Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 63

Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 63 ■ BOBBY Robson, þjálfari enska landsliðsins í knattspymu hefur valið Gary Pallister í liðið sem mætir Hollendingum í vináttu- landsleik 23. mars. Pallister kemur frá Middlesbrough og hefur ekki leikið áður með landsliðinu. Hann kemur í stað Terry Butcher sem er að jafna sig eftir fótbrot. Tony Cottee kemur að nýju inn í landslið- ið, eftir að hafa tekið út þriggja leikja bann og hann kemur í stað Clive Allen sem náði sér ekki á strik í landsleik gegn fsrael fyrir skömmu. Þá mun Chris Waddle missa af leiknum, en hann fer í aðgerð við kviðsliti á sama tíma. ■ SIGBJÖRN Óskarsson, stór- skytta Vestmannaeyjarliðsins í handknattleik er meiddur á hendi. Það flísaðist upp úr beini á putta hans á æfingu í sl. viku. Sigbjörn lék aðeins í vöminni í leik Eyja- manna gegn Fylki um sl. helgi. Eyjamenn leika næst mjög þýðingarmikinn leik gegn HK. Þá er óvíst hvort að Sigbjörn verði orðinn góður, þannig að hann geti leikið í sókn. ■ HOLLENDINGAR ætla að rejma að koma í veg fyrir að þekkt- ir ólátabelgir fái miða á leiki í Evr- ópukeppninni í knattspymu sem hefst í V-Þýskalandi í júní. Til þess að koma í veg fyrir að verstu áhangendur liðsins fái miða verða umsækjendur að fylla út umsókn með persónulegum upplýsingum. Þá verður athugað hvort að þeir séu að skrá yfír þekkta ólátabelgi og ef svo er fá þeir ekki miða. Þá hefur verið mælst til þess að sem flestir miðar verði seldir tii hópa og félaga með a.m.k. 50 meðlimi. Búist er við að Englendingar beiti svipuðum ráðum til að koma í veg fyrir ólæti í Evrópukeppninni. ■ ÞA U mistök urðu í gær í grein um ívar Webster að dómstóll KKÍ var kallaður aganefnd KKÍ. Það var ekki rétt og það var dómstóll KKÍ sem dæmdi í málinu en ekki aganefndin. Við biðjumst því vel- virðingar á þessum mistökum. ■ ALBERTO Tomba kom ekki heim frá Kanada fyrr en í gær. Hann slakaði á eftir Olympíuleikana í Calgary, en þegar hann kom voru 200 aðdáendur sem tóku á móti honum og voru konur í meirihiuta í þeim hópi. Faðir Tomba tók á móti honum, en sú saga gekk fjöll- um hærra að Tomba fengi nýja Ferrari bifreið fyrir sigurinn. „Ég hef heyrt þessa sögu um Ferraríinn. Alberto er óður í bíla, en við sjáum til...“ Alberto Tomba tekur þátt í heimsbikarkeppni í Svíþjóð um helgina, en hann er 12 stigum á eftir Pirmin Zurbriggen. Þrátt fyrir harða keppni segir Tomba að þeir séu enn vinir: „Við erum ennþá góðir vinir og ég hef boðið honum að koma heim til að bragða að matnum hjá mömmu." ■ SO VÉTMAD URINN Igor Poiyanski setti í gær heimsmet í 100 metra baksundi. Hann synti á 55,17 sekúndum og bætti gamla metið um 2/100 úr sekúndu. Metið setti hann í sundkeppni milli Sov- étrikjanna og Austur-Þýskalands í Mosvku. I VRENI Schneider missir af síðustu keppnunum um heimsbikar kvenna á skíðum. Hun meiddist illa á báðum hnjám er hún féll í keppni í Aspen fyrir skömmu og hefur ekki náð sér enn. Möguleikar henn- ar um sigur í heimsbikarkeppninni eru því úr sögunni. „Það hefði ver- ið gaman að vinna tvöfalt í heims- bikarkeppninni eftir að hafa unnið tvöfalt á Ólympíuleikunum, en það kemur annað keppnistímabil eftir þetta og þá verð ég búinn að ná mér, “ sagði Schneider. Hún var ekki sú eina sem meiddist í Aspen. Stöllur hennar Maria Walliser og Beatrice Gafner meiddust einnig og keppa ekki meira í vetur. KNATTSPYRNA Margirfrægirknattspyrnukappartil íslands: Þýskt stórskotalið herjar á Laugardalsvellinum Stórskytturnar Gerd „Bomber" Mullerog UweSeelerfremstaríflokki MARGAR heimsfrægar knatt- spyrnustjörnur verða í sviðs- Ijósinu á Laugardalsvellinum 17. júní í sumar. V-þýskt úrvalslið kemur hingað í heim- sókn. Það er skipað gamal- kunnum knattspyrnumönnum frá V-Þýskalandi, Argentínu og Brasilíu. Þetta er „Portas-lið- ið“ sem hefur innanborðs leik- menn eins og markaskorarana miklu Gerd Miiller og Uwe Se- eler, Paul Breitner, Wolfgang Overath og Brasilíumennina Jairzinho, Carles Alberto og Paulo Cesar. Leikurinn er fjáröflunarleikur, til að fjármagna íþróttarvallar- gerð við Litla-Hrauni. Framkvæmd- ir við völlinn hefl'ast í byijun apríl. Hagvirki mun sjá um verkið og Þýsk-íslenska sér um hitaleiðslur undir völlinn. Það er Halldór Einarsson, Henson, sem sér um fjáröflunarleikinn, en eins og menn muna þá léku tvö úrvalslið á Laugardalsvellinum í fyrra. Sá leikur heppnaðist mjög vel. „Ég fékk skeyti frá V-Þýskalandi í morgun, þar sem tilkynnt var að fjórtán manna hópur komi hingað til lands frá Frankfurt 16. júní og færi aftur utan 19. júní,“ sagði Halldór í viðtali við Morgunblaðið I gær. KNATTSPYRNA Gerd MQIIer tiyggði V-Þjóðveijum heimsmeistaratitilinn 1974 Halldór sagði að enn væri ekki ljóst hvaða leikmenn komi með „Portas- liðinu." Liðið Ieikur íjölmarga leiki á ári og er hópurinn mjög breytileg- ur hveiju sinni. Auk áðumefndra leikmanna hafa leikmenn eins bg Frans Beckenbauer leikið með lið- inu. Hann kemst þó ekki þar sem hann mun stjóma landsliði V- Uvra SmIw, fyrrum landsliðsfyrir- liði V-Þýskalands. Hann skoraði tvö mörk gegn íslandi í landsleik á Laug- ardalsvellinum 1960, 5:0. Þýskalands í Evrópukeppni lands- liðs á sama tíma. Aðrir kappar sem hafa leikið með liðinu, eru: Bemd Hölzenbein, Jurgen Grabowski, Hannes Löhr, Klaus Fischer, Rainer Bonhof, Helmut Haller, Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands, Giinter Netzer, sem em allir frægir v- þýskir landsliðsmenn. Brasilíu- KNATTSPYRNA Carlos Alborto, var fyrirliði heims- meistaraliðs Brasilíu 1970 í Mexikó. maðurinn Marinho hefur einnig leikið með liðinu og Argentínu- maðurinn Oscar Alberto Ortiz. • Þessar stórstjömur kappa við annað úrvalslið, sem verður einnig skipað frægum köppum. Tveir" íslesnkir leikmenn leika með því úrvalsliði. Það eru þeir Ásgeir Sigurvinsson og Amór Guðjohnsen. Tap gegn Haarlem Olympíulandsliðið mátti þola tap, 0:1, fyrir hollenska 1. deildarlið- inu Haarlem í Hollandi í gærkvöldi. íslenska liðið var betra í leiknum, en náði ekki að koma knettinum í mark Haarlems. „Þar sem það er búið að rigna mikið hér. Því fór leikurinn fram á gervigrasvelli. Við áttum ekki von á því, þar sem við komum hingað til Hollands til að æfa og leika á grasi,“ sagði Guðni Kjartansson, aðstoðarmaður Siegfried Held, landsliðsþjálfara. Allir leikmenn ólympíuliðsins fengu að leika. Hollendingamir skoruðu sigurmarkið með skalla á síðustu sek. fyrri hálfleiksins. Asgeir með rauðu hundana Asgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart, sem hefur verið með rauðu hundana, féll á læknisskoðun í gær fyrir leik Stuttgart og Frank- furt. Hann var því áhorfandi þegar Stuttgart lagði Frankfurt að velli, 1:0, í Stuttgart í gærkvöldi. „Leikurinn var frekar dapur,“ sagði Ásgeir. „Þetta var vinnusigur, sem færir okkur í áttina að UEFA-sæti,“ sagði Arie Haan, þjálfari Stuttgart. 20 þús. áhorfendur sáu Rainer Schutterle, sem lék í peysu nr. 10, skora sigurmarkið á 68. mín. Karlsruher lagði Hannover, 2:1, í gærkvöldi. KNATTSPYRNA Marseille áfram Marseille frá Frakklandi tryggði sér rétt til að leika í undanúrslitum í Evrópukeppni bik- armeistara í gærkvöldi. Féiagið lagði finnska liðið Palloseura að velli, 3:0. 30 þús. áhorfendur sáu kappana Bem- ard Genghini, Klaus Allofs og Jean- Pierre Papin skora mörkin. ■Þær fréttir bárust frá Barcelona I gærkvöldi að fjórir vamarleikmenn Bareelona væru með flensu - og gætu ekki leikið UEFA-leikinn gegn Leverk- usen í kvöld. ■Mikil gremja braust út í Aberdeen í gærkvöldi, þegar dómarinn Andrew Waddell lét ekki leik Aberdeen og Celtic í skosku deildarbikarkeppninni fara fram. Ástæðan fyrir því er að hann taldi völlinn of blautann vegna rign- inga. 23 þús. áhorfendur fóu því fílu- ferð á völlinn. ■Dundee Utd. og Dundee gerðu jafn- tefli, 2:2, eftir framlengdan leik f 8-liða úrslitum skosku bikarkeppninnar í gær- kvöldi. ■Coventry vann stórsigur, 4:0, yflr Luton í ensku 1. deildarkeppninni í gærkvöldi. Swindon lagði Bamsley, 3:0, f 2. deild og f 4. deild lagði Darlington Peterborough að velli, 2:1. HANDKNATTLEIKUR Yfirlýsing frá Valdimar Gnmssyni Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Valdimar Grímssyni, handknatt- leiksmanni úr Val: „Því miður er margt sagt í bræði sem ekki stenst og ætti ekki að segjast. Það hef ég nú gert um einn af okkar albestu handbolta- mönnum. Víkingurinn Guðmundur Guð- mundsson á frábæran handbolta- feril að baki og á sá ferill örugg- lega eftir að lengjast. Ummæli mín um Guðmund voru höfð eftir mér þegar hitinn eftir leikinn var hvað mestur. Guðmundur hafði eftir leik Vals og Víkings á mánu- dagskvöldið ásakað mig við blaða- mann um ítrekuð gróf brot, svo- kölluð júgóslavnesk brögð. Ásökum Guðmundar er alröng og skil ég ekki að sannur íþróttamað- ur, eins og ég tel Guðmund vera, skuli vilja eyðiléggja íþróttaferil Valdimar Qrfmsson. nokkurs manns með yfírlýsingum sem þessari. í þessum sama íþróttaanda bið ég Guðmund af- GuAmundur QuAmundsson. sökunar á fljótfæmislegu orðavali mínu um hann. Valdimar Grímsson."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.