Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 45 Maðurinn hefur lengi vaðið reyk. Allt frá upphafi mannlegs sam- félags hefur löngunin að vera mest- ur búið í manninum. Hver og einn vill vera örlíti hafinn yfir alla hina. Langanirnar að drottna og eignast fylgjast oft að, því sá sem á eignir getur notað vald peninganna til að drottna og upphefja sig. Æðsta takmark þessa hugarfars kemur fram í orðum Júlíusar Sesar, keis- ara í Róm: „Ég kom, ég sá, ég sigr- aði“ sem útleggst ég kom í heim- inn, sá heiminn og sigraði heiminn eða „til að leggja hann að fótum mínum mér til ánægju". Maður sem tileinkar sér þennan hugsanagang vill stríð, þegar honum finnst heim- urinn þurfi að lúta sér.“ Vegna þessa hugarfars hefur heimurinn orðið vitni að endalausum bardög- um, orustum og stríð allt frá upp- hafi mannlegs samfélags. Við erum öll meðvituð um þá staðreynd að stríð skilar sér annaðhvort í sigri eða ósigri og stríð er skortur á ein- ingu í heiminum. Friðarhugarfar „Heimsfriði er hægt að ná, opinbera, veita og staðfesta, þegar hver og einn einstaklingur setur vald kærleikans ofar kærleikanum á valdinu." „Við höfum farið á mis við frið- inn. Við höfum ekki hlustað eftir andlegri þrá hjá okkur sem mótar andlegt hugarfar og leysir okkur úr hlekkjum jarðneskra eigna og langana.“ Það felst ekki í að hafna „líkamanum, fjölskyldunni, vinn- unni, ættingjum, eigin landi eða heiminum. Nei við eigum að hafna okkar eigin fáfræði, okkar röngu hugmyndum á Guði og sannleikan- um“. Við vitum að „aflið sem drottnar getur aldrei leyst vanda- mál heimsins, heldur afl andlegs hugarfars sem er í algerri andstöðu við orð Júlíusar Sesar, „kom, sá og sigraði". Það segir: „Hver og einn einstaklingur kom, til að sjá, elska" og mynda einingu. „Að elska er sjálfsgjöf, sem ekki er gefin með ’ómarlund heldur byggð á þeirri tilfinningu að allir hafí hluta af raunveruleikanum." Aflið sem myndar einingu er „aflið sem fínnst það vera ónógt þegar einn úr heims- fjölskyldunni vantar." Frá andlegu sjónarmiði er sú þjóð best, sem „lítur á mannkyn sem eina þjóð, eina sál“. Þegar þjóðir verða með- vitaðar um það að allar þjóðir til- heyra einni og sömu fjölskyldunni, „þegar þær verða eitt með þjáning- um, gleði og árangri hvor annarr- ar, þegar þær gera sér ljóst að þær hafa sama upprunann og sama við- urkennda markmiðið og þegar þjóð- ir eru ekki haldnar þeirri fírru, að árangur þeirra verði lítill, ef þær styðji við bakið á þeim sem veikari eru. Þeir sem vinna að andlegu hugar- fari hafa komist að því að vera háður (öðrum) hefur ekki leyst þá frá þjáningum, frekar aukið við þær. „Þess vegna vinna þeir að al- gjöru sjálfstæði. Treysta á sig og vænta einskis frá öðrum, nú fái þeir eitthvað launað þá eru þeir ánægðir. Fái þeir ekki laun eru þeir samt sem áður jafn ánægðir. Þeir vita að „friður hefst þar sem mannlegar væntingar enda“. „Um leið og við væntum einhvers frá veröldinni og veröldin mun ekki uppfylla væntingar okkar munum við enda í vonleysi. Þess vegna sam- þykkja þeir veröldina eins og hún er og reyna að horfa ekki í van- kanta náungans. Þegar við horfum á mistök annarra, þá samlögumst við þeim. Því dýpra sem við köfum sjáum við skýrt að ófullkomleiki hinna er ófullkomleiki okkar en aðeins í öðrum líkömum og hugum. „Þeir hinir sömu vita að þeir eiu ekki fullkomnir. Það að reyna að vera eitthvað meiri heldur en maður er skapar innri ófrið. Þess vegna gefa þeir heiminum það sem þeir eru, bæði kosti og galla. Þeir vita að neikvæð öfl og þar á meðal eig- in neikvæð öfl þurfa ekki að vera neikvæð. „Með hnífí getur maður stungið annan mann, með sama hnífí getur maðurinn skorið ávexti og gefíð öðrum.“ Einn mikilvægasti liðurinn í andlegu hugarfari er „framfaralíf eða það að fara út fyr- ir takmörk sín ... fara fram úr sjálfum sér á hveijum degi, hverri klukkustund, hverri sekúndu." Vera alltaf að gera eitthvað betur. Fram- faralífíð er eitt af fáu sem veitir manninum sanna ánægju. Fram- faralífsiðkendur reyna að vænta einskis þegar þeir fara út fyrir eig- in takmörk. „Ef við væntum ein- hvers af gerðum okkar munum við verða vonlaus, ef árangurinn verður ekki eins og við vildum að hann yrði. Okkur mun fínnast að okkur hafí mistekist. „Mistök er reynsla sem hjálpar okkur við að stækka okkur.“ Framfaralífsiðkendur vita að eigin væntingar þurfa ekki að fara saman við vilja okkar æðsta, en það æðsta er það sem við erum að reyna að keppa að. Af þeim sök- um gleðjumst við hver sem niður- staðan verður og bjóðum Guði ár- angurinn. Upptök raunverulegs friðar „Maðurinn finnur upp strið. Maðurinn uppgðtvar frið. Hann finnur upp stríðið hið ytra. Hann uppgötvar friðinn hið innra. Maðurinn hafnar stríði. Maðurinn sáir friði.“ Hvers vegna hefur okkur, þess- um fáu sem vilja vinna að friði, ekki gengið betur? Við vitum það, að við mótum heiminn með eigin hugarfari. „Ef við höfum engan innri frið þá miðl- um við eirðarleysi og árásargirni." Það „að missa innri frið er mesta ólán sem hent getur nokkurn mann. Ekkert ytra afl getur rænt einstakl- inginn friði nema hans eigin hugs- anir og gerðir." Við erum komin að meininu. Við styðjumst við hug- ann sem oft leiðir okkur af braut sannleikans. Sköpun hans er hræðsla, efí, áhyggjur, örvænting og aðrar skaðlegar tilfínningar. Hugurinn efast stöðugt. Afleiðingin kemur fram í ótrúlegu ósamræmi f hugsun. Á þessu augnabliki reisir hugurinn himinháa kastala sem hiynja á því næsta. Ytri kraftur hugans „syngur með ímynduninni og dansar við takmarkanir og deyr í vonleysi. Ytri styrkurinn segjr: Sjáið ég hef kraftinn til að eyða gjörvallri sköpun Guðs.“ „Við verð- um að vera á verði gegn neikvæðum hugsunum, hugsunum sem tak- marka okkur og gera okkur ófijáls. Þessar hugsanir hafa kraft lífeðlis- ins. Við skulum aldrei leyfa þeim að vaxa og verða að fjöllum. Við verðum að horfast í augu við þær og stjóma þeim.“ Á þann veg getum við með langri þjálfun náð tökum á huganum og látið stjómast af okkar æðra eðli. Stjórnast af hjarta okkar og sál. HJARTAÐ „gefur ást, kærleika og ljós til þess að við sjáum skapar- ann í öllum," í öllum gerðum okk- ar, í allri sköpuninni. „Hjartað vill einingu, vill fínna einingu og verða að einingu." Hjartað veit að leiðin liggur upp á við en ekki aðeins fram á við, eins og hugurinn heldur. Innri kraftur hjartans er kraftur sálarinn- ar og öfugt við kraft hugans „gefur sköpuninni stöðugt ljós kærleika, ljós umhyggju og ljós friðar. Innri krafturinn segir: Sjáið ég hef kraft- inn til að uppljóma alla tilvem Guðs.“ SÁLIN er æðsti og eini raun- vemlegi hluti okkar. Hún er hluti af alheimsguðnum. Hún er ótak- markaður friður, ljós, kærleikur, hamingja og kraftur. Við komumst í samband við hana í gegnum hjart- að. Sálin fyllir geyma hjartans líkt og bensínafgreiðslumaður geymi bíls. Sálin er, hefur og mun alltaf vera tilbúin að leiðbeina þér. Ef þú fómar lægra eðli þínu fyrir það æðra, gefur þig allan á vald sálar- innar og lætur að vilja hennar á hveiju augnabliki sólarhringsins muntu gjörsigra þína einu raun- vemlegu óvini, hræðslu, kvíða, efa og annan ófullkomleika ófrelsis og takmarkanir. Með tíð og tíma og með mikilli ástundun munu eigin- leikar Guðs verða að þínum. Leiðin að friði „Það er aðeins í gegnum guðssameiningu, guðsopinberun og guðsstaðfestingu að við getum öðlast frið, takmarkalausan frið, takmarkalaust Ijós, takmarkalausa gleði." Heimseining næst með andlegu hugarfari. Þegar menn fara á vit eigin sálar þá fara menn að njóta auðs friðarins og kærleikans. Þessu fylgir breyting á verðmætamati. Áfleiðingin lýsir sér í breyttu hugar- fari (andlegu hugarfari). Að sama skapi eykst þráin í fjársjóði sálar- innar, sem við köllum andlega þrá. En spurningin er hvemig náum við til sálarinnar? Aðferðimar em mjög vel þekktar án þess að fólk hafí gert sér grein fyrir mikilvægi þeirra. Þær em einbeiting, bænir og hugleiðsla. Að lifa andlegu lífi er alls ekki flótti frá raunvemleik- anum. Engum er ráðlagt að ganga í klaustur eða gerast einbúi í helli uppi á fjallstindi. Við vinnum að friði í borgum, tökum þátt í daglegu lífí innan um venjulegt fólk. Hug- leiðslan er afl sem hjálpar okkur að fá frið í daglegu lífí. Hún hjálp- ar okkur að horfast í augu við örlög heimsins. Hún gerir okkur fært að breyta mannlegu samfélagi úr sam- félagi hræðslu og efa í samfélag friðar, ástar, gleði og krafts. Hug- leiðslu og bænir er best að iðka á ákveðnum kyrrum stað og helst á sama tíma á hveijum degi. Best er að hugleiða á sama tíma á hveijum degi. Betra er að hugleiða og fara með bænir með fullri einbeitingu í stuttan tíma heldur en með lélegri einbeitingu í langan tíma. Best er að hugleiða einu sinni til tvisvar á dag í korter eða jafnvel styttri tíma til að byija með. Sá sem hugleiðir á morgnana fer í vinnuna hamingju- samur, rólegur og yfirvegaður. Honum gengur betur að leysa verk- efni dagsins og umgangast aðra heldur en sá sem fór í vinnuna í stressi og ójafnvægi. BÆNIR. Bænaiðkandinn fínnur fyrir tilveru Guðs hátt uppi í himin- ha^ðum. Honum fínnst Guð vera langt fyrir ofan sína huglegu sýn eða í svokölluðu himnaríki. í bænum sínum talar hann en Guð hlustar. Hann biður Guð um hitt og þetta. í bæninni leitar hann upp til Guðs. HUGLEIÐSLA. Hugleiðandinn eða hugræktarmaðurinn fínnur Guð almáttugan hvergi annars staðar en í eigin hjarta, þó að hann viti að almættið í heild sinni búi í öllu á jörðu og á himni. í hugleiðslunni reynir hugleiðandinn að halda hug- anum hljóðum nema hann spyiji inn á við. í hugleiðslunni hlustar iðk- andinn en Guð talar. Öfugt við það sem gerðist í bænalífínu kemur Guð til hugleiðandans en hugleiðandinn ekki til Guðs. I hugleiðslu ýtum við burtu skýjabreiðum hugsana. Við erum að leita að æðra sjálfí okkar og til þess þurfum við lausn frá-*-~* hugsunum og það gerum við með því að kyrra hugann með einbeit- ingu. Vitund okkar er eins og haf og hugsanir okkar eins og fískar. Venjulega erum við stödd á yfír- borði hafsins sem fullt er af óróa og gauragangi, en þegar við hug-, leiðum förum við smátt og smátt dýpra og óróleikinn hverfur. Því dýpra sem við köfum því meiri verð- ur kyrrðin. Fram hjá okkur synda fiskar (hugsanir), en við veitum - þeim enga athygli. Við köfum dýpra og dýpra inn í eigið haf friðar og kærleika. Það er djúpt í djúpinu, sem við getum hlustað og spurt okkar æðra sjálf. „Þegar við hlust- um á Guð þá er engin hugsun, ekki nein framtíð eða í dag. Það er allt núna. í hinu óendanlega núi vöxum við í átt að Guði. Þegar við höfum fengið skilaboð getum við athugað hvort þau eru komin frá æðra sjálf- inu með því að kafa dýpra inn í þau. Ef þau veita okkur gleði eða hamingjutilfinningu er mjög líklegt að við höfum náð sambandi við sálina. Ef ráðleggingamar eða svör- in eru ólík þeim sem við bjuggumst við er mjög líklegt að þau komi frá sálinni. Til að ná og þroska sam- bandið við sálina er dagleg iðkun og agi nauðsynlegur. Því meira sem við iðkum því ríkulegri verða launin eða mestu fjársjóðir alheims, friður, hamingja, gleði, kraftur, ljós sem við deilum með öðrum. Friðurinn verður óendanlegur og við munum njóta allra athafna í daglegu lífí og fyrirgefa galla, veikleika og ófull- komleika sambræðranna. Við sjáum að okkar guðlegi stjómandi er í öllum. Við munum hjálpa öðrum á braut stöðugs friðar og sá dagur mun renna upp að heimurinn öðlist frið. Höfundur er verslunarmadur. Amsterdam Verð frá Hamborg Verð frá KaupmannahöfnVerð frá London Luxembourg Salzburg Mílanó íbúðir Sumarhús Verð frá Verð frá Verð frá Verð frá Verð frá Verð frá 19.400 kr. 21.600 kr. 18.300 kr. 22.300 kr. 17.400 kr. 24.700 kr. 27.600 kr. 6.678 pr. viku 7.102 pr. viku FLUG OG BÍLL Amsterdam, Hamborg, Kaup- mannahöfn, London, Luxembourg og Salzburg á ákveðnum brottfarar- dögum. Við bjóðum einnig gistingu í sumarhúsum og íbúðarhótelum í beinum tengslum við flug og bíl. Börn 2-11 ára frá 50% afslátt af flug- fargjaldinu. FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S. 624040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.