Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 31 St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TED Hughes, lárviðarskáld Breta, hefur vísað á bug ýmsum frásögn- um af sambúð hans og skáldsins Sylviu Plath, sem birst hafa í nýrri ævisögu skáldkonunnar eftir Lindu Wagner-Martin, að því er segir í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Plath var gift Ted Hughes og ól honum tvö böm, en svipti sig lífi árið 1963. Hughes var þá þegar að komast í hóp þekktra skálda í Bretlandi. Sylvia Plath orti einnig og er nú talin í hópi bestu skálda af sinni kynslóð. Hughes hefur staðfastlega neitað að ræða einkalíf sitt með Sylviu Plath. En þegar hann sá handritið að þessari ævisögu, ritaði hann at- hugasemdir upp á 15 blaðsíður. í ævisögunni er haldið fram, að Plath hafi ekki fallið í geð frami manns síns, og hún hafi verið honum gröm vegna þess, að hann hafi verið óbundnari við heimilið en hún, sem hafí orðið að vinna öll heimilisverk- in. í bókinni er einnig sagt, að Hughes hafa ávítað konu sína í annarra áheym fyrir að gera ekki við fötin hans. Hughes segir í greinargerð sinni, að það sé meiri háttar brestur á dómgreind að halda, að Plath hafi ekki fallið í geð frami hans. Olwyn, systir Ted Hughes, segir, að dag- bækur Sylviu Plath sýni, að þau hjón hafí skipt með sér öllum heim- ilsverkum. Linda Wagner-Martin, sem er prófessor í ensku við háskól- ann í Michigan í Bandaríkjunum, segir, að hún hafí verið nokkrar vikur í Bretlandi til að afla gagna hjá vinum þeirra hjóna. Hún segist einnig hafa séð lista yfír það, sem Plath varð að gera daglega á heimil- inu, elda, slá blettinn og kaupa inn, og hvergi sé minnst á, að Ted Hug- hes deili þessu með henni. Hann hefði átt að sýna henni meiri skiln- ing, þar sem hann vissi, að hún hefði verið lengi að ná sér eftir al- varlegt taugaáfall. í ævisögunni er tekið tillit til sumra athugasemda Hughes, en ekki allra. Ýmsir aðdáendur Sylviu Plath, sérstaklega ■ kvenréttinda- konur, hafa lengi haft horn í síðu Teds Hughes. Reuter Líkfylgdin leggur af stað frá Dyflinni á leið til Norður-íriands. Útf ör þriggja liðsmanna IRA: Breski herinn býst við miklnm óeirðum Lárviðarskáldið Bretland: neitar ásökunum ERLENT Ferjuslys á Indlandi Nýju Delhi, Reuter. ÞRJÁTÍU manns drukknuðu þeg- ar feiju hvolfdi á uppistöðulóni í Madhya Pradesh-ríki á Indlandi á föstudag. Að sögn indverskrar fréttastofu- voru farþegar í feijunni á leið til brúðkaups. íbúum þorps í nágrenni uppistöðulóns Rihand-stýflunnar tókst að bjarga 10 mönnum. Grænland: Leitað að sprengju i franskri flugvél Nuuk, frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morjfunblaðsins. JIOEING þota franska flugfél- agsins Air France, sem fljúga átti Belfast, Reuter. I DAG verða bornir til grafar þrír skæruliðar írska lýðveldis- hersins, IRA, sem féllu í síðustu viku fyrir skotum breskra leyniþjónustumanna á Gíbraltar. Breskar öryggissveitir óttast að til óeirða komi í Belfast og í Dundalk þar sem jarðarför- in fer fram. í gær var ungur kaþólikki skotinn til bana í nágrenni Belfast og liðsmaður IRA féll í átökum við breska herinn á mánudag. Þá viku sem liðin er síðan IRA- vegna óyggjandi sannana um að mennimir voru myrtir á Gíbraltar þeir væra að undirbúa hryðjuverk hefur óeirðum ekki linnt í Belfast. Þegar kistum hinna látnu var ekið frá flugvellinum í Dyflinni yfír til Norður-írlands stóðu þúsundir manna við veginn til að votta hin- Reuter frá París til Tókió með 396 far- Kínverskir óeirðalögreglumenn veijast gijótkasti þjóðemissina í Lhasa. stúlkumar eins og dýr. Stundum nota þeir þær til læknisfræðilegra tilrauna," sagði hann. Talsmaður kommúnistaflokksins í Qinghai-héraði bar fréttir þessar til baka og sagði alrangt að konur hefðu verið neyddar til að gangast undir ófijósemisaðgerðir. Bætti hann því við að hvorki hefði komið til mótmæla né hefðu tíbetskir þjóð- ernissinnar verið handteknir. Hins vegar kvaðst hann kannast við „eitt tiltekið atvik" þar sem námsmenn hefðu látið í ljós efasemdir um fjöl- skylduáætlanir stjómvalda. þega, lenti i Grænlandi á sunnu- dag vegna þess að tilkynnt hafði verið að sprengja væri I vélinni. Talsmaður flugfélagsins sagði að flugvélin hefði lent á flugvelli banda- ríska hersins í Thule á Grænlandi eftir hringt hefði verið i höfuðstöðvar flugfélagsins í París og tilkynnt að sprengja væri í vélinni. Bandarískir hermenn fundu enga sprengju þrátt fyrir fimm tíma leit, og vélin hélt til Japans nokkrum klukkustundum á eftir áætlun. um látnu virðingu sína. Þegar komið var yfír landamærin brá svo við að unglingar sem em mótmæ- lendatrúar þeyttu gijóti að kistun- um og bölvuðu hinum látnu. Talsmenn Smn Fein, stjóm- málaarms IRA, segjast vilja halda útförina án afskipta breska hers- ins en fulltrúar lögreglu segjast ekki geta liðið að IRA bijóti lög með því til dæmis að skjóta heið- ursskotum við útförina. Bretar óttast að hinir látnu verði gerðir að píslarvottum og útförin snúist upp í mikinn mótmælafund til stuðnings málstað IRA. BV Rafmagns oghand- lyflarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allar upplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 V..... ..... ■■■ ' ■ ......... Viljirðu eitthvað vandlega fést vertu á föstu mect Thorsmans þan-múrboltinn: Festing fyrir. þunga hluti í steypu. Örugg festing. Thorsmans naglatappinn: Plast- tappi með skrúfunagla. (Það nýjasta í dag...) Örugg festing [ vikurplötur og steinsteypu. Thorsmans sjökrækjan. Upp- hengja fyrir lampa, rör o.fl. í stein og plötur. Þægilegt — hentugt. Thorsmans múrtappinn með þanvængjum. Betra toggildi. Til festingar fyrir þunga hluti. Örugg festing. Thorsmans-monomax: Festing fyrir plötur 3-26 mm. Ath. aðrar gerðir fyrir þykkri plötur. Jff RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/ SÍMI (91)84000 V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingainiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.