Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Minning: Helena Svanhvít Signrðardóttir Fædd 18. febrúar 1924 Dáin 3. mars 1988 Helena Svanhvít Sigurðardóttir, tengdamóðir mín, er látin. Svanhvít var fædd 18. febrúar 1924. Foreldr- ar hennar voru Sigurður Jóhannes- son, kenndur við Noli í Eyjafirði, og Ósk Jóhannesdóttir frá Syðra- Hvarfi í Svarfaðardal. Svanhvít missti föður sinn bam að aldri og eftir stóð móðir hennar Ósk með tvær dætur, Svanhvíti og Sigríði, sem látin er fyrir nokkrum árum. Ekki er að efa að þetta setti mörk á mæðgurnar er bjuggu í Hermund- arhúsinu á Akureyri á þessum tíma. Ósk bjó síðan með Antoni Ásgríms- syni er gekk þeim systrum í föður- stað. Reistu þau sér hús á Fjólu- götu 8 á Akureyri og_ bjuggu þar í fjölda ára. Anton og Ósk eignuðust son, Kristin Antonsson, og hefur kærleikur verið með þeim systkin- um gegnum árin. Minntust þær systur Antons ávallt með hlýhug og virðingu. Mann sinn, Halldór, missti Svanhvít í nóvember 1985. Svanhvít og Halldór voru samrýnd með afbrigðum. Þegar ég kom inn í fjölskylduna var oft gaman að staldra við á Miklubrautinni. Heimilið stóð öllum opið og var vettvangur fjörugra og skemmtilegra umræðna sem allir tóku þátt í. Minnist ég þessara stunda með þakklæti. Svanhvít var dugleg og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Minnist ég atviks er stjúpfaðir hennar sagði um dugnað Svan- hvítar. Svanhvít var þá á tólfta ári og var leidd til konu, henni til að- stoðar að leggja í sfld í tunnu. Ekki leist konunni betur en svo á krakk- t Sambýlismaöur minn, faöir, sonur og bróðir, GUÐLAUGUR BJARNASON, lést þann 18. febrúar síöastiiðinn í Vancouver Canada. Bálför hefur farið fram. Minningarathöfn fer fram í Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 16. mars kl. 13.30. Marilyn Miller, Heiðrún Hlin Guðlaugsdóttir, Þórdfs Matthíasdóttir, Bjarni Sveinsson og systkini. t Konan mín, ÁSTRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR á Torfalœk, lóst í Héraðshælinu á Blönduósi sunnudaginn 13. mars. Torfi Jónsson. t Eiginmaður minn, INGI PÉTURSSON, lést 27. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram. Eva Pétursson. t Móðursystir mín, ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR, áður Austurbrún 6, andaðist í Hrafnistu, Reykjavík, 11. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Gfsladóttir. ann að hún mótmælti og taldi sig tapa á baminu. Þá á verkstjórinn að hafa sagt: „Þú munt ekki tapa á henni. Það verður hún sem tapar á þér.“ Reyndust þetta orð að sönnu. Tengdamóðir mín var föst fyrir og hleypti ekki öllum að sér en þeim er hún tók brást hún aldrei. Bömum sínum var hún í senn vinur og vakandi yfir velferð þeirra. Ég vil fyrir hönd bama minna sem sjá á eftir Hönnu þakka henni mörg góð og lærdómsrík ár. Esther Tryggvadóttir Hún lést á Landakotsspítala 3. mars sl., langt um aldur fram. Svanhvít, en svo var iiún jafnan nefnd, fæddist á Akureyri 17. febr- úar 1924. Foreldrar hennar voru Ósk Jóhannesdóttir og Sigurður Jóhannesson, vélstjóri. Þau hjón eignuðust auk Svan- hvítar aðra dóttur, Sigríði, sem lát- in er fyrir nokkmm ámm. Diætumar vom enn í bernsku þegar faðirinn féll frá svo ekki er ólíklegt að Svanhvít hafi snemma mátt sæta óblíðum kjömm, þar sem móðirin vann hörðum höndum við að sjá þeim mæðgum farborða. Nokkrum ámm síðar giftist Ósk Antoni Ásgrímssyni útgerðarmanni og þá eignaðist Svanhvít góðan stjúpföður og í skjóli hans og móð- ur sinnar dvaldist hún þar til hún stofnaði sitt heimili ung að ámm. Þau Ósk og Anton eignuðust einn son, Kristin, og var hann alla tíð kær Svanhvíti. Svanhvít kynntist eiginmanni sínum, Halldóri Ó. Ólafssyni, er hann var skólasveinn í Menntaskól- anum á Akureyri. _ Halldór var yngsta bam Ólafs Ó. Lámssonar héraðslæknis í Vestmannaeyjum og konu hans Sylvíu Guðmundsdóttur. Halldór lézt 1985. Þau Halldór og Svanhvít felldu strax hugi saman, gengu ung í hjónaband og eignuðust fimm börn sem öll em komin vel til manns. Heimili þeirra stóð fyrstu árin í Vestmannaeyjum þar sem Halldór rak verslun um skeið, en fljótlega fluttust þau til Reykjavíkur og gerð- ist Halldór flugleiðsögumaður á vegum Loftleiða. Leið þeirra lá síðar til Lúxemborgar og þar stóð heim- ili þeirra um árabil. Svanhvít var glæsileg kona, það var reisn yfir henni, hún bar höfuð- ið hátt. Augnatillit hennar var t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, PÉTUR TORFASON bóndi, Höfn, Melasveit, lést af slysförum föstudaginn 11. mars. Diljá Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar og afi, BALDUR SVEINSSON, Hrafnistu, áður Rauðalæk 18, Reykjavík, lést á Hrafnistu sunnudaginn 13. mars. Systur og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EIRÍKSSON skipstjóri frá Sjónarhóli, Hafnarfiröi, verður jarðsunginn þriöjudaginn 15 mars kl. 15.00. frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi. Eirfkur Axel Jónsson, Anna Magnea Jónsdóttir, Svala Jónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir og amma, INGA BERGRÓS BJARNADÓTTIR, Hringbraut 79, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miövikudaginn 16. mars kl. 14.00. Bjarni Skagfjörð, Valgerður María Bjarnadóttir, Inga Anna Gísladóttir. t Móðir mín og tengdamóöir, INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR, Framnesvegi 61, lést í hjartadeild Landspítalans 11. mars. Katrín Irvln, Sigurður Svavarsson. t Ástkær eiginmaöur minn, t RAGNAR KRISTJÁNSSON, Sonur minn. fyrrverandi yfirtollvörður, RAGNAR BRÚNÓ GUÐMUNDSSON, lést í Landakotsspítala 13. mars. Útförin auglýst síðar. sem andaðist 4. mars verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, miðvikudaginn 16. mars kl. 15.00. Jóhanna Jóhannsdóttir. Guðmundur R. Magnússon. stundum eilítið þóttalegt og jók það enn á reisn hennar. Þetta átti þó ekkert skylt við hroka eða sjálf- hrifningu, því aldrei hreykti hún sér. Fas hennar helgaðist af heil- brigðu stolti sem hún var gædd en sem aftur á móti gerði það að verk- um að hún var ekki allra. Svanhvít var laus við alla mærð og væmni, var stundum nokkuð hijúf en innifyrir voru tilfínningam- ar hlýjar og sannar, sem hún flíkaði ekki. Svanhvít hafði næmt skopskyn, var oft glögg á spaugileg atvik og í frásögnum sínum skopaðist hún gjaman að sjálfri sér. Hlátur henn- ar hljórnar áfram tær og tilgerðar- laus. Á hinn bóginn var Svanhvít alvömgefín og hafði alla tíð áhuga og næmi fyrir dulrænum efnum. Svanhvít háði sitt dauðastríð af æðmleysi og mætti örlögum sínum með reisn. Blessuð sé minning hennar. Guðný Gestsdóttir „Þó að skilji hönd frá hönd hinsta kveðjustundin. Hrökkva aldrei hjartans bönd hafs við bláu sundin." (Halla Loftsdóttir) Þegar ég kveð tengdamóður mína, Helenu Svanhvíti Sigurðar- dóttur, sem lést í Landakotsspítala 3. mars sl., koma mér í huga þess- ar ljóðlínur. Það em ekki nema rúm 2 ár síðan tengdafaðir minn, Halld- ór Óskar Ólafsson, lést eftir langa og stranga sjúkdómslegu og var Svanhvít vart búin að kveðja eigin- mann sinn hinstu kveðju þegar hún veiktist sjálf af þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt hana að velli. Þau Svanhvít og Halldór tengdust ung að ámm þeim hjartans böndum sem aldrei rofnuðu allt til hinstu stund- ar. Halldór var við nám í Mennta- skólanum á Akureyri þegar leiðir þeirra lágu saman. Þau hófu síðan búskap í Vestmannaeyjum á heim- ili tengdaforeldra Svanhvítar, Ólafs Ó. Lámssonar, hérðaslæknis, og Sylvíu Guðmundsdóttur. Síðar flutt- ust Svanhvít og Halldór til Reykjavíkur og bjuggu mestan sinn búskap þar. Svanhvít og Halldór eignuðust 5 börn en þau em: Sig- urður Óskar, Ólafur Óskar, Sigríður Sólveig, Hrafnhildur Björk og ynst- ur er Bjami Óskar. Þau em öll gift og em bamabömin nú orðin tólf. Þegar ég fyrst kynntist Svan- hvíti þá vom þau hjón að flytjast búferlum til Luxemborgar þar sem Halldór starfaði hjá flugfélaginu Cargolux í 7 ár. Það var sama hvar Svanhvít bjó, alltaf bar heimilið vott um smekkvísi hennar og vom þau hjón einkar samhent í því að fegra heimili sitt. Það var líka inn- an veggja heimilisins sem Svanhvít naut sín best. Svanhvít var glæsileg kona, föst fyrir, heiðarleg og hafði ákveðnar skoðanir. Hún gat verið hnyttin í tilsvömm og hafði líka kímnigáfu. Það var eitthvað í raddblæ hennar sem gerði það að verkum að á hana var hlustað. Svanhvít flíkaði ekki tilfínningum sínum og yfír henni var ávallt reisn og virðuleiki. Ég kynntist henni best síðustu árin. Þetta vom erfíð ár og ég man að eitt sinn þegar við áttum tal saman sagði hún mér hversu mikils virði það væri henni að hafa börnin sín nálægt sér. Bömin hennar fimm gerðu allt sem þau gátu fyrir hana og mat hún það mikils. Svanhvít dvaldist síðustu 6 mán- uðina í Landakotsspítala og naut þar frábærrar hjúkmnar og umönn- unnar. Ég vil fyrir hönd aðstand- enda Svanhvítar þakka öllu hjúkr- unar- og starfsfólki á deild 3B á Landakotsspítala fyrir allt það sem þau vom henni. Það var ekki til í skapgerð Svan- hvítar að gefast upp þó móti blési og barðist hún hetjulegri baráttu við þennan illvíga sjúkdóm allt til hinstu stundar. Þegar ég heimsótti hana á spítalann töluðum við oft saman um trúmál og mátt bænar- innar og veit ég að hún sótti styrk sinn í bænina. Nú er þessi barátta á enda en ég trúi því að þau hjartans bönd sem Svanhvít og Halldór bundust ung að ámm séu tengd á ný. Guðrún Ása Brandsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.