Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson, Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Staðarval fyrir samninga Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttásemjari, hefur ákveðið að sáttaumleitanir í kjaradeilunum fari ekki að- eins fram í Reykjavík, heldur einnig á Akureyri og Egils- stöðum. Er hér um að ræða samninga fyrir meira en 40 verkalýðsfélög. Með þessari ákvörðun kemur sáttasemjari á móts við eindregnar óskir forvígismanna launþega á þessum stöðum. Vinnuveit- endasambandið taldi hins vegar eðlilegt, að viðræðumar færu fram í Reykjavík eða eins og Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, sagði í Morgunblaðinu í gær: „Við höfum talið að það væri nauðsynlegt á svipaðan hátt og verið hefur undanfarin 30 ár að semja við þessi félög öll á sama stað. Vinnuveit- endasámbandið er ein og óskipt samtök og við komum ekki til með að semja með mismunandi hætti við þessi 40 félög.“ Með hliðsjón af þeim venj- um, sem verið hafa í kjaravið- ræðum í 30 ár, kom það ýms- um að því er virðist í opna skjöldu, hve mikil áhersla var á það lögð af hálfu lands- byggðarmanna fjarri Reykja- vík, að þeir þyrftu ekki að sækja samningafundi í höfuð- borginni. Fyrir þessum óskum hafa verið færð ýmis rök. í fyrsta lagi snúast samning- amar um viðskipti heima- manna, ef þannig má orða það. Það er verið að semja um laun á einstökum stöðum milli launþega og vinnuveit- enda þar. Vissulega skiptir miklu að stuðst sé við megin- reglur, sem ná til landsins alls, en hitt er jafnframt ljóst, að staðbundnar aðstæður geta ráðið úrslitum um að samningar takist. í öðru lagi er kostnaðarsamt að halda úti sveit fulltrúa margra verkalýðsfélaga í Reykjavík. í þriðja lagi er hér vafalaust um ákveðið metnaðarmál landsbyggðarfólks að ræða. Því fínnst ástæðulaust að sækja allt til Reykjavíkur. Deilur um formsatriði af þessu tagi geta oft orðið til þess að tefja fyrir því, að raunverulegar samningavið- ræður hefjist. Þekkist það úr viðræðum á alþjóðavettvangi, að ágreiningur um staðarval eða j.afnvel lögun fundarborða getur orðið næstum óyfirstíg- anlegur. Þá kann þref um slíka hluti að leiða til þess að lokum að óhagstæðari eða dýrkeyptari samningar eru gerðir en ella hefði verið. Oft er stofnað til viðræðna um formsatriði sem þessi, þegar aðilar takast á í fyrsta skipti, og minna þær þá á glímu- menn sem leita að snöggum bletti hvor hjá öðrum. Hitt er einnig til, að hliðarmál af þessu tagi séu sett á .oddinn í pólitískum tilgangi; fer til. að mynda ekki á milli mála, að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags- ins, vill geta slegið sér upp á þessum þætti kjaraviðræðn- anna, eru afskipti hans þó léttvæg og gegnsæ. Fjarskipti og samgöngur hafa breyst verulega til hins betra á þeim 30 árum, sem framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins nefndi í Morgunblaðssamtalinu. Nú er til að mynda hægur vandi að senda ritað mál símleiðis milli staða með svonefndum fax- vélum. Er ekki að efa, að samningsaðilar geti nýtt sér þessa tækni í viðræðum sínum og síðan efnt til síma- funda þess á milli. Það er í raun engin goðgá, að ímynda sér samningafundi þannig, að hluti fundarmanna sitji í Reykjavík, sumir á Akureyri og aðrir á Egilsstöðum. Ákvörðun ríkissáttasemj- ara um að efnt skuli til samn- ingaviðræðna á þremur stöð- um á landinu samkvæmt ein- dreginni ósk annars viðræðu- aðila er bæði sjálfsögð og eðlileg. Hið undarlegasta við ákvörðunina er í raun aðdrag- andi hennar: að það skuli hafa verið gert veður út af þessu máli. Nú skiptir mestu að deilu- aðilar ræðist við í einlægni og með þann ásetning í fyrir- rúmi að ná samkomulagi. Þessi deila eins og aðrar tekur enda og það verður ekki lengi að koma í ljós, hvort til henn- ar er stofnað deilunnar sjálfr- ar vegna eða til að komast að sanngjamri niðurstöðu. Þótt menn brýni bitjámin er ekki þar með sagt, að þeir beiti þeim. Krabbamein í rístli og endabarmi: Eru forvarnir mögulegar? eftir Hallgrím Guðjónsson Krabbamein í ristli og enda- þarmi var áður þekkt sem „krabbameinið sem enginn talar um“. Viðkvæmni og feimni gagn- vart hvers konar kvillum í neðsta hluta meltingaryegarins og skortur á fræðslu hefur líklega átt hér hlut að máli og gerir sennilega enn. í bandarískri könnun meðal almennings kemur í ljós að fólk hefur oft rang- hugmyndir um krabbamein í ristli og endaþarmi. Sumar konur álíta að þetta krabbamein hrjái einvörðungu karlmenn, aðrir telja að greining sjúkdómsins á byrjunarstigi skipti ekki máli eða að þessi sjúkdómur sé almennt minniháttar heilsufarslegt vandamál. Þessar hugmyndir og fleiri álíka valda því að margir telja að við séum lítt fær um að hafa áhrif á gang krabbameins í ristli og endaþarmi með vöm- um, öfugt við þau viðhorf sem menn almennt hafa til ýmissa hjarta-, lungna- og magakvilla. En hvað segja þá staðreyndimar okkur? Umfang sjúkdómsins Krabbamein í ristli og enda- þarmi er einn algengasti illkynja sjúkdómur í hinum vestræna heimi. Lætur nærri, að í þessum heimshluta sé það aðeins krabba- ' mein í lungum sem er jafn mannskætt og krabbamein í ristli og endaþarmi. I Bandaríkjunum ejnum greinast 140.000 manns ár hvert með þennan sjúkdóm. Miðað við Bandaríkin þá er tíðni hér á landi heldur lægri, en hún er þó há og fer vaxandi. Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags Islands upplýsir okkur um að á ámnum 1982—1986 hafa að meðaltali rúmlega 70 manns greinst árlega með krabbamein í ristli og endaþarmi. Tíðni sjúk- dómsins eftir kynjum er svipuð þó að heldur fleiri íslenskir karl- menn en konur hafí fengið sjúk- dóminn á síðustu árum. Þessi sjúkdómur er nú þriðja algeng- asta krabbameinið hjá íslending- um. Það er því ekki að undra að Krabbameinsfélag íslands hafí nú um skeið beitt sér fyrir könnun á gagnsemi skipulegrar leitar að þessum heilsufarslega skaðvaldi þjóðarinnar. Orsakir Orsakir krabbameins i ristli og endaþarmi eru ekki þekktar, en sjúkdómurinn virðist þó tengdur mataræði því tíðni er misjöfn í löndum með mismun- andi matarvenjur. ‘Helst er talið að trefjasnautt og fíturíkt fæði geti aukið líkur á þessum sjúk- dómi. Með aldrinum, þ.e. þegar komið er ýfír fertugt, eykst hætt- an á sjúkdómnum. Sérstök Hallgrímur Guðjónsson læknir. áhætta, oft meðfædd, er einnig hjá sumum einstaklingum, t.d. þeim sem eiga ættingja sem fengið hafa þennan kvilla. Þá er sérstaklega mikilvægt að vita, ekki síst með tilliti til forvarna, að talið er fullvíst að langflest ef ekki öll krabbamein í ristli og endaþarmi byrja í svokölluðum slímhúðarsepum. Þessir separ eru raunverulega ekkert annað en góðkynja æxli sem hafa þó tilhneigingu til að þróast í æxli (krabbamein). Þessir separ eru því með öðrum orðum forstig krabbameinsins. Meðferð og horfur Meðferð á krabbameini í ristli og endaþarmi er oftast skurðað- gerð. Rétt er að taka fram að það er rangt sem margir telja, að slík meðferð leiði alltaf til þess að tengja þurfí ristilendann ævilangt við kviðvegginn, þ.e.a.s. búa til ristilstóma. Hið rétta er að það er fremur sjaldan sem sjúklingar fá varanlegt ristils- tóma og þó svo fari, kemur það ekki í veg fyrir eðlilegt lífemi. Önnur meðferð við sjúkdómnum getur verið í formi geisla eða lyfja og hjá einstaka lánsömum sjúklingum er hægt að fjarlægja og lækna meinið með speglunar- tæki, ef það er lítið og staðsett á slímhúðarsepa. En þrátt fyrir ákveðnar framfarir í meðferð þá hafa batahorfur þessara sjúkl- inga almennt staðið í stað á síðustu árum. Því miður er enn svo að lækning tekst ekki full- komlega nema hjá um 40% sjúkl- inga. Batahorfur fara fyrst og fremst eftir því hvort sjúkdómur- inn er staðbundinn eða útbreidd- ur þegar hann greinist. Stað- bundið og lítið æxli gefur skiljan- lega góða von um ftíllan bata en útlitið er ekki eins bjart ef æxlið er stórt og/eða útbreitt. Hvað með forvamir? Vamir gegn því að sjúk- dómurinn byiji („primary pre- vention“) er auðvitað það. sem stefnt skal- að, en þar sem fru- morsakir sjúkdómsins em ekki þekktar er hér erfitt um vik. Frekari rannsóknir á manneldi með tilliti til langtíma áhrifa á þarmana em ákaflega erfiðar og tímafrékar og allseridis óvíst hvort eða hvenær þær munu bera tilætlaðan árangur. Hollt mataræði, þ.e.a.s. trefjaríkur matur ásamt takmarkaðri neyslu á dýrafítu og sykri, er þó aldrei nema til góðs. Ekki síst á þetta við um aðra sjúkdóma í þörmum svo sem hægðatregðu eða ristil- krampa svo ekki sé minnst á ýmsa aðra sjúkdómsflokka eins og hjarta- og æðasjúkdóma. í ljósi ofanskráðs þekkingar- skorts á frumorsökum sjúk- dómsins hafa augu manna á síðustu ámm beinst að beitingu vamarráða gegn því að sjúk- dómurinn komist á hátt stig, þ.e. verði útbreiddur og þannig ólæknandi („secondary prevent- ion“). Staðsetning meinsins gef- ur reyndar möguleika hvað varn- arráð snertir. Vamarráðin mið- ast að því að fínna kvillann á byijunarstigi þegar æxlið er lítið, staðbundið og læknanlegt. Vandamálið er, að á þessu stigi sjúkdómsins er sjúklingur lang- oftast einkennalaus. Aðalein- kenni sjúkdómsins, þ.e. breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum, slappleiki, megmn, eða vaxandi kviðverkir hafa þá ekki gert vart við sig og það er ekkert sem segir sjúklingnum að hann eða hún þurfi að leita læknis. Leit að leyndu blóði Helstu vamarráð sem við höf- um gegn krabbameini í ristli og endaþarmi em endaþarmsathug- un sem hluti af almennri líkams- skoðun, stutt ristilspeglun og leit að leyndu blóði í hægðum. Það er einmitt síðasttalda varnarráð- ið sem hvað mesta athygli hefur vakið. Rannsóknin byggir á þeirri staðreynd að langoftast blæðir úr krabbameini í ristli og enda- þarmi. Blæðingin er þó oft það lítil að blóðið leynist í hægðum þannig að sjúklingurinn sér það ekki bemm augum. Einnig blæð- ir oft úr góðkynja slímhúðar- sepum, sérstaklega þeim stærri og hættulegri. Afar einfalt er að rannsaka leynt blóð í hægðum. Fólk safnar sjálft heima hjá sér nokkram litl- um hægðaprufum. Einungis er þörf á minniháttar breytingu á mataræði meðan á sýnatökunni stendur og hún er sjálf sáraein- föld. Almennar hóprannsóknir sýna að hjá 1—5% einstaklinga fínnst leynt blóð í hægðum. Af þessum hópi hafa 30—40% æxli í ristli eða endaþarmi, þar af 10% með krabbamein en hinir hafa forstig krabbameins, þ.e. slímhúðarsepana fyrmefndu. At- hyglisvert er að þeir sem grein- ast þannig með krabbamein hafa það yfírleitt á byijunarstigi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.