Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 félk í fréttum Sveitaböllin rifjuð upp á Hótel Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þetta par sýndi með miklum tilþrifum hvernig dansað var á rokkár- unum. Manstu vinur nefnist dagskrá sem flutt verður í Hótel Sel- fossi næstu helgar. Þar er stemmn- ingin frá sunnlensku sveitaböllun- um á árunum 1959- 1967 rifjuð upp í tali og tónum. Frumsýning var 5. mars og gestir kunnu sannarlega að meta það sem fram var borið. Söngvarar hljómsveita þessa tíma koma fram og ein hljómsveit, Limbó, í heilu lagi. Halli og Laddi sjá um kynningu og ungt par sýnir tjútt, tvist og rokk með ótrúlegum sveiflum. Fyrstar komu fram systurnar Hjördís og Ulfhildur Geirsdætur frá Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi. Þær upplýstu að á meðan bróðir þeirra Gissur æfði sína hljómsveit í kjallaranum þar heima hefðu þær hlustað á og tekið æfingar í kjallar- anum og í fjósinu. Mama, lag Gíttu Henning hinnar dönsku, hefði hljómað vel í fjósinu og kýrnar kunnað að meta það. Þær systur gerðu stormandi lukku á frumsýn- ingunni eins og reyndar aðrir sem fram komu. Sigurdór Karlsson, Amór Þórhallsson, Þorsteinn Guð- mundsson og Guðmar Ragnarsson frá Meiritungu komu einnig fram, sungu og spiluðu og húsið dunaði af lófaklappi og húrrahrópum. Stemmningin var fullkomin. Sumir gestanna sögðust hrein- lega lifa aftur gömlu sveitaböllin og sáu fyrir sér hljómsveitirnar á sviðinu, Hljómsveit. Óskars Guð- mundssonar, Kaprí, Carol, Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar, Safír og fleiri. Til þess að minna fólk á voru .myndir af hljómsveitum þessa tíma uppi á veggjum og hvarvetna mátti heyra fólk rifja upp ljúfar endur- minningar frá sveitaböllunum sælu á Suðurlandi þegar hljómsveitirnar kepptu um hylli gesta sem létu sig ekki muna um að fara langan veg á holóttum vegum til þess að upp- lifa sæluna. Hljómsveit hússins, Karma, sér um undirleik á dagskránni og leikur síðan fyrir dansi á eftir. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gestir kunnu vel að meta það sem fram var borið og stemmningin var góð. COSPER Við leigðum hús þar sem sólin skein inn í eldhúsið. John Holmes er ekki lengur á meðal vor. Rcutcr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.