.
Katalónsk byrjun
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. g3 -
d5, 4. Bg2 - Be7, 5. Rf3 - 0-0,
6. 0-0 — dxc4, 7. Dc2 — a6, 8.
Hdl -
Nýr leikur í þessari stöðu. Venju-
lega er leikið 8. Dxc4 eða 8. a4.
8. - b5, 9. Rg5 - c6, 10. e4 -
h6, 11. Rh3 - c5!?
Svartur leyfir sér að opna
d-línuna að drottningu sinni og
einnig skálínuna hl—a8 að hróki á
a8. Hann getur alltaf leikið Rf6 —
d5, ef á þarf að halda.
12. dxc5 - Dc7, 13. e5 - Rd5,
14. Rf4 - Rxf4!, 15. Bxf4
Eftir 15. Bxa8 - Rd3, 16. Be4
— Bxc5, 17. Bxd3 — cxd3, 18.
Dxd3 — Bb7 nær svartur sterkri
sókn á hvítu skálínunni a8 — hl.
15. - Bb7, 16. Bxb7 - Dxb7, 17.
b3 — cxb3, 18. axb3 — Rc6, 19.
De4
Hvítur getur ekki haldið peðinu
á c5, því svartur hótar H-c8 ásamt
R-b4 og Bxc5. Reyni hvítur að
koma riddara til d4, fellur peðið
strax: 19. Rd2 - Rd4, 20. Dd 3
(20. Dcl eða Dc3 — Re2+) — Bxc5
o.s.frv.
19. - Bxc5, 20. Rd2 - Db6, 21.
De2 - Hfd8, 22. Hacl - Ba3,
23. Hbl - Rd4, 24. De3 - Be7
Hvítur hótaði þá 25. b4 o.s.frv.
25. Re4 - g5,
26. Rxg5!? -
Eftir 26. Rd6 — gxf4, 27. Dxd4
— Dxd4, 28. Hxd4 — fxg3, 29.
hxg3 — Bxd6, 30. exd6 — Hac8
hefur svartur unnið endatafl. Hann
á peði meira og hvíta peðið á d6
fellur fljótlega.
26. - hxg5, 27. Bxg5 - kf8
Ekki gengur 27. — Rf3+, 28.
Dxf3 — Bxg5, 29. Dg4 og svarti
biskupinn fellur.
28. Bxe7+ - Kxe7, 29. Dg5+ -
Kd7, 30. Df6 - Kc8
Svartur getur ekki valdað peðið
á f7: 30. - Hf8? 31. Df4 og riddar-
inn á d4 fellur eða 30. — Ke8, 31.
Hacl - Ha7 (31. - Re2+, 32. Kfl
- Rxcl, 33. Dh8+ - Ke7, 34.
Df6+ jafntefli), 32. Hc6! — Rxc6,
32. - Dxc6, 33. Dh8+ - Ke7 (33.
- Kd7, 34. Hxd4+ - Kc7, 35.
Dxd8+ og vinnur), 34. Df6+ með
jafntefli.
31. Dxf7 - Ha7,32. Df6 - Had7.
Jóhanni hefur tekist að koma
kóngi sínum í skjól og á nú yfir-
burðalið og unnið tafl.
33. Hel - Kb8, 34. He3 - Dc6,
35. h4 - Rc2, 36. Hf3 - Rd4, 37.
He3 - Rf5, 38. Heel - Hd2, 39.
Hbcl - Dd5, 40. Dg5 - Rd4
og hvítur gafst upp, því ekki er til
nein vöm gegn hótuninni 41. —
Rf3+.
1. umferð:
Hvítt: Miguel Illescas (Spáni).
Svart: Murray Chandler (Eng-
landi).
Sikileyjar-vörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 -
Rc6, 6. Be2 - e5, 7. Rf3
Þessi leikur er ágæt tilbreyting
frá algengustu leiðinni, 7. Rb3.
7. - h6.
Lítur einkennilega út, en eftir
7. - Be6, 8. Bg5 - 0-0, 9. 0-0 -
Be6, 10. Bxf6 - Bxf6, 11. Rd5 -
Bxd5, 12. Dxd5 - Db6„ 13. Db3
- Dc7, 14. c3 hefur hvítur þægi-
legri stöðu.
8. 0-0 - Be7, 9. Hel - 0-0,10. h3
Eftir 10. Rfl - Bg4, 11. h3 —
Bxf3, 12. Dxf3 — Rd4 jafnar svart-
ur taflið auðveldlega.
10. - Be6, 11. Bfl - Kh8?!
Upphafíð á sóknaraðgerðum,
sem reynast illa. Svartur gat ekki
losað um sig með 11. — d5?, 12.
exd5 — Rxd5, 13. Rxd5 — Bxd5,
14. Rxe5 o.s.frv. Skákfræðin mælir
með 11. - Hc8, 12. Rd5 - Bxd5,
13. exd5 — Rb8 ásamt 14. — a5
og annað hvort 15. — Ra6 eða 14.
— Rd7 með nokkuð jöfnu tafli.
12. Rd5 - Rh7?!, 13. b3 - f5?!,
14. exf5 - Bxf5, 15. Ba3
Hvítur hótar einfaldlega 16.
Rxe7 ásamt 17. Bxd6.
15. - Bh4
Eftir 15. - Bf6, 16. Rxf6 - Hxf6,
17. Rh4 lendir svartur í vandræð-
um, t.d. 17. — g6, 18. f4 — exf4,
19. Bb2 — Re5, 20. Rf3 o.s.frv.
16. Rxh4 - Dxh4,17. Bxd6 - Rg5
Chandler treysti á þennan leik,
en Illescas lætur sér fátt um fínnast.
18. Bxe5 — Rxe5, 19. Hxe5 —
Bxh3, 20. f4
Svartur er glataður. Hann á peði
minna og að auki standa tveir menn
hans í uppnámi.
20. - Had8, 21. c4 - Hxd5
Örvænting, því 21. — Bg4, 22.
Del — Dxel, 23. Haxel — Rf7,
24. He7 er alveg vonlaust fyrir
svart.
22. Dxd5 - Dxf4, 23. Hxg5
Hvítur getur leyft sér þennan
munað, því hann á meira lið. Ekki
gekk 23. gxh3? — Dg3+, 24. Bg2
— Rf3+ o.s.frv.
23. - Be6
Eða 23. — hxg5, 24. gxh3 og
hvítur vinnur.
24. Dxe6 - Dd4+, 25. Kh2 -
hxg5, 26. Hel — g4, 27. De5 —
Df2, 28. Dh5+ - Kg8, 29. c5! og
svartur gafst upp því hann verður
mát eftir 29. — Dxel, 30. Bc4+ —
Hf7, 31. Dxf7+ - Kh7, 32. Dh5.
2. umferð:
Hvítt: Murray Chandler (Eng-
landi)
Svart: Pradrag Nikolic
(Júgóslavíu).
Spænskur leikur.
I. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5
- a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 -
Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - 0-0,
8. c3 - d6, 9. h3 - Rd7
Þetta sjaldgæfa afbrigði virðist
vera að komast í tísku, m.a. fýrir
tilstilli enska stórmeistarans Nigels
Shorts, sem tefldi það tvívegis á
síðasta Hastings-móti. Short gerði
jafntefli við Nunn og vann Chandl-
er! Undanfarið hefur 9. — Bb7 ver-
ið vinsæll leikur, en þannig tefldust
14. og hin stórkostlega 16. skák í
heimsmeistaraeinvígi Kasparovs og
Karpovs 1986. Síðamefnda skákin
tefldist þannig: Kasparov —
Karpov: 9. — Bb7, 10. d4 — He8,
II. Rbd2 - Bf8, 12. a4 - h6, 13.
Bc2 — exd4, 14. cxd4 — Rb4, 15.
Bbl - c5, 16. d5 - Rd7, 17. Ha3
- c4, Í8. Rd4 - Df6, 19. R2f3 -
Rc5 með flókinni stöðu. „Gömlu“
leikimir, 9. — Ra5, 9. — h6 og 9.
- Rb8 er einnig í fullu gildi.
10. d4 - Bf6, 11. a4 - Ra5, 12.
Bc2 - Rb6, 13. b4 -
Skákfræðin gefur 13. axb5 —
axb5, 14. Rbd2 — c5, 15. dxc5 —
dxc5, 16. De2 — c4, 17. Rh2 —
Dc7, 18. Rg4 — Bxg4, 19. hxg4
með jöfnu tafli.
13. - Rac4, 14. a5 - Rd7, 15.
Bb3 - exdl, 16. cxd4 - c5, 17.
Bf4 — cxb4, 18. Rbd2 — d5, 19.
exd5 — Rxa5, 20. Bd6 — Rxb3,
21. Dxb3 - He8.
22. Bc7! - Hxel+, 23. Hxel
Nú er komin upp sama staða og
í skákinni Robert Fischer — Alex-
ander Matanovié í Vinkovci í Júgó-
slavíu 1968! í þeirri skák vann Fisc-
her eftir 23. — Dxc7, 24. He8+ —
Rf8, 25. Dxb4 - Be7, 26. Hxe7 -
Dd8, 27. Re5 - Rg6, 28. Rc6 -
Df8, 29. Dc5 - a5, 30. Hc7 -
De8, 31. d6 - Bd7, 32. Re7+ -
Kh8, 33. d5 - a4, 34. Rbl - Rf8,
35. Ra3 - f6, 36. Hb7 - Dh5, 37.
Rxb5 — a3, 38. Rxa3 — Ddl+, 39.
Kh2 - Dd2, 40. De3 - Da5, 41.
Rc4 - Da6, 42. Db3 - Ba4, 43.
Db4 — Rb2 og svartur gafst upp.
Fischer mælti með næsta leik
svarts og taldi hann duga til jafn-
teflis.
23. - Df8!?, 24. Re4 - a5, 25.
Dd3!?
Fischer gaf framhaldið 25. Rd6
- a4, 26. Dxb4 - Be7, 27. Re5 -
Rxe5, 28. dxe5 — Bd7, með jöfnu
tafli.
25. a4
Svartur hefur ef til vill ekki ver-
ið ánægður með stöðuna eftir 25.
— Ba6, 26. Re5 o.s.frv.
26. Bd6 - Dd8, 27. Bxb4 - Ba6,
28. Rd6 - Dc7, 29. Df5 - g6
Hvítur hótaði 30. Rxf7 — Kxf7,
31. Rg5+ - Kg8 (31. - Kf8, 32.
Re6+ ásamt 33. Rxc7) 32. De6+ —
Kh8, 33. Rf7+ - Kg8, 34. Rh6++
- Kh8, 35. Dg8+ - Hxg8, 36. Rf7
mát
30. Df4 - Hf8, 31. Re5 - Rb6,
32. Rg4
Hvítur græðir ekkert á 32. Dxf6
— Rxd5 ásamt 33. Rxb4 o.s.frv.
32. - Bd8, 33. Rh6+ - Kg7, 34.
Rdf5+!
og svartur gafst upp, því hann verð-
ur mát eða tapar miklu liði eftir
34. - gxf5, 35. Rxf5+ - Kh8, 36.
Dh6 - Hg8, 37. He8 o.s.frv.
VJterkurog
k-J hagkvæmur
auglvsingamióill!
MONO
dælur
Þær sem aðrir byggja á
Vatnsþrýstikerfi
sem bregöast ekki.
Hentug á skipa- og bátaflotann,
útihús og nánast hvar sem er.
Halda þrýstingi á sjálfvirkan hátt.
Vegna einfaldleika síns og traustrar
byggingar þá bregðast þau ekki..
MONO
EINFALDAR FJÖLHÆFAR TRAUSTAR
Lensidælur
dæla öllu.
öflugar lensidælur sem henta bæði
stórum og smáum iðnaði. Taka í sig
allskonar rusl. Einfaldar og hannaðar
af hugviti eins og allar dælur frá
MONO. Þær dæla öllu þessar.
Vökvadælur
henta allsstaöar.
Einfaldar og hljóðlátar vökvadælur
sem eru þekktar fyrir endingu sína.
Litlar og liprar dælur sem henta alls-
staðar.
HF HAMAR
Simi 22123, Grandagarði 11. 101 Reykjavik
i