Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 64

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 ROYAL ^ SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir Símar 35408 og 83033 MIÐBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laufásvegur 58-79 o.fl. UTHVERFI Sogavegur 112-156 Sogavegur127-158 GARÐABÆR Mýrar AUSTURBÆR Sigtún VESTURBÆR Tjamargata 3-40 Þorvaldur Sæmunds- son — Minning Þessi kveðjuorð birtust í blaðinu á laugardaginn var, en þá urðu þau slæmu mistök að föðumafn Þor- valdar misritaðist. Er beðist afsök- unar á því um leið og greinin er endurbirt vegna þess. Það var sunnudaginn 28. febrúar sem ástkær afi okkar kvaddi þenn- an heim. Var hann búinn að eiga við veikindi að stríða í nokkur ár, þótt ekki hafi hann haft mörg orð - um það. Núna þegar við, bamabömin 9, hugsum til baka, em okkur öllum minnisstæðar stundimar góðu sem við áttum með afa. Alltaf tók hann jafnvel á móti okkur þegar við kom- um í heimsókn, gaf sér ætíð góðan tíma. Ymis vom erindi okkar syo sem hvort hann nennti að spila við okkur eða hvort hann gæti komið hjólunum okkar í lag, og var það þá gert í hvelli. Já, það var gott að eiga afa að. Ófáar beijaferðimar fóm þau afi og amma í á haustin og tóku okkur þá oft með, ekki lét hann það á sig fá þótt hann væri með fullan bíl af ærslabelgjum, alltaf jafn þolin- móður. Ekki vom svo móttökur afa síðri þegar langafabömin fóm að sækja hann heim, var kominn í leik með þeim um leið og þau birtust. Áttu þau með honum margar ánægju- stundir og héldu, öll sem eitt, mikið upp á „Valda afa“, eins og við köll- uðum hann öll. Afi vann í mörg ár hjá Hitaveitu Hveragerðis og skýr er í huga okk- ar, eins og eflaust margra Hvera- gerðinga, mynd af afa að hamast ofan í einhveijum skurðinum, að moka og gera við leiðslur. Em allir sem þekkja til sammála um að þar hafi ósérhlífínn maður unnið. Og segja má að það hafí einkennt hans líf meira og minna. Oft og iðulega var hann kallaður út um miðjar nætur. Var þá allt orðið kalt á einhveijum bænum, af því mátti hann ekki vita og dreif sig orðalaust í gallann sinn og af stað. Þetta þótti okkur orðið til- heyra og kipptum okkur ekki upp við það að afí þyrfti að yfirgefa hálfnuð Qölskylduboð. Árin liðu, við uxum úr grasi og eins og forðum var alltaf jafngott að koma til afa og ömmu. Fyrir u.þ.b. 6 ámm varð afi að láta af störfum sökum heilsubrests. Vom það erfíð tímamót í lífi hans, eftir að hafa unnið hörðum höndum alla tíð. En eigi var við ráðið, heils- an leyfði ekki meira. Upp frá þessu hafa afi og amma eytt flestum sínum stundum á heim- ili sínu, haft mikinn félagsskap hvort af öðm, stutt hvort annað og hjálpast að. Og sem fyrr, samtaka í að fylgjast með okkur og samgleðj- ast þegar vel gekk. Mánudaginn 22. febrúar tjáði amma okkur að afi hafí verið flutt- ur á Landspítalann. Okkur brá í brún. Líklega hefur það verið vegna þess hvað afí bar sig alltaf vel og vildi ekkert um veikindi sín tala, að við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað við ættum eftir fáar stundir með honum. Eftir nokkurra daga baráttu á sjúkrahúsi var elsku afí leystur frá þrautum. Eitt er víst að ávallt mun lifa í hjörtum okkar allra, minning um góðan afa, og biðjum við algóðan guð að styrkja og styðja hana ömmu, sem hann afí okkar bar svo mikla umhyggju fyrir. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt“. (S. Egilsson.) Barnabörn og barnabarnabörn AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 25. mars 1988 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta bankans. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um hækkun hlutafjár með sölu nýrra hluta, að fjárhæð kr. 40.000.000.-. Lagt verður tÚ, með vísun til 4 mgr. 28. gr. laga um hlutaf élög, að allir hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til áskriftar, í þvi skyni að auðvelda almenningi hlutafjárkaup í bankanum. 4 Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 18. mars n.k. Reikningar bankans fyrir árið 1987 ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 17. mars n.k. Reykjavík, 24. febrúar 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. tónaðarbankinn Styrkið oa fegrió likamann Dömur og herrar 5 vikna námskeið hefjast 21. mars Hressandl - mýkjandl - styrkjandl - ásamt megrandl æfingum. Sértfmar fyrlr konur sem vllja lóttast um 15 kg oða melra. Vlgtun - mællng - sturtur - gufubðð - kaffl og hlnlr vlnsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Armanns Ármúla 32:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.