Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Ferðamál á Íslandí eftirEinarÞ. Guðjohnsen Hvert stefnir í ársbyijun birtist í Ferðablaði Lesbókar viðtal, sem Oddný Björg- vinsdóttir átti við þrjá breska ferða- skrifstofumenn, sem allir eru mikil- virkir í sölu íslandsferða. Þeir létu í ljós miklar áhyggjur af hækkandi verðlagi á Islandi, en ísland hefir lengi verið meðal dýr- ustu ferðamannalanda heimsins. Verð á matvælum hefir snarhækk- að og má hafa af því verulegar áhyggjur. Varla var á bætandi í þeim efnum, en eitthvað hefir þetta lagast við gengisfellinguna nú. Annað var þó, sem vakti athygli mína, og er mun meira áhyggjuefni en matarverðið. Ferðaskrifstofu- mennimir kvörtuðu sáran undan viðskiptum sínum við Ferðamála- ráð, sögðu það óvirkt og ekki njóta neinnar virðingar. Þessi ummæli era þungur dómur um andlit íslenskra ferðamála útávið. Ferðamálaráð er íjölmennt og þungt í vöfum. Það er aðeins kallað saman tvisvar á ári og getur því varla haft nein veruleg áhrif eða fylgst vel með gangi mála. Hinsveg- ar er starfandi minni nefnd, fram- kvæmdastjóm Ferðamálaráðs, og það er þessi nefnd sem ræður öllu og segir ferðamálastjóra fyrir verk- um. Ferðamálastjóri er fram- kvæmdastjóri Ferðamálaráðs. Hon- um virðist ekki ætlað að hafa mik- ið frumkvæði heldur að fara að fyrirmælum þessarar nefndar, sem augljóslega getur verið mjög erfítt hlutskipti. Ummæli Bretanna verða því að skrifast á reikning nefhdar- innar. En getur þessi nefnd, sem starf- ar í nafni Ferðamálaráðs, velt ábyrgðinni áfram? Að nokkru leyti er það hægt. Ferðamálaráð er fjár- vana. Því eru ætlaðar ákveðnar tekjur frá Keflavíkurflugvelli, en þeir peningar fást ekki hvað svo sem lögin segja. Ferðamálaráðu- neytið (samgönguráðuneytið) og til- heyrandi ráðherra hafa yfír Ferða- málaráði að segja og þaðan hljóta því að koma heimildir eða hömlur til jáðsins. I viðtalinu er haft eftir einhveij- um ráðherra að „auðvitað sé hann hlynntur ferðaþjónustu en við vilj- um ekki of marga ferðamenn". Hvaða maður er það, sem lætur hafa þetta eftir sér, er það sjálfur ferðamálaráðherrann eða einhver annar? Og hveijir eru „við“, sem hann talar um? Er hann að tala um alla þjóðina, Alþingi, ríkisstjómina, sinn flokk eða bara sjálfan sig í fleirtölu? Svar við þessu skiptir verulegu máli og getur varðað framtíð ferðaþjónustu sem alvöru- atvinnuvegar á íslandi. Við, sem að ferðamálum vinnum, verðum að krefjast skýrra svara og fá upplýst hvaða ráðherra talar svo í okkar nafni að því er virðist. Vald ráðherrans og ráðuneytis I lögum um skipulag ferðamála er skilgreint hvað sé ferðaskrif- stofurekstur: a. Upplýsingar um ferðir innan- lands eða erlendis. b. Hverskonar umboðssala farmiða með skipum, bifreiðum, flugvél- um eða jámbrautum. c. Utvegun gistihúsnæðis. d. Skipulagning og sala hópferða, innanlands eða erlendis, og mót- taka erlendra ferðamanna. Einnig kemur fram í lögunum, að leyfí þurfí frá ráðuneytinu til að stunda þessa starfsemi. Ennfremur að ráðuneytið ákveði hvaða ferðafé- lög séu undanþégin þessum ákvæð- um að því er lýtur að ferðum innan- lands. Framangreind upptalning er all- yfírgripsmikil og augljóst, að þótt menn vildu aðeins sinna einum þætti ferðaþjónustu þá krefst það ferðaskrifstofuleyfis. Er þessum lögum framfylgt í einu og öllu eða aðeins af handahófi? Lítum aðeins á nokkur dæmi. Allmikið er um, að smalað sé í hópferðir, fleiri eða færri og utan- lands eða innan. Endurtekin starf- semi af þessu tagi virðist falla und- ir ákvæðin. Stjómmálafélögin skipuleggja árlegar ferðir, .bæði innanlands og utan, og virðist augljóst að sú starf- semi fellur undir ákvæði laganna. Hvað segir ráðuneytið við því? BSRB og VR hafa nýlega samið um leiguflug og bílaleigubíla í Evr- ópu. Þetta fellur ótvírætt undir ákvæði laganna um ferðaskrifstofu- rekstur. Hafa þessir aðilar sótt um og fengið ferðaskrifstofuleyfí? í utanlandsferðum gera lögin ekki ráð fyrir undanþágum. Þessi fáu dæmi sýna ljóslega hve Austan Námafjalls. vafasöm þessi lög em og fram- kvæmd þeirra. Meðal verkefna Ferðamálaráðs er stofnun ferðamálafélaga og að- stoð við þau og nokkuð rösklega hefur verið gengið að þessu verk- efni. Víða var strax hafist handa og farið að sinna ýmsum þáttum ferðamálanna, en fljótlega ráku menn sig á lögin. Til starfseminnar þurfti ferðaskrifstofuleyfi og varð í upphafi að setja bankatryggingu að upphæð 2,6 millj. kr. sem nú hefír verið hækkuð í 4 milljónir. Bankatryggingin Þessi trygging er draugur frá fyrri tímum og skortur verður á skýringum þegar spurt er hvers vegna og til hvers? í upphafi var þetta fengið frá hinum Norðurlönd- unum eða annars staðar að, og þótti víst sjálfsagt hér eins og þar, einkum vegna leiguflugferða ef hópar skyldu stranda erlendis sök- um vanskila ferðaskipuleggjan- dans. Hvað með þá, sem aldrei nota leiguflug? Hvað með þá, sem ein- göngu flytja inn ferðamenn? Hvað með litlar ferðaskrifstofur og stórar ferðaskrifstofur? Jú, allir eitt. í dag er allt þetta óþarft. Flestir tryggja sig og allir geta tryggt sig gegn ferðarofum, sem geta komið til af ýmsum óviðráðanlegum orsök- um. Með öðmm orðum, þessi bankatrygging fyrir ferðaskrif- stofurekstri er úrelt hafi hún þá nokkum tíma verið nauðsynleg. Hvers vegna þarf yfír höfuð að fara öðmvísi með stoftiun fyrirtækja í ferðaþjónustu en t.d. í verslun eða iðnaði? Öll þessi miðstýring, sem við- gengst á svo mörgum sviðum í þjóð- félaginu í dag, í ferðamálum, land- búnaði, sjávarútvegi og víðar, verð- ur að hverfa eða* a.m.k. að minnka vemlega. Hafa menn sofnað á verðinum °g gleymt fyrri slagorðum? Hvar heyrist nú: Báknið burt? Höfundur er ferðamálafrömuður. Mavaerarður eða vöruhöfn ísafirði. O FYRSTI áfangi vöruhafnar í Sundahöfn á ísafirði var tekinn í notkun fyrir skömmu við hátíð- lega athöfn og veisluhöld sem hafnamefnd bauð til. Þrátt fyrir það er hafnaraðstaðan ekki að- gengileg flutningaskipum og verður væntanlega ekki á næst- urini þar sem fjárveitingar hafa ekki fengist frá Alþingi. Að sögn hafnarstjóra er nú leitað eftir lánum þar til framlög fást frá ríkissjóði, en dýpka þarf við 120 metra viðlegukant sem byggður var á síðasta ári. Framkvæmdir við þennan áfanga hófust 1981, var þá unnið við gerð fyrirstöðugarða og landfyllingar fyrir um 40 milljón- ir króna á núvirði. Síðan lágu fram- kvæmdir niðri þar til á síðasta ári þrátt fyrir fjögurra ára áætlun stjómvalda sem gerði ráð fyrir að áfanginn yrði fullgerður árið 1984. A síðasta ári var hafíst handa við gerð stálþils og fyllinga að því. Sú framkvæmd kostaði 33 milljónir króna, svo að samtals hefur nú verið varið 73 milljónum króna til verksins. Verði efndir ríkisvaldsins álíka og við fyrri áfangann og láns- fé fæst ekki má búast við að fyrstu fragtskipin leggist að í Sundahöfn á árinu 1993. Að sögn hafnarstjórans á Isafírði, Haraldar L. Haraldssonar, eru þessar tafír afar bagalegar. Meðal annars höfðu komiir stórra skipa til ísafjarðar aukist frá árinu 1977 úr 874 skipakomum í 2.043 árið 1986. Hann segir að alloft hafí myndast óviðunandi ástand við höfnina og að skip hafí þurft að bíða langan tíma eftir að komast að bryggju, sem meðal annars hafi raskað vemlega tímaáætlunum strandferðaskipa. Nú er um þriðjungur af viðlegu- rými ísafjarðarhafnar orðinn hálfr- ar aldar gamall og gæti því brostið fyrirvaralítið auk þess sem um helmingur alls bryggjurýmis fyrir stærri skip er orðinn 40 ára. Til þess að gera nýja hafskipa- kantinn nothæfan fyrir stærri skip þarf að dýpka og gera fyrirstöðu- garð fyrir 24 milljónir króna. Þeim áfanga átti að ljúka í ár, en þá var framkvæmdin felld niður af fjárlög- um ríkisins og óvíst um frekari fjár- veitingar eins og venjan er þegar um fjármál ríkissjóðs er að ræða. Hafnarstjóri sagði að nú væri reynt að afla lánsfjár til að ljúka þessari mikilvægu framkvæmd. Takist það ekki er ljóst að sá áfangi sem náðst hefur kemur ekki að notum fyrir stærri skip vegna þess hve grunnt ér. Hafnarmálastofnun ríkisins hef- ur séð um hönnun og verkstjórn. Var Aðalsteinn Aðalsteinsson yfír- verkstjóri, en Sigtryggur Bene- diktsson tæknifræðingur frá Hafnamálastofnun. Fyrirtæki á ísafírði hafa að mestu unnið verkið. - Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Þarna var unnið fyrir 40 milþ’ónir á núvirði 1981 og 33 milljónir í fyrra. Ef hlíta á ákvörðun ríkissjóðs stendur þarna 73 milljóna fjár- festing án annars sjáanlegs tilgangs næstu árin en að vera samkomu- staður mávanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.