Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 40

Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Að byggja ódýr- ara íbúðarhúsnæði eftir Rúnar F. Sigurðsson Að undanfömu hefur mönnum orðið tíðrætt um langan afgreiðsl- utíma á lánum frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins, takmörkuðu láns- Qármagni, ásamt háum vaxta- kostnaði af lánum, jafnt til hús- byggjenda sem og annarra. Minna hefur borið á umræðu um hvemig staðið hefur verið að hús- byggingum hér á landi og hvort hægt sé að draga úr byggingar- kostnaði og stytta byggingartíma. Er ekki tímabært að við förum að horfast í augu við dýr !án og takmarkað lánsfjármagn með því að kanna hvort ekki sé hægt að byggja á ódýrari hátt með aukinni hagræðingu á ýmsum sviðum. Það nýja húsnæði, sem er á boð- _______Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Hraðsveitakeppni er nýlokið og urðu úrslit eftirfarandi: Sv. Þorsteins Jóhannssonar 1799 Sv. Valtýs Jónassonar 1798 Sv. Bjarkar Jónsdóttur 1786 Sv. Birgis Bjömssonar 1759 Sv. Níelsar Friðbjamarsonar 1694 Sv. Hafliða Hafliðasonar 1655 Sv. Friðfinns Haukssonar 1605 í sigursveitinni voru auk Þor- steins Jóhannssonar, Rögnvaldur Þórðarson, Jón Sigurbjömsson og Ásgrímur Sigurbjömsson. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag 07.03 hófst hrað- sveitakeppni félagsins sem er um leið firmakeppni og eru sveitir kenndar við þau fyrirtæki sem taka þátt í keppninni. Staða eftir fyrsta kvöldið er þannig: Úlfar og Ljón/ Sy. Þorsteins Þorsteinssonar 500 Hagvirki hf./ Sv. Friðþjófs Einarssonar 474 B. Víglundssonar/ Sv. Drafnar Guðmundsdóttur 460 Ferðask. Alis/ Sv. Ólafs Torfasonar 442 stólum þessa dagana og lesa má um í dagblöðum, er yfirleitt á fok- heldu byggingarstigi og til afhend- ingar eftir marga mánuði. Er þetta framboð í samræmi við þarfir neyt- enda? Hentar það fjölskyldu að selja ofan af sér íbúð sem hún býr í til þess að flytja inn í fokhelt hús- næði? Líklegt má telja að það sé ósk flestra að geta flutt inn í nán- ast tilbúið nýtt húsnæði, enda laum- ast að manni sá grunur að bygg- ingaverktakar selji byggingar sínar í fokheldu ástandi til að dylja raun- verulegan alltof háan byggingar- kostnað. Hvar í nágrannalöndunum er fólki boðið upp á slíka hálfunna „vöm“? Það er mat mitt að húsbygginga- mál hérlendis þurfí að taka til gagn- gerrar endurskoðunar á þann hátt að fjársterkir aðilar standi að baki umfangsmikilli byggingarstarf- Eimsalt/ Sv. Einars Sigurðssonar 432 Guðjón Tómasson/ Sv. Stigur Herlufsen 412 Röst hf./ Sv. Huldu Hjálmarsdóttur 408 Búnaðarb. Kóp./ Sv. Jóns Gíslasonar 402 ÍSAL/ Sv. Ingvars Ingvarssonar . 395 Morgunblaðið/ Sv. Ársæls Vignissonar 393 Bridsdeild Húnvetninga félagsins Nú eru 9 umferðir búnar af 15 í sveitakeppninni og er staða efstu sveita nú þessi: Cyrus Hjartarson 198 JónÓlafsson 181 Valdimar Jóhannsson 169 Kári Siguijónsson 166 Sigtryggur Ellertsson 148 Halla Olafsdóttir 146 Tíunda umferð verður spiluð á miðvikudaginn kemur í Skeifunni 17. Keppnisstjóri er Jóhann Lúth- ersson. íslandsmót í sveitakeppni — B-úrslit I B-úrslitum tryggðu eftirtaldar sveitir sér rétt til þátttöku: Sveit semi. Á sama hátt og stórmarkaðir hafa stuðlað að lækkuðu vöruverði með aukinni umsetningu og magn- innkaupum, því er ekki hægt að ná fram sambærilegri hagræðingu við byggingarframkvæmdir? Ég tel eðlilegt að lífeyrissjóðir, bankar og önnur öflug félög/fýrirtæki taki beinan þátt í byggingu íbúðar- húsnæðis. Tökum dæmi: Öflugir lífeyris- sjóðir, sem í stað þess að lána Hús- næðismálastofnun Ríkisins fjár- magn til húsbygginga, standi sjálfir fyrir byggingu á stöðluðu íbúðar- húsnæði í stórum stíl fyrir félags- menn sína — og gætu á þann hátt með útboðum, nákvæmri tímasetn- ingu magninnkaupa, eigin fast- eignaviðskiptum og lánastarfsemi náð fram verulegri lækkun á bygg- ingarkostnaði og þannig náð fram betri nýtingu þess fjármagns sem Ásgríms Sigurbjörnnssonar, Siglu- firði, Jóns Þorvarðarsonar, Reykjavík, Þorsteins Bergssonar, Fljótsdalshéraði, Sigmundar Stef- ánssonar, Reykjavík, Drafnar Guð- mundsdóttur, Hafnaifirði, Sigfúsar Þórðarsonar, Selfossi, Valtýs Jón- assonar, Siglufirði, og Sveit Sam- vinnuferða/Landsýnar, Reykjavík. Sveitir í B-úrslitum verða að staðfesta þátttöku sína til Brids- sambands Islands fyrir miðvikudag- inn 23. mars nk. Úrslitakeppnin verður á Hótel Loftleiðum og hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 20. Síðan verða spilað- ar tvær umferðir á dag í fram- haldinu (skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska). Spila- mennska hefst kl. 13 að deginum og kl. 20 um kvöldið. Henni lýkur um miðnætti á laugardaginn. Leikir verða sýndir á sýningartöflu og verður komið upp góðri aðstöðu fyrir áhorfendur á Loftleiðum til að fylgjast með spilamennsku. Framhaldsskólamótið 1988 Bridssambandið minnir á skrán- ingu í framhaldsskólamótið í sveita- keppni 1988, sem spilað verður í Sigtúni 9, helgina 26.-27. mars nk. Skráð er á skrifstofu BSÍ. Allir framhaldsskólar á landinu eiga rétt á þátttöku, með eins margar sveitir og hver skóli getur myndað. Tals- menn skóla sem hug hafa á þátt- töku eru beðnir um að skrá sveitir sem allra fyrst, til að auðvelda und- irbúningsvinnu. Opna stórmótið á Akureyri Enn eru nokkur sæti laus í Opna stórmótinu á Akureyri, sem spilað verður um næstu helgi. Skráð er á skrifstofu BSÍ og hjá stjórn BA nyrðra. Spilaður verður 50 para baromet- er, með 2 spilum milli para, allir v/alla. Spilamennska hefst kl. 10 árdegis á laugardaginn. Spilað er í Gefjunarsalnum. Keppnisstjóri verður Ólafur Lárusson. Landmannalaugar: Skálaverðir í mars og apríl FERÐAFÉLAGIÐ hefur ráðið til starfa í Landmannalaugum tvo gæslumenn í mars og apríl. Þetta er nýjung í þjónustu við ferða- menn á þessu svæði, en reynslan hefur sýnt að mikil þörf er á við- veru gæslumanna þarna, þar sem síðastliðin ár hefur aukist fjöldi þeirra sem ferðast um á snjósleð- um og öðrum farartækjum sem duga í vetrarferðir. I húsinu er hitaveita og því stöðug upphitun, eldhús með eldunaraðstöðu og öilum áhöldum. Gæslumenn'eru þeir Páll D. Sigurðsson og Sigurður Halldórsson. Þeir hafa vélsleða og geta aðstoðað við flutning á farangri frá Sigöldu (þangað er bílfært), sé þess óskað. Talstöð er í sæluhúsinu tengd Gufunesradíói og svo eru þeir með farsíma: 002-2044 þannig að ferðamenn geta haft samband við þá og fengið áðumefnda þjónustu. Rúnar F. Sigurðsson „Á sama hátt og stór- markaðir hafa stuðlað að lækkuðu vöruverði með aukinni umsetn- ingu og magninnkaup- um, því er ekki hægt að ná fram sambæri- legri hagræðingu við byggingarf ramkvæmd- ir?“ þeir hafa til ráðstöfunar. Þegar fram líða stundir gætu þessir lífeyr- issjóðir/byggingafélög byggt hús- næði af ýmsum stærðargráðum þannig að félagsmenn gætu skipt á húsnæði innan þeirra vébanda; t.d. byijað í 2 herbergja íbúð — farið í einbýli við miðjan aldur og smækkað við sig á efri árum. Eins og málum er háttað í dag þá skipt- ir fólk 3—4 sinnum um húsnæði á ævinni, þannig að það eyðir u.þ.b. 6—8% af meðalíbúðarverði í þóknun til fasteignasala og það staðgreitt. Að mínu mati eiga stærstu lífeyris- sjóðimir að bindast samtökum og standa fyrir byggingu á fullbúnu húsnæði til að ná niður byggingar- kostnaði og jafnframt eiga lífeyris- sjóðimir að geta hagnast á slíkum framkvæmdum fyrir utan aðra hefðbundna lánastarfsemi. Jafn- framt má það teljast í þágu almenn- ings að fasteignaviðskipti séu í höndum faglegra aðila sem í tengsl- um við umsvif sín geti annast mark- aðsrannsóknir á íbúðarþörf á hveij- um tíma. Ennfremur má vænta að slíkir aðilar séu í beinum tengslum við innlánastofnanir, hafí þannig aðgang að ýmiss konar upplýsing- um og geti því lagt raunsætt mat á kaupgetu væntanlegra kaupenda. Nú á síðustu árum hafa komið fram ýmsar nýjungar við húsbygg- ingar sem hugsanlega geta lækkað byggingarkostnað verulega og flýtt byggingarhraða. Því eru slíkar hug- myndir ekki einmitt virkjaðar af öflugum byggingaraðilum sem ráða yfir fjármagni og hafa getu til að standa fyrir þróunarstarfi á þessu sviði? Ég tel fullvíst að mjög margir haldi að sér höndum við húsnæðis- skipti vegna ýmissa óvissuþátta sem ríkir í fasteignaviðskiptum og fasteignaframboði. T.d. má nefna að seljandi að notuðu húsnæði selur á þann hátt að útborgun greiðist á allt að einu ári; á sama tíma kaup- ir hinn sami hugsanlega nýtt fok- helt húsnæði á núvirði, þannig að húsnæðið sem hann kaupir kann að hækka svo og svo mikið í verði þangað til að hann fær eignina af- henta. Á hann þá jafnframt eftir að koma eigninni í íbúðarhæft ástand. Á tímum mikillar verðbólgu hafa margir farið flatt á þessu. Því er raunhæft að fullt samræmi sé á kjörum við sölu á notuðu húsnæði sem og við kaup á nýju. Slíkt sam- ræmi tel ég að komist fyrst á þeg- ar fasteignaviðskipti færist í hendur framkvæmdaaðila sem hafa stefnu- mótandi áhrif í húsnæðismálum al- mennt. Höfundur er skrifstofustjóri í Reykjavik. Innritnn grunnskóla- nema í borginni TVÍÞÆTT innritun grunnskóia- nema í Reykjavík fer fram í dag og á morgun, dagana 16. og 17. mars. Annars vegar er hér um að ræða innritun 6 ára barna sem hefja skólagöngu í forskóladeildum á komandi hausti, en þetta eru börn sem eru fædd á árinu 1982. Innrit- un þessara barna fer fram í grunn- skólum borgarinnar milli kl. 15 og 17 báða dagana. í þessum hópi eru nú 1.509 börn skv. síðustu íbúaskrá Reykjavíkur og munu þau skiptast milli 24 grunnskóla. Þessi aldursflokkur er ekki skóla- skyldur sem kunnugt er og er því mjög áríðandi að foreldrar vanræki ekki að innrita bömin nú, hvert í sinn skóla, eigi þau að sækja for- skólann næsta vetur. Þá fer einnig fram þessa sömu daga innritun þeirra bama og ungl- inga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur. Þessi innrit- un fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjamargötu 12, kl. 10—15 báða dagana. Hér er átt við þá nemendur sem munu flytjast til Reykjavíkur eða burt úr borginni, einnig þá sem koma úr einkaskólum (svo sem skóla ísaks Jónssonar eða Landa- kotsskóla) og ennfremur þá grunn- skólanemendur sem þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mikilvægt að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð í Skólaskrifstofunni á ofangreindum tíma, þar sem nú fer í hönd árleg skipulagning og undir- búningsvinna sem ákvarðar m.a. fjölda bekkkjardeilda og kennara- ráðningar hvers skóla. (Fréttatilkynning) smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar □ HELGAFELL VI-2 5988031607 I.O.O.F. 9 = 1693168V2 = □ GLITNIR 59883167 - 1 Frl. I.O.O.F. 7 = 1693168V2 = 9.0. SAMBANO (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvikan í Reykjavík Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30 í Breiðholtskirkju. „Auöævi lífsins". Upphafsorö: Andre Heide. Lárus Jónsson sýnir myndaröö frá Kenyu. And- ers Josephson syngur. Hugleiö- ing: Skúli Svavarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Kristinboðssambandiö. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. IOGT \ St. Einingin nr. 14. Fundur í kvöld kl. 20.30 i Templ- arahöllinni v/Eiriksgötu. Kosning fulltrúa á aöalfund Þingstúku Reykjavíkur. „Hver aldur hefur sinn Sjarma". Dagskrá i umsjá hagnefndar. Félagar fjölmennið. Æ.T. REGLA MUSTERJSRIDUARA RM Hekla 16.3. SAR.MT. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bíblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaður Hafliöi Kristinsson. Efni: Lofgjörö og til- beiösla. Svigmót Í.R. Svigmót Í.R. fer fram helgina 19.-20. mars nk. Mótsstaður veröur auglýstur síðar. Dagskrá: Laugardagur 19. mars Kl. 11.30 Brautarskoöun, fyrri ferö, í flokkum 9-10 ára og 11-12 ára. Kl. 13.30 Brautarskoöun, seinni ferð, í sömu flokkum. Sunnudagur 20. mars Kl. 10.00 Brautarskoöun, fyrri ferö, karla og kvennaflokkar. Kl. 11.00 Brautarskoðun, fyrri ferð, 15-16 ára flokkar, drengir, stúlkur. Kl. 12.00 Brautarskoöun, seinni ferö, karla og kvennaflokkar. Kl. 13.00 Brautarskoðun, seinni ferö, 15-16 ára flokkar, drengir, stúlkur. Kl. 14.00 Brautarskoðun, fyrri ferð, 13-14 ára flokkar, drengir, stúlkur. Kl. 16.00 Brautarskoöun, seinni ferð, 13-14 ára flokkar, drengir, stúlkur. Mótsstjórn áskilur sér rétt til aö breyta dagskrá. Þátttaka tilkynn- ist til Auöar Ólafsdóttur fyrir fimmtudagskvöld í síma 37392.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.