Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 53 Minning: Sigurjón Jakobsson frá Sogni Fæddur 27.júlí 1914 Dáinn 9. mars 1988 Hann Siggi frændi er dáinn. Engill Guðs kom og sótti hann að kvöldi níunda mars síðastliðins. Siguijón hét hann og fæddist 27. júlí 1914 á Sogni í Kjós. Hann var næstelstur 5 systkina sem upp komust. Foreldrar hans voru Jakob Guðlaugsson bóndi á Sogni og kona hans Þorbjörg Jóns- dóttir. Sigurjón var aðeins þriggja ára þegar hann veiktist illa og hlaut af lömun, sem háði honum alla ævi. A unglingsárunum átti hann aftur við sjúkleika að stríða sem ekki sást fyrir endann á fyrr en að lokinni aðgerð sem setti- á hann mark sitt æ síðan. Framan af ævinni bjó Siggi og starfaði í Kjós- inni, ýmist í heimahúsum eða á öðrum bæjum. 1948 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf störf á jámsmíðaverkstæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þar starfaði hann til æviloka og eignað- ist marga góða samstarfsmenn sem reyndust honum ætíð vel. Eiíínig var það honum styrk.ur að hjá Raf- magnsveitunni hafði hann gott samband við bræður sína sem hafa eytt þar stærstum hluta starfsæv- innar. Ætíð var gott að hitta Sigga og rabba við hann þegar ég átti erindi á verkstæðið. Fyrstu árin í Reykjavík bjó Siggi á háaloftinu í húsinu okkar en þar man ég fyrst eftir honum. Hann fluttist með okkur í Laugarnes- hverfið og þaðan svo í eigið hús- næði í Ljósheimum 6. Þar eignaðist Siggi elskulega nágranna, hjónin Harald Jónasson og Dóru Ottesen sem voru honum mikil stoð í gegn- um árin og eiga þau bestu þakkir skildar fyrir umhyggjuna. Tvennt er mér hugstæðast úr lífi Sigga. Fýrst skal telja umhyggju hans fyrir systkinum sínum, börn- um þeirra og barnabörnum. Hann var okkur öllum elskulegur frændi og dætur mínar horfa á bak ástkær- um afabróður, þótt kynnin hefðu mátt vera meiri. Hitt sem tengist minningu Sigga hvað sterkast er ást hans á hestum. í hestunum sínum átti hann ómetanlega vini, sem hann hafði ómælda ánægju af. Frá því að ég man fyrst eftir Sigga átti hann hross. I allmörg ár hjálpuðust þeir að við hrossa- haldið Siggi og Kristján heitinn afi minn. Á sumrin voru hrossin á Sogni. Þar nutu þau hagans með hrossum Sognsbænda og Siggi naut þess að sækja heim ástkæra systur sína Kristínu og mann hennar, Olaf heitinn Andrésson, sem var honum einstakur mágur. Hjá þeim dvaldi Siggi helst allar helgar og oft einn- ig í sumarleyfum. Gaman var að fá að fara með Sigga í rútunni og dvelja yfir helgi á Sogni. Seinni árin leigði Siggi aðstöðu fyrir hest- ana hjá Fáki ásamt Hannesi Ragn- arssyni bróðursyni sínum sem deildi áhuga hans á hestamennsku. Sam- an áttu þeir ótal góða útreiðartúra og ánægjustundir með hrossunum. Þeir Hannes tengdust sérstökum böndum og er missir hans á góðum frænda því mikill. Síðustu árin höfðu þeir Hannes sumaraðstöðu fyrir hrossin íð Leirvogstungu. Þar naut Siggi sérstakrar góðvildar þeirra hjóna Selmu Bjarnadóttur og Guðmundar Magnússonar. Þær urðu því margar ferðirnar hans Sigga í Mosfellssveitina, en þar heimsótti hann einnig oft systur sína. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég hann frænda minn og þakka honum samveruna hér á jörð. Hann var hress og heilsuhraustur þrátt fyrir bæklun sína allt þar til kallið kom, hljóðlega í svefni, eins og við vildum öll helst verða kölluð. í Guðs friði. Guðmundur Guðlaugsson Siguijón Jakobsson var einn af okkar tryggu og góðu félögum, sem ávallt var hestamönnum fyrirmynd. Ég kynntist Siguijóni, sem ungl- ingur, í Neðri-Fák, þau kynni mást ekki úr huga mér. Hann var ákveð- inn og sterkur, uppfullur af góðvild og hlýju, sem vermir manni enn um hjartarætur. Margar voru þær stundir, sem við yngra fólkið riðum í samfylgd hans og spjölluðum sam- an. Hann kunni að gleðja ung hjörtu með því að benda á jákvæðu hlið- amar á reiðskjótum okkar, og byggja upp sjálfstraust okkar um leið. Það var hið jákvæða í lífinu sem hann sá og talaði um og ætíð Kveðja: Leifur Gísli Ragnars- son frá Hundadal Ég vil þakka Gísla allar okkar góðu stundir saman heima í Hundadal og mun ávallt minnast hans sem góðs frænda og vinar. „Sem gull í öslqum góðir eru vinir þeir geymast þótt ei stöðugt lítum þá, og ávallt verða öðru öðruvísi en hinir sem aðeins muna, dveljum við þeim hjá. Það fellur ei á gullið þó að gleymist, þó „goð“ má aldrei verða neinni sál. Og sannur vinur geymist, en ei gleymist því göfgin sanna reynist aldrei tál“. (Ó.Á. „í birtu daganna") Linda Dögg „Svanir fljúga hratt til heiðá, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viitu ekki löngun leiða litla bamið þér við hönd? Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin dáin nóttín svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skin“ (Stefán frá Hvítadal.) Við þökkum samfylgdina og biðjum góðan Guð að geyma hann. Málfríður Einarsdóttir og börn. Mistök urðu við vinnslu þessara kveðjuorða hér í blaðinu sl. laugar- dag. Beðist er velvirðingar á því. brosmildur og einlægur. Sjálfur var Siguijón ávallt vel ríðandi og eign- aðist margan góðan hestinn. Hann fór oft hratt yfir grund. Það var aðalsmerki í þá daga, að eiga hesta, sem dygðu á ferðalögum, en ekki einhveija monttýpur, sem rétt skila sér hlaðvarpann og uppeftir, en leka síðan niður ef á þá reynir. Siguijón vissi hvaða hestar dygðu. Hann reið um héruð með Þorláki Ottesen, og öðrum kempum félagsins, sem kölluðu ekki allt ömmu sína. Það þýddi lítið að etja kappi við þessa garpa, því þeir kunnu að velja hests- efnin sem dugðu. Ef allir Fáksmenn væru gæddir heiðarleika og skilvísi Siguijóns, þá væri betur komið hjá félaginu. Hann var einn af gamla skólan- um, hafði alltaf sitt á hreinu. Hann var með hesta sína á fóðrum hjá félaginu svo lengi sem ég man. Það eru ekki margir dagar síðan ég mætti Siguijóni á baki og spjöll- uðum við saman að vanda. Þægi- legt viðmót hans og einlægni til staðar sem endranær. Strax minnt- ist hann á hversu vel ríðandi ég væri. Ætíð samur við sig; að gleðja aðra og vera jákvæður. Siguijón var tryggur sínum. Hannes frændi hans fór ekki varhluta af því. Enn eitt dæmið um drenginn góða, Sig- uijón Jakobsson. Hann var ætíð til- búinn að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Siguijón kaus ætíð að láta lítið á sér bera og gerði sér eflaust ekki grein fyrir hversu mörgum hann færði gleði með já- kvæðu hugarfari og velvild í garð náungans. Með þessum orðum senda Fáks- félagar kærum vini hinstu kveðju og votta aðstandendum samúð sína. Hestamannafélagið Fák- ur Sigurbjörn Bárðarson Siguijón Jakobsson frá Sogni í Kjós varð bráðkvaddur á heimili sínu í Ljósheimum 6 í Reykjavík þann 9. mars sl. Hann var fæddur á Sogni í Kjós 27. júlí 1914, sonur hjónanna Jak- obs Guðlaugssonar og þorbjargar Jónsdóttur sem þar bjuggu. Hann bjó þar á föðurleifð sinni en hún var frá Vindási á Rangárvöjlum. Þorbjörg var áður gift Jóni Árna- syni frá Staðarhóli í Andakíl, skip- stjóra í Reykjavík, en missti hann eftir skamma sambúð, sonur þeirra er Guðmundur Ámi fæddur 30. september 1907, starfaði lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Kona hans er Anna Andrésdóttir frá Neðra-Hálsi. Börn Þorbjargar og Jakobs eru auk Siguijóns sem hér er kvaddur, Guðlaugur fæddur 24. september 1916, verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Kona hans er Katrín Kristjánsdóttir frá Blönduholti. Kristín fædd 17. febrúar 1918. Maður hennar var Ólafur Andrés- son bóndi og oddviti á Sogni, en hann er látinn fyrir 9 árum. Ólafur Ragnar fæddur 22. júní 1922, verk- stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Kona hans er Guð- björg Hannesdóttir frá Vestmanna- eyjum. • Siguijón Jakobsson ólst upp við almenn sveitastörf eins og þau gerðust á þeim tíma, þar sem þarf- asti þjónninn var í aðalhlutverki ásamt stjórnanda sínum. Á unga aldri veiktist Siguijón af lömunar- veiki og lamaðist vemlega og var oft veikur af og til árum samán. Ekki bætti úr skák að fyrir um það bil 37 árum fældist með hann hest- ur með þeim aflefðingum ,að hann féll af baki og slasaðist mikið. Þess- ara áfalla bar hann merki ævi- langt. Siguijón hefur lengst af búið í Reykjavík og unnið hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Hann kvæntist ekki en átti víst athvarf og styrk hjá systkinum sínum og þeirra fólki sem hefur að ég best veit verið samhent um það. Hestar voru þrátt fyrir allt vinir hans og tómstundagaman. Lengi framan af hafði hann hross sín hjá mági sínum á Sogni og fór þá gjarn- an á milli með Júlíusi Jónssyni sem hélt uppi áætlunarferðum í Kjósina á þeim árum. Seinna meir hafði hann hesta sína í Reykjavík á vetr- um hjá Hestamannafélaginu Fáki og á Sogni á sumrin og nú undan- farin ár hér í Leirvogstungu. Fyrir um það bil 30 árum keypti hann íbúð í Ljósheimum 6 sem gerði honum kleift í góðu veðri að ganga til vinnustaðar síns á horni Suður- landsbrautar og Grensásvegar og til hesthúsanna við' Elliðaár. Þegar. Siguijón var með hesta sína í Leir- vogstungu fór hann yfirleitt einn í reiðtúra um helgar þangað til bróð- ursonur hans, Hannes, fékk áhuga á og eignaðist hesta og fór í reið- túra með frænda sínum. Voru þeir lengst af með fimm og sex hesta. Fyrir mann sem hefur bæklast eins og Sigutjón er það mikilsvert að geta fengið vinnu við sitt hæfi og tómstundagaman að sama skapi. Hann var mjög þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum á ein- hvem hátt. Hann var þakklátur ráðamönnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir þá vinnuaðstöðu sem hann hafði þar svo nærri heim- ili sínu og ekki síst að fá að vinna hálfan daginn nú seinni árin þegar þrekið dvínaði og aldurinn færðist yfir. Ég sem þessar línur rita var í sumardvöl á Sogni í tíu sumur frá sjö ára aldri og hófust kynni okkar Siguijóns þá. Ég og Guðmundur færum honum alúðarþakkir fyrir samferðina og vonum að hann leggi fljótlega á fyrir handan, það hljóta að bíða hans góðir reiðvegir þar. Selma I dag, verður til grafar borinn föðurbróðir minn og góður frændi, Siguijón Jakobsson frá Sogni í Kjós. Fæddur var hann þann 27. júlí 1914, sonur hjónanna Þorbjargar Jónsdóttur og Jakobs Guðlaugsson- ar, sem allan sinn búskap bjuggu í Sogni, föðurleifð Jakobs. Siguijón var elstur fimm barna þeirra hjóna, þijú lifa bróður sinn, auk þess hálfbróðir, sonur Þor- bjargar frá fyrra hjónabandi henn- ar. I frumbemsku varð Siguijón fyr- ir áfalli, sem hann bar menjar um til dauðadags, fötlun, sem olli því, að hann átti erfitt með að vinna erfiðisvinnu, eins og fullfrískur maður. Þó vann hann á heimili for- eldra sinna, og víðar í sveitinni, hvert það starf, sem vinna þurfti, og lét aldrei sinn hlut eftir liggja, þó oft kostaði það hann miklu meira erfiði og áreynslu en aðra, sem unnu sambærileg störf. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. í Sogni átti Siggi frændi, einsog okkur systkinabörnum hans var tamast að kalla hann, athvarf og skjól, fyrst í foreldrahúsum, síðar hjá systur sinni, Kristínu, og henn- ar ágæta manni, Ólafi Andréssyni, eftir að þau tóku við búsforráðum þar. Siguijón fluttist til Reykjavíkur árið 1948 og hóf þá þegar störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, í Smiðjunni eins og vinnustaðurinn er oftast nefndur, þar sem Guðlaug- ur, bróðir hans, er verkstjóri. Þakk- ir vilja vandamenn hans færa „körl- •unum“ í Smiðjunni" fyrir áratuga samstarf, hlýju og umburðarlyndi, sem þeir sýndu honum ævinlega. Eftir að Siguijón fluttist til Reykjavíkur keypti hann sér litla íbúð í Ljósheimum, þar sem hannc bjó til síðasta dags. Á heimili systk- ina sinna var hann ævinlega vel- kominn. Þó má með sanni segja, að heimili Ragnars, bróður hans, og Guðbjargar Hannesdóttur, konu hans, hafi verið sem hans eigið. Sonur þeirra, Hannes, saknar nú vinar í stað, en þeir áttu margt sameiginlegt, frændumir, báðir fatlaðir og báðir miklir áhugamenn um hestamennsku. Siguijón, frændi minn, var mikill hestamaður. Alla tið hefur hann átt hesta, oft gæðinga. Fyrstu minn- ingar mínar um hann em tengdar hrossum. Ég hef líklega verið fjög- urra ára, við emm stödd á hlaðinu í Hamrahlíð, sumarbústað foreldra minna, og emm að leggja af stað í útreiðartúr. Þeir urðu síðar marg- ir, útreiðartúramir, sem við fómm í, fyrst í Kjósinni og síðar frá Leir- vogstungu, en þar hafði hann að- stöðu fyrir hesta sína sumar eftir sumar. Hjónin í Leirvogstungu, Selma Bjarnadóttir og Guðmundur Magn- ússon, reyndust honum ákaflegá góð og hjálpleg, fyrr og síðar. Á hestbairi naut Siggi frændi til- vemnnar. Með hestunum átti hann sínar bestu stundir. Hann hugsaði um þá af slíkri natni og elju að leitun mun vera á öðm eins. Hvort heldur var í skemmtiferðum á sum- ardegi eða bara að hirða um þá, kemba þeim og gefa á bás í hesthús- inu að vetrinum var honum nautn. Fullyrða má, að þrátt fyrir marga góða vini og kunningja, vom hest- arnir honum bestu og tryggustu vinirnir. Auk yndislegra stunda, sem við áttum með hróssunum okkar, var oft rabbað saman í hominu hans inni á rafveitu. Oftast var þó um- ræðuefnið hrossin okkar og það sem þeim við kom. Nokkur sumur vann ég hjá RR,' með útivinnuflokki, oft vildu verk- færin bila og var þá jafnan viðkvæð- ið; „Skrepptu til hans Sigga í Smiðj- unni, hann getur ömgglega reddað okkur." Það vom orð að sönnu, þvi gæti hann ekki bjargað málinu gat það enginn. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa væm nokkur tök á því. Honum var ljúfara að gefa en þiggja: Siggi frændi er farinn. Fari hann í friði. Umskiptin urðu snögg og fyrirvaralaus. Én ég samfagna hon- um. Hann hefði átt erfitt með að sætta sig við veraldleg vistaskipti, frá því að vera sjálfum sér nógur og til þess að þurfa annarra forsjá í einu og öllu, eins og margur má sætta sig við á efri ámm. 1 Hvfli hann í Guðs friði og forsjá. Tobba. Blóma- og skreytingaþjónusta w hvert sem tilefnid er. GLÆSIBLOMIÐ GLÆSIBÆ, Állheimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.