Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 61
Minning. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 61 Jón Eiríksson fv. skipsíjóri Fæddur 12. júli 1893 Dáinn 7. mars 1988 Mig langar að minnast afa míns, Jóns Eiríkssonar, nokkrum orðum. Þegar gamall maður deyr þá er margs að minnast, myndir úr for- tíðinni þjóta fram hjá. Minningar frá bemskuárunum þegar við börn- in lékum okkur uppi á „hól“ eins og við kölluðum baklóðina á Austur- götunni hjá ömmu og afa. Þar var veiðarfæraskúrinn hans afa sem var ákaflega forvitnilegur. Þar sat afi löngum á stól fyrir utan og dyttaði að veiðarfærunum sínum ogJ)á var nú gaman að fylgjast með. A þess- um árum var afí trillukarl en hafði á sínum yngri árum verið togara- skipstjóri og það var. einmitt frá þeim árum sem hann hafði svo margt að segja og sögumar sem hann sagði okkur þegar við urðum eldri frá þeim tíma em ógleyman- legar. Fyrir 10 ámm, þegar amma dó og afi var orðinn 85 ára, bjó ég og fjölskylda mín í Bolungarvík. Þegar ég heyrði á afa að hann langaði vestur á fírði bauð ég honum að koma með okkur vestur í bíl, en hann hafði bara komið þangað sjó- leiðina. A leiðinni vestur komumst við að því að afi var ekki síður fróð- ur um landið sitt en hafið umhverf- is það, því hann þekkti alla stað- hætti og jafnvel bæjarnöfn í sveit- unum inn af fjörðunum, þó hann hefði aðeins sjglt þar um. Þeir 10 dagar sem afi var hjá okkur em okkur öllum ógleymanlegir og það var margt sem hann þurfti að segja langafastrákunum sínúm þegar þeir stungu litlu höndunum í stóran lófa og labbað var af stað niður á bryggju að skoða lífið þar. Eða þegar við fómm á Látrabjarg og afi hljóp við fót eins og unglamb og skreið alveg fram á bjargbrún og hafði óskaplega gaman af. Afi hefði orðið 95 ára í júlí ef hann hefði lifað og ekki kemst maður hjá að hugsa nú um allar þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa á ævi svo gamals manns, þær em næstum ótrúlegar. Við viljum að síðustu þakka fyrir að hafa fengið að hafa afa svo lengi hjá okkur en ég veit líka að afa fínnst gott að komast til „mömmu" eins og hann kallaði ömmu alltaf. Guð blessi minningu hans. Hrund Hjaltadóttir og fjölskylda Jón Eiríksson, fyrmm skipstjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánu- daginn 7. þ.m. Jón fæddist á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd 12. júlí 1893 og vom foreldrar hans hjónin Eiríkur Jónsson, formaður, sem fæddur var að Hábæ í Vogum 2. júní 1856 og Sólveig Guðfinna Benjamínsdóttir frá Hrófbjargastöðum, fædd 25. apríl 1867. Eiríkur faðir Jóns drukknaði 18. apríl 1922. I kvæði sínu um íslenska sjómenn segir Örn Amarson m.a.: íslands hrafnistumenn, lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á framsóknarleið. Eftir súðbyrðingsfór, kom hinn seglbúni knör. Eftir seglskipið vélknúin skeið. Það er ekki ofsögum sagt að Jón Eiríksson hafí lifað tímamót tvenn, þvi hann mun hafa verið innan við fermingu þegar hann hóf róðra á árabátum og árið 1908 fór hann á skútu fimmtán ára gamall og var um fimm ára skeið í slíku skip- rúmi, eða til 1913. En það var ekki að skapi Jóns Eiríkssonar að hjakka í sama farinu til frarnbúðar. Hann var maður rísandi sólar í íslensku þjóðlífi og vildi leggja fram krafta sína þjóð- félaginu til hagsbóta. Jón Eiríksson vissi líka, að til þess að ná betri árangri í starfi þurfti að menntast. Læra af reynslu annarra. Hann reyndi því að nýta þau tækifæri sem buðust á þeim tímum og aflaði sér menntunar samhliða erfiðu brauðstriti. A skútuárunum hafði Jón stundað nám j' Flensborgarskóla og lauk þaðan prófi 1911. Um þetta leyti var að ryðja sér til rúms tæknivæð- ing á Islandi, sem trúlega hefur leitað á hug hins unga manns, því þegar hann hættir sjómennsku á skútunum árið 1913 aflar hann sér menntunar og tekur próf í þeirri grein, sem í dag kallast bifvélavirkj- un. Ekki varð það þó ævistarf Jóns að gera við bílvélar, því nú var tog- urunum farið að fjölga, þessum aflmiklu drekum úthafanna í sam- anburði við árabátana og skúturnar og tápmiklum ungum manni var það ljúft að spreyta sig á þessum nýja vettvangi. Eins og áður er getið var það ekki að skapi Jóns Eiríkssonar að hjakka í sama farinu eða að sitja með hendur í skauti. Hann vildi heldur kanna hvort þessi nútíma tæki gætu ekki látið að hans stjórn og vilja og aflaði sér þess vegna menntunar á því sviði og útskrifaðist frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið.1915. Ævistarf Jóns Eiríkssonar varð því ekki að gera við bílvélar heldur sjómennska, aðallega á togurum, bæði skoskum, enskum og íslensk- um, þar sem Jón var ýmist bátsmað- ur, stýrimaður éða skipstjóri. Jón Eiríksson hætti sjómennsku fyrir tuttugu og fimm árum, en þá var hann reyndar orðinn sjötugur og hafði staðið í glímúnni við Ægi konung í hartnær sextíu ár. Eftir að Jón kom í land, eins og það kallast á sjómannamáli, stundaði hann byggingarvinnu meðan heils- an leyfði. Það gerðist reyndar fleira í ævi Jóns en þegar hefur verið sagt, því að 14. október 1916 kvæntist hann Dagbjörtu Vilhjálmsdóttur, sem var fædd í Hafnarfírði 10. júlí 1894 og stóð þeirra sambúð í sextíu og tvö ár, eða þangað til Dagbjört lést hinn 3. mars 1978. Böm þeirra Jóns og Dagbjartar vom: Hafsteinn, bílamálari, fæddur 1917, lést 1987; Eiríkur Axel, vél- stjóri, fæddur 1919; Vilhjálmur Gunnar, bifreiðastjóri, fæddur 1921, lést 1947; Svanur, skipasmið- ur, fæddur 1923, lést 1968; Anna Magnea, verkstjóri, fædd 1929; Svala, starfar hjá Pósti og síma, fædd 1930. Jón Eiríksson starfaði nokkuð að félagsmálum samhliða langri og oftast erfiðri starfsævi. Gekk til dæmis ungur í Oddfellowregluna og var einn örfárra Oddfellowa á Islandi sem náð hafa þeim áfanga að vera lengur en sextíu ár í regl- unni. Jón beitti sér fyrir því að Oddfellowregjan fór að starfa í Hafnarfirði. í landsmálum og bæj- armálum Hafnarfjarðar dró Jón Eiríksson enga dul á að hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og starfaði hann mikið fyrir þann flokk. Okkur Jóni Eiríkssyni varð gott til vina þó að aldursmunur væri nokkur. Við áttum sameiginleg áhugamál og unnum að þeim eftir bestu getu. Oftast var það þó þann- ig að hann átti hugmyndirnar, en eftirlét mér að koma þeim í fram- kvæmd. Sumu samferðafólki fannst Jón stundum vera hijúfur í tali og segja tæpitungulaust sitt álit; þegar miklu fínna hefði verið að velja ljúfl- ingsorð og fara um málefnið mjúk- lega. En þetta sama samferðafólk komst líka að því við nánari kynni, að undir sæbarinni húðinni sló við- kvæmt hjarta, sem fann til með þeim sem lífið hafði leikið grátt og vildi gjaman létta undir með þeim, væri þess kostur. Á kveðjustund er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum manni og tel mig hafa mikið af honum lært. Ekki síst þann uppörvandi boðskap sem' hann oftlega lét mig heyra, að erfiðleikarnir í lífsbarátt- unni væru ekki til annars en að sigrast á þeim. Eg vil votta eftirlifandi börnum Jóns, bamabömum og öðmm af- komendum, ásamt öldruðum systk- inum, mína innilegustu samúð. Blessuð veri minning Jóns Eiríks- sonar. Magnús B. Kristinsson t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HELENU SVANHVÍTAR SIGURÐARDÓTTUR, sem lést 3.mars sl. fór fram föstudaginn 11. mars. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigurður Ó. Halldórsson, Ester Tryggvadóttir, Ólafur Ó. Halldórsson, Guðrún Ása Brandsdóttir, Sigríður Sólveig Halldórsdóttir, Brynjólfur Guðbjörnsson, Hrafnhildur Björk HalldórsdóttirQddur Gunnarsson, Bjarni Ó. Halldórsson, Erna Böðvarsdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og mmningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÞÓRÐARSON, Fálkagötu 9, verður jarðsunginn frá kl. 15.00. Neskirkju í dag, þriðjudaginn 15. mars, Laufey Stefánsdóttir, Guðrún F. Jeffries, Árni L. Jónsson, Stefán Jónsson, Marvin L. Jeffries, Guðrún S. Sigurðardóttir, Kristján Þ. Jónsson, Luna Jacobsen, Þórður Jónsson, Ástriður Bjarnadóttir, Smári Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Geir Jónsson, Elina Kristjánsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Viðar Finnsson og barnabörn. t Systir okkar, FÍDES ÞÓRÐARDÓTTIR, Hamrahlíð 17, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miövikudaginn 16. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afbeðið. Þeim sem vildu minnast henn- ar er bent á Blindrafélagið Hamrahlið 17. Elíabet Þórðardóttir, Viktor Þórðarson, Karl Þórðarson. Útför t ÞÓRÐAR LOFTSSONAR frá Bakka, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Loftsson. t Minningarathöfn um GUÐRÍÐI KRISTINSDÓTTUR fer fram fimmtudaginn 17. mars kl. 15.00 frá Seltjarnameskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Tómasson. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, stjúpföður, tengdaföður og afa, ÞORVALDAR SÆMUNDSSONAR, Heiðmörk 9, Hveragerði. Guðrún Lovísa Hannesdóttir, Hannes Sigurgeirsson, Guðrún Magnúsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Jónsson, Emma Magnúsdóttir, Hörður Diego Arnórsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför ARNVIÐS ÆVARS BALDURSSONAR. Sigriður Ellertsdóttir, Gunnar Baldursson, Húgrún Valdimarsdóttir, Rúnar Baldursson, Gerður Baldursdóttir, Haukur Baldursson, Óttar Ægir Baldursson, Jóna Sigriður Gestsdóttir, Jóhannes Georgsson, Rafnhildur ívarsdóttir og systkinabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÖLVIS HREINSSONAR, Dalseli 10, Reykjavík. Ragna Sigurðardóttir, Helga Hreinsdóttir, Ormur Hreinsson, Helga Helgadóttir, Styrmir Hreinsson, Ásta Sæmundsdóttir. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, FRIÐBERTS FRIÐBERTSSONAR. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Bára Friðbertsdóttir, Lára Friðbertsdóttir, Ingibjört Friðbertsdóttir, Guðmundur Sörlason, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.