Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 7 Geri ekki athugasemdir við ummæli ráðherranna Sjálfsagt að svara öllum efnislegum spurningum, segir Thor Ó. Thors, forstjóri Ísl. Aðalverktaka „ÉG TEL það ekki vera mitt hlutverk að koma með andsvör eða athugasemdir við ummæli, sem forráðamenn þjóðarinnar láta hafa eftir sér í fjölmiðl- um,“ sagði Thor Ó. Thors for- stjóri og síjórnarformaður ís- „ÉG sé ekkert rangt við þetta. Ég held að það geti vel verið sterkur leikur hjá okkur að kom- ast inn í þessa vinnslu," sagði Hólmsteinn Björnsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðju Raufar- hafnar hf. þegar leitað var álits hans á tilraunavinnslu Icelandic Freezing Plants Ltd., dótturfyr- irtækis Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Grimsby, á íslenskum isfiski i Englandi. lenskra Aðalverktaka, er leitað var álits hans á framkomnum ummælum forsætisráðherra og fjármálaráðherra, um að rétt sé að framkvæmdir á vegum Varnarliðsins verði boðnar út á almennum markaði. þennan iðnað flytjast úr landi, „en það er ef til vill bara þjóðernis- hyggja hjá mér“, sagði hann. En aftur á móti væri æskilegt að hafa alla vinnslu á blokk sem næst mark- aðnum. Einnig gæti verið nauðsyn- legt að hafa takmarkaða vinnslu á ísfiski í markaðslöndunum til fram- leiðslu á sérstökum vörum viðkom- andi markaðar, sem ekki mætti framleiða hér, og nefndi notkun aukaefna í því sambandi. „Hins vegar er sjálfsagt að svara öllum efnislegum spuming- um um þessi efni, hér höfum við engin leyndarmál og búum við mjög stranga endurskoðun bæði frá ríki og öðrum eigendum. Eg hallast helst að því að við munum á næstunni gefa frá okkur eins konar upplýsingayfirlýsingu sem svari þeim spumingum sem eðli- lega vakna í þessari umræðu. Á alþingi 1984 gerði utanríkisráð- herra, í mjög ítarlegri skýrslu, grein fyrir þessum málum í svari við spumingu í 12 liðum frá tveim- ur þingmönnum Alþýðuflokksins. Skýrsla þessi var mjög greinargóð og útskýrði öll efnisatriði málsins, raunar nánar en um var beðið, og ég held að helsta innlegg okkar yrði að láta framreikna til dagsins í dag þær upplýsingar sem þar komu frarn," sagði Thor Ó. Thors. „En ég ítreka að ég tel það ekki mitt hlutverk að gera athuga- semdir við ummæli forráðamanna þjóðarinnar,“ sagði stjórnarform- aður Islenskra Aðalverktaka að lokum. Tilraunavinnsla á ísfiski í Englandi: Getur verið sterkur leikur - segir Hólmsteinn Bjömsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðju Raufarhafnar Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson „Strætóinn“ við bryggju Grindavík í síðustu viku landaði bátur, Frið- geir Björgvinsson RE 400, 2,6 tonnum sem fengust á línu. Bátur- inn vakti töluverða athygli sjó- manna og þeirra sem leið eiga um höfnina í Grindavík fyrir óvenju- legt byggingarlag og hefur hann strax fengið uppnefnið „strætó- inn“. „Strætóinn", Friðgeir Björg- vinsson RE 400, er gerður út á línu með línubeitingarvél. Bátur- inn er um 20 tonn og er línan lögð og dregin út um skutlúgu að aftan. Hólmsteinn sagði að mikið af óunnum fiski færi þarna út og á meðan svo væri gæti verið nauðsyn- legt að nýta þennan markað. Hann sagði að bygging verksmiðju IFP hefði verið og væri enn umdeild og mætti alveg eins hugsa sér að huga að þessum þætti vinnslunnar. „Auðvitað er það öfugsnúið ef hagkvæmara er orðið að frysta íslenskan fisk í Englandi. En við verðum að líta á að þar virðast allt aðrar kröfur gerðar til aðbúnaðar,“ sagði Hólmsteinn. Knútur Karlsson framkvæmda- stjóri Kaldbaks hf. á Grenivík sagði að vinnslan í Englandi væri á til- raunastigi, hún væri eingöngu upp- lýsingasöfnun, og lítið hægt að full- yrða enn um hagkvæmnina. Hann sagði að IFP hefði verið í svelti með blokk alveg fram á þetta ár en stórir aðilar að frysta blokk í nágrenninu og því hefði verið farið út í að kanna þessa möguleika. Knútur sagðist ekki enn hafa séð þær tölur að utan sem sannfært gætu hann um hagkvæmni þess að frysta íslenskan fisk í Englandi. Hann sagði að vísu væri launa- kostnaður þar lægri svo og ýmis annar kostnaður. Til dæmis væru gerðar mun minni kröfur þar til húsakynna og aðbúnaðar starfs- fólks. Meira að segja væri raf- magnið ódýrara í Englandi en hér. En þrátt fyrir þetta taldi hann að hér væri hægt að vinna fiskinn á eins hagkvæman hátt. Hann sagðist ógjarnan vilja sjá Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund: Háskól- anum veitt framlag Verkfræðistofnun Háskóla íslands hefur borist framlag, 250.000 krónur, úr Stofnenda- sjóði Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar. Gísli Sigurbjömsson forstjóri af- henti stjóm Verkfræðistofnunar fé þetta ásamt gjafabréfi, en þar seg- ir að í tilefni 65 ára afmælis Grund- ar (1987) sé minnst tveggja verk- fræðinga, „með virðingu og þakk- læti fyrir skilning, velvild og ómet- anlegan stuðning", þeirra Knuds Ziemsen borgarstjóra, f. 17.8. 1875 d. 15.4. 1953, og Jóns Þorlákssonar borgarstjóra, f. 3.3. 1877 d. 23.3. 1935. Er þess óskað að stofnaður verði Starfssjóður Verkfræðistofnunar með ofangreindu stofnframlagi og nöfn þeirra beggja skráð í minn- inga- og heiðursgjafabók Verk- fræðistofnunar. Stjórn Verkfræðistofnunar þakk- ar þessa rausnarlegu gjöf. (Fréttatilkyuning) Gunnar Bjamason ráðinn útflutningsráðunautur Félags hrossabænda GUNNAR Bjarnason hefur verið ráðinn útflutningsráðunautur Félags hrossabænda. Jafnframt hefur verið gert samkomulag á milli félagsiiís og Búnaðarfélags íslands um að FH sjái um út- flutningsmálin eins og verið hef- ur og annist að auki gerð út- flutningspappíra og stimplun þeirra fyrir hönd Búnaðarfélags- ins. Gunnar hefur um árabil verið hrossaútflutningsráðunautur og haft aðstöðu hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Á síðasta ári fór hann að vinna að þessum málum fyrir FH í stað Bún- aðarfélagsins og hefur nú verið gengið frá samkomulagi á milli fé- laganna. Gunnar mun hafa svipað verksvið og áður, það er að stuðla að útflutningi, m.a. með kynningu og aðstoða útlendinga við ræktun íslenska hestsins, annast bréfa- skriftir, ganga frá útflutnings- pappírum og annast innheimtu sjóðagjalda við útflutning. 2 - l<ApjiSrv>11 Tramp 8 Hollofil fylling + 25° C — - 5° C Þyngd 1.700 gr Verð 4.890,- Femund Hollofil fylling + 25° C — h- 8° C Þyngd 1.800 gr. Verð 5.680,-. Igloo Hollofil fylling + 25° C — + 15° C Þyngd 2.000 gr. Verð 6.790,- Skátabúðin - skarar framúr. Panther 3 65 lltrar' Þyngd 1.800 gr. Verð 5.490,- Jaguar S 75 75 lltrar Þyngd 1.800 gr. Verð 7.490,- Everest 72 72 lltrar Þyngd 1.400 gr. Verð 3.590,- SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.