Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 5 Nýjar reglur um sjósetningarbúnað björgunarbáta: Viðurkenning á Sigmundar- og Olsen-búnaði fellur niður SÚ VIÐURKENNING, sem Sigl- ingamálastofnun ríkisins hefur veitt Sigmundar- og Ólsen-bún- aði, fellur niður vegna nýrra reglna um losunar- og sjósetning- arbúnað gúmmíbjörgunarbáta. Reglumar kveða á um að allur slíkur búnaður, sem sótt er um viðurkenningu á til Siglingamála- stofnunar, skuli prófaður hjá óháðum viðurkenndum aðila í samræmi við nánari ákvörðun stofnunarinnar. Nú hefur verið ákveðið að búnaðurinn verði próf- aður af Iðntæknistofnun Islands í samvinnu við Siglingamálastofn- un, að sögn Magnúsar Jóhannes- sonar siglingamálastjóra. í reglunum segir m.a. að 8 metra, eða lengri skip, önnur en skemmti- bátar undir 15 metrum að lengd, skuli búin a.m.k. einum gúmmíbjörg- unarbáti sem unnt sé að losa og undirbúa til notkunar fyrirvaralaust með einu handtaki. Jafnframt skuli a.m.k. einn gúmmíbjörgunarbátur á framangreindum skipum, undir 24 metrum að lejagd, festur með sjálf- virkum búnaði sem losi gúmmíbjörg- unarbátinn ef skipinu hvolfir eða það leggst á þá hlið sem gúmmíbjörgun- arbáturinn er staðsettur á. Einnig skuli tryggt að báturinn byrji að blásast upp um leið og hann losnar. Á skipum, sem eru 15 metrar eða lengri, skal losunarbúnaðurinn jafn- framt tryggja, hvemig sem skipið snýr, að gúmmíbjörgunarbáturinn fari út fyrir borðstokk enda þótt búnaðurinn sé ísbrynjaður og á kafi í sjó. I öllum skipum og bátum er staðsetning og frágangur búnaðar til losunar og sjósetningar gúmmí- björgunarbáta háð samþykki Sigl- ingamálastofnunar og skal búnaður- inn skoðaður árlega. Ný fiskiskip og önnur ný skip, sem ekki eru búin yfirbyggðum stinnum björgunarbátum af viðurkenndri gerð, áttu að fullnægja ákvæðum reglnanna 1. mars sl. Siglingamála- stjóra er þó heimilt að veita efgend- um nýrra skipa frest til 1. septemb- er nk. ef sérstakar ástæður mæla með því. Skip, sem eru minni en 50 brúttólestir, eiga að fullnægja ákvæðum reglnanna við endurnýjun haffærisskírteina árið 1989. Önnur skip eiga hins vegar að fullnægja kröfum eldri reglna þar til búnaður þeirra verður endurnýjaður. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Áskriftarsinmn er 83033 Blaðamenn samþykktu samning NÝR kjarasamningur Blaða- mannafélags Islands við blað- aútgefendur var samþykktur á fjölmennum félagsfundi á mánudag, með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Á fundinum gerði Lúðvík Geirs- son formaður Blaðamannafélags- ins grein fyrir samningaviðræðum við útgefendur og skýrði samning- inn. Eins og fram hefur komið var samningur Blaðamannafélagsins við Félag íslenska prentiðnaðarins og Vinnuveitendasamband Islands undirritaður fyrir helgi og á mánudagsmorgun undirrituðu nokkrir útgefendur, sem standa untan þessara félaga, sams konar samning. Félag íslenskra iðnrekenda: Ræða kjara- mál í stað fjármagns- markaðar FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefur ákveðið að gera þær breytingar á dagskrá aðalfund- ar félagsins, sem haldinn verð- ur á fimmtudag, að í stað þess að þar verði á dagskrá, auk venjulegra aðalfundarstarfa, ávarp iðnaðarráðherra og um- fjöllun um fjármagnsmarkað- inn, verði ástand og horfur í samningamálum rædd. „Þetta er einfaldlega gert vegna þess að við teljum að það sé meiri þörf á að ræða í félaginu í dag þá stöðu sem nú er uppi í kjaraviðræðum,“ sagði Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Við erum þeirrar skoðunar að umræður um fjármagnsmarkaðinn þoli bið og séu betur geymdar til seinni tíma, í þessari stöðu.“ SAAB900 Framdrifínih $ § SAAB 900 er öruggur íjölskyldubíll. í þijú ár í röð hefiur hann reynst einn öruggast bíllinn í umferðinni í Bandaríkjunum. Nýjartölurum slysarannsóknir þar í landi sýna þetta. í SAAB 900 eru ökumaður og farþegar í minni hættu á að slasast í óhöppum, en í flestum öðrum bflum. SAAB 900 er langt undir meðaltali í útgjöldum tryggingafélaga vegna slysabóta. (Highway Loss Data Institute). Þetta kemur verkfræðingum SAAB ekki á óvart. Við hönnun SAAB hefur oruggur þess verið gætt að bíllinn veitti hámarks vemd í árekstmm og öðmm umferðaróhöppum. SAAB - skrefi framar í 50 ár. Komduogprófaðu. G/obusn Lágmúla 5, s. 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.