Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Kvenskór - karlmannaskór l\lýtt úrval Kventöflur, leðurstígvél, gúmístígvél. Allar stærðir. Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3, sími 41754. Símar 35408 og 83033 MIÐBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laufásvegur 58-79 o.fl. UTHVERFI Sogavegur112-156 Kambsvegur GARÐABÆR Mýrar Tjarnargata 3-40 HLIÐAR Stigahlíð 49-97 SELTJNES Fornaströnd Vallarbraut KOPAVOGUR Lyngbrekka VESTURBÆR OfTIROn AFGREIÐSLUKASSAR Innrí friður, titr- andi lífskraftur eftir Martein A. Marteinsson Friðelskandinn Sri Chinmoy „Hér á jörðu getur vaxið friður í óendanlegum rnæli." Þessi orð eru tekin úr bókinni „Inner and Outer Peace" eða Innri og ytri friður eftir Sri Chinmoy, sem mun halda friðar- tónleika hér í Háskólabíói miðviku- daginn 16. þ.m. Sri Chinmoy er á tónleikaferðalagi um Norðurlönd. Þessi tónleikaferð er stór liður í baráttu hans fyrir friði. Hér á eftir verða kynntar helstu friðarhug- myndir hans úr áðurnefndri bók. En hver er þessi maður? Hann er fimmtíu og sex ára Indvetji, sem búsettur er í Bandaríkjunum og fluttist þangað 1964. Sri Chinmoy starfar hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hann sér um friðarhug- leiðslu tvisvar í viku fyrir sendi- herra og starfsmenn. Þrír aðalritar- ar Sameinuðu þjóðanna hafa farið lofsamlegum orðum um verk Sri Chinmoy í þágu alheimsfriðar. Javi- er Perez de Cuellar, núverandi aðal- ritari, sagði: „Þú einbeitir þér að sannleikanum og hugsjóninni sem mun sameina mannkynið, þránni fyrir friði, þörf þess að finna til með öðrum, leitinni að umburðar- lyi ii og skilningi meðal karla og kvi nna af öllum þjóðernum." En V"-,r er boðskapur hans? Hann er ofur einfaldur eins og hægt er að lesa úr orðum Javiers. Hann vill benda á að lífíð er leið að sem mestum andlegum þroska og að eining sé eitt af aðalmarkmiðum heimsins: „Þjóðir eru flokkur pílagríma á ferð. Þær veita hvor annarri gagnkvæma virðingu á leið sinni að sama takmarki. Því lengra sem þjóðunum miðar breytist virð- ingin í kærleika og úr kærleika í einingu." En hvað hefur Sri Chinmoy gert í þágu friðar? Ásamt því að sjá um friðarhugleiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum er hann upphafsmaður og aðalhvatamaður að alheimsfrið- arhlaupinu sem fór fram hér í júní sl. Þá efndi hann til sjö mínútna friðarstundar um allan heim á degi Sameinuðu þjóðanna. Þátttaka í þessari friðarstund hér á landi var fyrir utan Höfða í Reykjavík þar sém hópur fólks hafði safnast sam- an. Hann efndi til friðargöngu 16. september sem gengin var í tugum ríkja jarðarinnar. Sri Chinmoy hef- ur hitt marga trúar- og þjóðarleið- toga og rætt við þá um friðarmál hnattarins. Má þar nefna Pál páfa og Kristján heitinn Eldjárn. Þá hef- ur hann haldið mörg hundruð frið- artónleika um víða veröld í tónleika- höllum svo sem „Dale Carnegie Hall“ og „Albert Hall“ þar sem hann spilaði nokkur af sex þúsund lögum sem hann hefur samið. Sri Chinmoy spilar á rúmlega hundrað hljóðfæri. Hann tekur aldrei þóknun „Vitund okkar er eins og haf og hugsanir okk- ar eins og f iskar. Venjulega erum við stödd á yfirborði hafs- ins sem fullt er af óróa og gauragangi, en þeg- ar við hugleiðum förum við smátt og smátt dýpra og óróleikinn hverfur.“ fyrir störf í þágu friðar. Aðgangur að tónleikum hans er ókeypis. Á vegum Sri Chinmoy starfa hópar um allan heim að friðarmál- um. Friður ofar öllu Stríð gleymir friði. Friður fyrirgefur stríði. Strið er dauði mannlegs lífs. Friðurinn er fæðing guðlegs lífs. Nútímamaðurinn hefur farið á mis við innstu þrá sína. Eins langt og við munum hefur orðið mjög hröð framþróun í vísindum á meðan mannleg hamingja hefur verið á hröðu undanhaldi. Maðurinn hefur þróað og unnið að flestu öðru en friði. „Hann hefur þróað peninga- aflið, tækniaflið og vélaraflið. Hann hefur búið til afl sem getur eytt öllu mannkyni en samt sem áður fer hann á mis við fullnægju.“ Hann hefur farið á mis við afl sálarinnar. Kjamorkuvopn eru sköpun manna. Kjamorkuvópn deyða lif- andi vemr eins og við vitum öll. Til er annars konar sköpun sem deyðir menn í tíma og ótíma. Sköp- un sem deyðir skapara sína stóran hluta ævinnar. Þetta em tilfinning- ar eins og hræðsla, efí og vonleysi. Friður er aflið sem vinnur gegn þessum tilfínningum. „Ef við höfum ekki frið í huga og hjarta, hvernig eigum við að vera hamingjusöm?" Maðurinn þráir frið. „Hann finnur að friður er það eina sem veitir ánægju og árangur í lífinu.“ „Það dýrmætasta sem maður getur eign- ast er algjör innri friður, samræmd stjóm á lífinu, ást, gleði og titrandi lífskraft." „Án friðar getum við ekki lifað sem sannar mennskar vemr.“ Friður er aðalmarkmið lífsins. Með frið í hjarta, huga og gjörðum verðum við eins og klett- ur, sem ekkert vinnur á, hvorki hugsanir, gerðir né annað úr um- hverfinu.“ „Friðurinn er æðri allri veraldlegri þekkingu." Hvað er friður? Friður er upphaf ástar. Friður er fullkomnun sannleikans. Friður er afturhvarf til upphafsins. Afstaða manna til friðar hefur verið mjög mismunandi í gegnum tíðina. Þegar Eisenhower gegndi starfi hershöfðingja fyrir forsetatíð sína sagði hann: „Við munum koma á friði þó við þurfum að berjast fyrir friði.“ Jesús Kristur sagði: „Sælir em friðflytjendur því þeir munu landið erfa.“ Napóleon keis- ari sagði: „En þau vandræði sem við emm lentir í, friði hefur verið komið á.“ Einhver sagði: „Því kröft- ugar sem við vinnum að friði því betur kemur í ljós að friðardúfan er fugl paradísar." En hvað er frið- ur? Er það stund milli stríða? „Það þarf ekki baráttu á ytra borðinu. Ef þjóðir geyma árásargjarnar hugsanir í garð hinna jafnngildir það þá ekki stríði? Friður er návist samræmis, ástar, fullnægju og ein- ingar. Friðurinn fæðist ekki á ytra borðinu heldur innra með hveijum einstaklingi og færist þaðan út á við. Ytri friður er málamiðlun mannanna. Innri friður er uppfyll- ing mannsins. Innri friður er friður þar sem maðurinn fær fyllingu alls. „Innra með hverri mannvem em tvö andstæð öfl, stríð og friður. Ytra stríðið þekkju'm við öll. Við þekkjum einnig innra stríðið. Á sér- hverju augnabliki reynir friðarsmið- urinn að beijast gegn eigin ófull- komleika, takmörkunum, ánauð og dauða. Innri frið fær einstaklingur- inn þegar hann hefur náð hrein- leika, þegar hann er hrein athygli, þegar hann hefur losað sig við þokuhjúp veraldlegs hugarfars og bönd fáfræðinnar. „Friður er sam- ræmd stjórn á lífinu. Afleiðing frið- ar er ekki kyrrstæða, þvert á móti er hann dínamískt afl, afl til breyt- inga.“ Hvað veldur ófriði? Bros striðsins er flóð blóðs mannanna. Bros friðar er ást hér, þar, alls staðar. Hvers vegna er ekki lagt meira í friðarbaráttuna? Vegna þess að til er fólk sem hefur ást á eyðing- unni. Hversu margir em þeir sem hafa einlægan áhuga á friði? Allt of fáir. „Það em margir sem eru mjög meðvitaðir um galla sína, en hafa engan áhuga á að breyta sér. Þá em margir einstaklingar og margar þjóðir sem lofa breytingum, en ekkert gerist. Flestir hafa e.t.v. allranga hug- mynd um hvar sannan frið sé að finna. „Barnið fínnur frið þegar það . . . hleypur ánægt úti á götu. Fljótt verður það leitt á hlaupunum og þá er friðurinn úti.. . Fullorðni maðurinn heldur að hann fái frið þegar hann drottnar yfir öðmm. Gamli maðurinn heldur að hann fínni frið, ef heimurinn viti hversu mikill maður hann hafi verið og ef hann fái öll ævistörf sín launuð. Við finnum lítinn frið í tilveru okkar, vegna þess að við þráun hluti. Það að drottna og vilja eign- ast em langanir. Við emm í kröpp- um dansi við langanir okkar. Lang- anir hlekkja okkur við hluti. Hlutir gera eigandann að þræli sínum. Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík: Samkeppm um nýtt nafn og merkí FUJ I Reylgavík hefur ákveð- ið að efna til samkeppni um merki og „nýtt“ nafn fyrir fé- lagið. Þar sem FUJ varð 60 ára fyrir stuttu þótti stjóm þess viðeigandi að fá eitthvert „nýtt, gott og áhrifaríkt" nafn og þar að auki merki sem hæfir slíku félagi. Um form merkisins em engin skilyrði. Því á að skila sem gmnn- hugmynd, sem svo verður útfærð eða lagfærð. Nafnið á félagið á'að vera stutt ' og laggott, nafn sem hæfir for- ystuhreyfingu ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. 25.000 krónur verða veittar í verðlaun fyrir merkið og 15.000 krónur fyrir nafnið. Nánari upp- lýsingar em veittar á skrifstofu Alþýðuflokksins en tillögum skal skilast til Alþýðuhússins, Hverfis- götu 8—10, merkt FUJ í Reykjavík fyrir 11. apríl. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.