Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
„fa)6to2>\ rr\ 4 ooo kr, 09
hun fór bara i\zi5ví*r / Kana."
Ásí er ...
f
\o-A4
me/ra en aðeins sykur-
lagið.
TM Rag. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserveh
01986 Los Angeles Tlmes Syndlcate
Datt mér ekki í hug. „Þessi
brynja þolir ekki högg með
eggjárni né slæma með-
ferð,“ stendur hér.
Með
morgunkaffínu
Sýndu mannasiði, maður.
Stattu upp fyrir konunni
minni.
HÖGNI HREKKVÍSI
„HEyrzi &s svo ,
/VIIKIP SEM EITT PÍP FKApéd....
Bjórfrumvarpið:
Misjafnt atkvæðavægi
er réttlætismál
Til Velvakanda.
Enn á ný hefur nú hin bindindis-
kæra þjóð hafíð rifrildi um öl og
öldrykkju og líkt og fyrri daginn
snýst málið um að vera, eða vera
ekki á móti bjór. Fylgismenn bjór-
banns, sem og andstæðingar, hafa
komið með hveija róksemdina á
fætur annarri máli sínu til stuðn-
ings og jafnan sýnt fram á að and-
stæðingurinn haft algjörlega á
röngu að standa. Alþingismenn fá
svo skömm í hattinn fyrir að þora
ekki að taka á málinu, fyrir að
halda uppi málþófí og neita að
leggja bjórinn undir dóm kjósenda
í almennri atkvæðagreiðslu.
Kannski heldur ekki furða, því að
samkvæmt áliti sumra ættu mjög
svo sérstakar reglur að gilda í slíkri
atkvæðagreiðslu, því að „marktæk-
ara [er] að taka frekar tillit til við-
horfa hinna eldri og reyndari úr
skóla lífsins en unga fólksins".
(Ámi Gunnlaugsson, Mbl. 10. mars,
bls. 19). Það mætti e.t.v. hugsa sér
að vægi atkvæðis þeirra, sem náð
hefðu ellilaunaaldri (70 ára) væri
einn, en aðeins Vso úr atkvæði hjá
tvítugu ungmenni. Vægi atkvæða
myndi svo aukast um V50 fyrir hvert
ár viðkomandi kjósanda, uns fullu
vægi væri náð við sjötugt. 45 ára
kjósandi myndi þannig hafa hálfan
atkvæðisrétt á við þann sjötuga,
enda er skólaganga hálffímmtugs
manns í skóla lífsins aðeins hálfn-
uð. Raunar er ekkert því til fyrir-
stöðu að hafa þennan hátt á við
atkvæðagreiðslu í fleiri málum og
mætti t.d. taka þennan hátt upp
við afgreiðslu mála á Alþingi. Flest-
ir stuðningsmenn bjórsins þar eru
ungir að árum og bjórinn myndi
því ætíð veða kolfelldur í krafti
þroska og visku hinna eldri. Þessu
mætti svo snúa við þegar til um-
ræðu væru mál, sem éldra fólk
hefði minna vit á, t.d. umræða um
tölvur og tækni, bamaheimilispláss
og námslán. Þá myndu atkvæði
hinna yngri vega þyngra. Sennilega
væri réttast að forsetar Alþingis
hengdu upp lista við byijun hvers
þings, þar sem fram kæmi hvert
væri atkvæði hvers þingmanns
væri í hveiju máli. Þá fyrst fengi
hið fullkomna réttlæti að njóta sín
og sýnt væri að vanþekking ein-
stakra þingmanna spillti ekki fram-.
gangi viðkvæmra mála.
Sveinn Agnarsson
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til fostudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafíileyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér i
dálkunum.
Hafa launin margfaldast?
Til Velvakanda.
Pétur Blöndal, talsmaður lífeyris-
sjóðanna, varði núverandi vexti og
verðbætur lánasjóðanna í hlustenda-
þjónustu rásar tvö hinn 9. mars.
Þetta var langt og mikið mál og að
mörgu leyti satt og skemmtilegt,
nema hvað hann taldi telq'ur okkar
launþeganna hafa margfaldast á sjö
árum, eða frá myntbreytingu 1981,
þegar bankinn greiddi tíu þúsund
krónur fyrir milljón króna innstæðu,
meðan lífeyrissjóðimir eru ennþá að
láta fólk borga tugi þúsunda á ári í
vexti og verðbætur af 20—100 þús-
und gömlum krónum, teknum að láni
til húsnæðiskaupa.
Vel má vera að laun hafí jafnvel
þúsundfaldast hjá einstökum hópum,
en allur flöldinn hefur bara orðið
útundan. Hinn almenni vinnuþræll
má greiða af sinni smáskuld ævi-
langt, ef ekki út yfir gröf og dauða,
því skuldin endar aldrei, ef svo fer
sem nú horfir.
Hvað laun fólks snertir, sem ekki
er yfirborgað af einkafyrirtækjum,
skammtar sér ekki launin sjálft eins
og þeir sem vinna á sjálfs síns veg-
um, eða malar gull úr sjó með útgerð-
ina á hausnum, vom laun mín í dag-
vinnu komin upp í 16 þúsund krónur
á mánuði 1984, úr 11 þúsund krónum
1981. 1986 vom daglaunin eftir eft-
irvinnu til nú að kvöldi stundum eða
Iaugardagsvinnu orðinn 20 þúsund
krónur. I dag næ ég 40 þúsundum
í næturvinnu.
Við sem emm með þessi laun emm
bara venjulegt fólk, heiðarlegt fólk,
sem gemm litlar eða engar kröfur
til lífsins og emm þess vegna án
allra prívathlunninda. Hafi eitthvert
okkar vott af hæfileikum í þá átt að
klífa ívið ofar í vinnustiga markaðar-
ins dylur hann það rækilega. Eða
hvers konar „guðjón" er það sem
auglýsir eftir fólki á þessa lund: Eld-
hress starfskraftur óskast. Aldur
20—40 ára. Laun samkomulag.
Hvort heldur er hér á seyði trúðleik-
hús eða hórmangari?
Guðrún Jacobsen
Víkverji skrifar
að hefur lítið snjóað í vetur.
Það er fyrst nú síðustu daga,
sem við sjáum einhvem snjó að
ráði. Þetta hefur m.a. komið sér
illa fyrir þá, sem stunda skíðaíþrótt-
ina og áreiðanlega verið umtalsvert
Qárhagslegt áfall fyrir skíðasvæðin
og að einhveiju leyti þær verzlanir,
sem byggja á sölu á skíðaútbúnaði
á þessum árstíma. KR-ingar hafa
verið óheppnir með skíðasvæði sitt
í Skálafelli síðustu tvö árin a.m.k.
Það var fyrst á laugardaginn var,
sem þeir gátu opnað Skálafell á
þessum vetri og þar var lítill snjór
í fyrra. Hins vegar er Skálafell á
margan hátt vinsælla skíðasvæði
en Blá§öllin. Væntanlega verður
mikil aðsókn í Skálafell nú, þegar
snjórinn ér kominn.
Við Islendingar höfum stundum
furðað okkur á þeim erfiðleikum,
sem snjókoma hefur valdið t.d. í
Bandaríkjunum, en það er eins og
þjóðfélagið þar fari úr skorðum, ef
einhver snjór kemur. Samgöngur
lamast að mestu. Víkveiji hefúr
stundum gert grín að Bandarílqa-
mönnum fyrir þennan aumingja-
skap. En nú sýnist, sem ekki sé
ástæða til að gera grín að öðrum
af þessum sökum. Þegar töluvert
snjóaði í sl. viku, virtist ástandið á
höfuðborgarsvæðinu vera sízt betra
en við höfum lesið um að verði í
stórborgum Bandaríkjanna, ef snjór
sést þar. Ongþveiti varð á helztu
umferðarleiðum á höfuðborgar-
svæðinu, árekstrar út um allt, bílar
komust ekki áfram og töfðu umferð
o.sv. frv. Hvað er að koma fyrir
okkur Islendinga?! Getum við ekki
lengur komizt leiðar okkar, þótt það
snjói svolítið?!
XXX
Víkveiji hefur áður vikið að því,
hvað leikhúslíf er fjölskrúðugt
hér og þá ekki sízt vegna litlu leik-
húsanna, sem spretta upp hér og
þar og eru til marks um þróttmikið
einkaframtak meðal leikara. Eitt
þessara litlu leikhúsa er Fröken
Emilía, sem sýnir Kontrabassann
um þessar mundir í litlu bakhúsi
við Laugaveg.
Það er ævintýri líkast að koma
í þetta leikhús. Það er í steinhúsi
á baklóð, í litlum sal, ef sal skyldi
kalla, öllu frekar er þetta stórt her-
bergi. Leiksvið er ekkert en sætum
fyrir um 50 manns hefur verið kom-
ið fyrir í hluta þessa herbergis. Þar
eru gamlir og þægilegir sófar eða
óþægilegir gamlir eldhúskollar.
Leiksvið er ekkert en leiksýningin
fer fram á gólfi í hluta herbergis.
í stuttu máli sagt er þetta einkar
skemmtileg sýning og frammistaða
hins unga leikara, sem leikur eina
hlutverkið í leikritinu, Áma Péturs
Guðjónssonar, með þeim hætti, að
athygli vekur. Hann mun nýútskrif-
aður úr leiklistarskóla og ef marka
má leik hans í Kontrabassanum á
hann eftir að sjást oftar á sviði í
Reykjavík. Það er full ástæða til
að hvetja áhugafólk um leiklist til
þess að sjá þessa sýningu.
XXX
Einn af viðskiptavinum Hag-
kaups í Kringlunni hafði orð á
því, að þjónusta væri slæm við
kassa þar á laugardagsmorgnum.
Þessi viðskiptavinur kom þangað
fyrir hádegi sl. laugardag. Margt
manna var í verzluninni, en einung-
is afgreiðsla við flóra kassa. Langar
biðraðir mynduðust við kassana og
fólk þurfti að bíða óhóflega lengi
eftir afgrciðslu. Það er ekki nóg
að hafa opið á laugardögum. Það
verður líka að vera viðunandi þjón-
usta.