Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 16. MARZ 1988 21 frá Korngarði að norðan, inn Vatna- garða, fyrir Kleppsskapt og suður fyrir Holtaveg verði tekið frá fyrir þróun áætlanasiglinga. Nú eru farmstöðvar á þessu svæði 22 hektarar. í skipulagstillögu eru sýnd svæði sem samtlas eru um 45 hektarar, en allur þessi landauki verður til við fyllingu í sjó fram. Samkvæmt landrýmisspá fyrir áætl- anasiglingar endist þetta svæði leng- ur en 30 ár. Spá um gámaviðlegur gerir ráð fyrir að tvær viðlegur við Klepps- bakka og tvær við Holtabakka anni gámaflutningum. Inn á þetta svæði þarf að koma aðstöðu fyrir strand- flutninga Ríkisskips, annaðhvort með því að nýta mannvirki sem fyrir eru, eða með nýjum mannvirkjum sunnan Holtabakka. Ef þróunin verður önnur en spá gerir ráð fyrir, má til dæmis koma fyrir viðlegum nyrst í Kleppsvík og ef núverandi skipafélög nýta ekki skipulagsrýmið, má þarna leysa hugsanlega nýjungar í flutningum. I skipulagstillögunni segir enn- fremur að hagkvæmt gæti orðið að fjárfesta í sérstakri viðlegu fyrir sér- útflutning kældra og frystra fiskaf- urða, en bent er á möguleika þess að nýta eldri mannvirki, til dæmis með því að breyta hluta Faxaskála í Austurhöfn í kæli- og frysti- geymslu. Hugsanlega aðstöðu fyrir byggingavöru og aðra útivöru má leysa, ef hagkvæmt er talið, á mörk- um svæðis fyrir áætlanasiglingar, það er annað hvort við Korngarð eða í Kleppsvík sunnan Holtavegar. Svæði í Kleppsvík verður samkvæmt skipulagstillögu 28 hektarar, þar af er um 8 hekturum ráðstafað. Unnið er að frekara skipulagi Sundahafnar. Tollvörugeymslan h.f. hefur sótt um mikið landsvæði í Kleppsvík fyrir starfsemi sína og hugsanlega fríhafnarstarfsemi. Þá beinast augu manna að því landi sem Kleppsspítalinn notar nú fyrir hugs- anlegar stjómstöðvar flutninga- og þjónustufyrirtækja, svo sem aðal- stöðvar skipafélaga, flutningamiðl- ara, banka, tollyfirvalda, hafnar og annarra sem tengjast flutningum. Þessar aðalstöðvar eru nú aðallega við Tryggvagötu og Hafnarstræti og tengdust flutningum um gömlu höfn- ina en eiga nú frekar heima í Sunda- höfn. Loks segir í skipulagstillögunni: „Aukning áætlanasiglinga, efling vörugeymslustarfsemi, tilkoma fríhafnar og uppbygging stjómstöðv- ar mun auka gildi Sundahafnar og styrkja Reykjavíkurhöfn í sessi sem flutningamiðstöð landsins." Gamla höfnin Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að framtíðarsýn Reykjavíkur- hafnar beinist austur á sundin og sú spurning vaknar hvert hlutskipti gomlu hafnaririnar verðurieftir þess- ar breytingar. Skipulagstillaga Kvos- arinnar gerir ráð fyrir mikilli um- ferðaræð, Geirsgötu, meðfram Mið- bakka gömlu hafnarinnar þannig að ljóst er að talsverðar breytingar verða á nánasta umhverfi þar. Gunn- ar var því að lokum spurður hvert yrði hlutverk gömlu hafnarinnar í framtíðinni: „Gamla höfnin var allt fram undir 1970 helsta flutningahöfn landsins, eins og ég nefndi áðan. Vöruflutning- ar fóru þá um Austurhöfnina og Vesturhöfnin var og er enn ein stærsta fiskihöfn landsins. Tilkoma Sundahafnar byggist fyrst og fremst á því að hér í Kvosinni er ekkert landrými til athafna með þessar stóru flutningaeiningar og í tengslum við endurskoðun á skipulagi gamla mið- bæjarins er orðið ljóst að Austur- höfnin mun ekki lengur geta þjónað sínu gamla hlutverki sem flutninga- höfn. Á síðasta ári settum við þar upp fiskmarkað, Faxamarkað í Faxa- skála, og má búast við að Austur- höfnin muni að einhvetju leyti taka við þeirri aukningu sem þörf verður fyrir varðandi aðstöðu fyrir fiskiskip. í Örfirisey höfum við byggt upp birgðageymslur fyrir olíustöðvar, sem munu halda áfram að gegna því hlutverki jafnframt því sem land hefur verið aukið fyrir fískvinnslu og þjónustufyrirtæki tengd útgerð- inni. Við Ingólfsgarð hafa varðskipin og rannsóknarskip haft aðstöðu og svo verður áfram. Það má því búast við að gamla höfnin muni í framtí- ðinni nýtast sem fiskihöfn fyrst og fremst og að Austurhöfnin muni þá aðallega nýtast fyrir ýmsar tilfall- andi skipakomur, sem aðeins þurfa viðlegu og litla þjónustu aðra en þá, að fólk komist á milli skips og bryggju. Að auki get ég nefnt að raddir hafa verið uppi um að hagnýta hluta af gömlu höfninni að einhverju leyti i sambandi við skemmtibáta, eða frístundasiglingar. Um 100 trillur eru að jafnaði í gömlu höfninni og Snarfari er með aðstöðu fyrir um 160 hraðbáta inni við Elliðavog. Áætlað er að um aldamót verði þörf- in fyrir viðlegupláss skemmtibáta um 1.000 talsins. Slík höfn tekur yfir sjávarflöt sem er jafnstór allri gömlu höfninni og verður því að byggjast annars staðar. Gerð slíkrar aðstöðu er ekki á verkefnaskrá hafnarstjórn- ar og yrði þvi að greiðast af viðkom- andi einstaklingum, félagasamtökum þeirra eða opinberum sjóðum. En af þessu má sjá að gamla höfnin verður alls ekki lögð af í framtíðinni þótt hlutverk hennar breytist eitthvað með tilkomu nýrrar og fullkomnari hafnaraðstöðu við Sundahöfn, verði ef til vill „geðprýðishöfn" eins og orðhagur hafnarstjórnarmaður eitt sinn nefndi skemmtibátahafnir,“ sagði Gunnar B Guðmundsson hafn- arstjóri að lokum. HÖRUNÐSÁR REFSI- RÉTTARPRÓFESSOR eftirEinarS. Hálfdánarson Eitthvað hefur prófessor Jónatan lagt meiri merkingu í stutt greinar- korn borgarstjórans í Reykjavík en efni stóðu til. Auðvitað efast enginn um að Jónatan kunni lögfræði. Þó það nú væri; maðurinn hefur skrif- að heilt tonn af bókum um efnið og kemur sjálfsagt næstur Guðrúnu frá Lundi að afkastagetu í skrifum. En sitthvað er hæfni og hæfi, eða hvað, prófessor Jónatan? Jónatan ætlar að halda fast í þetta sem hann á eftir af persónu- réttindum, þ.e. skoðana- og tjáning- arfrelsið. Atvinnufrelsinu var hann búinn að fórna (því sem Hæstiréttur hafði skilið eftir af því) þegar hann gerðist „nauðugur saksóknari". Og svo undrast hann ásókn frá mönn- um sem vilja láta hann starfa fyrir sig; hefur engan frið. Sei sei. Þó er það skemmtilegasta líklega eftir hjá Jónatani. Hann er búinn að leggja línuna um samstarf emb- ættismanna hjá ríkinu með því að gerast prófdómari við embætti ríkislögmanns. Hver verður fenginn til að fara yfír úrlausnina í Haf- skipsmálinu? Skipulagsstjóri? Yfir- lögfræðingur verðlagsstjóra? For- stjóri Landhelgisgæzlunnar? Eða kemur krókur á móti bragði — sjálf- ur ríkislögmaðurinn. Höfundur er lögfræðingvr og löggiltur endurskoðandi. Licona N Ý LÍNA í EVRÓPSKUM JAKKAFÖTUM - SMOKINGUM OG STÖKUM JÖKKUM - PU ÆST AÐEINS HJÁ OKKUR. . Austurstræti 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.